Þjóðviljinn - 17.10.1942, Side 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 17. október 1942.
Það er kosið um framtið þína og frelsi
Ræða Katrínar Thóroddsen læknis
Gott kvöld, góðir hlustendur!
í>ið eruð kannske orðin þreytt á
því að vera minnt á mikilvægi kosn-
inga þeirra, sem nú eiga fram að
fara. Eg ætla samt að hætta á það,
vegna þess að ég held, að okkar
kynslóð eigi ekki eftir að greiða ör-
lagaríkara atkvæði á ókomnum ár-
um. Undir úrslitum þessara kosn-
inga er það komið, hvort okkur verð-
ur formælt sem fyrirhyggjulausum
fíflum, ófyrirgefanlega andvaralaus-
um aulum, eða hvort við hljótum
viðurkenningu og þakkir komandi
kynslóða, vegna athygli og framsýni.
Því einmitt þessar kosningar skera
úr um gæfu og ógæfu íslands og ís-
lendinga. Á þeim getur oltið öll
framtíð hinnar íslenzku þjóðar, allt
okkar frelsi og fullveldi, í nánustu
og fjarlægari framtíð. Þess er því
full þörf, kjósandi góður, að þú íhug-
ir vel allar aðstæður, áður en þú
ráðstafar atkvæði þínu, að þú hafir
í huga, hvað er í húfi, að þú greiðir
atkvæðið rétt og hafir þá fyrir sjón-
ura hvorttveggja í senn, stundarhag
og eins hitt, að áhrifa atkvæðis þíns
gætir langt fram í ókomna tíma. Því
allar líkur benda til, að einmitt
næstu fjögur árin, verði afar við-
burðarík og örlagarík bæði hérlendis
og erlendis. Heimsstyrjöldin, sú önn-
ur í röðinni, sem auðvaldsskipulagið
hefur hleypt af stað á einum aldar-
fjórðungi, hefur nú hvilt á heimin-
um sem ein helvítis mara í þrjú ár.
Til úrslita hlýtur að draga á næstu
. f jórum árum á næsta kjörtímabili.
Ef til vill fyrr en okkur varir, og við
gerum okkur vonir um, kannske þeg-
ar á næsta ári, kannske seinna, en
lengur en fjögur ár enn getur það
ekki tekið að brjóta nazismann aft-
ur. Við þeim breyttu viðhorfum, sem
þá skapast, verðum við að vera vel
búin, bæði að því er snertir utan-
rikismál okkar og eins ástandið hér
heima. Því ríður á að vanda vel val
þeirra manna, er alþingi skipa á svo
alvarlegum tímum, við verðum að
hafa þing og stjórn, sem við getum
treyst til að vera vel á verði um
hið nýfengna sjálfstæði okkar og
sem gæta réttar okkar gagnvart öðr-
um ríkjum. Við verðum að hafa al-
þingismenn, sem ekki bera einungis
fyrir brjósti hag einnar kynslóðar,
heldur líka uppvaxandi æsku og
koraandi kynslóða. Menn, sem bera
hag alls almennings fyrir brjósti,
en ekki einungis einnar stéttar, eins
stjórnmálaflokks, nokkurra foringja-
nefna, einnar fjölskyldu eða jafnvel
bara hégómagirnd eins einasta
manns.
Fullveldi íslands er í húfL
Við íslendingar höfum öldum sam-
an lotið erlendum yfirráðum. Við
höfum reynt kjör skuldugrar þjóðar,
sem skipað var fyrir um kaupgreiðsl-
ur og aðdrætti af erlendum lánar-
drottnum. Við höfum verið hemumin
þjóð og lært af þungbærri reynslu,
hvað málfrelsi og prentfrelsi er dýr-
mætt. Og nú seinast erum við her-
vemduð þjóð með samning upp á
vasann. Samning gerðan af sjálfri
þjóðstjórninni sáluðu og samþykktan
af umboðslausum en sjálfkjörnum
þingmönnum. Okkur eru sem sagt
kunn flest ill „ástöndin", bæði þau,
sem „fita fyrst“ og eins hin, sem
„ódugnaðurinn og útsugan“ ein-
kenndu. Okkur eru vel kunnar flest-
ar tegundir erlendrar íhlutunar um
okkar mál, og þó við höfum sloppið
við andstyggðina mestu, er óbeitin á
erlendum yfirráðum okkur svo í
merg gengin, að við viljum engu á
hætta þar um. Og því verðum við að
fela þeim mönnum einum forsjá okk-
ar á slíkum alvörutímum, að tryggt
sé, að okkur verði ekki rifið nýtt
hrís, hvorki smátt né stórt. Á því
sviði getur þú ekki verið of varkár,
kjósandi góður. Gerðu það upp við
samvizku þína, áður en þú greiðir
atkvæðið, hvort þú treystir þjóð-
stjórnarmönnunum til að halda á mál
um íslands þannig, að fullveldi okk-
ar og forráð sé ekki aðeins í orði,
heldur og á borði.
Þjóðstjómarflokkunum er
ekki treystandi fyrir frelsi
íslands.
Ef svo bæri undir, að eitthvert
stórveldanna ágimtist, að stríðinu
loknu, að fá á leigu, auðvitað gegn
góðri borgun, útsker eða innfjörð hér
við land. Þorirðu þá að treysta Fram
sóknarflokknum undir forystu Jón-
asar Jónssonar, sem auk síns al-
þekkta útlendingadaðurs hefur ekki
aðeins talið sjálfsagt, heldur líka
réttmætt, að setuliðið virði að vett-
ugi gildandi venjur og lög um kaup-
samninga, af því að hér sé léleg
stjórn við völd. Þorirðu að trúa Her-
manni Jónassyni fyrir hlutverki
Guðmundar á Möðruvöllum, sem
forðum þótti boðið gott, en kallaði
þó saman fund, manngreyið, hvað
Hermanni hefur láðst að gera. Þor-
irðu að trúa fiskbraskara sem elsk-
ar sitt fyrirtæki og sína fjölskyldu,
og virðist helzt líta svo á, að þetta
tvennt sé það, sem gefi íslendingum
tilverurétt, og þeir eigi að lifa og
vinna fyrir bví. Þorirðu að trúa hon-
um fyrir hlutverki Einars Þveræings.
Þorirðu að treysta Alþýðuflokknum
svo berlega sem sá flokkur hefur
sýnt sinn undirlægjuhátt, ílepjur og
ódyggð við íslenzkan málstað. Hef-
urðu gleymt landráðamálunum, hand
tökunum og utanstefnunum og hverj-
ir þar voru að verki. Þú getur eng-
um þeirra treyst.
Saiuileikurinn um „línuna
frá Moskva”.
En hvað með Sósíalistaflokkinn,
segið þið. Eruð þið ekki undir er-
lendri yfirstjóm. Munduð þið ekki
draga ísland umsvifalaust til
Moskva á þessari línu ykkar, ef þið
hefðuð aðstöðu til. Nei, og aftur nei.
En kynntu þér samt málavextina
sjálfur. Hlustandí góður, viltu nú
ekki einu sinni æsingalaust athuga
þessa línu, sem þjóðstjórnarflokk-
arnir eru alltaf að reyna að flækja
þig í, og sem hann Árni frá Múla
nú kallar spotta, til að sýna hve af-
skaplega hann er ósammála ihald-
inu í stjórnmálunum.
Mér veitir léttara að skýra þetta
með dæmi úr minu eigin fagi.
Þegar nýtt lyf er á döfinni, eins og
til dæmis lúgnabólgumeðalið fræga,
Dagenan, fyllast læknar auðvitað
áhuga og vilja allt um það vita,
verkanir þess og áhrif, hvort nokk-
urhætta stafi af notkuninni, hvort
þau óþægindi, sem lyfið veldur, séu
svo mikil, að ekki sé tilvinnandi fyr-
ir sjúklinginn að eiga þau á hættu
o. s. frv. Auðvitað lesa læknar
hverja línu, sem þeir geta í náð um
lyf þetta.
Katrín Thoroddsen
læknir
Finnst þér það ekki vera sjálfsagt?
Alveg nákvæmlega eins er því farið,
er við sósíalistar vitum, að verið er
að reyna í framkvæmd það þjóð-
skipulagið, sem við teljum að ráði
bót á böli mannkynsins. Sovétríkin
hafa ekki þagað um það, sem betur
mátti fara á frumbýlisárunum, held-
ur þvert á móti sagt hreinskilnis-
lega frá því, hvað vel hefur reynst
og hvað illa; rétt eins og vísinda-
menn þeir gera, er verkanir nýrra
lyfja athuga. En eins og læknar
verða ávallt, er þeir gefa lyf, að taka
tillit til líkamsástands sjúklingsins,
eins er sósíalistum vel ljóst, að þeg-
ar um skipulagsbyltingu er að ræða,
verður að taka tillit til erfðavenja
og þjóðmenningar hvers ríkis, ef vel
á að fara. Þar geta útlendingar engu
ráðið. Við höfum talið okkur skylt
að fylgjast vel með því, er var að
gerast í þessu fyrsta ríki sósíalism-
ans, og lesið hverja línu þar um.
Þetta er nú sú eina ósvikna lína frá
Moskva.
Hafirðu nokkuð kynnt þér sósíal-
ismann, áttu að vita, að sósíölsk ríki
sækja ekki eftir yfirráða-, hags-
muna- né áhrifasvæðum erlendis.
Það er gagnstætt stefnunni, og farðu
nú ekki að forheimska þig á að minn-
ast á Finnagaldurinn.
Hefði Finnlandsstyrjöldin ekki
verið háð, er óvíst hvort Rússland
verðist enn. Nei, þetta með erlendu
yfirráðin er uppspuni, áróður og vís-
vitandi lygi rökþrota manna, sem
hvorki hafa hreinar línur né hreinan
skjöld.
Sósíalisminn er það sem
koma skal.
Bjami Benediktsson benti réttilega
á það í ræðu sinni á mánudaginn,
að Rússland mundi rísa sterkt og
voldugt að stríðinu loknu. Þetta von-
um við líka fastlega. Bjarni veit vel,
hvað þetta þýðir, við vitum það
lika: Að sósíalisminn muni flæða
sem frelsisalda yfir Evrópu alla. Það
er þegar farið að brjóta á boðum
hér, það sýnir hið ört vaxandi fylgi
Sameiningarflokks alþýðu bezt. Þjóð
stjórnarliðið æskir þess eins, að þá
verði hér á landi harðsvíruð aftur-
haldsstjóm stríðsgróðamanna, sem
haldið geti íslendingum í hungur-
fjötrum og formyrkvun. Það má ekki
verða. Það er afar áríðandi, að hér
sé við stýrið frjálslynd stjóm að
stríðinu loknu. Kjósandi góður, þú
verður að annast um, að svo verði.
Það er auðgert, kjóstu frambjóð-
endur Sósíalistaflokksins, hvar sem
þú ert á landinu. Afturhaldið má
ekkí verða sterkt við þessar kosn-
ingar, hvorki vegna framtíðar eða
nútíðar.
Hnmadans Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn var einu sinni
umbótaflokkur, og ég fyrirverð mig
ekki fyrir að viðurkenna, að ég
fylgdi honum þá að málum. Og þó
ég hefði ekki þá frekar en nú nokk-
urntíma verið háseti á togara, þótti
ég samt vel hlutgeng á framboðs-
listum flokksins, og var það oft. En
er Alþýðuflokksforingjarnir tóku að
bregðast hverju stefnumálinu á fæt-
ur öðru, og hegða sér ver en argasta
afturhald, yfirgaf ég flokkinn fljót-
lega ásamt ótal mörgum öðrum
fyrri fylgjendum hans. Á mánudag-
inn var, gat einn af formælendum
Alþýðuflokksins þess í útvarpsum-
ræðunum, að fólk væri orðið leitt á
gömlu dönsunum. Þetta er eðlilegt.
Nýir tímar, nýir dansar, jafnvel Al-
þýðuflokkurinn hættir nú við Óla-
skans og dansar hrunadansinn einn
eftirleiðis. Alþýðuflokkurinn gekk
til kosninga 1937 með dagsskipan-
ina: „Við höfum lagt undir okkur
strandlengjuna, nú sigrum við sveit-
imar“. Þeir gerðu það ekki, en höfðu
þó menn í framboði í hverju kjör-
dæmi. Nú gat Alþýðuflokkurinn ým-
ist ekki fengið frambjóðendur eða
meðmælendur í 7 kjördæmum, svo
mjög hefur fylgið af honum hrunið.
Hrunadans, sem um munar.
Hér í Reykjavík eru óvinsældir
formanns flokksins orðnar svo
magnaðar, að Alþýðuflokkurinn eyg-
ir enga von til að koma honum ó-
studdum á bing. Því er gripið til
þess að taka Harald Guðmundsson
frá Seyðisfirði, þar sem hann hafði
þó veikan vonarneista til þess að
komast að. Nú á mælska Haraldar og
ísmeygilegt orðaval, að lofta undir
Stefán Jóhann. En það dugar ekki.
Kjósendur eru orðnir þreyttir á
gambri og orðagjálfri, sem engin al-
vara fylgir. Og það megnar ekki
neitt, þó að hin góða stefnuskrá
flokksins sé þulin upp, kjósendur
vita vel, að Alþýðuflokksforingjam-
ir fylgja henni ekki, og hafa ekki
gert um fjölda ára.
Hvemig baröist Stefán Jó-
hann fyrir 8 stunda vinnu-
degi?
í útvarpsumræðunum er nú rifjuð
upp barátta Alþýðuflokksins fyrir 8
stunda vinnudegi. Eg ætla að segja
hér frá einum áfanganum í þeirri
herför:
Meðan Stefán Jóhann var heil-
brigðismálaráðherra þjóðstjórnar-
innar fóm hjúkrunarkonur Ríkis-
spítalanna fram á að fá vinnudag
sinn styttan úr 10 tímum ofan í 8.
Heilbrigðismálaráðherrann aftók það
ekki. Það gera ráðherrar yfirleitt
ekki, þeir athuga málin. En fyrst leið
einn mánuður, svo leið annar og svo
leið ár, að ekki fengu hjúkrunarkon-
umar viðtal við ráðherra hinna
vinnandi stétta, hvað þá svar, og svo
leið meir en ár og svo var Stefáni
Jóhanni kippt burt úr stjórninni
vegna ótta á, að flokkurinn yrði
bráðkvaddur. í sumar fengu hjúkr-
unarkonumar þessa sjálfsögðu kjara
bót. Spítalastjómin treystist ekki til
þess að standa á móti henni len'gur.
Starf hjúkrunarkvenna ríkisspítal-
anna er lágt launað, það er ábyrgð-
armikið, þreytandi og útslítandi.
Starfinu fylgir töluverð smitunar-
hætta og nokkur slysahætta, einkum
á geðveikraspítölum. Hjúkrunarkon-
ur eru þó ekki slysatryggðar. Spítal-
arnir eru ekki skyldir til þess að'
tryggja starfsfólk sitt, og ekki sá
Stefán Jóhann ástæðu til þess að sóa
fé ríkisins í slíkar aukagreiðslur, sem
engin lagafyrirmæli voru um.
Hjúkrunarkonur fá engin eftir-
laun, þó að þær vinni á ríkisspítöl-
unum árum saman, en vitanlega eiga.
þær eins og aðrir aðgang að elli-
launum á sínum tíma hjá trygging-
arstofnim ríkisins.
Ekki „kák” — heldur háöimg
Eg er Haraldi Guðmundssyni sam-
mála um það, að ekki ber að kalla
það „kák“, þegar útslitið gamalmenni
fær 20—30 krónur á mánuði í elli-
styrk hér í Reykjavík. Eru það þó
höfðingleg laun á borð við það, sem
gamla fólkinu er fengið til sveita.
Eina áttræða sveitakonu þekki ég.
Dvaldi hún hjá fátækri, veikri dótt-
ur sinni, fjögurra barna móður..
Gamla konan vildi gjaman létta und'
ir með henni, og sótti um ellistyrk-
og fékk hann: krónur 11,25, auk þess
sem greidd voru fyrir hana gjöld
fyrir 20,00 krónur. Þetta er ekki
„kák“ þetta er háðung, og hún verð-
ur ekki minni, þó að nú sé bætt 30%
við hundsbætumar.
Það er rétt að geta þess, að meðan
Stefán Jóhann var * heilbrigðismála-
ráðherra, hafði hann góðar ástæður
til að bæta kost og kjör sjúklinga,.
sem langdvölum verða að vera á
sjúkrahúsum eða hælum. En hann
gerði það ekki. Hann er enginn jafn-
aðarmaður, hann er hugmyndalaus.
og hugsjónalaus krati.
„Vinii það ei fyrir vínskap
manns, að víkja áf götu
sannleikans”.
Gamlir stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins mega ekki greiða honuna
atkvæði nú af tryggð við flokk sens.
þeir byggðu upp sjálfir eða af lin-
kind við dauðvona flokk. Krata-
foringjarnir hafa sjálfir kosið sér
þau örlög, að enda stjómmálaferil
sinn sem gorkúlur á sameiginlegum
sorphaugi Kveldúlfs og Jónasar
Jónssonar. Þaðan skuluð þið ekki
hirða þá, kjósendur góðir.
Kosningadigg til kjósenda-
veiöa
Framsóknarflokkurinn bregður
pkki fyrri venju, er kosningar fara í
hönd. Hann brosir á báða bóga..
Jafnvel Jónas Jónsson, sem til
skamms tíma átti engin orð nógu ill.
um kommúnista, en svo nefndi hanm
alla frjálslynda menn, er nú farinn
að tala um sósíalista sem „góða
parta í úldnu hræi íslenzkra kjós-
enda“. Samlíking, sem vel hæfir-
listasmekk Jónasar Jónssonar. Jafn-
framt blekkir hann svo íhaldið til
hægri handar, að óþarfi sé að verðai
afbrýðissamt; þetta sé bara mein-
laust kosningadigg til kjósendaveiða,,
og það dylst heldur engum.
Eg get fullvissað ykkur öll um það,
að sósíalistar munu aldrei mynda
ídýfuna í eiturbrosi þess „góða gæða
manns“.
Gaspur Hermarms glepur
engan.
En þeir eru fleiri, sem brosa við
okkur núna. Hermann sjálfur gerir ■
Framh. á 4. síðu.