Þjóðviljinn - 24.12.1942, Blaðsíða 2
2
PJOÐ VILJINN
Fimmtudagur 24. des. 1942„
Kötturinn minn er dauður
Framhald af 1. síðu.
mjálmaði öðru hverju og vildi
bersýnilega komast út. •
Langar þig til að fara niður
í kjallara? spurði ég efabland-
inn.
Nei, hana langaði bara til að
viðra sig dálítið í góða veðrinu.
Það verður nú ekkert af því í
kvöld, sagði ég þunglega, læsti
dyrunum og hélt áfram að rýna
í sálmabókina. En mér reyndist
ókleift að festa hugann við lest-
urinn. Eg virti kisu litlu fyrir
mér í laumi: af hverju var hún
svona ólundarleg? Eg óskaði
þess af öllu hjarta, að móðir
hennar væri komin, þessi snilld-
arköttur, sem mátti ekki vamm
sitt vita í neinu. Dæmalaus fá-
ráðlingur gat ég verið að láta
hana ofan í poka og senda hana
til frænda míns í f jarlægri sveit!
Hún væri betur komin hingað
núna, hugsaði ég gramur og
lagði frá mér hina helgu bók.
Kisa litla! Allt er breytt, allt
er öðruvísi en áður, mælti ég
skjálfraddaður og byrgði andlit-
ið höndum. Það er búið að her-
nema landið. Þorpið okkar hef-
ur umturnazt. Það er ekki leng-
ur friðsælt og kyrrlátt, heldur
bækistöð framandi herliðs. Og
hvað getum við gert, kisa litla?
Við getum ekkert gert — nema
eitt. Við getum rifjað upp fyrir
okkur minningarnar um afrek
horfinna kynslóða og kappkost-
að að varðveita þjóðernið; við
megum ekki ... við megum
alls ekki gera neitt ... ósæmi-
legt, sem brýtur í bága við siði
... nei, minningarnar um afrek
horfinna kynslóða.
Eg þagnaði og dró andann
djúpt. Það var eins og kökkur
stæði í hálsinum. Eg hafði aldr-
ei fyrr gert mér ljóst, hvílíkur
vandi það er að búa til heilræði
handa ungviðinu.
Kisa litla! sagði ég. Þú mátt
ekki gleyma henni móður þinni.
Hún var slíkur eljuköttur, að
prófasturinn sjálfur hafði marg-
sinnis orð á því, — já, sýslumað-
urinn líka. Hún var svo prúð og
samvizkusöm, að allt bríarí fór
fyrir ofan garð og neðan hjá
henni. Hún var orðin roskin,
þegar hún átti þig ... Eg vona
iíka, að þú reynist ekki eftir-
bátur hennar í neinu.
Kisa litla starði óttaslegin á
mig og hnipraði sig saman eins
og hún væri hrædd. Eg tók
gamla þráðarspottann upp úr
vasanum og sveiflaði honum í
loftinu, en hún hafði ekki rænu
á að leika sér. Eg strauk henni
blíðlega og gældi við hana, en
hún hafði ekki rænu á að mala.
Um nóttina vakti hún mig,
skreiddist undir sængurhornið
eins og þegar hún var lítil og
flúði til mín úr kaldri tágakörf-
unni. Vesalingurinn, muldraði
ég klökkur. Eg veit, að þú hlýð-
ir honum fóstra þínum og verð-
ur skynsöm og gætin. Eg veit,
að þú vilt ekki hryggja hann
fóstra þinn í ellinni.
En fáeinum dögum síðar
þurfti ég að bregða mér yfir
fjörðinn. Eg þurfti að fylgja
bróður mínum til grafar hinu-
megin fjarðarins, — og glymur
kirkjuklukknanna loddi enn í
eyrum mínum, þegar ég staul-
aðist inn í eldhúsið um kvöldið-
en mér varð svo bilt við, að ég
hrökklaðist afturábak og bað
guð að hjálpa mér: Kisa litla
var ekki ein. Hún sat hjá maskín
unni og gæddi útlendum högna
á nýmjólk úr skálinni sinni.
Það var langur og krangalegur
högni með leðurgjörð um háls-
inn, sem gaf til kynna, að hann
var aðalborinn, enda yfirlæti og
hroki í svipnum. Hann lét sem
hann sæi mig ekki, lapti mjólk-
ina af mikilli hæversku og hvik-
aði rófubroddinum fyrirlitlega
eins og það væri í rauninni virð-
ingu hans ósamboðið að troðast
inn í hús mitt og lepja nýmjólk-
ina frá kettinum mínum.
Hver andskotinn! stamaði ég
fokvondur og ætlaði þegar í stað
að leggja hendur á þennan
drembiláta spjátrung; en orðin
dóu á vörum mínUm og hand-
leggirnir urðu máttlausir: Kisa
litla leit á mig bænaraugum.
Það var slíkur ótti 1 svip hennar,
samfara innilegri sæluhrifningu,
að ég hopaði út úr eldhúsinu og
flúði nötrandi inn í stofuna
mína. Vertu rólegur, rólegur,
sagði ég við sjálfan mig. Hver
veit nema honum sé alvara?
Hver veit nema hann setjist að
á heimilinu eins og heiðvirður
bóndi? Hver veit nema hann sé
mesti veiðigammur? Æ, æ,
myndi ég afbera að horfa dag-
lega á þennan útlenda slána,
sem státaði með hálsgjörð, til
þess að allir gætu séð, að hann
væri aðalborinn? Eg greip sálma
bókina ofan af hillunni yfir legu
bekknum og andvarpaði. Það er
bezt að láta þau eiga sig, ég
skipti mér ekkert af þeim, hugs-
aði ég. Fari það allt saman til
helvítis! Þjóðernið? Endurminn-
ingarnar um afrek horfinna
kynslóða? Eg lokaði augunum
og óskaði, að ég væri kominn
undir græna torfu eins og bróðir
minn hinumegin fjarðarins. —
En útlendi högninn heimsótti
kisu litlu á hverju kvöldi um
vikutíma. Hann rigsaði inn í eld-
húsið, át og drakk, leit hneyksl-
aður í kringum sig eins og hon-
um fyndist heimili mitt móðg-
un og viðurstyggð; en þegar
hann hafði étið sig saddan, tældi
hann kisu litlu út í blátt vor-
húmið, þrungið freistingum.
Hún var úti alla nóttina og kom
ekki heim, fyrr en klukkan tíu
á morgnana, svaf framundir
miðaftan og hóf síðan tilhald og
snyrtingar. Hvílkt líferni! hugs-
aði ég. Þeim dettur ekki í hug
að skyggnast niður í kjallarann
eftir rottum! Hvílík skötuhjú!
En þegar vikan var liðin,
hvarf útlendi högninn: Þessi
aðalborni uppskafningur sást
ekki framar. Eg lofaði guð í
hljóði og reyndi að fyrirgefa
kisu litlu. Hún eigraði um húsið
eins og vofa, hafði ekki matar-
lyst og kúrði stundum einmana-
leg í gluggakistunni, þögul og
raunamædd. Mér rann sorg
hennar til rifja. Eg reyndi að
vera nærgætinn við hana,
keypti rjóma, brytjaði kjöt á
skálina, sveiflaði þráðarspottan-
um og klappaði henni skjálf-
hentur. En það var eins og hún
dveldi í öðrum heimi: hún sá
mig varla, heyrði varla til mín.
Hún breyttist líka í útliti: hið
fjaðurmagnaða stolt hvarf úr
hreyfingum hennar, vék smám
saman fyrir þunglamalegum
semingi; en svipur augnanna bjó
yfir dýrkeyptri vizku, sem átti
ekkert skylt við hinn dulda og
eftirvæntingarfulla gáska ...
Afleiðingarnar, hugsaði ég gram
ur. Hún er þunguð. —
Síðan liðu þegjandalegir dag-
ar og daprar vikur, unz afleið-
ingarnar vöktu mig upp af fasta
svefni um hánótt: Kisa litla
hljóðaði og veinaði, æddi um
stofugólfið og klóraði sjálfa sig.
Eg rauk á fætur og nuddaði stír-
urnar úr augunum. Láttu ekki
svona, rýjan mín, sagði ég hug-
hreystandi og stumraði yfir
henni, — þetta er bara léttasótt-
in. En kisa litla engdist sundur
og saman af kvölum, emjaði há-
stöfum og beit mig 1 höndina,
þegar ég ætlaði að strjúka
henni. Skárri er það nú óhemju-
skapurinn, tautaði ég reiður.
Ekki lét hún móðir þín svona
frenjulega.
Og það var komið undir morg-
un, þegar hún fæddi loks and-
vana kettling, langan og mjó-
sleginn. Hún sleikti hann allan
og lagðist malandi hjá honum,
en ég sagði ekki neitt. Eg lofaði
henni að vera einni til kvölds,
sætti því næst lagi, greip þetta
lífvana og slyttislega óbermi og
gróf það úti í garðinum í rökkr-
inu. Afleiðingarnar, hugsaði ég.
Hann var aðalborinn...... Síðan
gekk ég inn í húsið, tók kisu
litlu í fang mér og reri fram í
gráðið.
Fóstri þinn er orðinn gamall
og mæddur, sagði ég eftir langa
þögn. En hann er ekkert hörku-
tól. Hann skilur meira en þig
grunar. Hann vill reyna að
gleyma og fyrirgefa; hann vill
reyna að hugga sorgbitið hjarta
og vekja það til lífsins á ný. En
hvað er lífið, kisa litla? Það er
skyldurækni, iðni og rósemi.
Allt annað veldur einungis
harmi og óhamingju. Þessvegna
finnst mér, að sumir ættu að
læra af reynslunni og ...... já,
og líta ekki svona einkennilega
á hann fóstra sinn.
Guði sé lof! Kisa litla lærði
af reynslunni. Hún var svo stillt
og prúð, að hugur minn fylltist
kyrrlátri gleði. Ef til vill liggur
vegurinn til þroskans yfir fen
hrösunarinnar, sagði ég við sjálf
an mig, en hafði samt gætur á
öllu og læsti jafnan útidyrun-
um, þegar ég fór að heiman. En
kisa litla gerði enga tilraun til
að hlaupa burtu. Hún brá sér
stundum út á steinstéttina og
sat þar hæglát og virðuleg í
logni síðsumarsins. En hún kom
alltaf inn aftur að vörmu spori
og dvaldi löngum í kjallaranum,
veiddi meindýr í stórum stíl og
hreinsaði til í húsinu. Henni
kippir í kynið, hugsaði ég íbygg-
inn og hafði ekki lengur vak-
Þér, sem mœðist í stríði efnis og anda,
aumingja f)ér, sem lífið og dauðann hrœðist,
og hafið af allri syndinni veg og vanda:
vitið pér, hvernig fesús, lausnarinn, fœðist?
Þér haldið kannski að hann fœðist i fjárhúsjötu
sem fagur sveinn — og jafnvel af guðakyni,
og svo komi vitringar œðandi austan götu
með allskonar gjafir handa þeim litla vini.
Nei, lausnarinn fceðist eetið i allslausu hjarta
sem andvarp, er týnist i ncéturkyljunnar gjósti.
Og svo, þegar rennur dagur úr djú-pinu svarta,
er dómurinn fallinn í hinu veika hrjósti.
fóhannes úr Kötlum.
andi auga á útidyrunum. Kisa |
litla þarfnaðist ekki neinnar að-
gæzlu framar: hún var frelsuð.
En kvöld eitt seinast í sept-
ember leitaði ég hennar um allt
húsið, skyggndist bak við hvern
poka og kassa í kjallaranum,
gægðist inn undir legubekkinn
í stofunni, hringsnerist ringlað-
ur í eldhúsinu og vissi ekki mitt
rjúkandi ráð: Hún var horfin.
Úti buldi haustregnið, kalt og
hráslagalegt, stormurinn ýldi
við þakskeggið og myrkrið lagð-
ist á rúðurnar. Eg stjáklaði um
húsið mitt, tómt og eyðilegt,
þangað til komið var fram yfir
miðnætti, en kisa litla lét ekki
sjá sig. Eg háttaði eins og í
leiðslu, en slökkti ekki ljósið; ég
blaðaði í sálmabókinni og bylti
mér harkalega á ýmsa vegu. Gat
það átt sér stað...? Nei, guð minn
góður, það var óhugsandi. En
hvað var hún að flækjast úti í
þessu foráttu veðri? Hafði hún
kannski brugðið sér á veiðar í
öðrum húsum? Var hún kannski
stödd í kjallara prófastsins eða
geymsluskonsu sýslumannsins?
Allt í einu var guðað á glugg-
ann: mjá mjá-á-á! Hún var kom-
in! Hún hímdi á karminum renn
blaut og skjálfandi. Eg reis sein-
lega á fætur, hnyklaði brýnnar,
tók lampann í anðra hendina og
gekk til dyra. Kisa litla skauzt
inn í ganginn, sneypt og hrakin,
— en hún var ekki einsömul....
Útlendur fressköttur skauzt
inn í gagninn á eftir henni, þessi
líka litli drjóli, — rófan eins og
tignarmerki og feikilegur her-*
mennskubragur á kömpunum.
Mig sundlaði af reiði.
Hvern djöfulinn sjálfan ertu
að vaða inn í hús til heiðarlegra
manna um hánótt! æpti ég viti
mínu fjær og stappaði niður fæt
inum. Hviss! Hviss! Út með
þig! Út með þig! Go to hell,
bölvaður þrjóturinn!
En útlendi högninn virtist
ekki kippa sér upp við smá-
muni, hann blimskakkaði eld-
gulum glyrnunum og hvæsti
grimmdarlega á mig, gekk síð-
an inn í eldhúsið á eftir kisu
litlu, eins og ekkert hefði í
skorizt.
Eg þreif göngustafinn minn,
kreppti hnefann utan um fíla-
beinshnúðinn og ætlaði að
lumbra rækilega á dólginum; en
ég hætti við það. Mér varð
skyndilega ljóst, að sérhvert
högg, sem ég greiddi, yrði ein-
ungis vindhögg: ég stóð ber-
skjaldaður og varnarlaus and-
spænis þeim öflum, sem höfðu
litla uppeldisköttinn minn að
leiksoppi. Eg staulaðist inn í
stofuna, slökti ljósið og lagðist
út af með sálmabókina mína
undir koddanum. —
En morgunmn eftir var ég
árla á fótum. Útlendingurinn
var ekki enn farinn. Þau sváfu
bæ'ði hjá maskínunni og vökn-
uðu ekki við komu mína. Eld-
húsið var eins og svínastía..
Þau höfðu stolizt inn í matar-
skápinn og velt niöur tveimur
bollum: brotin lágu á tvistr-
ingi um gólfið ásamt hálfétn-
um fiskstykkjum. Eg beygöi
m:g niður, tók óþyrmilega í
rófuna á högnanum, hóf
hann í loft upp, gekk fram í
útidymar og fleygði honum
út í garðiim. Hundur ná-
granna míns kom aðvífandi
í þessum svifum.
Snati! kallaði ég hásum
rómi: Irridda! Irridda! Bítt-
ann, Snati!
Síðan ríkti þögnin á
milli okkar kisu litlu. Eg tal-
aði aldrei viö hana, fremur en
hún væri ekki til, gaf henni
matinn þegjandi og flutti
körfxma hennar fram í eldhús
ið. Hún skipti sér heldur ekk-
ert af mér, kom aldrei til mín,
malandi og ánægjuleg, enda
þekkti ég hana ekki fyrir
sama kött. Hún var oröin
kinnfiskasogin og rytjuleg,
mesta subba og óhirðukind:
hún þvoði sér ekki lengur í
framan, né heldur strauk
j linjulega kampana; hún varð
innan skamms bitbein allra
roskinna kvenna í þorpinu og
fóstra sínum til minnktmar.
En útlitið hafði ekki einungis
breytzt. Sálin— æ, hversvegna
er ég að rifja þetta upp núna?
Sálin hafði einnig orðið spilling-
Framh. á 7. síðu.