Þjóðviljinn - 09.04.1941, Blaðsíða 1
VI. árgangur. Miðvikúdagur 9. apríl 1941. 83. tölublað.
M IslndiniaF
neial skipKtía í
il
lalll er il
Norskt skip, sem var í förum
milli íslands og Bretlands mieð ís-
fisk er talið af.
Þrettán manna áböfn var á
skipinu, par af tveir Islendingar
báðir búsettir í Reykjavik.
Þeir voru:
Magnús Brynjólfsspn, Þórsg.
2. Hann var fæddur 18. júlí 1903
að Ytri-Ey í Vindhælishreppi,
Austur-Húnavatnssýslu. Magnús
var kvæntur og átti tvö börn.
Hannes Sigurlaugssan, Þing-
Ji'oltsstræti 28. Hann var fæddur
28. júlí 1899 að Grænagarði á
tsafirði. Hannes lætur eiunig eft-
ir sig tvö börn. Hann á einnig
móður á lífi.
ípróttafélag Reijkjavíhur. F)erð-
ir að Kolviðarhóli verða eins og
hér segir: í kvöld kl. 8, á skír-
dags- páskadags- og 2. páska-
dagsmorgun kl. 9. Farið verður
frá Vörubílastöðinni Þróttur. Far-
seðlar seldir í Gleraugnabúðinni
Laugaveg 2, og við bílana ef eitt-
hvað verður óselt.
Mom oo
Hncykslanleg framkoma „hræðslupenínga-
mannsíns" í efrí deíld í gær
Þau tíðindi gerðust í efri deild í gær við 2. umræðu frum
varpsins um leigunámsheimild fyrir stjómina á húsnæði í
sveit vegna brottflutnings barna, að Jónas frá Hriflu opinber-
aði sig að slíkum fjandskap í garð barna og mæðra úr kaup-
síöðum, að fimum sætir. Þessi maður, sem áður hefur talið
eítir áhættuþóknun til sjómanna þeirra, er hætta hfi sínu á
sjónum, gerðist nú svo ósvífinn að telja eftir að ýmsir skólpr
landsins væru teknir til afnota fyrir böm og mæður úr kaup-
stöðunum, til að bjarga þeim undan loftárásum. .
Þessar söguiegu umræður vom á þessa leiö:
Madurínn með ,hræðsltí
petiíngana* falar:
Jónas Jónsson kvaddi sér
hljóðs og mælti af allmiklum þjósti
Kvað hann það hart aðgöngu að
borgarar í Reykjavík (Framsókn-
arembættismenn iog aðrir bietri
borgarar) gætu ekki notið sum-
ardvalar á Laugarvatni vegna
þess að búið væri að taká pað
fyrir heimili handa börnum eða
fólki, sem ráðstafað væri vBgna
loftárása. Þá taldi hann nokkra
skóla, sem ófært væri að taka til
slíkrar niotkunar, svo sem Hall-
ormsstaðaskóla, Laugar í Þing-
eyjarsýslu, Laugaland í Eyjafirði
og Blönduósskólanin.
Þótti honum það helgispjöll
mikil að skólar þessir væru tekn
ir til afmota fyrir börn og konur
Þjóðverjar reyna að reka fleyg
milli Júgóslava og Grikkja
Jdgóslavneshí herínn hörfar undan þýzha hernum, en teh-
ur borgírnar Shútarí oq Zara af Itölum
Jónas frá Hriflu
úr alþýðustétt frá þeim stöðum,
þar sem toftárásarhættan er miest,
ýmist vegna þess að þarna væru
skemmti- og samkomustaðir fólks
eða skólarnir væru með svo sér_
stöku „íslenzku sniði“, að þjóÖar-
voði gæti talizt, ef um þá væri
misjafnlega gengið af slíku fólkL
Væri það kaldranaleg framkoma
gegn kionum þeim, sem sett hefðu
svip sinn á suma þessara skóla,
að saurga þá með návist þess-
ara kaupstaðarbarna! — Kallaði
hann það „vaindalisma" að taka
skólana til afnota handa börnunr
um.
Fregnir þær aen- birust í gær aí styrjöldinni á Balk
anskaga voru fremur ógreinilegar, en svo virtist sem þýzka
hemum hafi tekizt að sækja talsvert fram, bæði í Júgó-
slavíu og Grikklandi, þrátt fyrir mjög harða mótspymu,
einkum af hálfu gríska hersins.
Júgóslavneskur her hóf í gær sókn í Norður-Albaníu og
tók borgina Skútari. Júgóslavar náðu einnig á vald sitt
ítölsku borginni Zara á Adríahafsströnd. en sú borg er um-
kringd júgóslavnesku lanái. Fregn frá Ankara um að Júgó
slavar hafi náð Fiume á vald sitt, hefur ekki hlotið stað-
festingu.
í hemaðartilkynningu Grikkja í gær segir, að júgóslavn-
eski herinn í syðsta hluta landsins hafi orðið að hörfa und-
an, og þar með sé vinstri armur gríska hersins í alvarlegri
hættu, en hvarvetna sé haldið uppi hetjulegri vörn.
Þessi fregn þykir benda til
þess, aö Þjóðverjar leggi á-
lierzlu á að reka fleyg milli
herja Júgóslava og Grikkja
með árás frá Búlgaríu inn í
syðsta hluta Júgóslavíu. Hætta
er á því, að þýzki herinn kom-
ist brátt til Vardardalsins, og
ráðist þaðan á Grikki, og nái
e. t. v. sambandi við her ítala
í Norður-Albaníu.
Þjóðverjar tilkynna að sókn-
in imn í Júgóslaviu fari fram sam
kvæmt áætlun, og sé aðalsókninni
beint að norðausturhluta láindsins.
Hafi þýzki herimi farið yfir Dóná,
þar sem hún rtennur á landamær
um Rúmeníu og Júgóslavíu, þeg-
ar á fyrsta klukkutímanum eftir
að hernaðaraðgerðir hófust.
Sókn Þjóðverja á vígstöðvun
um í Grikklandi er ákaflega hörð.
Beita þeir þar fyrir sig stórskota
liði, skriðdrekum og flugvéluni,
og geysimikið fótgöngulið er kom
ið til vígstöðvánna. Grikkir hafa
varið hvert einastá vígi með hinná
mestu hreysti, ien sumstaðar orðið
að Iáta undan síga fyrir ofurefl-
inu. i
Brezki herinn, í Grikklandi hef-
ur enn ekki lent í bardaga við
þýzka herinn. Segir í tilkynning
um frá Aþenu, að brezki herinn
hafi tekið að sér vissan hluta
víglínunnar, og sé nú á leið þang-
vað- i r | i
Ungverjarland eínníg
hafnbannssvaeðí
Brezka stjórnin hefur tilkynnt
að hún líti á Ungverjaland siem
hernumið land, og komi því hér
eftir h afnbannsákvæðin einnig til
framkvæmda við vöruflutninga til
Ungverjalands- Ennfremur vierði
ungverskar vörur gerðax upptæk-
ar þar sem í þær næst.
Hermann Jónasson svaraði og
sagði að mikið væri til í þvl,
sem Jónas sagði, enda yrði þesisi
heimild ekki notuð neina eftir því
sem nauðsyn krefði-
Sigurjón ólafsson furðaði sig
á að slíkur hugsunarháttur, sem
fólkt í ræðu Jónasar, skyldi koma
fram í (deildinni.
Magnús Gíslason kvað sér hafá
komið mjög á óvart ræða Her-
manns Jónassonar. Hefði hann lit
ið svo á, að nú þegar væri þörf
á að Iáta lögin koma til fretm-
kvæmda, því allir vissu að loft-
árásarhætta væri fyrir hendi. En
Hermann virtist líta svo á, að
ekki væri þörf á að flytja börn-
in úr bænum fijrr isn pe,gar vœri
búid að gtsra loftárás. Um hinn
„íslenzka svip“ skólanna sagði
hann að rétt væri að vísu, að á
þeim væru burstir, en það væri
ekki tilætlunin að skila skólun-
um aftur nema í því ástandi,
sem þeir voru í þegar þeir votu
teknir til notkunar. Kvaðst hann
Dagsbriioar-
fundurínn ein
dregínn gegn
sf jórnínní
Héðínn beífír ofbeldí
Á Dagsbrúnarfundinum í gær
mættu rúmlega 200 manna-
Mikið var rætt um hinn nýja
samning Héðins við Bretana og
kom fram. almenn óánægja mieð
gerðir stjórnarinuar í þiesSu málL
Tillaga kom fram um að ónýta
samningana, en Héðinn úrskurð
aði, að hún skyldi ekki koma
til atkvæðagreiðslu-
Tillaga kom einnig fram um
brottrekstrana úr Bnetavinnunni,
Varði Héðinn fyrir Bretamna hönö
bnottrekstrana og úrskurðaði þá
tillögu einnig frá-
Tillaga um að víta stjóminú
fyrir að láta dagblöð bæjarinS
ekki njóta jafnréttis mléð aug-
lýsingar, var samþykkt í eina
hljóði-
Stjórninni var falið að hlutast
til um að 1. maí yrði almennur
frídagur og engin verkamanjnar
vinna yrði uninin þann 'dag-
Ákveðið var að hækka árstillag
félagsmanna úr 16 kr. í 20 kr.
Einnig voru samþykktar tillög
ur varðandi öryggi í Bretavinn-
unni. — Nánar á morgun.
Vopnín kvödd
komín úf á íslenzhu
t dag kemur út, í isllenzkri þýð-
ingu eitt víðfrægasta skáldrit nú-
tíma bókmienntanina, Vopnin kvödd
eftir Bandarikjamanninin Ernlest
Hemingway.
Halldór Kiljan Laxness hefur
þýtt bókina og ritað fonnála, en
útgefandinn er Mál og mienining.
Er þetta fyrsta bók félagsins á
þessu ári.
vera þéss fullviss að ekki væri
talað i nafni neinna íslenzkra
kvenna, þegar amazt væri við
því að bömum yröi veitt hjálp á
neyðarstund- Kvað hann ræðu
Hermanns bera þess vitni, að áf
hálfu ýmsra ráðamianna væru til
löigurnar um ráðstafanir til þess
að tryggja öryggi bamanna bom
ar fram af engum heilindum.
Að loknum þessum umræðum
var frumvarpinu visað til 3. um-
ræðu-
En íslenzk alþýða mun aldrei
gleyma þeirri níðingslund, sem í
Ijós kom hjá villueigandanum í
Hveragerði, gagnvart þeim böm-
um og mæðrum, sem hrekja verð-
ur frá heimilum sínum vegna loft-
árásarhættunnar. Þessi fyrirlitlega
mannpersóina, sem auðsjáanlega
hefur nú misst síðasta snefil sóma
tilfinningar jafnhliða því, sem vit-
inu förlazt, hefur nú vegið tvisv-
ar í sama knérunn: Fyrst svi-
virðir hann sjómenn vora með
orðinu „hræðslupeningar", og nú
vill hann neita ekkjum þeirra og
börnum og öðmm mæðrum og
börnum Íslands um skjólshús í
helztu skólabyggingum sveitanna.
Islendingar! Er ekki mælirhans
brátt orðinn fulíur? Fer ekki að
verða þörf á að sýna honum að
við viljum ekki þola hann í samffé
lagi íslendinga?