Þjóðviljinn - 06.08.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1942, Blaðsíða 2
2 þjSðvilsjinn Fímmtudagurínn 6. ágúst 1942. . ... — ■■ ■■■ — ■■■■■■■■■ - 11 V" 1 Bifreiðastjórafélagið „Hreyfill“. FUNDUR cBccjat yóstwwnn verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 6. ágúst 1942 kl. 12,30 eftir miðnætti. Fundarefni: Bifreiðaúthlutunin o. fl. Fjármálaráðherra Jakob Möller og forstjóra Bif- reiðaeinkasölunnar, Sveini Ingvarssyni er boðið á fundinn. Stjómin. Mat á fasteignum við eftirtaldar götur í Reykjavík liggur frammi á skrifstofu yfirfasteignamatsnefndar, Amt- mannsstíg 1, dagana 6. ágúst til 6. september, að báðum dögum meðtöldum. Egilsgata, Einholt, Eiríksgata, Engjavegur, Fálka- gata, Faxagata, Ficherssund, Fjólugata, Fjölnisvegur, Flókagata, Flugskálavegur, Fossagata, Fossvogsvegur, Frakkastígur, Framnesvegur, Freyjugata, Fríkirkju- vegur, Garðastræti, Garðavegur, Geirsgata, Granda- vegur, Grensásvegur, Grettisgata, Grjótagata, Grund- arstígur, Guðrúnargata,- Gunnarsbraut, Háaleitisveg- ur, Haðarstígur, Hafnarstræti, Hallveigarstígur, Há- teigsvegur, Hátún, Hávallagata, Hellusund, Hlíðarveg- ur, Hofsvallagata, Hofteigur, Hólatorg, Hólavallagata, Hólsvegur, Holtavegur, Holtsgata, Hrannarstígur, Hrefnugata, Hringbraut, Hrísateigur, Hverfisgata, Höfðatún, Hörpugata, Ingólfsstræti. Reykjavík, 6. ágúst 1942. Fasteignamatsnefndin. Hámarksverð á fiski í ReYkjavík og Hafnarfírðí, gíldandí frá 1. ágúst 1942 Nýr þorskur, slægður með haus ..... kr. 0.70 pr. kg. Nýr þorskur, slægður hausáður ...... — 0.90-------- Nýr þorskur, slægður og þverskorinn í stykki ......................... — 0.95-------- Ný ýsa slægð með haus............... — 0.75-------- Ný ýsa slægð hausuð.................— 0.95--------- Ný ýsa slægð hausuð og þverskorin í stykki ........................... — 1.00 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaðúr með roði og þunnildipn............ — 1.50-------- Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður , með roði án þunnilda ............. — 2.10 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður roðflettur án þunnilda............. — 2.50------- Nýr koli ........................... — 2.40-------- Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendinguna má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fiskur, sem frystur er sem varaíorði, má vera kr. 0.40 dýrari pr. kg. en að ofan greinir. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert blað. Burgeisarnir eiga blöðin og flokkinn. Á íramboðsfundunum í Borgarnesi sagði frambjóðandi Sjálfstæðisflokks ins, Friðrik Þórðarson, mcðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta, og hann er eini flokkur- inn, sem ber hag allrar þjóðarinnar fyrir brjósti“. í svarræðu sinni sýridi frambjóðandi Sósíalistaflokksins, Jó- hann Kúld, fram á það, hver regin- fjarstæða slík fuilyrðing væri, og m. a. komst hann þannig að orði: „Við getum alveg slegið því föstu, að Sjálf stæðisflokkurinn er aðeins sérhags- munaafl þeirra, er hafa andstæða hagsmuni við alla alþýðu í landinu, svo sem braskararnir á verzlunar- og útgerðarsviðinu ásamt ýmsum fleir- um. En hitt skal viðurkennt, að þess- um flokki hefur tekizt að blekkja til fylgis við sig fjölda manna úr alþýðu stétl, og getur hann þakkað þann ár- angur hinum miklu áróðurstækjum sínum, blöðum flokksins. í næstu ræðu sinni gerði Friðrik þessa athugasemd við ræðu Jóhanns: „Frambjóðandi Sósíalistaflokksins heldur því fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi fylgi sitt að þakka áróðri, sem rekinn sé í blöðum flokksins, og hann geti því þakkað fjárráðum sínum fylgið. Eg vil lýsa því yfir í þessu sambandi, að mér vitanlega, á Sjálfstæðisflokkurinn ekkert blað“. Þegar Jóhann talaði næst, hóf hann mál sitt á þessa leið: „Þar sem við sósíalistar viljum hvorki gera mönnum eða flokkum rangt til, þá vil ég biðja Friðrik Þórð arson afsökunar á því, að hafa sagt hér, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti sín blöð. Hið rétta í þessu máli er, að Fjallfoss fer í kvöld vestur og norður. burgeisarnir, sem eiga flokkinn, þeir eru einnig eigendur málgagnanna og hvorutveggja er aðeins tæki þeirra í baráttunni móti hagsmunum fólksins í landinu“. Við þetta gerði Friðrik enga at- hugasemd. Fleiri molar af sama fundi. Á þessum sama fundi lýsti fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins því yf- ir, að ef hann kæmist á þing, þá myndi hann vinna ötullega að því, að útvega landbúnaðinum vinnuafl. Og leiðin, sem hann vildi fara, var þessi: Unnið skyldi að því við herstjórnina, að hún hefði ekki íslendinga lengur í vinnu. Svo skyldu fluttir inn Fær- eyingar, því hann sagði, að atvinnu- leysi væri mikið í Færeyjum. Við þessar ráðstafanir sagði hann, að skapast mundi hér á íslandi heppi- leg eftirspurn eftir vinnunni. Frambjóðandi Sósíalistaflokksins vildi hinsvegar leysa þetta vandamál með samningum við verkalýðssam- tökin, og upplýsti í því sambandi um tilboð Dagsbrúnar frá síðastliðnum vetri og vori. Ýmsir bændur, sem ekki höfðu heyrt þessara tilboða get- ið urðu mjög hissa, þegar þeir vissu að slikt tilboð hefði fram komið, án þess að því væri gaumur gefinn af ríkisvaldinu. Eftir fundinn komu tveir bændur úr héraðinu til fram- bjóðanda Sósíalistaflokksins og spurðu nánar um þessi mál. Þess skal getið, að á Borgarness- fundinum, þar sem saman var kom- ið sambland bænda og verkamanna, þá varaðist Bjarni Ásgeirsson, fram- bjóðandi Framsóknar, að minnast á þessi mál. En á Hrafnkelsstaðafund- inum lýsti hann yfir samskonar af- stöðu og frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, að öðru leyti en því, að hann talaði ekki um innflutning Fær eyinga. Bændur virtust ekkert hrifn- ir af úrræðum fulltrúa hinna ábyrgu flokka í þessu vandamáli. Hamll WMllliMI ooooooooooooooooo Munið Kaffísðluna Hafnarstræti 16 XXXXXXXXXXXXXXXXX Krahka vðntnr til að bera Þjóðviljann til kaupenda. GOTT KAUP Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, 8Ími 2184. TILKYNNING Allir þeir, sem kynnu að eiga kröfur fyrir vinnu, vör- ur eða annað á hendur Georg A. Fuller Company og Merritt Chapmann & Scott Corporation, verða að fram- vísa þeim fyrir 31. ágúst 1942. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Fleet Air Base, U. S. Navy, eystri skrifstofunni í Fossvogi. GEORG A. FULLER COMPANY og MERRITT-CAPMAN & SCOTT CORP. Slcfán Jóhann lét ljós sitt skina i Alþýðublaðinu í gær, og skrifar uni „lýðræðið i Rússiandi". Enn sem fyrr er það kommúnista- hatrið, sem knýr hann til þessara skrifa. Hyggst liann cnn að sanna, að „ein ræði kommúnista“ sé ríkjandi í Sov- étríkjunum, en vesaiings maðurinn virðist liafa gleymt því, að tímar Finnagaldursins eru nú löngu liðn- ir, en honum er svo sem ekki of gott að berja höfðinu við steininn — söm cr hans gerð. Ef til vill getur Stcfán Jóhann lifað alla sína ævi, án þess að Iáta sér skiljast, að lýðræðið í Sovétríkjun- um verður ekki afnumið, hve mikilli prentsvertu sem Alþýðublaðið eyðir til þess að segja fólki að það sé ekki til. * Stefáni er í nöp við bók dónipró- fastsins af Kantaraborg um Sovétrík- in og skrifar uni hana sem liina „barnalegu lofgerðarollu“ og hið „ein feldnislega áróðursrit“. Það er nú nokkuð annað eða skrif Stefáns Jóhanns um Sovétríkin! Þar er hvorki barnaskap né einfcldni fyr- ir að fara! Ilér er lítið dæmi. Á fjórðu síðu Alþýðublaðsins vitnar Stefán Jóhann í stjórnarskrá Sovétrikjanna, þar seg ir: „Réttur til framboðs cr tryggður félagslegum samtökum alþýðunnar, deildum Kommúnistaflokksins, verka lýðsfélögum, samvinnufélögum og menningarfélögum.“ Af þessu dregur St. Jóliann svo- hljóðandi ályktun á 6. síðu Alþýðu- blaðsins: „Kommúnistar og samtök þeirra, ráða EINIR hverjir eru í kjöri til þings“. . =i: Þá ræðir hann á 4. síðu Alþýðu- blaðsins um „málfrelsi, funda- og samkomufrelsi, og frelsi til að fara skrúðgöngur og kröfugöngur, og vitn ar síðan í stjórnarskrá Sovétríkj- anna: „Þessi réttindi þegnanna eru tryggð með þvi, að liið vinnandi fólk og samtök þess liefur umráð yfir prcnt- smiðjum, pappírsbirgðum, opinber- um byggingum, götum, samgöngu- tækjum og öðrum efnalegum skilyrð- um“. Af þessu dregur St. Jóhann þessa ályktun, er hann birtir á G. síðu Al- þýðubiaðsins: „Kommúnistar einir og félög og samtök undir stjórn þeirra, hafa EINIR málfrelsi, prentfrelsi, funda- frelsi og samkomufrelsi“. Slíkur rökstuðningur á víst ekki mikið skylt við „barnalegan“ og „ein feldnislegan" áróður!! * Og svo getur St. Jóhann ckki stillt sig um að minnast á „samherja“ sinn „jafnaðarmannaforingjann Tanner“, sem til þess að „vernda til hins ýtr- asta frelsi finnsku þjóðarinnar, að vernda lýðræðið í Iandinu“ o. s. frv. er nú þátttakandi i stríði Hitlers, þátttakandi í „menningarhlutverki nazismans að útrýma kommúnisman um“!! „Undir þetta taka allir finnskir jafnaðarmenn“, segir St. Jóhann!! Það hefur sjálfsagt verið af sömu ástæðum, sem Finnar Iétu erlend her veldi byggja hina marg umtöluðu IHannerlieimlínu og önnur hervirki, til þess að nota sem stökkpall til á- rása á Sovétríkin! Þýzki lierinn, sem ræiur Iögum og Iofum i Finnlandi, er þar sjálfsagt til þess „að vcrnda til liins ýtrasta frelsi finnsku þjóðarinnar11!! Útbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.