Þjóðviljinn - 22.11.1942, Page 3
Sunnudagur 22. nóv. 1942.
Þ JOS VILJINN
|»!ðOViyiNH|
Útgefandl;
Sameiningarflolckur al'pyðu —
Sósialistaflokkurinn
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson (áb.).
Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjóm:
Hverfisgötu 4 (Víkingsprent).
Sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstrœti 12 (l. hæð)
Sími 2184
’/'kingsprent h.f., Hverfisgötu 4
Eíníng tíl
sóknar
Það tókst að koma á fullkom-
inni einingu innan Alþýðusam-
bandsþingsins.
Flestar tillögur, sem fram
voru bornar á þinginu voru sam-
þykktar í einu hljóði, og stjórn
þess var kosin í einu hljóði. Full
trúarnir fara því heim af þessu
Alþýðusambandsþingi með
þann langþráða gleðiboðskap,
að eining sé ríkjandi innan verk
lýðssamtakanna, og þau geti nú
loks komið fram sem ein heild,
sem samtök fjölmennustu og
sterkustu stéttar þjóðfélagsins
— verkalýðsins.
En til hvers hefur þessi eining
verið sköpuð?
Til að verja réttindi verka-
lýðsins, segir einhver. En rétt
er að minna hvern þann er þann
veg mælir á, að sókn er bezta,
og þegar til lengdar lætur, eina
vörnin.
Vissulega eiga verklýðssam-
tökin að beita þeim mætti sem
einingin skapar, til að verja öll
þau margháttuðu réttindi, sem
verkamenn hafa öðlazt fyrir bar
áttu liðinna ára. En þeir sem
forustuna hafa fyrir verkalýðs-
samtökin mega ekki gleyma, að
þessi réttindi verða ekki varin,
nema með því að hefja öfluga
og víðtæka sókn á öllum
vígstöðvum, hinna vinnandi
stétta íslands, til sjávar og
sveita.
Alþýðusambandsþinginu var
lokið í fyrrinótt. í dag ber hverj-
um einasta verkamanni og
hverri einustu verkakonu, hvar
sem er á landinu, að taka þátt
í sókninni fyrir framkvæmd
allra þeirra tillagna, sem Al-
þýðusambandsþingið sam-
þykkti. í dag ber hinni ný-
kjörnu stjórn Alþýðusambands-
ins að skipuleggja hinn vinn-
andi fjölda fyrir framkvæmd
þessara tillagna, á morgun ber
henni að standa í fylkingar-
brjósti sókndjarfs verkalýðs,
sem veit hvað hann vill, og
þekkir ráð og leiðir til að fram-
kvæma vilja sinn.
Hvað er það þá sem verkalýðs
samtökin vilja?
Þrjú orð lýsa því í meginat-
riðum. Þessi orð eru:
Atvinna — réttlaeti — frelsi.
Atvinna handa öllum, sem geta
unnið, réttlát skipting arðsins,
og fullkomið frelsi verkamanna
og samtaka þeirra, til að berj-
ast fyrir rétti sínum og fyrir
heill þjóðarheildarinnar. Jafn-
B
Frá eífiíngarþíngi alþýðunnar
Fyrir aftymnnog oryggi
gegn snndrnng og f asisma
Alþýðusambandsstjóminni
falið að koma á bandalagi
með fjöldasamtökum al-
þýðunnar til vemdar hags-
munum og réttindum
fólksin.
„17. þing Alþýðusambands
íslands felur sambandsstjórn
að gangast fyrir því að koma
á bandalagi með öllum öðrum
samtökum alþýðunnar, hvort
sem um er að ræða 'almenn
hagsmunasamtök, stjómmála-
samtök, verkalýðsfélög, menn-
ingarsamtök eða önnur til
verndar hagsmunum og rétt-
indum og samtakafrelsi verka
lýðsins, til þess að vinna gegn
dýrtíðinni í samræmi við þá
stefnu, sem þingið hefur mark
að, til þess að berjast fyrir
margháttuðum þjóðfélagsleg-
um xunbótum og framförum
og til þess að hnekkja völdum
afturhaldsins og gera áhrif al-
þýðusamtakanna gildandi á
stjórn landsins.
hliða því sem verkalýðurinn
sækir fram í þessari baráttu,
sem stétt, verður hann að beita
fyrir sig baráttu í sveitunum á
vettvangi stjórnmálanna. Verka
lýðurinn hefur eflt tvo stjórn-
málaflokka til baráttu á þess-
um vettvangi — Sósíalistaflokk-
inn og Alþýðuflokkinn —. Al-
þýðusamband íslands á ský-
lausa kröfu til þess að báðir
þessir flokkar líti á það sem sitt
fyrsta og helzta verkefni, að
bera fram á Alþingi stefnu þess
og kröfur. Það á skýlausan rétt
á að krefjast, að þeir beiti sér af
alefli og án alls ágreinings, fyr-
ir þeirri stefnu, sem mótuð var
af Alþýðusambandsþinginu og
fram kemur í ályktunum þess.
Taki þessir flokkar upp eins
heiðarlegt og veglegt samstarf,
á öllum sviðum, eins og fulltrú-
arnir á Alþýðusambandsþinginu
höfðu sín á milli, um þingstörf-
in, eru þeir, með verkalýðssam-
tökin að baki sér, sterkasta afl-
ið á Alþingi íslendinga. Þetta er
staðreynd sem ekki ber að
gleyma, aðeins með því að hag-
nýta hana út í yztu æsar, getur
einingin sem skapaðist á Alþýðu
sambandsþinginu leitt til þeirr-
ar sóknar og þeirra sigra, sem
verkalýðurinn þráir, og sem
þjóðin þarf, til bjargar skipi
sínu heilu út úr brotsjóum verð
bólgu og annara vandræða.
Þjóðviljinn óskar hinni ný-
kjörnu Alþýðusambandsstjórn
til hamingju, sem stjórn eining-
arinnar, en þó fyrst og fremst
sem stjórn nýrrar og öflugrar
sóknar þeirrar stéttar, sem með
fullum rétti segir um sjálfa sig:
„Vér bárum fjötra, en brátt nú
hljótum,
að byggja réttlátt þjóðfélag.“
Alþýðusambandsþingið lauk störfum sínum í fyrrinótt.
Þetta þing Alþýðusambandsins markar tímamót í sögu þess,
þar sem fullkomin eining náðist um þau mál, sem þingið hafði
til meðferðar. Með þessari einingu er lagður grundvöllurinn að
því, að gera verkalýðssamtökin að því valdi, sem árásir stríðs-
gróðavaldsins og afturhaldsins brotna á.
Þjóðviljinn birtir í dag helztu ályktanir og samþykktir Al-
þýðusambandsþingsins. Næstu daga munu svo verða birtar
þær samþykktir þess, sem ekki er rúm fyrir í dag.
Áratuga reynsla verkalýðs-
hreyfingarinnar hefur sýnt,
að til þess að forða hinum
vinnandi stéttum frá nýju at-
vinnuleysi og nýjum hörm-
ungum fátæktarinnar, til þess
að forða vinnandi stéttunum
frá réttleysi og kúgun, þá verð
ur verkalýðsstéttin í gegn um
samtök sín að taka forystu
þjóðarinnar í sínar hendur í
náinni samvinnu við aðrai'
vinnandi stéttir landsins.
* Þar af leiðandi getur verka-
lýðurinn ekki sætt sig við smá
vægilegar ívilnanir, heldur
verður hann ásamt annarri
alþýðu íslands að tryggja sér
þau völd í þjóðfélaginu, er
geti gert markmið verkalýðs-
hreyfingarinanr að veru-
leika“.
Þingið felur sambands-
stjórn að sameina sem
skjótast verklýðsfélögin.
þar sem þau eru sundruð.
„17. þing Alþýðusambands
Islands álitm-, að sundrung
sú, sem verið hefiu- í verka-
lýðssamtökunum undanfarin
áratug, hafi valdið tjóni og
varnað því, að samtökin vernd
1 uðu hagsmuni og frelsi verka-
I lýðsins sem skyldi.
j Þingið fagnar því, að flest
þau verkalýðsfélög, er áður
voru klofin, skuli nú hafa sam
einast aftur og telur, að í
nánustu framtíð verði að út-
rýma vanvirðu og skaðsemi
sundrungarinnar, að fullu og
öllu.
í fullu trausti þess, að þetta
sé vilji yfirgnæfandi meiri-
hluta verkalýðsins, ályktar
þingið að fela hinni nýju sam
bandsstjórn að beita sér fyrir
sem skjótastri sameiningu
verkalýðsfélagamia, þar sem
þau eru sundruð“.
Ályktanir þingsins í dýr-
tíðarmálunum.
„Með samtökum sínum hef-
ur verkalýðurinn fengið mikl-
ar umbætur á launakjörum
sínum. Grunnlaun hafa hækk
að mjög verulega. 8 stunda
vinnudagur allvíðast viður-
kenndur í samningunum við
atvinnurekendur. Eftirvinnu
og helgidagakaup hækkað
j hlutfallslega. Samningsréttur-
| inn viðurkenndur á ný af lög-
gjafarvaldinu með afnámi
kaupbindingar-ákvæðis í hin-
um illræmdu gerðardómslög-
um.
Atvinna verkalýðsins hefur
verið meiri en dæmi eru til
áður í sögu samtakanna. Ýms
hlunnindi hafa náðst, svo sem
orlof hjá fjölda verkalýðsfé-
laga, er engan slíkan rétt áttu
og hjá öðrum hækkun á orð-
lofstíma, svo og ýms áikvæði
um bætta aðbúð á vinnu-
staö o. fl. Hins vegar er ljóst,
að þessi ávinningur verkalýðs-
ins um bætt kjör, er í nokk-
urri hættu, vegna hinnar
hraðvaxandi dýrtíðar sem nú
er í landinu. Ekkert má út af
bera um vinnustundirnar ef
tekjur eiga að hrökkva
fyrir daglegum þörfum og þá
j einkum bg sér í lagi hjá þeim;
1 sem hafa marga að fæða og
i klæða. Auk þess setur hin
hraðvaxandi dýrtíð atvinnu-
' vegina sjálfa í mikla hættu.
j Það er því mikils um vert ef
samtök verkalýðsins geta haft
■ varanleg áhrif á stöðvun dýr-
! tíðarinnar.
En þótt svo sé talið, aö
verkalýðurinn og launastétt-
irnar fái dýrtíðina bætta með
fullri verölagsuppbót, þá er
! yfirleitt af launastéttunum
litið svo á að grundvöllur verð
vísitölunnar hafi raskast
launastéttunum í óhag, og
mætti færa til ýms dæmi því
■ til sönnunar.
Það er því nauðsynlegt, að
grundvöllur vísitölunnar verði
endurskoðaður jafnhliða og
launþegarnir beita sér fyrir
hagkvæmri lausn á dýrtíðar-
málunum. Til þess að ná
þessu markmiði vill 17. þing
Alþýðusambands íslands
leggja til að farnar verði eft-
ir taldar leiðir :
1. Ríkið taki í sínar hendur
allan ixmflutning á er-
lendum vörum, meðan ó-
friðurinn stendur, og séu
nauðsynjavörur seldar eigi
hærra en með innkaups-
verði að viðbættum kostn-
aði.
2. Tollar af nauðsynjavörum
séu aftwmdir.
3. Strangt eftirlit sé haft
með útsöluverði á vörum
og þeim vægðarlaust refs-
að, er gera sig seka um
brot á hámarksákvæðum
verðlagseftirlitsins. ...
4. Komið verði á föstu grunn
verði landbúnaðarafurða
er miöaö sé við það, að
bændur njóti á hverjum
tíma viðunandi líiskjara.
samanborið við verka-
menn og breytist verðlag-
ið samkvæmt dýrtíðarvísi-
tölu. Ef hagkvæmt þykir
verði innlendar afurðir
verðbættar úr ríkissjóði.
5. Kaupgjald verði samræmt
um land allt með samn-
ingum við verkalýðsfélög-
in, enda hækki það þá og
lækki eftir vísitölu.
6. Grundvöllur vísitölunnar
vferði endurskoðaður og
leiðréttur.
7. Stríðsgróðinn verði tekinn
í ríkissjóð og notaður til
eflingar .. atvinnuvegum
landsmanna, þegar á þvi
þarf að halda, eftir fyrir-
fram gerðri athugan.
8. Strangar skorður verði
. settar gegn hverskonar
braski og okri á fasteign-
um og öðrum verðmætum.
9. Samstarf verði hafið milli
ríkisvaldsins og verkalýðs-
samtakanna um hagnýt-
ingu vinnuaflsins, til þess
að tryggja nauðsynleg
framleiðslustörf, húsabæt-
ur, vinnu vegna ófriðar-
ins o. þ. h.
10. Gengi íslenzkrar krónu
verði hækkað, að undan-
genginni athugun og á
þann hátt að tekið sé fullt
tillit til þeirra afurðasölu-
samninga, sem nú eru í
gildi. Sérstakur eignaskatt
verði lagður á stóreigna-
aukningu vegna stríðs
gróða, til þess að greiða
kostnað við gengishækk-
unina.
Ályktun um baráttu gegn
fasisma.
Þingið lýsir aðdáun á frels-
isbaráttu Norðmanna og
Sovétþjóðanna.
17. þing Alþýðusambands
ísland telur að styrjöld sú.
sem bandamenn heyja nú
gegn fasisma og nazisma sé
háð fyrir menningu og frelsi
alþýðunnar í öllum löndum.
j en gegn kúgun, sið'leysi, ó-
menningu og ofbeldi. Fyrir
því ályktar þingið að lýsa
dýpstu andúö á kúgurunum.
en fyllstu samúð og hluttekn-
ingu sinni með baráttu Banda
manna í öllum löndum, svo
| og baráttu þeirra þjóða, sem
j hernumdar hafa verið af ein-
: ræðis og ofbeldis þójðunum.
i Þingið vottar sérstaklega
j hinni hetjulegu norsku verka-
Framhald á 4. síðu.