Þjóðviljinn - 09.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.09.1942, Blaðsíða 1
7. árgangur. 105. tölublað. Miðvíkudagur 9. september 1942 Chinllll jirihiF lilirðiR n fillsli iliii iii SöiMani Roosevelf segir að heímssðgulegar sóknaraðgerðir séu I undírbúníngí Winston Churchill hélt ræðu um styrjöldina í neðri mál- stofu brezka þingsins í gær, og kom víða við. Þegar hann skýrði frá för sinni til Moskva, lét hann þess getið, að Rússar litu svo á að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu ekki lagt sig nóg fram til hjálpar Sovétríkjunum, en leiðtogar Sovétríkjanna væru sannfærðir um að Bandamenn þeirra í vestri munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sigrast á hinum sameiginlega óvini, eins fljótt og hægt er. Churchill lauk miklu lofsorði á Stalín og kvaðst þess full- viss að Rússar muni berjast gegn nazismanum þar til yfir lýkur. í ræðu sem Roosevelt Bandaríkjaforseti hélt í fyrra- kvöld gaf hann yfirlit um styrjöldina og lýsti því yfir að sókn- araðgerðir, sem hafa munu heimssögulega þýðingu, væru í und- irbúningi. Churchill lýsti yfir því, að hann hefði ekki komið tómhent ur til Moskva. í júlí hefðu æðstu yfirmenn hers og flota Banda- ríkjanna komið til London, og ó ráðstefnum sem þar hefðu ver ið haldnar hefðu verið teknar ákvarðanir, sem hafa munu djúptæk áhrif á styrjöldina. Það voru áætlanirnar og ákvarð anirnar frá þessum ráðstefnum sem Churchill fór með til Moskva. Um Egiftaland sagði Church- ill að brezki herinn þar væri nógu sterkur til að tryggja vörn Nílardalsins mánuðum saman að minnsta kosti. Skipatap Bandamanna er enn mjög mikið, sagði forsætisráð- herrann, en hefur farið minnk- andi í júlí, ágúst og það sem af Bifreiðaúthlutunarnefnd og flenntamúlarúð er september. Baráttan gegn kaf bátunum hefur einnig verið rek in með betri árangri nú undan- farið. Churchill minntist á Dieppe- árásina, og taldi að hún hefði verið ómissandi undanfari hern aðaraðgerða í stórum stíl, en um áætlanir varðandi þær gæti hann ekki gefið neinar upplýs- ingar. Gert hafði verið ráð fyrir að umræður um styrjaldarmálin stæðu í tvo daga, en skömmu eftir að Churchill hafði lokið ræðu sinni tilkynnti forseti að umræðunni væri lokið. Var sára lítil þátttaka í umræðunum og tóku þingmenn að tínast burt þegar er Churchill hafði lokið máli sínu. Stjórnarskrárbreyting sú, varðandi æðstu stjórn íslenzka ríkisins, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, var til um- ræðu í efri deild í gær. Stóð fyrsta umræða málsins yfir, með smáhléum, frá því kl. 10 f. h. til kl. 8,15 e. h. Forsætisráðherra fylgdi frum- varpinu úr hlaði með fáum orð- um og óskaði eftir hraðri af- greiðslu málsins í þingdeildinni. En Framsóknarflokkurinn þóttist eygja í þessu máli ágætt tækifæri til árása á ríkisstjórn- ina, sem hefði verið búin að lofa því, að leysa þetta mál á rögg- samlegri hátt á þessu næsta þingi. Og þó sé hér um helgasta mál allrar þjóðarinnar að ræða, fannst framsóknarmönnum vel við eiga að setja ímyndaða póli- tíska hagsmuni flokks síns ofar á blað. Hóf því Hermann Jón- asson hinar svæsnustu árásir á ríkisstjórnina og reyndi jafn- framt að gera þessar aðgerðir í sjálfstæðismálinu sem auðvirði- legastar. Væru þær ekki spor áfram, heldur aftur á bak, og jafnvel, eins og hann orðaði það: „ný hræsni í sjálfstæðismálinu“. — Hefði ríkisstjórninni með að- gerðum sínum í sjálfstæðismál- inu, framið ,ófyrirgefanlegt pólit iskc glappaskot“ — og „minnk- að virðingu umheimsins fyrir okkur meir en nokkurri ríkis- stjórn nokkurntíma áður hefði ;tekizt“. Þessvegna væri heldur i,,ekki hægt að þurrká af þjóð- inni smánina, nema þurrka af henni núverandi ríkisstjórn" — og var auðheyrt, að þá var hann * kominn að því, sem honum fannst vera mergur málsins. Jónas frá Hriflu stóð einnig upp og sagði enn einu sinni í löngu máli, sögu kjördæmabreyt ingarinnar og líkti þeirri „árás á Framsóknarflokkinn" við árás ina á Singapoor, og önnur slík hervirki nútímastyrjaldar. Fannst honum engin von til að Framsóknarmenn gætu unnið með hinum flokkunum að nokkru máli — ekki einu sinni helgasta máli þjóðarinnar — fyrst hann hefði orðið að þola slíka árás. Norskl bladatnaðurínn Ola Hofmo myrfur Á miðnætti í nótt kaus Al- þingi 3 menn í bifreiðaúthlut- unarnefnd. Þjóðstjórnarflokk- árnir gömlu skiptu svo með sér bitunum: Stefán Jónsson, skrifstofustj hjá gjaldeyris- og innflutningsn. (Framsóknarfl.), Jón Sigurðs- son erindreki Alþýðusambands- ins (Alþýðufl., komst inn með hjálp Framsóknar), Gísli Jóns- son, alþingismaður (Sjálfst.fl.). Varamenn: Kristjón Kristjónsson (Fram- sókn), Felix Guðmundsson (Alþýðufl.), Jóhann G. Möller (Sjálfstæðisfl.). Almenningur heíur beðið þess með nokkurri eftirvæntingu, hvernig kosning í Menntamála- ráð mundi fara. Nú hefur Al- þingi kosið — og eru sömu menn irnir endurkosnir. Þrfr norskir verkam Tilkynnt er frá Oslo að norski blaðamaðurinn Ola Hofmo, hafi verið myrtur af nazistum. Hofmo var blaðamaður við að- almálgagn Kommúnistaflokks- ins „Arbeideren“. Hann var heima hjá sér í Oslo þegar Þjóð- verjar komu að handtaka hann. Hofmo var ljóst hvað beið hans í fangelsum þýzku nazistanna og reyndi að flýja út um glugga, en var skotinn til dauða. Hann var 35 ára gamall og lætur eftir sig konu og tvö böm. Bróðir Ola Hofmo, Rolf, var ritari íþróttasambands verka- manna. Hann var dæmdur í hálfs annars árs fangelsi, og þeg ar hann hafði setið inni þann tíma, var hann sendur til Þýzka lands. na dæmdir til dauða Meðal þeirra Norðmanna, sém nýlega hafa verið fangelsaðir í Oslo, er hinn kunni guðfræðing- ur Kristian Schelderup. Frá Noregi berast þau tíðindi um Stokkhólm að þýzki herdóm stóllinn hafi dæmt. til. dauða 3 norska verkamenn, þá Alf -Krist iansen, Hákon Eriksen. og S.ig- urd Hansen. Þeir voru ákærð- ir fyrir að hafa tekið þátt í sprengjutilræði, sem framið var fyrir' nokkru á lögreglustöð í miðhluta Oslóborgar. éprengjan drap 1 lögreglumann en særði tvo aðra. Áður hafa Þjóðverjar dæmt 5 Norðmenn til lífláts og voru þeir einnig ákærðir fyrir þátttöku í þessari sörpu sprengju árás. Forsætisráðherra svaraði af hálfu ríkisstjórnarinnar og bar Hermanni sízt betur sögu, en Hermann honum, og var þessi þáttur umræðanna lítið til fram dráttar sjálfstæðismáli íslenzku þjóðarinnar. Brynjólfur Bjarnason talaði af hálfu Sósíalistaflokksins. Lýsti hann því yfir,..að á s.l. vori hefði Sósíalistaflokkurinn ekki talið neina sérstaka nauðsyn á að gengið yrði frá endanlegum sam þykktum um æðstu stjórn lands ins, á þessu og næsta Alþingi. En fyrst ríkisstjórnin hefði á- kveðið að gera það, teldi Sósíal- istaflokkurinn sér skylt að stuðla að því, að málið yrði nú leyst, þrátt fyrir þá .örðugleika, sem á væru. Og fyrst ekki hefði náðst samkomulag um þær leið- Framhajd á 4. tíSu. Frá satncinuðu þíngí í gærkvöldi Fundur var haldinn í samein- uðu þingi kl. 11 í gærkvöldi. Þetta gerðist helzt á fundinum: 1. Þingsályktun um skipuii . nýrrar stjórnarskrárnefndar skip- aða átta mönnum, tveim frá hverjum flokki,,- skv. tilnefningu. Þingsályktunin var samþykkt og afgr. til ríkisstjórnar. 2. Þingsál. þeirra framsóknar- manna um að Alþingi lýsi stuðn- ingi við núverandi ríkisstjóm fram til næstu Alþmgiskosninga. Var ályktun þessi samþykkt með 36 atkv. , þeirra framsóknar- og sjálfstæðismanna, en þingmenn Sósíalistaflokksins og Alþýðufl. sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Gerði allur þorri þingmanna grein fyrir afstöðu sinni til málsins og er greinargerð fyrir afstöðu Sósíal istafl. birt á öðrum stað hér í blaðinu. — Árúsum fasistaherjanna við Stalfngrad hrundið Litlar breytingar virðast hafa orðið á austurvígstöðvunum síð- astliðinn sólarhring. Miðnæturtilkynning sovét- stjórnarinnar segir, að harðir bardagar hafi verið háðir í gær vestur og suðvestur af Stalín- grad, og á Novorossísk- og Mos- dok-svæðunum. Var árásum fas istaherjanna hvarvetna hrundið Harshall hershSfðingi ú Islandi Amerísku hernaðaryfirvöldin tilkynna að Marshall hershöfð- ingi, King aðmíráll, Harry Hopk ins og Steve Early hafi komið í stutta heimsókn til íslands síð- ari hluta júlímánaðar. Hershöfð inginn skoðaði herstöðvar og lét í ljósi ánægju sína yfir því, hve varnir íslands væru góðar. Hann tók það sérstaklega fram, að starf hersins hér á íslandi væri hið erfiðasta vegna þess, að her- inn yrði að hafa stöðugan and- vara á sér og gæta hinnar mestu árvekni í hvívetna. Þegar gestirnir héldu af landi brott höfðu þeir með sér 20 punda íslenzkan lax og tvö pund af Akureyrarosti handa Roose- velt forseta. Sveinn Björnsson ríkisstjóri sat veizlu sem haldin var Mar- shall hershöfðingja að skilnaði. Víðskiptasamningur milli Kanada og Sovétríkjanna Víðtækur viðskiptasamningur milli Kanada og Sovétríkjanna var undirritaður í London í gær. Hafa viðskipti landanna farið mjög vaxandi síðustu misserin, en ekki ei'u nema nokkrir mán- uðir síðan Kanada viðurkenndi sovétstjórnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.