Þjóðviljinn - 06.04.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1941, Blaðsíða 4
Nœíurlœknir í ínótt: Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. — Aðra nótt: Ólafur Þ. Þorsteins- son, Eiríksgötu 19, sími 2255. Htslgidagslœknir í jdag: Ólafur 'Jóhannsson, Laugavegi 3, sími 5919. Nœturoördur er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum- Útvarpid í dag■ 10,00 Morguntónleikar: Symfónía No. 6, eftir Tjaikovský. 11,00 Messa í Fríkirkjunni. Séra Sigurbjörn Einarsson. Sálmar nr. 190, 192, 137, 194, 193. 12,00 Hádegisútvarp- 15,00 Miðdegistónleikar: óratórí- ið „Messías", eftir Hándel. 18.45 Barnatími: Ragnar Jóbánlnes son. 19.30 Hljómplötur: „Dauðraeyjan" eftir Rachmaninoff. 20,20 Erindi: Myndastyttur á al- mannafæri í Reykjavík- Jóhann Briem, málari. 20.45 Einleikur á píanó: Ár,ni Kristjánsson: a. Vincent Lachnier: Preludium & Toccata. b. Þórarinn Jónsson: Fughetta. c. Páil isólfsson: Þrjú píanó- lög- 21,05 Upplestur: Kvæði um kon- ur. Soffía Guðlaugsdóttir. 21,25 Vöggulög. Útmrpifi á margun. 13,00 Dönskukennsla, 3. fl. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 20.30 Um daginn og veginn: Pálml Hannesson. 20,50 Hljómplötur: islenzk lög- 20,55 Útvarpssagan: „Kristín Ijafr- ansdóttir“, eftir S. Undset. 21,25 Útvarpshljómsveitin: Sænsk alpýðulög. Einsöngur: Einar Sturlusoh: Bjarni Þorsteinsson: a. Systkin- in. b. Gissur ríður góðum fáki. c. Kirkjuhvoll. d. Ég vil elska mitt land. Eypór Stefánsson: Kvöldvísa. 5. dsild KRON heldur aðal- jfund sinin í dag (sunniud.) kl. 2 e. h'. í Alpýðuhúsinu. 1. dtsild KRON heldur aðal- fund sinn í dag (sunnud,.) kl. 8,30 í Baðstofu iðnaðarmannia. 9 deild KRON heldur aðal- fund á miorgun (mánud.) kl. 8,30 í Baðstofu iðnaðarmanna. beikfélag Regkjapíkur sýnir ■Á útleið kl. 8 í kvöld og er pað síðasta sýning fyrir páska. — Að- göngumiðasala hefst k'L 1 í dag- „Á förnum mgi“ heitir smá- sagnasafn eftir Stefán Jónsson rit höfund, sem nýkomið er út. ísa- foldarprentsmiðja er útgéfandinn- 1 safninu eru pessar sex sögur: Prófið, Ellistyrkur, Svo liðu dag- ar, Eins og maðurinn sáir, Sumt féll meðal pyrna, Frá liðnu sumri, Að liðnum sólstöðúm. Þjó'ð viljinn mun bráðum geta pessar- ar bókar nánar. Lcíbíclag Reykíavíkur. „Á ÚTLEIÐ u Sýning í kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjóm Dr. V. Urbantschitsch aöstoðar Aögöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aögang. Síðasta sýning fyr'ir páska. , REVÝAN 1940 Mum i Flospifl Ásiands~úigáfa Eftirmiðdagssýning. í dag, sunnudag, kl. 3 e. h. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í dag. — Sími 3191. ALLRA SÍÐASTA SINN Félagið Berklavöm. Skemmtun heldur félagiö Berklavörn til ágóöa fyrir starfsemi sína í dag, sunnudaginn 6. apríl kl. 9 í Oddfellowhúsinu. Skemmtiatriði: Upplestur: Sig. Skúlason, magister. Ein- söngur: Hermann Guðmundsson. Danssýning: Sif Þórs. Ávarp: Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. DANS uppi og niðri. Aögöngumiöar seldir í Oddfellowhúsinu eftir kl 5 í dag. SKEMMTINEFNDIN. Bökunarvörur til páskanna ö^kaupfélaqiá % ^ooooooooooooooooooooooooooooooooooc 82 Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini Roll Anker mildi og kæti í svipinn á harölega andlitinu. Hún lifnaði öll, eins og við atlot. „Já,“ — hún brosti ,,,En þú veizt að ég er þrjózk, þrjózk og forhert líka, Per“. — Inni í litla svefnherberginu, þar sem kommóöan stóö rétt við rúmið eins og gamall varömaður, lá hún and- vaka þar til birti af degi. Kvöld eftir kvöld haföi hún setið hér við sauma, haft dyrnar opnar og hlustað á kappræður Pers og félaga hans. Og hún hafði minnzt kappræönanna í föðurhúsum, frá því að hún var ung, hinar áköfu frelsisræöur, árásirnar á trúarbrögðin, bar- áttuna með og móti kvenfrelsi. Það höfðu veriö draum- órar hjá því, sem hún heyrði nú: Heimsbylting, þjóð- skipulagsbreyting, alræði alþýðunnar. Fyrst í stað reis hún til andmæla, þegar hún og Per voru orðin ein. Eins og liþsforingi hafði hún skipað til atlögu vígorð- unum frá æsku sinni, — Per hafði sópað þeim til hliö- ar eins og fisi. Smám saman haföi hún hætt aö tefla þeim fram, — í kvöld haföi hún ekkert þeirra munaö.. Með hendur undir hnakka lá hún klukkutíma eftir klukkutíma og starði á bláleitar ljósrákirnar, er götu- ljósið myndaði beggja megin við gluggatjaldið. Lífið eins og það var áður og lífið nú — bærinn frá æsku hennar og bærinn nú — voru eins og tveir heimar. Handan viö vegginn var torgiö og handan viö þaö ný og grá leiguhús og þá Akersáin. Og handan árinnar var fólkið, sem Per baröist fyrir, verksmiöjurnar og íbúðar- hús verkamanna, endalausar, ljótar götur. Hún var orð- in kunnug þar yfirfrá, henni haföi verið ljúfara aö leggja þangað leið sína undanfarið en í þá bæjarhluta, sem hún þekkti frá fornu fari. Ásamt Per hafði hún dag nokkurn heimsótt sjúkling, í húsi, sem moraði af fólki, eins og mauraþúfa. Hún hefði ekki trúað því, aö fólk gæti lifað í slíkri eymd. Henni hafði fundizt að fátæklingar í smábænum suðurfrá byggju í lélegum húsakynnum, og að fólkið, sem hún og móðirin heim- sóttu í æsku hennar, ætti bágt. En það hafði verið kort- lögð fátækt, skortur undir eftirliti. Já, henni hafði meira aö segja fundizt að foreldrar hennar ættu nógu örðugt sjálf. Nú horfði þetta allt öðruvísi viö: Þau höfðu búiö mitt í gamla bænum sínum, í öruggum að- stæðum, viss um stöðu sína og álit í þjóðfélaginu. Þau höfðu haft ákveöin réttindi og ákveðnar skyldur. Henni hafði verið ýtt út aö takmörkunum. Ekkert ihafði hun óttazt eins og upplausn og óvissu, en nú var einmitt þaö oröið hlutskipti hennar. Gamla þjóðfélagið hafði svik'ið hana, það hafði enga vernd veitt henni. Hvers vegna skyldi hún halda áfrarn að styrkja það? Hugsanir næturinnar lágu eins og farg á henni, er hún vaknaði um morguninn eftir nokkurra klukkutíma svefn. Það var sólskin á torginu, hún stóð kyrr við glugg- ann, er hún hafði dregið upp gluggatjaldiö og horfði út — við ljósastaurinn lá hrúga af visnuðum laufum. Garðurinn viö Lövli á októbermorgni.... eplatréð, þungt af ávöxtum.... ribsberjarunnarnir.... aster- beðið.... Hún skyldi kjósa með Per! Greiða atkvæöi gegn Ro- ari, gegn öllum hinum ómerkilegu konum yfirstéttar- innar, gegn fortíö sjálfrar sín, gegn sínu gamla, trú- gjarna sjálfi! Og hún ætlaði að gera það strax, klæða sig og fara á kjörstaöinn — ekki að eiga það á hættu að bíða þangað til seinna. Um miðdagsleytið kom Per heim, móðirin var að leggja á borðið. Hún sneri hálfvegis við honum baki og sagði: „Eg geröi eins og þú baðst“. „Ertu búin að kjósa?“ „Eg fór strax í morgun. Eg kaus — ég kaus þinn lista, og engan annan“. Hún var orðin föl. Per stóð grafkyrr úti á gólfi, og gat fyrst ekkert sagt. Eitthvað óvænt geröist í honum, kom honum alveg á óvart, svo hann varð að grípa til gömlu töfraorðanna: Never wince! o<><xxxxx><x>oo<xxx><x><><x><x><>o<x><><xx><><x><>< <0><Z><t>0000<>00<>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.