Þjóðviljinn - 09.09.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1942, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN ■H Tjarnarbíó HB LYDIA OG BIÐLARNIK FJÓRIR Aðalhlutverk: OrWglnnt Nætiu'læluiir: Bjarni Jónsson, Reynimel 58 sími 2472. Næturvörður er, í Ingólfsapóteki Leiðrétting. í tilkynningu Dags- brúnar í blaðinu í gær stóð, „eftir- farandi kauptaxta‘“, en átti að vera: „eftirfarandi grunnkauptaxta." Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Létt lög, leikin ó ýms hljóðfæri. 20.30 Samleikur á orgel og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weiss- happel): Hugleiðingar eftir Schubert. 20.50 Upplestur: „Ökumannaskýlið“, smásaga eftir A. J. Alan (Jón Þórarinsson). 21.10 Hljómplötur: íslenzkir kórar. Hai»pdrættið. Athygli skal vak- in á því, að í dag er síðasti sölur dagur í 7. flokki og síðustu for- vöð að endurnýja miða. Þeir, sem láta undir höfðuð leggjast að endumýja í dag, verða ekki með í drættinum á morgun. I. R R. 10. sept. íþróttamótið hefst á morgun kl. 7 e. h. á I- þróttavellinum. Nafnakall fyrir allra íþróttagréinarnar fer fram kl. 6,45. í kvöld kl. 7 (nafnakall kl. 6,45) fara fram undanrásir í 100 m. hlaupinu. Ennfremur fer þá fram keppni í langstökki og kúluvarpi fyrir öldunga. Keppendur og starfsmenn cru áminntir um að mæta tímanlega. Alþingi slitið i dag kl. 2. Samningar mflli ,,Þróttar“ á Siglufirði og verksmiðju- stjórnarinnar Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði unditskrifaði í gær samning við stjórn ríkisverk- smiðjanna. Samkvæmt honum verður kaup verkamanna við verk- smiðjurnar að viðbættri vísitölu sem hér segir (í september); Almenn dagvinna 4,72, eftir- vinna 7.08, sunnudagavinna 9.34. Skipavinna: dagvinna 5.34, eftirvinna 8.01, helgidagavinna 10.68. Mjölútskipun: samsvarandi taxtar 5.85, 8.78. 11.28. Kol-, salt-, sement-vinna: Dag vinna 6.82, eftirvinna 10.23, eft- irvinna 13.64. 8 tíma vinnudagur og fleiri réttindi fást með samningi þess- um. •OOOOOOOOOOOOOOOdOOOOOOOOOOOOOÖOOOOO* Iljartanlega þakka ég ollum þeim, fjar og nær, sem heiðr-) >uðu mig með gjöfum eða á annan hátt á 85 ára ai'mæli mínu.) Guðbjörg Halldórsdóttir, Nýlendugötu 13. a.^XASSHB ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOöOOOOv Stefán Pétursson fær ðflugan liðsauka i barðtt- unni gegn kommðnistum í útvarpi frá Berlín til Banda ríkjanna sagði einn af áróðurs- postulum nazista meðal annars: „Dauði hertogans af Kent á leið hans til íslands hefur orðið til þess að augu manna beinast að eyjunni. Nýafstaðnar kosn- ingar sýna, að kommúnistum fer þar mjög fjölgandi. Sjötti hver íbúi landsins er orðinn rauður. íslendingar eru snauðir og fá- fróðir. Vegna þess hve landið er háð brezka auðvaldinu, urðu landsbúar auðseld bráð fyrir rauðliða(!!!) Kommúnistar njóta vikulegs fjárstyrks frá Moskva, og á þennan hátt er verið að undirbúa að afhenda Stalín landið!“ Það er eins og manni finnist þetta eitthvað kunnuglegur málaflutningur. Það skyldi þó aldrei vera að íslenzk lýðræðis- blöð noti samskonar barnalegan áróður og Göbbelsútvarpið. Væri ekki ómaksins vert að fletta upp í leiðurum Stfáns Pét urssonar og Reykjavíkurbréf- um Valtýs Stefánssonar? Roosevelt vill festa vðruverð og vinnulaun Roosevelt forseti hélt ræðu í fyrrinótt um þær ráðstafanir er l»ann telur að gera verði til að koma i veg fyrir verðbólgu. Hefur forsetinn farið þess á leit við þingið að það veiti hon- um vald til að festa verðlag á vörum og kaupgjaldi er þurfa þykir. Bandaríkjaherstöðvðr á Ga'apagoseyjum Samfeomulag við stjórnína í Efevador Baudaríkjaflotinn og flugher- inn haía komið sér upp stöðvum á Galapagoseyjum í Kyrrahafi, en þær eru um 1100 km. vestur af strönd Ekvadors í Suður- Ameríku. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær, og gat þess, að her- stöðvarnar hefðu verið byggðar með fullu samþykki stjórnarinn ar í Ekvador. Afstaðð Sósfðlista- flokksins til ríkisstjórnarinnar Sósíalistaflokkurinn er í and- stöðu við núverandi ríkisstjóm og vill ekki veita henni stuðning. En þar sem það fellst í tillögu þeirri , sem fyrir liggur frá Fram sóknarflokknum, að stjóm þessi skuli sitja fram yfir kosningar og Sósíalistaflokkurinn ekki vill taka á sig neina samábyrgð með Framsóknarflokknum á setu rikis stjórnarinnar altt það tímabil, þá greiðum sér ekki atkv. um þessa tillögu. Loft ðrásir á herstöðvar Þjððverja í Hollandi Bandarískar sprengjuflugvél- ar gerðu í fyrrinótt harðar árás- ir á herstöðvar Þjóðverja í Rott- erdam og víðar í Hollandi, og er talið að mikill árangur hafi orðið af árásunum. Öflugar sveitir brezkra orustuflugvéla voru í fylgd með sprengjuflugvélunum og ‘ háðu harða bardaga við orustu- flugvélar Þjóðverja. Skollaleikur Framsóknar Framh. af 1. síðu. ir, sem Sósíalistaflokkurinn hefði lagt til, mundi hann þó fylgja þessari leið, frekar en ekk ert væri aðhafst. Hinsvegar væri auðséð, ■ að Framsóknar- flokkurinn vildi enga lausn í þessu máli, heldur væri afstaða hans í því sú sama, sem birst hefði í hinu bréflega tilboði Framsóknar til hinna flokkanna, um að ganga til samstarfs við þá um að bjarga þjóðinni frá voða — ef þeir létu niður falla leiðréttinguna í kjördæmaskip- un landsins. Eins og þeir þá hefðu metið sérréttindi flokks síns ofar þjóðarhag, eins mætu þeir meira í þessu máli, að reyna að nota það flokki sínum til pólitísks framdráttar, en að bera fram í því nokkrar jákvæð ar tillögur til lausnar — enda hefði Framsóknarflokkurinn engar slíkar tillögur gert. Ymsir fleiri tóku þátt í um- ræðunum, en ekki þykir ástæða til að rekja það nánar. Að lokinni fyrstu umræðu var málinu vísað til þriggja manna nefndar, sem kosin var til að fjalla um það. Vo/u kosnir í nefndina: Bjarni Benediktsson, Haraldur Guðmundsson og Brynjólfur Bjarnason. Framsóknarflokkurinn afsal- aði sér fulltrúum í nefndina. 43. nnnnnnnnnnnnnnmmnnnnnnnn n n n n n n n n n n n n g n n n n n n J3 Ö' n n n u n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n u n ln n n n n n n n n u n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n u ná n n n n n n n n n n n' n n n n n n n rt n n n n n DREKAKYN Eftir Pearl Buek hverjir vildu taka þau með sér, og mörg dóu. En það sem bjargaði Ling Tan var að engum fannst land hans vera nógu fjarri óvinunum til þess að öruggt væri að setjast þar að. Það var eirðarlaust unz það hafði lagt að baki sér fljótið, vatnið og fjöllin, og komið inn í landið bak við fjöllin háu þangað sem óvinurinn hætti sér ekki svo hann yrði ekki króaður inni. Nú var tækifærið komið fyrir Lao Er að fara líka, en hann og Jada biðu þess að þeir kæmu sem þau vildu eiga samleið með, þeir sem eklri voru gamlir né veikir né með of mörg ungbörn. Dögum saman biðu þau þess að þeir kæmu sem þau vildu eiga samleið með og dag einn kom hópur ungra manna og kvenna, fjörutíu talsins. Konurnar voru með fæturna óreifaða eins og karlmenn, og Jödu féll vel við þær um leið og hún sá þær. Hár þeirra allra var stuttklippt eins og hennar og þær báru bækur í bögglum. Við erum nemendur í skóla nokkrum, sögðu þau henni, og við höfum í hyggju að leita fjallanna í þúsund mílna fjarlægð héðan þangað sem kennarar okkar eru þegar komnir og þar ætlum við að halda námi okkar áfram í hell- isskútum og þegar stríðinu er lokið ætlum við að koma aftur til þess að starfa að uppbyggingunni. Enginn þessara manna og kvenna talaði um að fórna sér í styrjöldinni, og það féll Ling Tan vel í geð. Þau áttu ekki viðdvöl í húsi hans um nóttina heldur aðeins um hádegis- bilið til að fá te með brauðinu sem þau voru með sér, og þá hlýddi Ling Tan á viðræður þeirra og hældi þeim: Þeir sem ólærðir eru eiga aðeins líkami sína, og það eru þeir sem eiga að berjast. En þið sem eigið vizku, eigið fjársjóð, sem ekki má úthella sem blóði, og hann á að bíða þess dags, er við verðum að notast við vizku til að kenna okkur að lifa. Á tímum sem þessum er vizkan gagnslaus, því ekkert getur bjargað okkur nema tilviljunin ein. En þegar stríðinu lýkur verðum við að eiga vizku. Og í skugga pílviðartrjánna fyrir utan hliðið, því hús- garðurinn var of lítill fyrir slíkan fjölda, lagði Ling Tan margar spurningar fyrir þessa ungu menn og jafnvel fyr- ir konurnar, því honum til undrunar svöruðu þau öll jafn greiðlega, og eftir nokkra stund tók hann ekki eftir því hvort það var maður eða kona sem svaraði honum. Og nú fékk hann fyrst að vita hvað skeð hafði á ströndinni og hvers vegna óvinirnir höfðu yfirleitt ráðizt á þá, og þau áttu langar viðræður saman. Því þó Ling Tan byggi hér á landi feðra sinna eins og þeir höfðu gert frá alda öðli, hafði hann góða greind. Líf- ið, varð honum oft að orði við syni sína, breyttist ekki. Þó mataráhöldin breyttust, var maturinn matur. Þó menn breyttu um rúm, var svefninn sá sami. Og þvi hafði hann þá trú að það væru einungis tímarnir sem breyttust en ekki mennirnir. Þessvegna spurði hann þessa ungu menn og konur frekar að því hvaða vopn óvinirnir hefðu, en að því hverjir þeir væru. Þegar hann heyrði að óvinirnir öf- unduðu þjóð hans vegna landsins sem hún bjó á, skildi hann í einni svipan stríðið og orsök þess. Landið, sagði hann og virti fyrir sér svip hinna mörgu ungu áheyrenda sinna, og fyllti vatnspípuna sína um leið og hann talaði, landið er grundvallarþörf hvers manns. Meðan einn maður hefur of mikið land og annar of lítið, munu styrjaldir geisa milli mannanna, því af landinu fá menn mat og skjól, og ef landið er of lítið verður matur- inn af skornum skammti og skjólið lítið, óg þegar svo er verður maðurinn þröngsýnn og illgjarn. Þau hlýddu á mál hans með virðingu eða vantrú, því i þeirra augum var Ling Tan aðeins gamall bóndi sem hvorki kunni að lesa né skrifa, og hvað vissi hann um áílt það, sem þau höfðu lesið um í bókum? En af því að þau höfðu enn ekki glatað allri þeirri k: eisi, sem foreldrar þeirra höfðu innrætt þeim, flýttu þa : . ér að fallast á mál hans. Það er satt, faðir minn, sögðu.þau, þó þau í rauninni tryðu honum ekki. En honum féll vcl við þau hvort sem þau trúðu honum eða ekki, og þegar Lao Er kom til hans og sagði honum að hann og Jada vildu fara með þessum ungu mönnum og u n u n n n n n n n n n n n n D n n n u n n n u n u n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n n nnnnnnnnnmmnnnnnnnnnnnm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.