Þjóðviljinn - 02.09.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1942, Blaðsíða 4
gHÓÐVILJINN ^&<sxs> ijarnarbíó ®*s><S3g Vængjuð sfeíp (Ships with Wings) Ensk stórmynd úr ófriön- um. Tekin aö nokkru leyti | um borö í H. M. S. ARK | ROYAL Aöalhlutverk: John Clementz, Leslie Banks, Jane Baxter, Ann1 ..........Todd............ Sýning kl. 5, 7 og 9 j Sala aðgöngumiöa hefst j kl. 11. g Börn innan 16 ára fá ekki ® aögang. | OC2E>00CEJC0C32>00<SE>00<S2>C0CS>O Næturlæknir í nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Félagar! Munið að skila könnun- arlistunum! Tómas Jónsson verkamaður, Lauga veg 17, á fimmtugsafmæli í dag. Félagar! Munið að skila könnun- arlistunum! Útvarpið í dag: 20.30 Einleikur á píanó (Fritz Weiss- happel); „Árstíðirnar", lagaflokk- ur eftir Sigurd Lie. 20.45 Upplestur: „Vogrek“, sögukafli eftir Remarque (Sverrir Kristjáns- son). 21.10 Hljómplötur:Létt lög. 21.15 Erindi: Þáttur úr daglega líf- inu (Guðmundur Friðjónsson — V. Þ. G.). 21.30 Hljómplötur: Frægir söngvarar syngja. 21.50 Fréttir. — Þingfréttir. Félagar! Munið að skila könnun- arlistunum! Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í Hljómskálagarðinum í kvöld kl. 8V2, ef veður leyfir. Stjórnandi Karl O. Runólfsson. Æ. F. R. Æ. F. R. ; 000000 >00000-; Æskulýðsfylkingin í Reykjavík fer í berjaferð að Tröllafossi um næstu helgi. Lagt verður af stað á laugardag og komið á sunnu- dagskvöld. Þátttakendur gefi sig fram á skrifstofu Sósíalista- félagsins, Skólavörðustíg 19, op- ið kl. 4—7. Farartími og brott- fararstaður nánar auglýstir síð- ar. Stjórnin. ''■'^^O-OOOOOOOOOOOOOO Flokkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund limnitudaginn 3. sept. kl. 8l/z í Baðstofu iðnaðar- manna. Ýms mikilvæg mál verða þar til umræðu og er lagt ríkt á við félagsfólk að mæta á fundinum. Fundurinn verður auglýstur nánar á morgun. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför elsku litlu dóttur okkar, HULDU H. PÉTURSDÓTTUR. Alfreð H. Björnsson. Til ' Alþýðublaðsíns Afstaða Sósíalistaflokksins og Alþýðu- flokksins til grunnkaupshækkunar Alþýðublaðið var í gær að bera brigður á réttmæti þess, er stóð í ritstjórnargrein Þjóðviljans á sunnudaginn um afstöðuna til grunnkaupshækkunar. Vér finnum því ástæðu til að minna á eftirfarandi ummæli frá báðum flokkunum: Sósíalistaflokkurinn hvetur til grunnkaupshækkunar. 10. sept. segir í leiðara í blaði flokksins: „íslenzk verklýðshreyfing má ekki við því að láta beztu tækifærin, sem hún hefur til að bæta kjör stéttarinnar ganga úr greipum sér. Aldrei hefur hún haft aðra eins möguleika til að vinna sigra sína skjótt og vel“. — í þessum leiðara er höfuðáherzlan lögð á 8 tíma vinnudag og hækkun grunnkaups og þeirri baráttu síðan haldið áfram, unnið að því að fá verklýðsfélögin til að segja upp samningum og kre.fjast grunnkaupshækkunar. En hver er svo afstaða Alþýðuflokksins? Afstaða Alþýðuflokksins til ' grunnkaupshækkunar. 18. okt. 1941 skiptu ráðherrar þjóstjórnarinnar verkum með sér, til þess að tala við stjórnir verklýðsfélaganna um afst.öðu þeirra til grunnkaupshækkunar og uppsögn samninga. Ólafur Thors talaði við stjórnirnar í Hlíf og Dagsbrún og fékk góðar undirtektir. Stefán Jóhann talaði við stjórn Alþýðusambandsins og skýrði frá málavöxtum í þingræðu 24. okt. sem hér segir: „Mér er kunnugt um það að það er engin sérstök hreyfing í þá átt að segja upp kaupsamningum með það fyrir augum að hækka gruhnkaupið. Að því leyti, að engin yfirvofandi hætta sýnist á því að slíkt skelli á, þá er þess vegna líka hægt að segja það, að ef verðlag héldist óbreytt í landinu á innlendu afurðunum og hægt væri að lækka eða halda niðri verðlaginu á aðfluttum nauðsynjavörum, þá eru engar líkur til þess að kaupgjald launastéttanna í landinu orkaði svo á dýrtíðina að hún færi hraðvaxandi fyrir þær sakir“.„Þótt nokkur félög óski endurskoðunar á samningum sínum við atvinnurekendur, þá þarf það ekki að bera vott um tilhneigingu til almennrar hækkunar á grunnkaupi“. (Auðkennt hér). Skýringar eru óþarfar. Verzlunarmenn fá kjarabætur eins og opinberir starfsmenn Verzlunarmenn hafa sam- þykkt aö fara fram á að fá launabætur eftir sömu reglum og starfsmenn ríkisins. í gær skrifuöu marg- ir kaupmenn undir samninga viö verzlunarmenn á þessum grundvelli og virðist enginn ágreining-ur vera um samn- inga þessa. Starfsmenn Reykjavíkurbæjar starfsmenn „KRON” og verzl unarmenn hafa þá fengiö kjarabætur eftir þehn reglum sem Alþingi setti um kjara- bætur starfsmann^i ríkisins. Gerðardómslögin Framhald af 1. síðu. ir. Munu þessi mál verða tek- in nánar fyrir í Þjóöviljanum á sínum tíma. En hér skal aö- eins fram tekið, aö stjóm Dagsbrúnar mun hafa haft gildar ástæöur fyrir því aö hvetja verkamenn til þess aö hverfa ekki úr setuliösvinn- unni aö svo stöddu. Nú, eftir aö búiö er aö und- irrita lögin um afnám geröar- dómsins, getur ekkert veriö því til fyrirstööu, áö setuliðin fari aö greiöa samkvæmt hinum nýja sanmingi Dagsbrúnar og gerist aöilar að honum. Þaö er bæði landvarnavinnunni og verkamönnum til gagns aö þetta mál verði leyst þegar í stað. 525252525252525252525252525252125252525252125252 n 52 1 DREKAKYN § Eftir Pearl Buck 52 52 nvers vegna ættir þú að koma með mér? spurði Ling Tan. 52 Eg hef ekki heyrt að í dag sé neinn hátíðisdagur. 52 Drengurinn gerði hring í sandinn með tánni, og varð nið- írí urlútur. vá Mig langar til að koma, sagði hann önuglega. Ling Tan leit á hann og velti fyrir sér hvort hann ætti að £j$ leggja út í deilu við þennan stálpaða dreng. Dagurinn var ^Isvo bjartur og fagur, að hann ákvað að gera það ekki, því m hann hafði óbeit á illdeilum jafnvel á slæmum dögum og 52* reyndi ávallt að sneiða hjá þeim. 52 Komdu þá, bannsettur, sagði hann og hló. Sonur hans lyfti 52 höfði, og þeir héldu af stað, faðir og sonur, eftir steinlögð- um veginum. Daginn áður hafði verið skýjað loft, og þó ekkert rigndi, 52 héngu skýjabólstrarnir yfir húsaþökunum. En í dag var i2 veðrið engu líkara en sem haust væri komið í stað hásum- 52 ;a J2 52 52 52 ars og áður en leið á löngu, gátu þeir ekki lengur bælt niður gleði sína og fögnuð. Þeir glöddust yfir fegurð him- insins og góðum uppskeruvonum. Þeir fóru inn um suðurhlið borgarinnar og lituðust um. í fyrstu var ekkert sem benti þeim á það sem skeð hafði nema alvörusvipurinn á andlitum fólksins sem fór fram hjá 52' . þeim. Þessi borg var víðfræg fyrir glaðlyndi íbúa sinna. 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 52 Hún var gömul og öldum saman hafði hún verið aðseturs- staður keisara og konunga og allra þeirra sem geta verið iðjulausir og borðað góðan mat og eytt peningum fólksins og gefið því þá svo aftur af frjálsum vilja. Hvarvetna heyrðist hlátur og hljóðfærasláttur, bæði dag og nótt, og þar voru ungar og fagrar konur handa hinum ríku og jafnvel handa hinum fátæku, og á vatninu voru skemrati- snekkjur úr útskornum viði og þar voru mikil musteri og hof. Þetta voru menjar liðinna tíma. Síðan eftir byltinguna höfðu ekki verið fleiri konungar né keisarar, en enn voru þó drottnarar og þeir byggðu einn- ig nýjar, fallegar hallir og nýtízku hús, þar sem vatnið kom út úr veggjunum og eldur lá í leyni og þurfti aðeins að styðja á hnapp svo hann kæmi í ljós. Þeir tóku einnig peninga fólksins og gáfu því þá aftur af frjálsum vilja með hátíðahöldum og skemmtunum. Þar var því enn gleðskapur ríkjandi og fólkið lifði góðu lífi og nýjar stórar búðir voru opnaðar um allt og í borginni mátti nú fá keypta hluti, sem menn höfðu aldrei heyrt getið um fyrir nokkrum ár- um. Almúgamenn sem drógu dráttarkerrur eða báru byrð- ar á bakinu, gátu nú keypt ljós, sem engir vindar megnuðu að slökkva, í stað kertaljósa í pappírsljóskerum. Slíkir hlutir komu fólki í gott skap, því hver vissi hvaða nýjungar næsti dagur mundi hafa í för með sér? Og allir vissu að þessir hlutir komu handan um yfir hafið, og því fylltist fólkið aðdáun á útlendingunum sem búið höfðu til slíka hluti og áleit þá góða menn og aðdáunarverða. En þetta var áður en að skipin fljúgandi komu yfir borgina. Nú heyrði Ling Tan menn á götunum og á tekránni, þar sem hann og sonur hans fengu sér hressingu, segja beizk- lega, að þeir vildu heldur vera án allra nytsamlegra hluta frá útlandinu ef slíkir atburðir sem þessi, að borgin þeirra væri lögð í rústir, ættu eftir að endurtaka sig. Hvar eru rústirnar? spurði hann veitingaþjóninn. Þjónn- inn fór að hágráta og sagði síðan: Eg átti lítið hús úr mold og hálmi, sem stóð næst við hús 52 ríks manns við Norðurbrúargötu. Nú eru hús hans og mitt 52 hrunin til grunna, og ég veit ekki hverjir fórust í húsi 52 hans, en allt mitt fólk fórst, og ég mundi einnig hafa far- 52 izt, ef ég hefði ekki verið hérna, og ég vildi óska að ég 52 hefði verið hjá þeim! Eg átti tvo litla syni, báða yngri en 52 52 52 tveggja ára. Ling Tan gaf honum aukaskilding til þess að hugga hann og síðan fór hann með syni sínum til þess að sjá rústirnar 52 með eigin augum. Allt sem hann hafði heyrt um eyðilegg- 52 ingu þá, sem orðið hefði, bliknaði við hliðina á því sem hann sá, þegar hann kom að rústunum. Þó að margir menn hefðu unnið að því í hundrað daga að brjóta húsin niður, hefðu þeir ekki getað afkastað jafnmiklu og hér hafði verið gert á andartakj. 52 52 52 52 52 52»JS52!2|2!2J252I2I2|2Ö 252525252525252J2525;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.