Þjóðviljinn - 17.10.1942, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Ræða Katrínar Thóroddsen
Framhald af 2. síðu.
það lika, en kalt finnst okkur bros
hins milda manns, er við minnumst
vopnakaupa hans og vígbúnaðar.
Ein fróm kvinna viknaði til tára
við útvarpsræðu Hermanns Jónas-
sonar á dögunum. Ræðan minnti
hana á raunalega sjón: Bendlur.
Henni flaug í hug frjálshuga fjalla-
gimbur, fjötruð með priki við óþjála,
staða gamalær, mestu meinakind,
sem hvergi unir nema á Kveldúlfs-
fjörunum.
En Hermann er hvergi smeykur
og furðu frakkur, og með venjulegu
lítillæti býður hann sig fram sem
forustusauð í förinni miklu til
vinstri, þó hann hafi engin skilyrði
til að rata leiðsögulaust.
Ekki hafa ennþá sést nein áþreif-
anleg merki til hugarfarsbreytingar
hjá honum. Bendillinn er órofinn
enn. Rollan gamla ræður enn hvar
hafst er við. Engin svör eru enn kom
in við spumingum þeim, er sósíalist-
ar lögðu fyrir Framsóknarflokkinn,
um lausn dýrtíðarmálanna. Gaspur
Hermanns um vinstri stefnu glepur
engan og má ekki gera. Öllum verð-
ur að vera það ljóst, að það er að-
eins eitt, sem ráðið getur þar um,
og það er stórsigur Sósialistaflokks- |
ins. Hvert atkvæði á þjóðstjómarlið- |
in skoðast sem velþóknunarvottur á
fyrra framferði og hvatning um á-
framhaldandi ofbeldi og óstjóm.
Þess vegna fylkja sér nú allir þeir,
sem öryggi þrá og umbætur, í Sam-
einingarflokk alþýðu.
Þjóðstjómarflokkarnir munu að
kosningum loknum halða áfram
að traðka á hagsmunum
almennings.
Nýlega hefur okkur verið heitið
því, að krónan skuli ekki felld verða.
Hinu sama lofuðu kratamir líka fyr-
ir kosningarnar 1937. En við emm
farin að þekkja of vel á þessi
: „óvenjulegu ástönd" sem allt eiga að
afsaka, brygðmælgi og leynisamn-
inga, til að treysta slíkum loforðum.
Hver trúir því að íhaldið láti það af-
skiptalaust að launtakar og verka-
fólk hafi viðunandi kjör til lang-
frama?
Fari þjóðstjómarliðið aftur með
völd að þessum kosningum loknum,
verður krónan felld. Annað hvort
með gengislækkun vegna „ófyrirsjá-
anlegra atvika“, sem auðvitað er
óttalegur leyndardómur hver eru,
eða kaupmáttur krónunnar verður
rýrður með síaukinni dýrtíð.
Kapphlaupið mikla um afurðaverð
ið var ekki eingöngu runnið til að
veiða sveitaatkvæði þau, sem á milli
flokkanna bar, heldur var hér bein-
línis stefnt að verðfellingu peninga.
Þessir „klóku“ heiðursmenn vita vel,
að það er tvennt ólíkt, að kúga nið-
ur kaup manns, sem á peninga á
sparisjóði, og það eiga nokkrir
verkamenn nú, og hins, sem ekkert
á nema soltinn kvið. íhaldið hikar
ekki við að fóma sparifé sinna
tryggustu manna, ef því finnst þess
þörf. En einmitt þeir menn hafa
verið íhaldinu öruggasta stoðin, er
lagt höfðu lítilsháttar fé til hliðar,
sem framtíðartryggingu til elliár-
anna, eða kannske bara fyrir útför-
inni sinni. Fólk þetta trúði ihaldinu
bezt til að gæta sparifjárins og
ávaxta það. Nú þegar það sér í hvert
öngþveiti íhaldið stefnir, þegar það
ekki veit lengur frá degi til dags,
hvort það á eyrisvirði eða ekki, flýr
það í stríðum straumum til Sósíal-
istaflokksins, án þess að nema staðar
í Múlakvísl, vegna þess að það er
farið að skilja, að hjá sósíalistum
einum er að vænta aðgæzlu á allra
hag.
Sjálfir hafa hinir háu herrar kom-
ið sínu fé fyrir í jörðum, fasteignum,
framleiðslu og farartækjum. Því
meira sem verðgildi þeninganna
fellur, því ríkari verða þeir og valda-
meiri. Komizt íhaldið i meiri hluta,
halda þeir áfram að vera máttar-
stólpar sem ekki má íþyngja með
sköttum. Vinnuveitendur sem ekki
láta vinna nema þegar þeim sjálf-
um lízt, gróðavonin er nóg og þeir
ráða einir kaupi og kjörum. Vald-
hafar sem traðka áfram á hag al-
mennings, beita þjóðina ofbeldi, of-
ríki og kúgun.
Hver vill slíka ráðsmenn?
Athugaðu það í einrúmi, kjósandi
góður, hvort þú mundir kjósa þá
stjórn á þínu eigin heimili, sem ís-
lenzka þjóðin hefur átt við að búa
nú og undanfarið. Heldurðu að þú
mundir vera ánægð, frú mín góð,
með slíka ráðsmennsku í veikinda,-
forföllum. Ráðsmenn sem ekkert
hirtu um hver kjör heimafólk hefði,
ef þeir sjálfir gætu sölsað til sín
nóg af lífsins gæðum. Ráðsmenn
sem með fádæma fyrirhyggjuleysi
hugsa ekkert um aðdrætti nauð-
synja fyr en í ótíma. Ráðsmenn sem
úthýsa heimilisfólkinu sjálfu, ung-
börnum, vanfærum konum og fæð-
andi konum. Ráðsmenn, sem ýmist
ofbjóða heimilisfólkinu með vinnu
eða eyðileggja þá með iðjuleysi.
Ráðsmenn sem svipta heimafólk mál-
frelsi og hugsanafrelsi, ofsækja listir
og bókmenntir. Ráðsmenn, sem
meina fólkinu þjóðlega og heilnæma
kjarnfæðu, en ala þá á gutli og
gamsi, og skattleggja hvem bita sem
í það fer. Ekki held ég að þurfi mat-
sára manneskju til að svíða það, að
þurfa að borga stórfé með hverjum
bringukolli sem Bretinn étur. En
það er líka ráðsmönnum þinum að
þakka, að svo er gert. Aulaskapurinn
og fyrirhyggjuleysið kemst fyrst í al-
gleyming, er þjóðstjórnarherramír
fara að skammta matinn.
Haldið þið að nokkur óvitlauS mað
ur framlengdi vistráðningu svona
manna. Væri það ekki sinnuleysl
sem gengur geðbilun næst að kjósa
þá á þing, til að fara með þjóðar-
stjórn áfram.
Sósíalisminn og þú.
Kjósandi góður, ég ætla líka að
biðja þig að hafa hliðsjón af eigin
heimili, ef þú metur stefnu sósíalism-
ans. Hún er: að tryggja öllum ör-
ugga afkomu, það er auðgert. Þjóð-
artekjurnar eru það miklar og vom
það lika fyrir stríð, að allir geta
haft allsnægtir. Með nútimatækni
eru tekjulindir íslands ótæmandi
séu þær hagnýttar til fulls. ísland
þarf ekki að vera fátækt lepgur.
Sósialisminn stefnir að því: Að
allir hafi fullt frelsi til að þroskast
samkvæmt einstaklingseðli og með-
fæddum gáfum. Eitt hið andstyggi-
legasta við auðvaldsskipulag;ið, er
hin takmarkalausa sóun á mann-
kostum. Gáfum sem kostað er á glæ,
hæfileikum sem ekki ná að þroskast.
f ríki sósíalismans fær mannleg
margbreytni og fjölbreytni fyrst
notið sín til fulls.
Sósíalisminh stefnir að því að
hver og einn eigi kost á, að hljóta
þá stöðu og vinna þá vinnu, sem
honum er ljúfust og lægnust.
í ríki sósíalismans eru margar vist-
arverur. t>ar er engum ofaukið nema
svikurum.
Tryggið sigur Sósíalista-
flokksins.
Sósíalistaflokkurinn stefnir að því,
að allir fái sömu laun fyrir sömu
vinnu. Minnist þess, konur, og minn-
ist þess líka að fullt jafnrétti fáið þið
ekki fyrr en í ríki sósíalismans. Þið
eruð meiri hluti kjósenda og getið ■
ráðið þessu. Siðferðislega berið þið
líka ábyrgðina á ósómanum í opin-
berum málum.
Minnist þess að sósíalisminn stefn
ir að því, að tryggja öllum örugga
afkomu, en ánægjusamt og iðjusamt
líf. Sama mark hafa öll góð heimili.
Sósíalisminn gefur fyrirheit um ó-
teljandi þroskaleiðir, farsæld og vel-
megun. Er þetta ekki mark sem vert
er að stefna að og sem vert er að
leggja lítilsháttar á sig til að ná. Þú
færist nær markinu, kjósandi góður,
með því að kjósa C-listann.
Gerðu það.
Góða nótt.
TJARNARBÍÓ
KI. 6,30 og 9-
Lady Hamilton
Laurence Olivier
Vivien Leigh.
Framhaldssýning kl. 3—6.
Fréttamyndir -- hljómmyndir
NYJA BIO
Kvenna-hó'elið
(Hotel for Women).
Athyglisverð mynd sam-
kvæmt víðfrægri sögu með
sama nafni eftir Elsa
Maxwell.
Aðalhlutverk leika:
LINDA DARNELL.
ANN SOTHERN.
LYNN BARI —
og höfundurinn
ELSA MAXWELL.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Komið í dag og á morg
un með framlög ykkar í
kosningasjóð C-listans. —
Skrifstofan er opin í kvöld
til kl. 12 á miðnætti.
Nú eru síðustu forvöð að
taka þátt í getrauninni
um hvað Sósíalistaflokkur-
inn fær mörg atkvæði.
Getraunaseðlar fást í dag
á Skólavörðustíg 19 og á
morgun í Góðtemplarahús-
inu.
Félagar í Sósíalistafélag-
inu og Æskulýðsfylking-
unni komi í kvöld kl.
6—12 í kosningaskrif-
stofu C-listans.
Kosninganefndin.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
Hedda Gftbler
Sjónleikur í 4 þáttum, eftir H. Ibsen.
Aðalhlutverk og leikstjórn:
Frú Gerd Grieg
Næsta sýning á mánudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag.
Kjördeíldafólb
mæti kl. SVz í fyrramálið
í Góðtemplarahúsinu.
Hafnfírðíngar!
Kjósíd
frambjóðanda
Sósíalistaflohksíns
Næturlæknir: Kjartan Guðmunds-
son, Sólvallagötu 3, sími 5351.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki.
Hedda Gabler verður sýnt næst á
mánudagskvöld og hefst sala að-
göngumiða kl. 4 í dag.
Kosningaskrifslofa
C-LISTANS
Sósíalislaflokksins
í Reykjavík, sunnudaginn 18. október verður í Góðtemplarahúsinu —
Símar skrifstofunnar eru þessir:
1605 — 5199 — 5259
í þessum símum verða gefnar upplýsingar um þá sem kosið hafa.
Bílasími: 4824.
Þar sem bílakostur er lítill, eru kjósendur C-listans beðnir að nota bílana ekki
nema nauðsyn beri til, og er bezt ef bílapantanir verða afhentar kosningaskrif-
stofunni á Skólavörðustíg 19 (4824) fyrir kjördag.
Kosningaskrifstofan verður opnuð kl. 8 f. h.
Allt starfsfólk kjördeildanna er beðið að mæta stundvíslega kl. 8V2.
Auk aðalskrifstofunnar verða starfandi 9 hverfaskrifstofur
víðsvegar um bæinn. Flokksmenn og fylgismenn fá upplýsingar um hverfaskrif-
stofurnar og síma þeirra á aðalskrifstofunni.
Veitingar verða í litla salnum í Góðtemplarahúsinu eftir kl. 2 e. h.
Sjálfboðaliðar sem vilja vinna fyrir C-listann á sunnudaginn, gefi sig fram á
skrifstofu C-listans, Skólavörðustíg 19 (sími: 4 8 2 4) og á aðalskrifstofunni á
sunnudaginn.
Munið að kjósa fyrri hluta dags, ef þess er nokkur kostur.