Þjóðviljinn - 17.05.1942, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1942, Síða 1
7. árgangur. Sunnudagur, 17. maí 1942, 4. tölublað. XÍLoiGM&ÁXttðí 194°) Þú svafst í náðum, þreklundaða þjóð. — I þínum æðum rennur friðarblóð. — A svæflum hvíldu vangar værðarrjóðir og vindar aprílnætur sváfu hljóðir, — og gyðja vorsins kvað sín ljóðaljóð. Og sérhvert barn, er svefnsins þáði gjöf, nú sigldi björtum voðum draumsins höf. Og þeyrinn lék við mjúka mold í dölum, en myrkri svipti geisli í vorlofts sölum, því válegum skal vetri búin gröf. Og allt var kyrrt og enn var draumanótt, — en undarlega dulmagnað og hljótt, — því svartur floti fór með leynd að landi. — En lymskulegir fjendur riðu gandi um himin Noregs hreinan, — leifturskjótt. En fyrr en varði dundi dómsins gnýr. — Og draumsins voru horfin ævintýr. — Þrumar nú skruggan Þórs á reið í loftum? Nei! Þúsundfaldað hvæs úr vélahvoptum, því komnir voru vargar, — villidýr. Og dýr hvert fór með ógnir elds og stáls og eitri spjó í krafti sprengibáls. — Glumdi í hlekkjum gegnum drunu þunga. — Gráar loppur kreistu stofninn unga. — Þú skyldir aldrei framar verða fjjáls. Þá reistu, norska þjóð, og hófst þig hátt, í hjarta þínu fannstu dulinn mátt. Og frelsið sveif of fjalla háum hlíðum, og fáni þinn varð tákn á himni víðum um ósigrandi norskan manndóms mátt. Og synir Noregs gripu vopn í vörn. — Vösk eru’ og tigin fjallalandsins börn. — En dýr er fórn og dagsins þraut er löng nú dynur þungt af annarlegum söng, — en hátt í lofti sveimar svartur örn. Hvers geldur þú, sem elskar frelsi og frið og færir mannkyn hærra og fram á við? Ibsens þjóð með bjarma á brúna skör! Björnsons þjóð með hvassan andans hjör! Og Nansens frægu friðar sjónarmið. Þú sigra skalt! Þinn andi er ennþá frjáls. Og aldrei læsist fjötur þér um háls. Þitt stríð er stríð um hæstu hugsjón manns, þín hetjuvörn er kraftur sannleikans. Og sigur þinn er sigur heilags máls. G. M. M. Nygaardsvold talar frá Ncw York n\ ar sem Norðmenn eru frjáls- ir gerða sinna halda J>eir daginn í dag hátíðlegan. Ýtarlegar út- varpsdagskrár verða fluttar frá Bretlandi og Bandaríkjunum, og talar Nygaardsvold, forsætisráð- herra Norðmanna, frá New York, en liann er nú á ferð í Banda- ríkjunum. Quisling liefur bannað að draga norska fánann á stöng í Noregi þennan dag. Souétheplni ao iéfíiDi Harbilf? Þjóðvcrjar hafa beðíd gífurlegf mannfjón og her~ gagna, — Þfóðverjar segjast hafa fekið Kerfs, en fregnín er ósfaðfesf I fregnum frá London er talið líklegt, að rauði herinn muni ætla sér að umkringja Karkoff, og hefur sovéther sótt fram ajl- langt vestur fyrir Donetsfljótið, bæði norðan og sunnan borgar- innar. t hinum opinberu hernaðartilkynningum sovétherstjórnarinnar segir að sóknin á Karkoffvígstöðvunum fari stöðugt harðnandi, og voru 100 þýzkir skriðdrekar eyðilagðir í geysihörðum orustum skriðdrekasveita í gær. Áður höfðu 250 þýzkir skriðdrekar verið eyðilagðir í bardögunum við Karkoff. Þjóðverjar gerðu fjórar tilraun ir til gagnáhlaupa í kær á Karkoff vígsíöðvunum, en þeim var hrund- ið og beið þýzki herinn gífurlegt manntjón, Sovétherinn liefur nú einnig hafið harðar árásir á varnar- stöðvar Þjóðverja við Losovaja, en það er ein þýðingarmikil jáni brautarmiðstöð í ÍJkraínu. Er tal- Ölafur Thors flutti stuttá yfir- lýsingu frá stjórninni. Kvað hann hana myndaða til þess að fylgja fram stjórnarskrárbreytingunni í trausti þess að nægt fylgi yrði til þess að afstýra vantrausti. Stjórn in hefði ekki aðstöðu til þess að framkvæma sfefnu- eða „hugsjóna mál” Sjálfstæðisflokksins (sem einu gildír!). Ekki mundi hún telja sig bæra um að framfylgja nýjum ágreiningsmálum, nema þjóðarnauðsyn bæri til. Þing yrði rofið strax og stjórnarskrárbreyt ingin væri samþykkt, kosningar í júnílok eða júlíbyrjun. Síðan yrði sumarþing og það yrði rofið strax og stjórnarskrárbreytingin væri samþykkt á því. Ekki verður það talið efnilegt hjá íhaldsflokknum, aö hann skuli einmift gera Ólaf Thors að for- sætisráðherra, — en hann um það. En ekki gerir Framsóknarflokk urinn það skár: Iiann ber fram tillögu • um að þingið lýsi van- trausti sínu á stjórninni og er Jónas frá Hriflu fyrsti og aðal- flutningsmaður vantraustsins. ,,Þau eru súr” sagði refurinn, — má segja um það vantraust. Og geti nokkuð bjargað nokkurri stjórn, þá er það það, að Jónas frá Hrifiu beri fram vantraust á hana. Vantrauststillagan verður rædd á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld og verður um- ræðunum útvarpað. Hver viður- kerindur þingflokkur fær 40 min- i« að þeirri sókn inuni beint gegn Dnépropetrovsk. Þjóðverjar tilkynna að þeir hafi tekið bæinn Kerts, en sú fregn er ekki staðfest af sovétfregnum. Báðir aðilar segja frá hörðum bardögum á Kertstanga, þó að Þjóðverjar þættust hafa „gjör- sigrað” Rússa þar fyrir þrem | dögum. útur. Röð flokkanna verður þessi: Framsókn, Sjálfstæðisfl., Alþýðu- fl„ Bændafl., Sósíalistafl. Hátíðahöld Norðmanna hér í Reykjavík í dag á þjóðhátíðardegi þeirra, fara þannig fram: Kl. 11,00 fer fram kvikmynda- sýning í kvikmyndahúsi enska hersins á hominu á Skúlagötu og Barónsstíg. Sýnd verður mynd er lýsir þætti Norðmanna í frelsis- baráttunni, starfsemi flotans, norska herinn í Bretlandi og norska flugmenn i Toronto í Kanada. Kl. 12,30: barnaskemmtun í norska sendiherrabústaðnum. Kl. 1,15: skrúðganga barna undir norskum fánum frá bústað norska sendiherrans til Alþingis- hússins, Þar talar Sigurgeir Sig- urðsson biskup, af svölum Alþing ishússins. Islenzkur lúðraflokkur leikur norska ættjarðarsöngva. Kl. 2,00: norsk messa í Dóm- kirkjunni, séra Kruse. Kl. 3,15: Norrænafélagið hefur kvikmyndasýningu i Iðnó fyrir norská hermenn, sjómenn o. fl. Earl Brow Jer sleppt ðr fangelsinu „Tíl ad efla einíngu þjóðarínnar" segír Roosevelf Earl Browder, leiðtoga banda- ríska Konunúnistaflokksins, var sleppt úr fangelsi í gær að tilhlut un Roosevelts forseta. Var komin upp sterk hreyfing um öil Banda- ríkin er heimtaði Browder lausan, og tóku þátt í henni fjölmsnn verltalýðssamtök, listamenn, rit- höfundar og stjórninálamenn úr öllum flokkum. Browder hafði setið 14 mánuði í fangelsi, en hann var dæmdur til fjögra ára refsingar og gefið að sök lítilfjörleg ónákvæmni á vegabréfi sínu fyrir mörgum ár- um! Roosevelt skýrði svo frá, að hann hefði ákveðið, að Browder væri látinn laus í því skyni að styrkja einingu þjóðarinnar og efla álök hennar að hernaðarfram- kvæmdunmn. Kl. 4,00: norski sendiherrann tekur á móti gestum í bústað sín- um. Kl. 8,30: Almenn skemmtun (folkefest) í hinu nýja norska samkomuhúsi á Hverfisgötu 115 annarri hæð. Norsk hetja VIGGO HANSTEEN hetjan, er lét lífið fyrir málstað Norðmanna Ólafur Thors myndar stjórn Jónas frá Hriflu ber fram vantrausf Hin nýja ríkisstjórn var tiikynnt á fundi sameinaðs Alþing- is í gær kl. 1,30. ólafur Thors er forsætis- og utanríkismálaráðh. og fer auk þess með ýms atvinnumál. Jakob Möller fer með fjár- mál, félagsmál og dómsmál. Magnús Jónsson próf. fer með við- skiptamál, kirkju- og kennslumá) og ýms atvinnumái. Hátiðahold Nordmanng á þjóðhátíðadegi þeírra, 17 maí

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.