Þjóðviljinn - 13.04.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1941, Blaðsíða 3
PJ OÐVIJLJINJN Sunnudagur 13. apríl 1941 Verzlunarskipti viö ráðstjómar lýðveldin mundu því hafa í för með sér þrennskonar ávinning, boriö saman viö Amerikuverzl- unina. Okkar litlu kaupskip (Amerik-uskipið margumtalaöa er ekki til) mundu geta flutt rnilli landa miklu meira vöru- magn, tilkostnaður yrði minni og öryggi skipa og fólks yrði margfalt meira en á nokkr- um örðum siglingaleiðum. Hvítahafshafnirnar (nema Murmansk) munu vera lokað- ar einhvern stuttan tíma af völdum ísa, en mestan hluta árs mun þetta ekki koma aö sök, með því líka að Rússarnir sem nota mikið þessar hafnir sínar, eru lengra komnir en flestar aðrar þjóðir í því að nota ísbrjóta í baráttunni viö lagísinn. í framansögðu máli vil ég þó ekki gefa það í skyn, að þó þetta yrði reynt, myndi oss veitast allt sem vér helzt kynn um að óska í einu hendings kasti, — að ráðstjórnin mundi hlaupa upp til handa og fóta um leið og oss hugkvæmdist það lítillæti að virða hana viö- tals. Að sjálfsögðu mundi hún eins og hver „ábyrgur“ stjórn málamaður hlýtur að skilja, líta á þetta mál frá bæjardyr um sinnar eigin þjóðar og af- staða hennar mótast af því. Eins og fyrr var drepið á er það fullvíst aö Ráðstjórnar lýðveldin eru það aflögufær af flestum nauðsynjavörum, er við þurfum með, aö sú hlið málsins ætti að vera fyrirfram tryggð. En hinsvegar er það eigi jafn áreiðanlegt, að þau sjái sér nokkurn ávinn ing í innflutningi þéirra vara er vér hefðum að bjóða á móti. Hitt er vitaö aö þau flytja nú mikið inn af vélum o. fl. frá Bandaríkjum Ameriku. —. Ef þannig stæði nú á að vér hefðum eigi vörur að bjóða, er svöruðu til þeirra nauðsynja sem vér þyrftum að fá frá Ráð stjórnarríkjunum væri vel at- hugandi hvort eigi mundi hag- kvæmt að eiga fiskiflota við Ameriku, til að afla oss frjáls gjaldeyris, sem kæmi oss að gagni í verzlunarviðskiptum vorum við Ráðstjórnarríkin og Bandaríkin. — Með tilliti til þess að siglingaleiðin til Amer iku er mjög seinfær og gæti einnig orðið all hættuleg, þann ig, aö vér gætum eigi notaö dollarana í Bandaríkjunum eins og t. d. pundastaflana nú 1 Englandi, þá gæti þetta orðið eina leiöin til að hagnýta fyr- ir þjóðina þennan erlenda gjaldeyri og verjast hallæri. ooooooooooooooooo- S^riiíi áskrifenðon OOOOC500000000000' Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan* Hafnarstræti 16. Pví skammfair ríkíssfjórnín ckkí karföflurnar ? iEtlar Héðinnpð sundra Dagsbrún? Hvaö verður um verkalýðs- samtökin, ef farið verður að semja um kaup og kjör ein- stakra vinnuhópa, án þess að leita samþykkis félagsheildar- innar? Þessari spurningu verður ckki svarað nema á einn veg, sem sé þann að þá muni verk lýðsfélögin smátt og smátt leys ast upp, leiðin, sem þau hafa fetað frá einstaklingssamning- um til heildarsamningar, verð- ur þá gengin aftur á bak unz hver verkamaður semur fyrir sig um kaup og kjör. En hvers vegna að vera að spyrja um þetta núna? Fullkomin ástæða er til þess. því formaðurinn í stærsta verk lýðsfélagi landsins , Héðinn Valdimarsson, hefur nýlega samið um kaup og kjör verka manna í flugvellinum án þess að spyrja félagið ráða eöa heimildar, þeir einu tilburðir, sem hann hafði í þá átt voru að hann talaði eitthvað við verkamenn, sem vinna í flug- vellinum, án þess þó að fá hjá þeim samþykki til þessara samningagerðar. Enginn skilji þessi orð svo aö Héðinn hefði öðlazt löglegt umboð til að gera samning þann er hann gerði, ef flugvallarverkamenn- irnir, sem hann kallaði á fund sinn hefðu samþykkt að veita honum það. Nei, síöur en svo. Aðeins félagið sem heild getur gefið slíkt umboð, allir þeir samningar, sem ekki eru gerð ir í umboði þess eru lögleysa og markleysa frá upphafi til enda. Einmitt þetta vald verka lýðsfélaganna, að þau eru eini löglegi aðilinn til þess að semja um kaup og kjör félaga sinna, er hyrningasteinn þeirra sé hann molaður er hætt við að byggingin falli. Þetta hlýtur Héðni Valdi- marssyni að vera ljósara en flestum öðrum íslenzkum mönnum, og það getur því ckki verið tilviljun aö hann reynir nú að mola einmitt þennan hyrningastein, á bak við hlýtur að standa sá vilji hans að gera verkalýðs- félögin sjálfum sér sundurþykk og jafnvel að leggja þau alger lega í rústir. Þeim er þekkja störf Héðins ins innan Dagsbrúnar finnst þaö ef til vill hálf ótrúlegt. Þeir minnast þess að Héðinn sýndi oft hinn mesta dugnaö í aö efla félagið. En gætuih betur að. Hversvegna sýndi Héðinn þennan dugnað? Það er ómögulegt að komast hjá að svara því á þá lund, aö það hafi hann gert af því, aö á þeim tímum hafi barátta hans innan verklýðsfélaganna veriö barátta fyrir hans eigin frama og fjárafla. Héðinn valdi sér þá leiö til valda og frama í þjóöfélaginu, að láta hina vaxandi öldu verkalýðssamtak anna fleyta sér á faldi sínum. Aö hann hafi skoðað verka- lýðsfélögin sem tæki, er hon- um bæri persónulega að nota sýnir aö hann hikaði ekki við að fremja verk, sem til stór- tjóns horfði fyrir þau, þegar valdaaðstaða hans og flokks- klíku þeirrar er studdi hann var í veði. Héöinn er sá maður- inn, sem fyrstur hóf að reka verkamenn úr Dagsbrún fyrir róttækar skoöanir. Héðinn er maðurinn, sem þurrkaði lýð- I íæðið úr lögum lAþýðusam- bands íslands, og hvorttveggja var gert til þess að bjarga völdum hans og manna hans. Þegar svo var komið, að flokkur Héðins, Alþýöuflokkur inn, galt svo þessara glapræöa aö hann var nái nær vildi Héð inn vera fljótur til að yfirgefa skipið, sem hann sjálfur var að sokkva og leita sér nýrrar að- stööu til aö ná völdum. Þá fór liann að berjast fyrir lýðræði innan verkalýðsfélaganna, og fyrir sameiningu allra ís- lenzkra sósíalista í einn flokk. Er ljóst var aö slíkt var ekki leiðin til skjótra valda og skyndiframa, hljóp hann burtu og nú verða verklýðsfélögin að vikja. Þessvegna lét hann íhald iö gera sig að formanni í Dags brún, þessvegna' er hann nú að reyna að leysa Dagsbrún upp og gera aö engu eina nýtilega starfið, sem flotið hefur af valdabaráttu hans í lífinu. Vopnin sem dnga Með vefkföllum á vínnusföðvumsm hefuir nú hvað effír annað tckízt að híndra broffreks« ana úr Bretavínnunní Þaö hefur nú þrívegis kom- ið fyrir í Bretavinnunni, að þegar menn hafa verið reknir ur vinnu aö ósekju, þá hafa verkamennirnir, sem í sama íloáki unnu, hætt vinnunni og fariö líka. Og það hefur ekki brugðizt aö afleiöingin hefur orðið sú, að allir menn- imir voru teknir aftur. Stundum hefur líka hótun um slík verkföll haft nægileg áhrif til að hindra brottrekst- urinn. Aðstaöan fyrir verkamenn til að kenna atvinnurekendum Yirðingu fyrir verkalýðnum, er alveg sérstaklega góð nú, og það ríður á að takist aö nota hana vel. Nú vita verka- menn hvers virði vinnuafl þeirra er, — og það er alltaf jafn dýrmætt og nú, þó auð- valdsskipulagiö sé hinsvegar svo ófært aö það hagnýti ekki þetta dýrmæta afl, nema að nokkru leyti, en til fullnustu aðeins, ef auömannastéttin þarf á því að halda til dráps- tóláiðju og annarrar eyðilegg- ingarstárfsemi. Verkamenn! Eflið samheldn ina á vinnustöðvunum! Stand- ið sem einn maður gegn kúg- unar- og ofsóknartilraunum atvinnurekenda. Einn fyrir alla og allir fyrir einn! Lýsi effttir Pálí Beníamíns- syní frá Fáskrúðsfírðí Orðsendíng frá rannsóknarlö$re$lunní Maður austan af Fáskrúðs- firði, er kom hingað til bæjar- ins fyrir viku, hefur horfið og ckkert til hans spurzt frá því á mánudag. Þessi maður er Páll Renjamínsson kaupmaður. Eftir því sem Sveinn Sæmunds son yfirlögregluþjön,n tjáði Þjóð viljanum í gær mun Páll hafa komið til Reykjavíkur m,eð Esju þann 5. þ. m. En frá því á mánu- dag 7. þ. m. kl. 10 f. hi. hefur ekkert til hans spurzt. Fór hann þá frá Hverfisgötu 40 iog ætlaði ;niöur í miðbæ, en eftir að hann fór þaðan hefur ekkiert til hans frétzt með nokkurri vissu. Páll er maður í hærra lagi, þrekvaxinn með dálitla ístru, ljós hærður og lítilsháttar farinn að hærast. Hann er skegglaus »og fremur rauðleitur í andliti. Páll var klæddur í gráleit jakkaföt, í móbrúnum rykfrakka og með Páll Benjamínsson brúnan hatt á höfðinu. Hann er 58 ára gamall. 1 þessu sambandi má geta þess að á mánudagsnjorgumnn um ell- efu leytið sáu hjónin í La'ugarnjesi Ríkisstjórnin skorar á ís- lendinga í útvarpinu að borða ekki útsæðiskartöflur, heldur geyma þær til útsæðis. Það er gott og blessaö út af fyrir sig, en langt frá því að vera fullnægjandi. Ríkisstjórnin hefur marg- sinnis verið aðvöruð í þessu máli. Hvað eftir annað hefur m. a. hér í blaðinu verið bent á hvað gera skyldi og átalið það, sem gert hefur verið rang lega. Þess var krafizt í haust aö bannað væri að selja Bretum kartöflur. Því var engu sinnt. Þess var krafizt í vetur að tekin væri upp skömmtun á kartöflum. Því var ekki sinnt. Afleiðingin er að fjöldi heim- ila er kartöflulaus, en engin takmörkun hefur verið á það sett, hverjum selja megi kart- öflur, svo t. d. setuliðið getur keypt kartöflur á matsöluhús- um, þó íslendingar skorti þær. Hverju gegnir það að ríkis- stjórnin er algerlega hirðulaus um þessi mál, lætur aöeins frá sér fara áskoranir, orð út í loftið, en engar aðgerðir, sem er það eina, sem að gagni mætti koma? Þorir ríkisstjórn in ekki að taka upp skömmtun á kartöflum og tryggja íslénd- irjgum þar með það litla, sem til er af þeim? Eða stendur hún 1 hlýönisafstöðu til er- lendra valdhafa, svo hún þor- ir ekkert að gera í innanlands málum vorum, nema hafa feng ið leyfi þeirra fyrst? Ríkisstjórnin segir að voði sé framundan en samt gerir hún ekki neitt. Hverskonar tvískinningur er þetta? Það er ekki hægt að skoða öðruvísi en sem fals og vesal- dóm, meöan engar aðgerðir fvlgja orðum ríkisstjórnarinn- ar. íslendingar lifa hinsvegar ekki á oröum einum og það verður að gera þeirri ríkisstj. Ijóst, sem blekkt hefur þjóð' ina með fögrum orðum um ,.réttlæti“, „fórnir allra“, „að eitt skuli yfir alla ganga“ — svikið hana svo með því að leiða yfir hana meiri ójöfnuö í lífskjörum, meiri sérréttindi þeirra ríku en hún hefur þekkt nokkru sinni. þau Þiorgrimur Jónsson og Ingi- björg Kristjánsdóttir, mann ganga heim traðirnar, fara rétt hjá bæn 'um í stefnu norðáustur túnið og þaðan niður að sjó. Maður þessi beygði svo austur með strönd- inni og lngibjörg hélt, að hún hefði séð hann sietjast þar niður í fjöruna, án þess að hún veitti manninum mokkura nánari eftir- tekt. Hjónin lýstu manninu.ni þann- ig. að lýsingin gat átt við Pál. Af þessari ástæðu biður rannsókn arlögreglan þennain mainn, hafi það ekki verið Páll, að gefa sig fram við hana. Sömuleiðis æskir hún allra upplýsinga um ferðir Páls frá því á mánudagsmiorg- un, sem bæjarbúar gieta veitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.