Þjóðviljinn - 16.07.1942, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.07.1942, Qupperneq 4
þJÓÐVIUINN Lifið um orusfur i Egíffalandi Flugher Brefa afhafna* samur Helztu hernaðaraðgerðirnar á Egiftalandsvígstöðvunum síð- ustu dægrin eru bardagar í lofti. Tilraunir Þjóðverja og ítala til að ná aftur strandskikanum vestur af El Alamein, sem Bret- ar tóku fyrir nokkrum dögum í gagnárás, hafa mistekizt. Bretar gerðu í gær 18 árásir á skriðdreka- og vélahersveitir Þjóðverja á þessum slóðum og unnu þeim mikið tjón. Engin brezku flugvélanna fórst. í hernaðartilkynningu Breta segir, að 6 fasistaflugvélar hafi verið eyðilagðar yfir eyðimerkur vígstöðvunum síðasta sólarhring inn og 5 yfir Malta. Ein brezk flugvél hafi farizt. Nœturlœknir: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sími 2234. Nœturvörður er í Ingólfsapóteki. Aðalbjörn Pétursson gullsmiður er nú fluttur hingað til bæjarins og hefur sett upp gullsmíðavinnustofu á Hverfisgötu 90. Hefur hann fyrirliggjandi mikið og fjölbreytt úrval af allskonar gull- og silf- urvörum. Aðalbjörn hefur um margra ára skeið stundað gullsmíði á Siglufirði og Akur- eyri og er viðurkenndur fyrir vandaða vinnu og smekklegar vörur. Athygli skal vakin á auglýsingu frá húsaleigunefnd á 2. síðu bjaðsins í dag, um skráningu húsnæðislausra manna. Ferðafélag íslands fer ekki hina fyrir- huguðu skemmtiför til Gullfoss og Geys- is næstkomandi sunnudag vegna þess að bifreiðar fást ekki til ferðarinnar. Aftur verður farin Þórsmerkurför um næstu helgi: Lagt af stað á laugardag kl. 4 e. h., ekið að Stóru-Mörk og gist þar í tjöld um, en á sunnudagsmorgun farið ríðandi inn á Mörk (í Stóraenda, Litlaenda, Húsa dal og^/íðar). Þá komið í Stakkholtsgjána. Mat og viðleguútbúnað þarf að hafa með sér. Áskriftarlisti á skrifstofu Kr. Ó. Skog- fjörðs, Túngötu 3, en farmiðar séu teknir fyrir kl. 4 á föstudag. Utvarpið í dag: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómpjötur: Danslög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.). 20.50 Hljómplötur: Forleikir úr óperett- um, valsar o. fl. 21,10 Upplestur: ,,Skóarinn litli”, saga eftir Davíð Þorvaldsson (Klemens Jónssón kennari). 21.25 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóð færi. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Donsóknín Framhald af 1. síðu. Sunnar á vígstöðvunum hefur þýzka hernum enn tekizt að sækja fram eftir Dondalnum, en mótspyrna rauða hersins er mjög hörð. Sovéfher vínnur á víd Volhoff Svo virðist sem bardagar séu að blossa upp á nœr allri víglín- unni norður til Leningrad. Á Volkoffvígstöðvunum hefur sov éther.inn frumkvæðið og hefur náð nokkrum virkjum í hörðum árásum. FanHftU uerflur al leusasi Framhald af 1. síðu. að Jón Axel er einn þeirra fugla sem tranað hafa sér mikið fram í þeim flokki hin síðari ár. Sjó- mannastéttin heimtar því hrein ar línur í þessu máli. Undirmenn Bækur Jón Dúason, Landkönnun og landnám íslendinga i Vesturheimi I 1—6 h. — Reykjavík. Útkoma þessa mikla og merka rits verður að geta, þótt enn sé aðeins nokkuð á veg komin og mér sé fjarri að skrifa um það ritdóm nú. Eg rek auga í sitt hvað, sem ég felst ekki á, en svo er um rit flestra áræðinna manna, og dr. Jón Dúason er landkönn- uður á lítt förnum svæðum nor- rænnar sagnfræði. Auk þessa rits, sem verður á annað þúsund bls., hefur hann samið jafnstórt rit, sem mun fullgert: Réttarstaða Grænlands, nýlendu íslands, — þar sem hann telur íslendinga cnn eiga óskerta réttarkröfu til Grænlands og eigi þeir að brigða, því undan veldi Dana, þegar er friður gefst til og gengið verður frá málum, sem við höfum átt sameiginleg • við þá. — Land- könnun og landnám sýnir, að Is- lendingar muni hafa blandazt frum byggjum Grænlands og víðar um Norður-Amcríkustrendur og lifi þar niðjar þeirra, en ímyndun e:n sé, að þeim hafi verið útrýmt. Annað höfuðatriði cr þar að sýna, hvernig vitneskja um Vínland barst frá Islandi um alla. norour- álfu ,,og jafnvel suður í hinn arabíska menningarheim í Asíu og Afríku, — og enda að ofurlitlu leyti austur í Kína”, — brot úr mynd íslendinga af ,,kringlu heimsins” voru því tekin upp i rit og landabréf lærðra manna á miðöldum og gáfu ,,tilefni til þeirar almennu villu, að hið þekkta meginland Ameríku væri Asía og að auðvelt væri að sigla til austurstranda Asíu í vestur frá norðurálfu”. Og Columbusi hefur ekki verið ókunnugt um ís- lenzka landafundi í vestri. — Fróðleikur Jóns er geysilegur og oft langt sóttur, en bókin engu að síður lipurt skrifuð og læsileg hverjum, sem er. B. S. Handknattleiksmót fslands hefst í kvöld á Akureyri Handknattleiksmót Islands lielst í kvöld kl. 8,30 norður á Akureyri. Þátttakendur í mótinu eru írá 5 félögum. Héðan úr Reykja- vík, tekur kvennailolíkur Ar- manns þátt í mótinu og fóru stúlk urnar norður í gær. Islandsmeistari í handknattleik er Þór á Akureyri. Félögin, sem keppa, eru þessi: Ármann frá Reykjavík, Þór frá Akureyri, Knattspyrnufélag Ak- ureyrar, Völsungar frá Húsavík og Þróttur frá Norðfirði. Er búist við spennandi leik. skipanna gera Alþýðuflokkinn ábyrgan fyrir því starfi, sem Jón Axel Pétursson virðist vinna sjómannastéttinni til óþurftar nú í deilunni. Og það ættu bæði Jón Axel og Alþýðuflokkurinn að gera sér ljóst nú þegar, að verði ekki látið af þessu skemmd arstarfi, þá mun sú stétt, sem einna drýgstan þáttinn átti við sköpun Alþýðuflokksins gera þennan sama flokk áhrifalausan á næstunni. Þetta er ekki bara hótun, heldur orð, sem staðið verður við og efnd. Eins og marg búið er að sýna fram á, þá var rétta leiðin sú, að hækka áhættu þóknun til yfirmannanna frá því sem nú er, en gera hana um leið jafnháa til allra skipverja. Það eru ekki til frambærileg. rök, sem réttlæti misjafna áhættu- peninga. Enda þykir þeim, sem reyna að spilla fyrir þessu máli, vissara að vinna starf sitt bak við tjöldin, heldur én á opinber- um vettvangi. Undirmennirnir munu halda fast við sína kröfu, enda hafa þeir samúð allrar ís- lenzku þjóðarinnar með sér að undanteknum stórútgerðarmönn um og þjónum þeirra. Forsætisráðherrann biður nú undirmennina að sýna nú þegn skap og sigla fyrir fósturjörðina í tvo mánuði, án þess að þeir fái leiðréttingu mála sinna. Hversvegna biður hann ekki útgerðarfélögin að uppfylla kröf ur farmannanna strax? Það hefði þó verið ólíkt mannslegra. Þykir honum kannske að útgerð arfélögin hafi fórnað til jafns við sjómannastéttina nú í þessu stríði? Hverjir hafa orðið millj- ónaeigendur nú í styrjöldinni? Eru það sjómennirnir, sem hætt hafa lífinu, ásamt ekkjum og munaðarlausum börnum þeirra, sem fallið hafa í þeirri baráttu? Nei, það er enginn þessara aðila. Heldur eru það mennirnir, sem engu hafa hætt, hvorki fjármun um né lífi sínu. Mennirnir, sem á undanförnum árum hafa notað sparifé landsmanna til allskon- ar kaupskapar og brasks til sinna eigin hagsmuna, fyrir sig sjálfa og sig eina. Sjómennirnir bera enga ábyrgð á því, þó skipa félögin láti máske skipin liggja, þar til hernðaryfirvöldin taka þau til sinna þarfa. Sjómanna- stéttin er orðin þreytt á því að fórna sér fyrir auðkýfinga þessa lands. En fyrir þjóðina er hún reiðubúin að færa fórnir sé henni sýnt réttlæti í viðskipt- um. Ármannsstúlkurnar fóru af stað" norður í gær og eru þær gestir Þórs á Akureyri meðan á mótinu stendur. Norðurfararnir eru þess- ar stúlkur (talið frá markverði): Steinunn Jóhannesdóttir, Imma Agnars, Imma Rist, Hekla Árna- dóttir, Margrét ólafsdóttir, Magn- ea ólafsdóttir og Fanney Hall- dórsdóttir. Til vara: Hulda og Hrefna Ingvarsdætur, Sigrún Eyjólfsdóttir og ólöf Bjartmars- dóttir. Fararstjóri er Gunnar Vagnsson. 7. DREKAKYN Eftir Pearl Buck sa hvorki fingur né tær, og ef þeir eru ekki skakkeygðir og U sköllóttir, þá get ég ekki séð mun á þeim. Faðir hennar lét því það ráða valinu, hvor faðirinn vildi K greiða hærra verð fyrir Jadu, og ungu mennirnir tveir ^ angruðu feður sína með eilífu kvabbi og .hótuðu að drepa ^ sig ef þeir fengju hennar ekki og spilltu friðnum svo á báð- ö um heimilunum að þegar Ling Tan hitti frænda sinn dag æ einn í tekránni tók hann hann afsíðis og sagði: Leyfðu mér ö að gefa þér þrjátíu silfurdali því ég er ríkari en þú, og þú D segir syni þínum svo að sonur minn eigi að fá þessa stúlku, X annars verður stöðug úlfúð úr þessu. ö Frændinn var fús til þess, því þrjátíu dalir var jafnmikið X og hann gat unnið sér inn sétn lesari og skrifari á hálfu 2* ári og svo var málið útkljáð. Lao Er var trúlofaður Jadu Zi og gekk að eiga hana eins fljótt og því varð við komið. En ^ það undarlega var, að hann gat ekki fyrirgefið henni með ^ sjálfum sér að hún hafði ekki tekið hann fram yfir hinn, sa og hann hafði enn ekki árætt að spyrja hana um ástæðuna. a Stundum á nóttunni, þegar hann lá við hlið hennar, hugs- æ aði hann sér að þegar hann þekkti hana betur, þegar hún sa hefði opnað honum hjarta sitt, mundi hann spyrja hana: sa Hvernig stóð á því að þú vildir mig ekki þegar þú áttir sa kost á mér? S3 En hann hafði ekki spurt hana enn. Þó hann gerþekkti líkama hennar, þekkti hann hana ekki, og ást hans til henn- ^ ar var eirðarlaus, ör og full þjáningar. ^ Hann skundaði til þorpsins og skimaði án þess að á því bæri eftir grannri stúlku með drengjakoll, í blárri kápu sa og buxum, Hann hafði oi;ðið ofsareiður daginn þann fyrir sa tæplega tuttugu dögum, þegar hann kom heim og sá að Jada sa hafði klippt af sér síða dökka hárið. sa Mér var heitt, svaraði hún reiðisvipnum á andliti hans. a Eg átti hárið þitt hafði hann hrópað að henni. Þú hafðir sa engan rétt til þess að henda því. 22 Hún hafði ekki svarað þessu og þegar hann sá að hún ^ vildi ekki tala, hrópaði hann aftur til hennar: Hvað hefur ^ þú gert af síða hárinu sem þú klipptir af þér? Hún fór inn í herbergi þeirra, og mælti enn ekki orð sa frá vörum og kom út með langt og laust hárið. Hún hafði sa bundið um þykkri enda þess rauðu bandi, og hann tók það sa úr hendi hennar og lagði það á hné sér, mjúkt og dökkt; sa hluti af henni sem hún hafði viljandi skilið frá lífi sínu. sa Hann fann tár koma fram í augu sér, eins og hann hefði sa misst eitthvað lifandi. ^ Hvað eigum við að gera við það, sagði hann lágróma. Það 2* er ekki hægt að henda því. Seldu það, hafði hún sagt.,Mig langar til að fá mér eyrna- ^ lokka. ^ Langar þig í eyrnalokka? spurði hann undrandi. Ekki ert ^ þú með göt á eyrnasneplunum. sa Það er hægt að bæta úr því, sagði hún. sa Eg skal kaupa eyrnalokka handa þér, svaraði hann þá, u en ekki fyrir hárið bitt. sa Svo tók hann hárið og setti það í litla svínsleðurskoffort- sa ið, þar sem hann geymdi sparifötin sín og silfurhálsfestina, u sem hann hafði borið þegar hann var barn, og eitthvað sa annað dót sem hann átti. Þegar hún væri orðin gömul og hárið á höfði hennar gránað, og þegar hann væri orð- sa u sa sa inn gamall og hefði gleymt hvernig hún var nú, ætlaði hann að taka langa hárið upp úr koffortinu og minnast liðins tíma. Hann hafði enn ekki haft tíma til að kaupa eyrnalokkana. sa því hann hafði verið önnum kafinn við hrísplötunina frá u morgni til kvölds þar til í dag. Hann hugsaði með sjálfum u sér þar sem hann þóttist hangsast um þorpið, en skimaði u raunar hvössum augum allt í kring um sig, að á morgun ^ skyldi hann fara til borgarinnar og kaupa þessa eyrnalokka u & ef hann fyndi hana og' allt væri með feldu, og í kvöld ætl- aði hann að komast að því hvernig hún vildi hafa þái Hann sá hana ekki enn, tók að óttast um hana og unga frændann sem var ókvæntur vegna þess að hann var leiður yfir því ££ að ná ekki í stúlkuna sem hann vildi. Hann fór heim til X frænda síns og þar stóð húsfreyjan við dyrnar. Hún var stór u

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.