Þjóðviljinn - 02.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1942, Blaðsíða 2
I Þ ] Ö Ð V l C J1 N..N Miövikudagui’ 2. sept. 1942 Trésmíðafélag Reykjavíkur tilkynnir: Samkvæmt fundarsamþykkt 31. ág. er grunnkaup félagsmanna þannig frá og með 1. september: Sveina kr. 3,35, meistara og verkstjóra kr. 4,30, véla- manna kr. 3,82. Innifalið í þessum taxta er greiðsla vegna sumarleyfa. Eftirvinna greiðist með 60%, helgi- daga og næturvinna með 100% álagi. Á allt grunnkaup komi full verðlagsuppbót. Vinnuvikan telst 48 klst. Dagvinna hefst kl. 7,20 f.h. og telst til kl. 5 e. h., nema á laugardögum, til kl. 12 á h. Eftirvinna telst frá kl. 5 e. h. til kl. 8 e. h., nema á laugardögum telst helgidagavinna frá kl. 12 á h. Næt- urvinna telst frá kl. 8 að kvöldi. Frekari upplýsingar um önnur atriði, kaffihlé o. fl. gefnar á skrifstofunni. STJÓRNIN. Askriftargjald ÞJÓÐVILJANS í Reykjavík hækkar frá 1. sept. 1942 í kr. 5.00 á mánuði. Lausasöluverðið hækkar frá sama tíma í 30 aura eintakið. DtsvSr Dráttarvextlr Fjórði hluti af útsvörum þ. á. féll í gjalddaga í gær. — Dráttarvextir falla á annan hluta þeirra strax eftir mánaðamótin. Bæjarsjóður Reylyavíkur. Askríffargjald ÞJÓÐVILJANS úti um land hækkar frá 1. sept. 1942 í kr. 4.00 á mánuði. Útgáfustjórnin. afnkatla með lögboðinni stafsetningu ísl. ríkisins kom í bókabúðir í gær. — H. K. Laxness sá um útgáf- una og ritar formála. Myndir eftir Gunnlaug Sche- ving í Laxdælu og Hrafnkötlu verða seldar sérstaklega seint í þessum mánuði. Hrafnkatla kostar 10.00 kr. g8 œjaz pórfwtmn Ilætta á ferðum. Herra ritstjóri! Allir, sem íerðast eitthvað út úr bænum, og þó einkum þeir, sem fara eftir veginum upp Kjós, hafa veitt því athygli, að handrið við flestar brýr eru brotin og brömlúð, og ann- að óstand vegarins er eftir því. Það er að mínum dómi stórvíta- vert, að vegamálastjórnin skuli ekki sjá um að úr þessu sé bætt, því hér er alvarleg hætta á ferðum, sem get- ur leitt til stórslysa. Eg nefni sem dæmi brúna á Köldukvísl í Mosfells- sveit. Brúin er mjög mjó, handrið er farið af að mestu, brúin er sjálf öll holótt, svo bílar fara í loftköst- um yfir hana, undir er djúpt gljúfur, sem vegfarandinn á von á að steyp- ast í á hverri stundu. Úr þessu og fleiru þvílíku verður að bæta sem allra fyrst. Ferðamaður. Síðasti Þjóðólfur. Það verður ætíð greinilegra, að blaðið Þjóðólfur er að töluverðu leyti undir áhrifum nazista. Þetta kemur greinilega fram í blaðinu, sem út kom í fyrradag. Allsstaðar þar, sem minnst er í blaðinu á viðureignina á austurvígstöðvunum, er hallað máli nazistum í vil. Til dæmis er í klausu um „Dægurmál" sagt um sókn Þjóðverja í Kákasus: „.. og virðist Rússum hvergi hafa tekizt að stöðva sókn þeirra í Kákasus". — Um sóknina til Stalingrad segir blaðið: „Hjá Stalingrad hafa Þjóð- vcrjar sótt stöðugt og telja Rússar, að mjög óvænlega horfi um vörn borgarinnar". Það er vert að geta þess, að í þrjá daga áður en þessar fregnir koma í Þjóðólfi, hefir Ríkis- útvarpið skýrt frá því, að Rússum hafi tekizt að stöðva sókn Þjóðverja til Stalingrad, að minnsta kosti i taili og ennfremur, að þeim hafi tek- izt að stöðva sókn Þjóðverja í Kák- asus alveg á flestum vígstöðvunum, en annarsstaðar sé hun mjög hæg. í grein um varúðarráðstafanir vegna væntanlegra loítárása, er bein- línis sagt íyrir um ósigur Rússa fyr- ir næsta sumar. Þar segir: „Styrj- aldarhorfurnar í Rússlandi gefa og tilefni til að ætla, að á næsta sumri kunni það að vera á valdi þýzka hersins, að stofna til „nýrra vig- stöðva“.“. Ilelst virðist vaka fyrir blaðinu, að innprenta íslendingum vissu um, að nazistar sigri og þá um leið ótta við að gera nokkuð, sem ekki félli þeim í geð. Þetta er alkunn aðferð nazista í áróðri, og hefur venjulega gengið undir nafninu „taugastríð". Þá birtist i sama tölublaði þýdd grein eftir einhvern Sulsberger. ooooooooooooooooo Muaið KaffísjMuna Hafnarstrœti 16 ooooooooooooooooo Grein þessi er illkvittnisleg í garð Rússa, t. d. er það sagt, að Rússar láti lík þýzkra hermanna svífa í fall- hliíum niður í herlínur Þjóðverja. Ennfremur er sú gamla nazista-lýgi borin á borð fyrir fólk, að Rússar myrði yfirleitt alla þýzka stríðsfanga, sem falla í hendur þeirra. íslenzkur almenningur er þannig gerður, að hann íyllist reiði og fyrir- litningu gagnvart þeim, sem gerast málsvarar hinnar þýzku villi- mennsku, en það er raunverulega þetta, sem Þjóðólfur er að gera. Bandamenn eru hæddir, sérstaklega reynir blaðið að hrúga óhróðri á Rússa og samtímis gerir svo blaðið meira úr sigrum Þjóðverja og er með órökstuddar spár um sigur Þjóð- verja yfir Rússum. Það er áreiðanlega kominn tími til þess fyrir alla frjálslynda menn, að segja skilið við þann hóp, sem nú skipar sér utan um þetta blað. Gjafir til Dvalarheimilis sjómanna. Seltjarnarneshreppur kr. 1000,00. Safnað af Sig. Jónassyni, Stykkis- hólmi, kr. 1867,00. Skipverjar m.s. „Eldborg" kr. 1150,00. Helga Þor- steinsdóttir, Gauksstöðum, Garði kr. 241,00. Skipverjar b.v. „Skutull" kr. 1405,00. Skipverjar e.s. „Selfoss" kr. 325,00. Guðlaugur Guðmundsson, veitingam., kr. 100,00. Guðbjartur Ólafsson, minningargjöf, kr. 150,00. Skipverjar e.s. „Katla“ kr. 1040,00. Safnað af Kristjáni Einarssyni, Húsa vík, kr. 598,00. Skipverjar m.b. „Sæ- unn“, Húsavík, kr. 60,00. Skipverjar m.b. „Kveldúlfur", Húsavík, kr. 20,00. Skipverjar m.b. „Kristján“, T. H. 203, kr. 75,00. Skipverjar m.b. „Óskar“, Húsavík, kr. 50,00. Skip- vcrjar m.b. „Friðþjóíur", Húsavík, kr. 100,00. Skipverjar m.b. „Maí“, Húsavík, kr. 20,00. Skipverjar m.b. „Sjöfn“, E. A. 423, kr. 130,00. Skip- verjar m.b. „Óðinn“, Húsavík, kr. 60,00. Skipverjar m.b. „Þorsteinn“, Húsavík, kr. 40,00. Til minningar um Guðbjart Jóhannsson frá Deild, Álfta nesi, kr. 1000,00. Skipverjar b.v. „Vörður“, Patreksfirði, kr. 2710,00. Safnað af Adolf Hallgrímssyni, Pat- reksfirði, kr. 1140,00. Til minningar um Jón Bjamason, frá syni hans, Kristni Jónssyni, Laufásvegi 50, Rvík, kr. 300,00. Slippfélagið, Rvík, kr. 1000,00. Reykjavíkurhöfn kr. 10000,00. Til minningar um Guðm. Halldórsson, er fórst með b.v. ,Sviða‘, gefið á afmælisdegi hans af eigin- konu og börnum, kr. 100,00. Safnað af bátum o. fl., Dalvík, kr. 1363,00. E. Schram, skipstj., kr. 100,00. m.b. „Fylkir“, Akranesi, kr. 198,00. Þ. Ingvarsson, Reykjavík, kr. 100,00. Skipve.jar b.v. „Geir“, Reykjavík, kr. 1720,00. Safnað af Guðm. Jak- obssyni, Bolungarvík, kr. 390,00. Ágóði af skemmtun Slysavarnadeild- arinnar, Stykkish., kr. 300,00. Skip- verjar b.v. „Garðar“, Hafnarfirði, kr. 1675,00. Safnað af Jóni Björns- syni, Borgarfirði eystra, kr. 105,00. Kr. 30,632,00. Áður birt kr. 136,639,00 Samtals kr. 167,271,00. Með þökkum móttekið. Björn Ólaís. 85 ára Frú Guðbjörg Halldórsdótt- ir Nýlendugötu 13 er 85 ára, í dag. Hún er fædd a'ó Stranda- lijálegu í Austur-Landeyjum, dóttir hjónanna Halldórs Guö- mundssonar og Guöbjargar GuÖmundsdóttur er þar bjuggu. Hún ólst upp í föður- húsum og naut þar hinnar beztu fræöslu, enda var faðir hennar annálaöur gáfu- og hagleihsmaöur. Eftir aö hún giftizt manni sínum, Siguröi Jóhannessyni (d. 1934) bjuggu þau hjón um nokkurt skeiö aö Strandahjáleigu, en flutt- ust síöar vestur í Árnessýslu. Bjuggu þau fyrst á Stokkseyri en síöar a'ö Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Þaöan fluttu þau aö Gljúfri í sama héraði. Áriö 1912 fluttust þau hjón alfarin til Reykjavíkur og stundaöi Siguröur heitinn þar smí'öar, lengst í Slippnum. Einn son eignuöust þau, Ársæl Sigurðs- son fyrv. bæjarfulltrúa og dvelur Guöbjörg nú meö hon- um. Stúlku tóku þau sér í dóttur staö, Jónínu Narfa- dóttur, sem nú er gíft kona hér í bæ. Eg hef þekkt Guðbjörgu Halldórsdóttir mjög vel und- anfarin 27 ár og’ meö hverjum deginum hef ég fyllst meiri aödáun fyrir gáfum hennar og heilsteyptri skapger'ö. Hún er me'ö afbrigðum fróö um ís- lenzk mál og leit mun aö hér- lendum konum, sem meiri’ á- huga hafa á alþýöumálum. Þrátt fyrir hinn háa aldur sinn hefur hún meö festu og yfirvegun skipaö sér í flokk hinna framsæknu vinstri afla verkalýöshreyfingarinnar og enga mun hún eiga heitari óskir, en aó sjá sigur sósíal- ismans. Guöbjörg er sílesandi (gler- augnalaust) og handavinna hennar — allskonar listsaum — er meö því fegursta og frumlegasta sem ég hef séö. Hún fýlgist af heilum hug meö því sem fram fer utan lands og innan og er hvergi deig við áö láta álit sitt í ljósi á þann einarölega hátt, sem henni er tamt. Um leið og ég óska. þess, aö ævikvöld Guöbjargar megi vera sem bjartast, vil ég einn- ig óska henni þess, að hún megi lifa fullkominn sigur sós- íalismans. Þökk fyrir gamla vináttu og gott fordæmi, Guöbjörg. H. J. S. O. Happdrætfí Sftpifsfofusiorf Konur eru beðnar að gera skil á skrifstofu Slysavarnafjelags- ins sem fyrst, fyrir sölu á happ- drættismiðum Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands. Happdrættisnefndin. Nokkrir piltar eða stúlkur með fullnaðarprófi frá verzlunarskóla geta fengið framtíðaratvinnu við skrif- stofustörf. Eiginhandarumsóknir, ásamt meðmælum, ef til eru, óskast sendar tollstjóraskrifstofunni, Hafn- arstræti 5, i síðasta lagi laugardaginn 12. september n. k. Fyrirspurnum ekki svarað í síma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.