Þjóðviljinn - 17.12.1942, Qupperneq 4
þJÓÐVILJINN
Næturlæknir: Pétur Jakobsson,
Rauðarárstíg 32, sími 2735.
Næturvörður er í Reykjavíkurapó- i
teki.
Sextug er í dag, 17. desember, írú j
Elinborg Jónsdóttir, Langoyrarveg
14, Hafnarfirði. > |
Uæmdur á drykkjumannahæli.
Nýlega var maður nokkur dæmdur
fyrir þjófnað. Var það 9. brot hans
á landslögum. Hann var dæmdur i
12 mánaða fangelsisvist og til 18
mánaða dvalar á drykkjumannahæli
að refsingunni lokinni.
Jólaævintýri eftir Cliarles Uickens
eru nýkomin út á islenzku. Útgef-
andi er Stjörnuútgáfan.
Tjarnarbíó sýnir nú myndina
Mowgli, mynd í eðlilegum litum eft-
ir hlnni heimsfrægu bók R. Kiplings,
The Jungle Book, um drenginn, sem
ólst upp með úlfunum og dýrunum
í frumskóginum. Myndin var sýnd
með hækkuðu verði 1. des. til ágóða
fyrir stúdentagarðinn, en nú er
venjulegt verð á aðgöngumiðum.
Útvarpið í dag:
20.25 Útvarpshljómsveitin:
a) Lagaflokkur eftir Grieg.
b) Síðasta ferðin eftir Alnæs.
c) Fest-Polonaise eftir Svend-
sen.
20.55 Minnisverð tíðindi (Axel Thor
steinsson).
21.15 Hljómplötur: Söngvar úr óper-
um.
21.35 Spurningar og svör um íslenzkt
mál (Björn Sigfússon magist.).
Flokkurinn
)000000 >00000)
8. deild.
Fundur í kvöld-kl. 8'A á Skóla-
vörðustíg 19. STJÓRNIN.
► TJARNARBÍO 4
Mowgif
(The Jungle Book).
Mynd i eðlilegnnt litum
(Eftir hinni heimsfrægu bók
R. Kiplings).
Aðalhlutverkið leikur
Indverjinn Sabu.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
12 ára.
NÝJA BÍÓ
Shingínn
fréttarífarí
(His Girl Friday).
Cary Grant.
Rosalind Russell
Ralph Bellamy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bæknr
AfrlkustyrjSldin
Framhald af 1. síðu.
ur var á. Hann hefur sýnilega
reiknað með að þar væri hægt
að verjast til lengdar og það
yrði talsvert langur tími þar til
brezki herinn gæti lagt til stór- |
árása. Þjóðverjar höfðu til dæm
is flutt þangað svo mikið af her-
gögnum að þeir áttu mjög erfitt
með að koma því undan.“
ff
Esja"
í hraðferð til Akureyrar í
vikulokin. Vörumóttaka til ísa-
fjarðar fyrir hádegi í dag
(fimmtudag) og til Siglufjarðar
og Akureyrar eftir hádegi á
morgun (föstudag) og fram til
hádegis á laugardag. Farseðlar
óskast sóttir fyrir hádegi á föstu
dag.
ff
Freyja
4f
í áætlunarferð til Breiða-
fjarðar. Vörumóttaka fyrir há-
degi í dag (fimmtudag).
ff
Ríchard"
Vörumóttaka til Patreksfjarðar,
Flateyrar og Súgandafjarðar fyr !
ir hádegi á morgun (föstudag). '
Æfintýri bókstaf-
anna eftir Astrid
Vik Skaftfells (þýð. j
Marteinn Magnús-
son kennari), Rvík
1942.
Smávinir fagrir eft
ir Kristján Friðriks
son (Unglinga-
saga), Rvík 1942.
Þótt þessar bækur séu ólíkar,
önnur fyrir yngstu lesendur, hin
fyrir þroskuðustu börnin og
námgjörnustu, eru þær báðar
djarflegar tilraunir til að gera
lærdóm, sem er þungur, að leik
og ævintýrum. Reynslan á auð-
vitað eftir að dæma þær, en mér
virðist tilraunirnar mjög athygl-
isverðar, hvor á Sinn hátt.
Ævintýri bókstafanna er af
verkfalli, sem þeir gerðu held-
ur eftirminnilega. Þeir hurfu
brott úr öllum bókum og blöð-
um, prentsmiðjum og pennum,
svo að hvergi var hægt að lesa
orð, hvítar blaðsíður stóðu eftir,
þar sem ritað mál og öll þess
þekking hafði verið. Hvað kom
til? Það skilja krakkar, sem lesa
þetta, því að það var löt og ein-
þykk kongsdóttir, sem þrjózkað-
íst við að læra nokkurn skapað-
an hlut, en vildi verða drottn-
Lng til þess að geta látið brenna
allar bækur og alla litlu lifandi
stafina. — Fleiri en hún vilja
bi-enna bækur og hin lifandi orð
lifandi stafi. — Þeir flýðu að
heiman, eltir af her og lögreglu,
sem átti að hneppa þá í fjötra
og þrælkunarvinnu fyri tiltæk-
ið. Þeir ætluðu óralangt, svo að
þeir gætu heimsótt ætingja sína
í Egiptalandi, Rússlandi, Kína
og víðar, þótt þeir yrðu lengst
af að trítla á eigin löppum, ógn-
arsmáum og kyrrsæti vönum,
með ótal hættur yfir sér. Þeir
rata í undursamlega atburði,
standast manraunimar óg reyn-
ist hver stafur eiga til síns ágæt-
is nokkuð persónulegt,' eins og
börn eru fljót að sjá af mynd-
unum (teiknuðum af höf.).
Verst þykir krökkum, að í bók-
arlok eru bókstafirnir ekki bún-
ir að sigra í verkfalli sínu. —
En hvernig gæti þessi bók látið
þá hrósa sigri í heimi, þar sem
málstaður þeirra er alls ekki
búinn að sigra?
Frá kerlingarævintýri 1 bók-
arbyrjun og öllu ferðalagi staf-
anna er þarna sagt á hreinu
máli, ekki af stílsnilld (þýðing),
en skýrt og gerðarlega við hæfi
krakka fyrstu lestrarárin.
Minnast má hér Stafa- og orða
spils sem Marteinn Magnússon
(Skaftfells) er nýbúinn að gefa
út. (Sömu stafamyndir þar og
í ævintýri, en ólíkt notaðar). Eg
býst við, að það verði vinsælt.
Smávinir fagrir eru einstæð
grasafræðikennsla. Sumardvöl
iveggja stálpaðra Reykjavíkur-
barna norður í átthögum höf. er
þar uppistaða, en ívafið skáld-
sögubrot og þjóðsagnamolar, og
er þjóðsagnanotkunin prýðileg.
Þar er ævintýrið kunna um
börnin sjö í sjó og sjö á landi,
sögn um það er fjandinn vildi
kenna Skinnastaðapiltum að
höggva svo skóg, að hann sprytti
ekki aftur, og um uppruna
skollareipanafnsins o. fl. En
meginefni og mark er grasa-
fræðikennslan og ætti að vera
hugðnæmur lestur fyrir roskna
jafnt og börnin. Fjöldi mynda
hjálpar til, þar af yfir tuttugu
Ijósmyndir úr náttúrunni og
nokkrar fagrar litmyndir af
blómum. Kvæðabrot um íslenzk
ar jurtir prýða og gera lýsing-
arnar og myndirnar eftirminni-
legri. En eftirminnilegust er þó
Solla litla með stórlæti sitt og
hæfileika og hálfslæm barna-
brek. Telpum á því reki
með lunderni hennar er
vandi að lýsa, en hef-
ur tekizt með fáeinum drátt-
um, dregnum af siðfastri alvöru
og ríkum skilningi.
Framan við bókina á Jóhann-
es úr Kötlum fallegt ávarp í
ljóði og Karl O. Runólfsson lag-
ið við það.
Bjöm Sigfússon.
DRENGJABÆKUR AÐAL-
STEINS SIGMUNDSSONAR.
Því verður ekki neitað, að vmd
anfarið hefur verið fáskrúðugt
úrval af leshæfum bókum fyrir
stálpaða drengi, hvort sem því
héfur valdiíð sinnuleysi útgef-
erida, eða engir hafa fengizt til
þess að skrifa slíkar bækur. En
hvað sem þessu hefur valdið er
hitt þó víst, að þarna er um stór-
an lesendahóp að ræða, sem hef-
ur sínar sérstæðu þarfir.
Á þessu ári hefur sami mað-
urinn, Aðalsteinn Sigmundsson,
sent frá sér þrjár drengjabækur,
sem hann hefur ýmist þýtt eða
frumsamið.
Framhald af 1. aíðu.
lega bæðu rikisstjóra að skipa
— í samráði við þá — bráða-
birgðastjórn í stað bráðabirgða-
stjórnar Ólafs Thors, meðan
samningar um samstjórn flokka
stæðu yfir).
Yfirstéttin er með þeim her-
brögðum, sem hún hefur beitt
og leitt hafa til þessa, búin að fá
í'ram stjórn í sínum anda sem
aðeins taki allra sjálfsögðustu
dýrtíðarmálin (og Vísir sem mál
gagn hennar), en láti öll endur-
bóta-, réttinda- og valdamál al-
þýðunnar eiga sig. En það var
einmitt slík stjórn, sem íhaldið
vildi samkvæmt afstöðu sinni í
8 manna nefndinni fá fram, en
Sósíalistaflokkurinn var á móti
og er á móti, líka þótt hún birt-
ist á þennan hátt.
Nú munu erindrekar yfir-
stéttar og afturhalds á Alþingi
segja tvennt:
í fyrsta lagi: Ríkisstjórninni
ber að hafa forustu í því hvað
gera skuli.
í öðru lagi: Það á að hálda
sér eingöngu við dýrtíðarmálin.
Við þessu segir Sósíalistaflokk
urinn og undir það munu öll
lýðræðisöfl taka:
Það er þingsins að hafa forustu
og segja livaða stjórn, sem situr,
fyrir verkum. Ráðherrarair eru
þjónar þingsins, en hvorki herr-
ar þess né leiðtogar.
Það er ennfremur skylda allra
Torry Gredsted: í tit-
legð. Aðalsteinn Sig-
mundsson þýddi. Út-
gefandi: ísafoldar-
prentsmiðja.
Þessi bók er framhald sögunn
ar: Þegar drengur vill, sem ísa-
foldarprentsmiðja gaf út á s.l.
ári. Sagði sú saga frá reynslu
og ævintýrum dansks drengs, er
dvaldi með föður sínum á Kor-
siku og átti við mikla andúð og
erfiðleika að etja, sem eini út-
lendi drengurinn í þorpinu þar
sem hann sótti skóla. Þar eign-
aðist hann samt einn tryggan
vin og skömmu síðar misstu
báðir þessir drengir feður sína.
Faðir innfædda drengsins var
útlagi og féll fyrir mannahönd-
um, en samkvæmt siðvenjum
Korsikubúa var drengurinn
skyldur til að hefna föður síns.
Hann hlaut að verða útlagi.. —
Og danski drengurinn ákvað að
bregðast ekki vini sínum, heldur
fylgja honum í útlegðina.
Bókin í útlegð er einmitt saga
þessara tveggja drengja meðan
þeir dvelja í fjöllunum á Kor-
síku og þar til þeir komast í sátt
við samfélagið á ný. Það er ekki
vert að spilla ánægju drengj-
anna af lestrinum með því að
rekja það, sem í bókinni gerist,
en hún er svo „spennandi“ að
enginn dréngur sem byrjar á
henni verður í rónni fyrr en
hann hefur lesið hana til erida.
Aðalsteinn Sigmnnds
son: Drengir sem
vaxa. Frumsamdar
og þýddar drengja-
sögur. Útgefandi Jens
Guðbjörnsson.
f þessari bók eru 15 stuttar
sögur, sem hafa það tvennt tiJ
róttækra afla, sem til eru á þing
inu, að koma nú fram víðtækrí
endurbótalöggjöf og þeim nauð-
synlegustu breytingum á valda
kerfi ríkisins, sem hægt er að
framkvæma í skyndi, til þess að
tryggja verklýðshreyfingunni
sinn rétt í þjóðfélaginu.
Yfirstéttaöflin hafa stjórnað
því með pólitík sinni að komið
er sem komið er. Þau halda nú
að þeim takist að framkvæma
stefnu sína í skjóli þessarar ut-
anþingsstjórnar, sem þau bera
ábyrgð á, þó þau reyni að sverja
hana af sér, takist að neita al-
þýðunni um framkvæmd áhuga-
mála þeirra, sem hún á kröfu á.
En þeim skal ekki takast það.
Alþingi mun ekki komast hjá
því að taka afstöðu til allra
helztu endurbóta- og réttinda-
mála alþýðunnar og sýna hvar
það stendur..
Baráttan milli afturhalds og
alþýðu er síharðnandi. Yfirstétt
in beitir nú áður óþekktum
brögðum til þess að reyna að
komast hjá því að verða við kröf
um alþýðunnar. En þær verða
ekki umflúnar, hvert sem aftur-
haldið flýr, — og allra sízt, ef
það skyldi reyna að spyrja fólk-
ið einu sinni enn hverskonar
pólitík eigi að reka í þessu landi,
— fyrir milljónamæringana —
cocacola-valdið og Hriflu-
mennskuna, — 'eða fyrir fátæk-
ar, starfandi stéttir þessa lands.
síns ágætis í senn, að vera
skemmtilegar og vekja lesend-
urna til umhugsunar og skiln-
ings á lífinu og viðfangsefnum
þess. Einmitt bók fyrir drengi,
er standa á þeim tímamótum
ævinar að hafa eignast drauma
um áð taka upp fullorðinna
manna háttu, en kunna eðlilega
lítt að velja og hafna.
Kápumynd bókarinnar er ó-
venjulega skemmtileg og rétt
er líka að geta þess, að pappír
og frágangur bókarinnar er
betri en tíðkast hefur á unglinga
bókum, en til þess að þeir læri
að meta og fara með bækur, þarf
að vera vel frá þeim gengið.
Bækur, sem prentaðar eru á
grófan pappír og heftar
þannig að þær detta í sundur
við fyrsta lestur, venja unglinga
á að líta á bækur yfirleitt sem
ónýtt rusl.
Aðalsteinn Sigmunds
son: Tjöld í skógi.
Drengjasaga. Víkings
útgáfan.
Þetta er saga um sumardvöl
tveggja drengja í Þrastaskógi,
þar sem þeir voru eftirlitsmenn
■ skógarins. Er- sagt skemmtilega
1 frá starfi þeirra og smáævintýr-
um í skauti náttúrunnar.
„Dagarnir líða — stuttir í lang
degi og nóttleysu, hlaðnir dýr-
legum ævintýrum hins fjöl-
breytta smágerva lífs snemm-
sumarsins. Rúma ekki nándar-
nærri allt, sem náttúran býður
af dýrð og dásemdum.“
Þeir, sem ætla að gefa drengj-
um góðar bækur á jólunum,
velja bækur Aðalsteins Sig-
mundssonar. Hann kann flestum
betur að skrifa við hæfi drengja.
J. B.