Þjóðviljinn - 18.11.1942, Side 2
2
Þ JÖÐVILJINN
Miðvikudagur 18. nóv. 1942.
EisaasaaananaaD
(XX><XXKAX>vO<X/n><XX)
Gullmunir
handunnir — vanðaéttr
Steinhringar, plötuhringar
o. m. fl.
Trúlofunarhringar
alltaf fyrirliggjandi.
Aðalbjöm Pétursson,
gullsm., Hverfisgötu 90.
Sími (fyrst um sinn) 4503.
o^cxxxxxxxxxxxxx^
DDDDDDDDDDDD'
H ’A I 'IJÍUki^RiLsJ
i:ii rm
Tekið á móti l'iutningi til
Hornafjarðar fram til hádegis í
d'ag.
Útbreiðið
pjóðviljann
3. þlng
Æskulýðsfylkingarinnar, verður sett í kvöld (miðvikudag) kl.
8^2 e. h. á Skólavörðustíg 19.
SAMBANDSSTJÓRNIN.
STEIN STEINARR.
í bókinni eru yfir 50 kvæði
hvert öðru frumlegra. Bókin
er prentuð í mjög litlu upp-
lagi, og kostar kr. 20.00. —
100 eintök eru tölusett og á-
rituð og kosta þau 50.00.
Örfá eintök af öllum ljóða-
bókum Steins fást enn í Vík-
ingsprenti, Garðastræti 17.
Eínn cr gcymdur
ástarsaga eftir Johan Skjoldborg er góð gjöf
handa ungum stúlkum.
Ný Ijóðabók eftir
smásögur Halldórs Stefáns-
sonar hafa vakið geysi at-
hygli. Fá eintök fást i vönd-
uðu skinnbandi.
Haustmarkaðí KRON
Tfippa og folaldakjöfs
Smábitar, súpukjöt kr. 4,00 pr. kg.
Smábitar, steikarkjöt kr. 4,50 pr. kg.
Heil læri kr. 3,80 pr. kg.
Heilir frampartar kr. 3,30 pr. kg.
Heilir skrokkar kr. 3 30 pr. kg.
Reykfa kjöfíd er komíd affur og kosfar:
í i'rampörtum kr. 5,40 pr. kg.
í lærum kr. 6,00 pr. kg.
Haustmarkaður K RO N
Skólavörðustíg 12.
IMl f Ul-
MHIimllliai
Framh. af 1. síðu. *
<nn
Hann færði söguna tii nútíma-
stafsetningar og samdi formála
bókai;innar. Kveður hann engar
breytingar hafa verið gerðar á
bókinni við útgáfu þessa, nema
á stafsetningunni og nafni sög-
unnar. Ef einhver ágóði yrði af
útgáfu þessari, skyldi hann
renna í sjóð til verndar andlegu
frelsi íslenzkra rithöfunda.
Kærði, Halldór Kiljan Laxness,
hefur enga þóknun fengið fyr-
ir störf sín við útgáfuna, og er
það talið óumsamið, hvort hann
fái nokkra þóknun, en hann hef-
ur skýrt svo frá, að ef hann fái
einhverja þóknun, skuli hún
renna í nefndan sjóð.
Um aldur Hranfkels sögu
Freysgoða er álit fræðimanna,
sem kunnugt er að rannsakað
hafi það atriði, á þá’ lund, að
leggja þykir mega það til grund
vallar í máli þessu að hún sé
samin fyrir 1400.
Kennslumálaráðuneytið veitti
eigi leyfi til útgáfu þessarar,
enda var eigi um það sótt.
Hinir kærðu hafa því með út-
gáfu bókarinnar brotið gegn á-
kvæðum 2. gr. laga nr. 127, 1941.
„Eigi verður hinsvegar talið, að
á ritinu hafi í útgáfu þessari ver
ið gerðar neinar þær breyting-
ar, er varði við 1. gr. nefndra
laga.
Af hálfu hinna kærðu er því
haldið fram, að lög nr. 127, 1941,
brjóti í bág við ákvæði stjórn-
arskrárinnar um prentfrelsi, og
séu brot gegn lögunum því refsi
laus. Á þetta verður ekki fallist.
Réttur manna samkvæmt stjórn
arskránni til birtingar á prenti
er takamarkaður á ýmsa lund
m. a. af þeim reglum, sem á
hverjum tíma gilda um eigna-
rétt á ritverkum og um útgáfu-
rétt, en slíkar reglur er almenna
löggjafanum ætlað að setja. Sé
brotið gegn gildandi réttarregl-
um á þessu sviði, verður hlutað-
eigandi samkvæmt ákvæðum
stjórnarskrárinnar að sæta á-
byrgð fyrir dómi. Með setningu
umræddra laga hefur löggjaf-
inn sett reglur um útgáfurétt
tiltekinna rita, og verður ekki
séð, að með því sé farið inn á
það svið, sem ákvæði stjórnar-
skrárinnar um prentfrelsi
vernda.' Og með því að eigi verð
ur heldur talið, að lögin fari í
bág við ákvæði stjórnarskrár-
innar um verndun eignaréttar
og atvinnufrélsis, verður niður-
staðan sú, svo sem áður greinir,
að lögin hafi fullt gildi.
Það ber því að dæma hina
kærðu til greiðslu sekta sam-
kvæmt 3. gr. laganna. Þykir
sekt hvers þeirra um sig hæfi-
lega ákveðin 1000 krónur til rík-
issjóðs og komi varðhald í 45
daga í stað hverrar sektar, verði
hún eigi greidd innan fjögra
vikna frá birtingu dóms þessa.
Um upptöku bókarinnar verð-
ur eigi dæmt í þessu máli þar
eð Miálshöfðunin tekur að fyrir-
mælum dómsmálaráðuneytisins
eigi til þess atriðis.
Kærðu ber að dæma til
Geirs útgerðin.
Það hefur mælst mjög vel fyrir
að yfirvöld bæjarins hlutuðust til
um að togarinn Geir færi til fisk-
veiða, og yrði aflinn seldur á bæjar-
markaðinum. Hinsvegar hefur það
valdið nokkurri óánægju, að eigend-
ur togarans sömdu í fyrstu við eitt
fisksölufirma, Jón og Steingrím, um
að selja því allan aflan. Þetta nær
auðvitað ekki nokkurri átt, og þess
verður að krefjast af borgarstjóra,
að hann komi því til leiðar, við eig-.
endur togarans, að allir fisksalar
bæjarins eigi kost á að kaupa af
afla togarans, og að hann skiptist á
milli þeirra í hlutfalli við fyrri við-
skipti þeirra.
En ekki er því að leyna í sam-
bandi við þetta mál, að bæjarbúar
almennt krefjast þess' að Geirs út-
gerðin verði upphaf þess, að jafnan
gangi héðan fiskiskip, á vegum bæj-
arins, er selji aíla sinn fyrst og
fremst á 'Reykjavíkurmarkaði. Þetta
er orðin brýn nauðsyn nú þegar, all-
ir fiskibátar selja afla sinn beint í
fisktökuskip, og eru samningsbundn-
ir um að láta þau fá sem mest fisk-
magn. Þetta hiýtur að leiða til þess,
þegar afli er tregur, að fisklaust
verði með öllu hér í bænum.
Bænum ber því að tryggja að skip
gangi að staðaldri til veiða, til þess
að fullnægja fiskþörf bæjarbúa.
Megum við ekki fá lifrina
með?
Bæjarbúum finnst hart að göngu,
að fá ekki lifrina með þegar þeir
kaupa nýjan fisk. Það er þó öllum
kunnugt, að lifrin er hin allra holl-
. asta fæða, og okkur Reykvíkingum
sannarlcjga þörf slíkrar fæðu, ekki
sízt nú í skammdeginu. Væri ekki
hægt að koma því til leiðar, að fisk-
urinn sé seldur með lifur, að
minnsta kosti yfir vetrarmánuðina?
Kirkja eða æskulýðshöll.
Það voru orð í tíma töluð, er
Sverrir Kristjánsson ritar í Þjóðvilj-
ann 12. þ. m. Það þ.vrftu fleiri að
taka í þann sama streng. Og vonandi
verður fleirum en mér gramt í geði
að sjá skrif afturhaldsblaðanna þér
um þetta mál.
Það er næst því að vera grátbros-
legt, að á öðrum eins tímum og þess-
um skuli vera til menn, er eiga það
áhugamál heitast að byggja stóra og
helzt dálítið fallega kirkju hér í
Rvík, höfuðborg hins húsnæðislausa
fólks. Við höfum heldur ckki lengur
greiðslu alls sakarkostnaðar in
solidum. Þar með talin máls-
varnarlaun skipaðs verjanda
þeirra, hrm. Einars B. Guð-
mundssonar, kr. 300,00.
Rekstur málsins hefur verið
vítalaus.
Því dæmist rétt vera:
Kærðu, Einar Ragnar Jóns-
son, Stefán , Ögmundsson og
Halldór Kiljan Laxness, greiði
hv,er 1000 króna.sekt til ríkis-
sjóðs og komi varðhald í 45
daga í stað hverrar sektar, verði
hún eigi greidd innan 4 vikna
frá birtingu dóms þessa.
Kærðu greiði in solidum allan
kostnað sakarinnar, þar með
talin málsvarnarlauri skipaðs
verjanda þeirra, hrm. Einars B.
Guðmundssonar, kr. 300,00.
Dómi þessum skal fullnægja
með aðför að lögum.“
tíma til eða nenningu að krjúpa á
kné inni í hálfrökkri kirkjunnar. Við
lifum tíma raunveruleikans, starfs-
ins, baráttunnar, tímum sem krefj-
ast vakandi augna, vinnandi handa
og hugar, sem stefnir að raunhæfara
marki en því, að verða einhvern
tíma góðu börnin, syngjandi sálma
um aldir alda, hátt uppi í Himna-
ríki og hljóta.að launum fæði, klæði
og húsnæði í því dásemdarríki, ef
því þá þóknaðist að opna okkur sín
gullnu hlið.
Þessir áhugamenn hefðu, ef þeir
vildu, nóg tækifæri til þess að gera
sér það ljóst, að tímar skrautlegra
kirkjubygginga eru löngu liðnir, og
því lítil líkindi til að snillngar vorra
tíma skapi listaverk á því sviði.
Kirkjan veitir ekki lengur þá for-
ustu, sem við þráum og þörfnumst.
Hun hefur ekki einu sinni fylgst með
okkur, heldur orðið að saltstólpa á
veginum. Hún hefur þegar fengið
sinn dóm, þessi stofnun sem gengið
hefur lengst í því að útskúfa. Ekki
einungis sínum dyrum hefur hún
lokað fyrir þeim, sem ekki voru
henni þóknanlegir, heldur tók hún
sér einnig það vald, að loka fyrir
þeim um aliar aldir þeim einu dyr-
um, sem vesalt og hrjáð mannkynið
gat leitað til í raunum sínum. Og að
okkur forspurðum, hefur hún troðið
upp á okkur mörgum hneykslanleg-
um og úrsérvöxnum arfteknum
venjum, sem við alls ekki kærum
okkur um lengur. Tökum t. d, jarð-
arfararsiðina. Væri ekki þörf á að
endurskoða þá. Eg fyrir mitt leyti
vona, að ég eigi eftir að lifa þá tíma,
eða að minnsta kosti að deyja á
þeim timum, þegar allir dauðir
menn verða brenndir í kyrrþe.v, á
ríkisins kostnað, undir opinberu
heilbrigðiseftirliti og án þess að
þeirra nánustu sé gert að skyldu að
halda skrautsýningu á sorg sinni.
Nei, við þörfnumst allt annarra
hluta, en kirkjubygginga, sem eng-
inn óvolaður æskumaður eða kona
kærir sig um lengur. Okkur vantar
sjúkrahús, skóla, uppeldisstofnanir,
fullgert þjóðleikhús, listasöfn, bóka-
söfn, lestrarsali, vísindastofnanir og
mörg fleiri menningartæki. Við þrá-
um að sjá bjarta, fagra og stóra
æskulýðshöll rísa hér af grunni, þar
sem æskunnar bíða betri tækifæri
til andlegs og félagslegs þroska, en
hún hefur átt kost á hingað til. Stofn
un, sem gæti boðið börnum' vorum
fleiri skilyrði til að njóta menning-
arlífs og frelsis, en við áttum kost á.
Það eiga að vera öllum opnir hljóm-
listarsalir, kvikmyndasalir, sam-
komusalir og leStrarsalir. Þar á æsk-
unni að veitast aðgangur að öllu því
bezta, sem menningin hefur að
bjóða. Þar eigá skáld og listamenn
að vera æðstu prestar.
Umfram allt: Þröngvið okkur ekki
til þess að byggja i'leiri kirkjur, sem
æskan og lífið hefur snúið baki við;
minnisvarða steinrunnins afturhalds
yfir kölkuðum gröfum. Gefið okkur
heldur svigrúm til þess að reisa vold
ugt tákn þeirrar óslökkvandi frels-
is og menningarþrár, sem þjóðin
sameiginlega ber i brjósti,
Það þarf að vinda bráðan bug að
því að fyrirbyggja það hneyksli, að
reist verði himingnæfandi kirkja á
Skóiavörðuhæðinni, það þarf meðan
tími er til, að koma i veg fyrir að
slíkt bákn, slíkir steingcrvingar úi-
cltrar stofnunar, kasti um ófyrirsjá-
aniega i'ramtíð skugga á vora óreistu
æskulýðshöll. H. B.
OOOOO OO-CK^O^^O-OOOOO
Munið
Kaffísöldvtð
Hafnarstrastí 16
ooooooooooooooooo