Þjóðviljinn - 17.07.1942, Page 2

Þjóðviljinn - 17.07.1942, Page 2
ÞJÖÐVIDJINN FÖstudagur 17. iúlí 1942 oBccjat 'póoluZ'lnn Munið Kaffísðluna Hafnarstræti 16 Auglýsíd í Þjóðvíljanam ummtímŒímmzí „Saklaus er ég af tárum þessara smælingja” Síðan hið svarta atvinnuleysistímabil leið undir lok í bráðina, í sögu Reykja- víkur, hefur myndazt hér annað böl og það lítið skárra, — húsnæðisleysisbölið. Þó nú skíni sól um sæ og borg er alveg víst að sólin lækkar á lofti og húmskuggar hausts og skammdegis leggjast yfir þessa borg og þetta land, og til þess tíma hugsa nú þeir með kvíða og hrolli, sem ekkert húsaskjól eiga í vændum. Feður og mæður með oft ung og veikbyggð börn og kujvís gamalmenni njóta illa rómantískra sólarlaga júlíkveldanna. Þeir máske njóta nú dýrðar líðandi dags, sem tekið hafa að sér forustu þessa bæjarfé- lags. En það kvöldar líka hjá þeim er kuldi og loftleysi sverfur að smælingjun- um, sem verður troðið í kjallaraholur eða ruslaherbergi borgarinnar eða hrakt- ir út um eyðiholt í skúra, byggða úr kassafjöhim, gjörsneydda frumstæðustu þægindum. Maður heyrir sagt: Þið eigið ekki að flykkjast hingað úr svcitinni. Já, mikið rétt. En hversu margir bornir og barnfæddir Reykvíkingar eru nú ekki skýlislausir? Og vantar Rcykjavík ekki vinnukraft? Blöðin skýrðu nýlega frá að um 200 manns í Skerjafirði yrðu húsvillt næstu daga. Timbur er nú ófáanlegt og flcira, ct að byggingum lýtur gengur líka til þurrðar. Enginn veit nær úr rætist. L)ag- arnir taka nú að styttast, allir vita að að- eins fram í ágústlok verður fólkið dreift út um sumarbústaði og sveitabýli. Þá verð ur það að færast til vetursetu þangað sem það á lieimili. Við íslendingar þökkum nú forsjón guðs og manna að við höfum sloppið við loftárásir og aðra eyðingu hern aðarins, en þrátt fyrir það eru hundruð jafnv. þúsundir íbúa höfuðborgarinnar hús villtar. Hvað myndi verða ef eitthvað al- varlegt skeði? Stutt er síðan að allsstaðar var rætt og ritað um kosningarnar og for- ráðamenn þjóðfélagsins þustu eins og líf lægi við um byggðir landsins til að segja þjóðinni, hve mikið gott þeir hefðu gcrt og ætluðu að gjöra ef þeir fengju að halda völdum og virðingarsætum. En þeir hafa máske ekki talað um, að þeir hafi látið hjá líða að leysa mest aðkallandi vandamálin á hverjum tíma. Þessir menn gátu ekki leyst úr atvinnuleysiserfiðleikun- um, því þá vantaði fyrst og fremst viljann og svo mátt hugkvæmninnar og þeir leysa heldur ekki hin vandræðamálin af sömu ástæðum. Það væri að fara öfugt að h'ut- unum að ég benti þessum forsjármönnum bæjar og ríkis á úrlausnir í þessu máli, því það yrði þá máske ekki hægt að þakka þær vissum stjórnmálaflokki (samanber hitaveituafrekin) en alþýðufólkinu í þess um bæ og þeim, sem ekki hafa neitt þak yfir höfuðið vil ég segja, að ég sé dag- lega húsnæði, sem taka mætti á þessum óvenjulegu tímum. Það eru þau húsakynni bæði í nýjum og gömlum húsum, sem höfð eru fyrir veitingákrár fyrir erlenda hermenn og íslenzka slæpingja. Og það eru nýbyggingar, sem eiga að verða fyrir ýmsan iðnað, sem lítil þörf er á, heimsku- lega stórar skrifstofur o. þ. u. 1. Það mætti skrifa um þetta mál langa blaðagrein og benda á ótal mistök í þess- um málum og líka úrláusnir, sem að gagni mættu koma. En þeir forráðamenn, sem ekki taka þessi vandamál fólksins hyggi- legri tökum en ennþá hefur gert verið, munu ekki virða mín ráð að miklu. Held ur þegar vetrar og börnin gráta og gam- almennin nudda beinaberar lúnar hendur, þá segja þeir: Saklaus er ég af tárum þessara smælingja. Ilúsnœ&islaus. N. D. Skrifar Kæru ritstjórar! Viljið þið ekki birtu liugleiðingar míuar ana, einkabifreiðarnar, bcnzínnotkunina og nauðsyn þess að ulþýðan taki völdin. Eg bef tskrifað þetta í smáköflum, þannig að það geti verið við hsefi Bæjarpóstsins. Með beztu kveðju, N. D. Uthlutun bílanna Það er fullkomið hneyksli, sem þó er órannsakað niður í kjölinn, hvernig Bif- reiðaeinkasalan hefur framkvæmt úthlut un á nýjum bifreiðum, sem til landsins hafa vérið fluttar. Þetta ástand stendur ekki til bóta og má segja í því sambandi að lengi getur vont versnað. Atvinnubíl- stjórar með tíu til tuttugu ára reynslu að baki, sem öóttu um bifreiðar fyrir einu til tveimur árum, bíða ennþá án þess að fá nokkra bifreið. Margir þessara manna standa uppi bíllausir. En á umgetnu tíma bili fá sumir einstaklingar ekki aðeins eina bifreið, heldur margar, sem þeir svo hafa selt öðrum með uppsprengdu okur- verði. Það lítur út fyrir, að undir verndar væng Bifreiðaeinkasölunnar sé að myndast alveg sérstök kaupmennska, þannig að ýmsir vildarvinir valdamannanna hafa það bókstaflega að atvinnu að fá bifreiðar hjá einkasölunni og selja þær svo aftur á tvöföldu til þreföldu verði. Það er ckki aðeins Bifreiðaeinkasalan, sem misbeitir þannig valdi sínu, heldur mun þar ekki síður vera sekur. sá ráðherra, sem þessi mál heyra undir. Vörubílar hafa ekki pláss á götunum fyrir lúxusbílum Það er hart lil þess að vita, að á sarna tíma sem ógerlegt er að fá leigubilreið ])ó að mannslíf liggi við, þá standa heil- ar götur fullar af ónotuðum einkabifreið- um, sem einkasalan og ráðherrann hafa úthlutað til stríðsgróðamannanna. T. d. í Hafnarstræti, þar standa allan daginn svo margar einkabifreiðar, að vörubifreiðar geta ekki komizt að gangstéttinni þó þær eigi þangað brýnt erindi. Allar þessar mörgu algerlega óþörfu einkabifreiðar valda svo miklum truflunum á umferð- inni um hinar alltof þröngu götur borgar innar að til vandræða horfir. Hvernig vaeri að hætta að selja benzín til óþarfa einkaaksturs? Hvernig væri að setja lög, sem tækju fyrir alla bensínsölu til allra óþarfa cinka bíla, hinna svonefndu ,,lúxus,’bíla stríðs- burgeisanna? Það er merkilegt, að hér úti á Islandi skuli slíkur .óþarfa benzínaustur vera leyfður á sama tíma sem aðrar þjóð- ir banna slíkt eða takmarka og eiga þó o.líunámur sjálfar svo sem Bandaríkja- menn. Alþýðan verður að taka í taumana Nei, það er sama hvernig á þetta mál er litið. Það er eitt fádæmastórt hneyksli. Hver vill láta svona lagað fá að þróast í friði? Jú, það vilja s^ríðsburgeisarnir og þeirra fylgifiskar. En hér verður alþýðan að taka duglega í taumana, það er ekki hægt að stöðva svona þneyksli nema með því að taka völdin af burgeisunum. Al- þýðan sjálf verður að taka við stjórninni og hún gctur það, ef hún stendur sam- einuð. Þetta, sem hér hefur verið minnst á er ekkert einsdæmi, nei, það er aðeins eitt dæmi af hinni miklu spillingu í opin- beru lífi, sem risið hefur nú hærra en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Það er verkefni alþýðunnar að hreinsa duglega til í þjóðarbúinu, að uppræta spillinguna, en setja í staðinn heiðarleika í öllum viðskiptum. 1 kosningunum í haust er tækifæri að kveða upp réttlátan dóm yfir spillingaröflum þjóðfélíígsins, og 5. júlí síðastliðinn gefur góða von um aö alþýðan fari bráðlega að þekkja sinn vitjunartíma. N. D. cxx><>x>o<><>o<x><><><><><> Útbreiðið Þjóðviljann ooooo<xxxx>ooooooo y/udfiWijjíf i m yvrv&fcðiH Þegar nazistar réðust á Sovét ríkin 22. júní jyrra, varð Stefán Pétursson harla feginn. „Þjóð- verjar vaða inn í Rússland frá Norður-íshafi til Svartahafs!” hrópaði hann í óstjórnlegum fögnuði. Og eftir því sem naz- istar sóttu lengra austur í Rúss- land, myrðandi óvopnaða borg- ara, konur og börn, rœnandi eiy um þeirra eftir því glæddust von þeirra við Alþýðublaðið um að nazistum mundi brátt takast að Ijúka því „menningarhlutverki” sínu að leggja verkálýðsríkið í rústir. Stefán Pétursson settist öðru hvoru niður með miklum spekingssvip og skrifaði her- frœðilega forystugreinar um það, lwernig hann hugsaði sér að framkvœmd þessa „menning grhluverks” mundi ganga. * Svo kom veturinn og mestu mannalœtin fóru af nazistapilt- um Hitlers í Rússlandi. Þeim fór að kólna því að þeir voru illa búnir. Þeir dúðuðu sig í teppi og dúka, sem þeir stálu í þorpum Rússlands, svo að helzt minnir á leikhústrúða, eftir því sem myndir sýna. Hinir hraustu Germanir forsmáðu jafnvel eklci að fara í hnjáskjól kvenna sér til hlýinda ’tt undanhaldinu. * Á meðan skólstæðingar Stef- áns Péturssonar voru svona illa á sig komnir austur í Rússlandi, var hvergi nœrri annar eins völl ur á honum sjálfum og áður, meðan þeim gekk betur. Stefán sJcrifaði víst ekki nema eina for ystugrein um stríðið og var þar eitthvað að nöldra um það, að þessir vetrarsigrar Rússa vœru nú svo sem engir sigrar. ■ * En svo kom sumarið, og naz istar hófu nýja sókn í Rúss- landi með nokkrum byrjunar- árangri. Og viti menn: Stefán Pétursson tekst allur á loft og verður nú alveg eins herskár og í fyrrasumar. Hann er svo hrifinn af sigrum nazista hjá Don, að engu er líkara en að þetta séu sigrar hans sjálfs, Og hann sezt niður enn á ný og skrifar forystugrein í Alþýðu- blaðið um hina dásamlegu stríðsvél nazista. Hrifninguna og fögnuðinn yfir hinum ,góða’ árangri þessara stríðsvéla má alstaðar lesa milli línanna. Sjáið segir Stefán hróðugur, þið héld- uð að búið vœri að stöðva Iiitl er! Ónei, elclci alveg! Hann á eft ir að jafna betur um bölvaða bolsévikkana! Já, það er nú meiri dugnáðarforkurinn, þessi Hitler! (Stefán skellir á lærið). Skyldi hann ekki fara það, sem hann œtlar sér? Sá er nú ekki af balci dottinn. * En verið gæti, að þeir Siefán og Hitler yrðu báðir fyrir von- brigðum í þessum, efnum, og pað fyrr en varir. L 17. þíng verður háð í Reykjavík um eða fyrir miðjan nóv- ember í haust. Fundardagur og fundarstaður nánar auglýst síðar. Kosningar til sambandsþingsins fari fram í fé- lögunum á tímabilinu 10. sept. til 10. október. Reykjavík 17. júlí 1942 Sigurjón A. Ólafsson Guðgeir Jónsson forseti ritari Kaupið ÞJóðvilJauu Krakka vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda. GOTT KAUP Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184. Nýkomaar vörur Ódýr gluggatjöld, aðeins lítið eitt. Karlm.vesti — ensk. Ullar sundbolir og skýlur, „Meridian”. Handklæði, baðhandklæði og mjög stór sól- baðhandklæði. Sokkabandabelti, fjölbreytt úrval. Karlm. ullarsokkar, margar gerðir. Satin og silki náttkjólar. Stakir undirkjólar og buxur. Undirföt. Stakar skyrtur og Jer- sey buxur. Rykfrakkar og regnkápur á karla, konur og börn, fjölbreytt úrval. Ennf remur er nokkuð eftir af .Modcil'-fejólum og feápum Einnig Angoragarn, ullargarn, silkitvinni, auroragarn, perlugarn, ísaumssilki o. fl. Dragið ekki að kaupa það, sem þér þarfnizt — það er ekki víst að það fáist seinna. VESTA Laugaveg 40 —---- Sími4l97

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.