Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1943, Blaðsíða 4
gUÓPVIUINN Næturlæknlr: Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18, simi 4411. Næturvörður er í Reykjavikurapó- tkei. Næturlækmir aðfaranótt þriðjud.: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, Sími 2234. Trúlofun. Á gamlárskvöld opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Elísa- bet Þórhallsdóttír frá Litlu-Brekku, Skagafirði, og Bjarni Helgason, sjó- maður frá Mel, Norðfirði. Útvarp á íslenzku frá London verð ur frá og með deginum á morgun (4. jan.) hvem mánudag kl. 15.45 á bylgjulengd 31.88 m. Útvarpið í dag: 18.15 íslenzkukennsla; aukatími fyr- ir byrjendur. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): Lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 20.35 Erindi; Kristján Fjallaskáld (Unnur Bjarklind skáldkona). 21.00 Upplestur úr kvæðum Kristj- áns Jónssonar (Sigurður Skúla son magister). 21.15 Einsöngur með undirleik á gítar (frú Annie C. Þórðarson) Útvarpið á morgun: 20.30 Erindi: Þættir úr sögu Skag- firðinga: Jón Ögmundsson, I Brynleifur Tobíasson mennta- skólakennari). 21.00 Um daginn og veginn (Árni Jónsson frá Múla). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk alþýðulög eftir Sigfús Einars- Einsöngur (Pétur Á. Jónsson): a) de Curtis: Sigling. b) Al- næs: Síðasta ferðin. d) Leon- cavallo: Mattinata. e) Schu- mann: Hermennirnir tveir. f) Puccini: Söngur úr óperunni Tosca. Lelkfélag Reykjavíkur sýnir Dans inn í Hruna kl. 8 í kvöld. O FÉLAGSLÍF. Ármenningar! Gleðilegt nýár og þökk fyrir það liðna! Allar íþróttaæfingar hjá fé- laginu hefjast aftur mánudaginn 4. jan. Mætið nú öll strax á fyrstu æf- ingunum. Stjórn Ármanns. Jólatrésskemmtun Glímufélagsins Ármann verður haldin í Oddfellowhúsinu miðviku- dag 6. jan. (Þrettándakvöld) kl. 4 síðd. KI. 10 verður jólaskemmtlfundur Aðgöngumiðar að báðum skemmt- ununum verða seldir í skrifstofu Ár- manns í iþróttahúsinu (simi 3356) mánudag og þriðjudag 4. og 5. jan. kl. 8—10 sfðd._________________ Ausfurvígsfödvarnar Framhald af 1. síSu. nægan styrk til að veita Þjóð- verjum stórkostlegt áfall. Það er 1 sannleika furðulegt atriði í sambandi við síðustu sigra Rtássa, að þeir skuli hafa mannafla og hergögn til að hefja stórsókn á fjórum hlutum víg- stöðvanna, og vel má vera að tilkynningar Þjóðverja um árás ir í stórum stíl suðaustur af Ilm- envatni bendi til enn nýrrar sóknar af hálfu rauða hersins. Framkvæmd slíkra sókna á fá um vikum, eftir sex mánaða nær látlaust undanhald og ó- sigra er afrek, sem á engan sinn líka í hernaðarsögunni, og sýn- ir slíka afburðaskipulagningu í áætlun og framkvæmd að það meira en staðfestir þau orð Churchills er hann nefndi Stal- ín „hinn mikla herstjórnanda". Rússar hafa ekki einungis náð landsvæði, heldur hefur þeim unnizt tími til að skipuleggja harðar árásir. Það á því vel við, að síðasta ■Þ TJABNARBlÓ 4fl Þjófurinn frá Bagdad (The Thief of Bagdad) Amerísk stórmynd í eðlileg um litum, tekin af Alexander Korda. — Efnið et úr 1001 nótt CONRAD VEIDT, SABU, JUNE DUPREZ, JOHN JUSTIN. Kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Tunglskin í Miami (Moon over Miami) Hrífandi fögur söngvamynd * í eðlilegum litum. Aðalhlutverk; BETTY GRABLE. DON AMECHE. ROBERT CUMMINGS. CHARLOTTE GREENWOOD kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgm. seldir frá kl. 11 f. h. & LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Danslnn í Hrunau eftir Indriða Einarsson. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 i dag- Ásgeir Bjarnasons Framh. af 1. síðu. — Eg vann þar við Jordbruks- forsökseinstalten, aðallega við uppgjör á tilraunum. Þar var ég þar til í apríl s. 1. og síðan við Statens Centrala Frökontrollan- stalt, unz ég fékk fararleyfi heim, en slíkt leyfi er erfitt að fá og tekur langan tíma. — Hvað er í fréttum af þeim (slendingum, sem nú dvelja í Sví þjóð ? — Þeim líður öllum sæmi- lega vel, eftir því sem ástæður Ieyfa. — Fenguð þið miklar fréttir að heiman ? — Nei, við fengum mjög litlar fréttir að heiman. Bréf að heim- an voru mjög strjál og voru ekki aðeins lengi á leiðinni, heldur kom það mjög oft fyrir, að bréf- um, sem til íslands voru send, var ekki svarað fyrr en alllöngu eftix að þau höfðu borizt viðtak- anda í hendur. — Það er ósiður, Bandalag alþýdu* samtakanna Framh. af 1. síðu. að skapist upp úr þeim hildar- leik, sem nú er háður: öryggi gegn atvinnuleysinu og skortin- um. Hver einasti einn verður að leggja höndina á plóginn. í því felst hið sanna lýðræði, það að fólkið ráði sjálft: ákvarði sjálft og taki þátt í að framkvæma sínar eigin ákvarðanir. Verkamenn! Launastéttir! Al- þýða! Gerið bandalag alþýðusam- takanna að homsteini lýðræðis- ins á íslandi, að þeim grund- velli, sem alþýðan getur byggt raunveruleg völd og áhrif sín á samhliða þeim ytri völdum, sem áhrif á þing og stjórn flytja henni. dag ársins vottum vér Sovétríkj unum virðingu; þeim mönnum sem borið hafa þyngstu byrð- arnar á liðna árinu- En aðdáun vor á afrekum Rússa á árinu 1942 á að hvetja til samkeppni um afi-ekin á árinu 1942 “ sem þarf að hverfa. — Álítur þú að íslendingar geti mikið lært af búnaðarháttum Norðmanna og Svía ? — Já, þeir geta áreiðanlega mikið af þeim lært, bæði jarð- rækt og húsdýrarækt. Bænda- menningu hefur fleygt fram á síðustu árum, bæði í Noregi og Svíþjóð, enda eru þeir knúðir til þess að afla eins mikils úr skauti fósturjarðarinnar eins og tök^eru á, þar sem ekkert er hægt inn að flytja, og það er hægt að rækta mikið meira, en menn höfðu látið sér detta í hug áður, t. d. eru Svíar farnir að rækta alls- konar olíujurtir, sem þeir héldu áður að ekki væri hægt. Ur þeim eru unnar allskonar olíur, bæði til matar og vélanotkunar. — Er mikið um gervivörur í Svíþjóð ? — Afarmikið. T. d. um 150 tegundir af. gervikaffi, og te er aðallega framleitt úr blöðum af eplatrjám. Allt er skammtað í Svíþjóð, matvörur, fatnaður og tóbak. Matvörur hafa verið skammtaðar frá stríðsbyrjun, fatnaður í i ár og tóbak frá því í sumar. — Hver er afstaða Svía í þessu stríði ? — Þeirra æðsta ósk er að halda sér algerlega utan við stríð- ið. — Hvernig finnst þér að vera kominn heim ? — Það er gleðílegt að vera kominn heim. Margt virðist breytt, e. t. v. bæði til ills og góðs fyrir þjóðina. Það, sem vekur eftirtekt við fyrstu sýn er, að ekkert virðist hafa verið gert til þess að koma í veg fyrir dýr- tíðarölduna — dýrtíð er hér mik- ið meiri en í Svíþjóð. — Hvaða álit hefur þú á ís- lenzkum landbúnaði ? — Hann verður að taka mikl- um breytingum, ef hann á að geta notið sín með því fólki sem nú er í sveitunum. Einkum þarf að breyta framleiðsluháttunum þannig, að vélanotkun geti notið sín. Að svo mæltu kvaddi Ásgeir. Hann fer innan skamms veetur að Ásgarði í Dölum. DREKAKYN Eftii Pearl Buck Nóttinni varði hann til að taka saman íöggur sínar, og það var komið undir dögun þegar hann komst út til að ná sér i vagn. Vú Líen hlóð dóti sinu á vagninn og settist sjálfur ofan á það. Þannig hélt hann inn um hlið óvinanna. Mikil var gleði hans daginn eftir, er hann fór í beztu föt sín og fór ásamt tveimur hermönnum að sækja h»nu sína. Honum þótti verst að hann skyldi ekki geta leigt erlendan bíl í stað gamla hestvagnsins, sem hann loks náði í. En einnig í slíku farartæki var hann hinn höfðingleg- asti, er ökumaðurinn stöðvaði gamla hestinn við hhðið. Farðu niður! kallaði hann til ekilsins: Berðu að dyrum og segðu að Vú Líen sé kominn til að sækja fólkið sitt. — Og hann hallaði sér aftur í sætið eins og embættismað- ur sem skipar þjóni. En ekillinn kallaði aftur til hans: Eg þori ekki að skilja við bykkjuna. Ef hún finnur ekki að ég haldi í tauminn, sezt hún á rassinn eins og hundur til að hvíla sig, og þá kem ég henni ekki af stað aftur nema að fá fjóra menn til að lyfta henni. Vú Líen yar enn hræddur við hermennina og þorái ekki að biðja þá að taka í hest, og sjálfur gat hann það ekki, og varð því að fara sjálfur og berja að dyrum, og þegar litli glugginn á hurðiimi var opnaður og gamli húsvörðurinn gægðist út, varð Vú Líen að segja, eins og vaeri hann sinn eigin þjónn: Eg er Vú Líen og kominn til að sækja fólkið mitt. Húsvörðurinn leit með tortryggni á óvinahermennina tvo, opnaði hliðið rétt svo að Vú Líen gat smeygt sér ínn, en skellti því aftur fyrir hermönnunum, sem tóku að æpa og berja hliðið utan með byssum sínum. Húsvörðurinn sneri sér að Vú Líen. Hvernig stendur á því að þú hefur þessa náunga með þér? spurði hann alvarlega. Eg er kaupmaður, sagði Vú Líen, og þessum tveimur hefur verið skipað að vernda mig. Vernda þig! át húsvörðurinn eftir honum og hló. Eg ábyrgist þá sagði Vú Líen hátíðlega. Eg má ekki sleppa þeim inn samt, þó það kosti hf mitt, svaraði vörðui'inn: Fyrst verð ég að spyrja hvítu konuna. Vú Líen varð að bíða þarna þangað til hvíta konan kom, og þá varð hann að skýra þaið í löngu máli hvers vegna ætti að hleypa inn þessum hermönnum, og þeir hættu ekki að berja utan húsið, svo Vú Líen óskaði þess af heil- lun hug að hann hefði ekki haft þessa verndara með sér. En það var ekki að sjá að hvíta konan vissi aí neinum hávaða. Hún var eins kuldaleg og róleg og mynd í út- lendu musteri, og hún sagði með sinni útlendu rödd er gerði sjálf orðin útlenzkuleg: , Ertu þá svikari? Vú Líen var orðinn ergilegur og sagði í gremjutón: Hvernig á ég að vita það, frú, hvað þér kallið svikara? Að mínum dómi er ég ekki annað en maður, sem vill sjá verzlun sinni boi'gið; ég hef fyrir fjölskyldu að sjá og er eina fyrirvinnan. En hún sagði með sömu kuldalegu röddinni: Hefurðu ekki séð það sem gerzt hefur hér í borginni? Hann svai'aði aíundinn: Það sem gerzt heíur er liðið og það er ekki við öðru að búast en að erlendir sigurveg- arar séu grimmari en innlendir, og það er mitt álit að því fyrr^sem við gleymum slíku, þ\n fyrr öðlumst við frið. Þá sagði konan: Eg heyri að þú ert svikari, og því fyrr sem þú ferð með fólk þitt héðan, því betur. Hún sneri sér að húsverðinum og sagði honum að hleypa hermönn- unum inn- Vörðurinn opnaði hliðið treglega og hermenn- irnir ruddust inn bláreiðir, en þeir stilltust er þeir sáu háu, kuldalegu konuna með hvíta andlitið og gula hárið. Þegið þið! sagði hún við þá eins og þeir væru börn. — Hagið ykkur almennilega og bíðið þarna! Vú Líen titraði af hræðslu og þakkaði sínum sæla að hermennirnir kunnu aðeins sitt eigið mál og skyldu ekki hvað konan sagði. En þeir skildu raddblæinn og voru eins og barðir hundar en reiðir þó. Konan sneri sér að Vú Líen. Eg býð þér ekki inn með þessum fylgifiskum, og skal færa þér fólkið þitt hingað. & 38S & & 38S yx yx.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.