Þjóðviljinn - 06.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1943, Blaðsíða 1
8, árgangur. Miðvikudagur 6. janúar 1943. 3. tölublað. Raufli „eriflíi hefup t Ppohladnaja Sókn Rússa heldur áfram á öllum ausfurvígstoðvunum í aukatilkynning'u sem birt var í Moskva í gær- kvöld, segir að rauði herinn hafi tekið borgirnar Nalt- sik, Kotlarevskaja og Prokladnaja í Mið-Kákasus. Þetta er enn einn stórsigurinn sem sovétherinn vinnur á fáum dögnm. Hafa Rússar sótt fram um 80 km. frá því á sunnudag, er þeir tóku Mosdok. Þjóð- verjar böfðu gert Naltsik að einni þýðingarmestu bæki stöð sinni í Mið-Kakasus, og er missir borgarinnar mik- ið áfall fyrir fasistaherina. Síðan sóknin hófst í Kákasus hafa Rússar eyðilagt eða hertekið 320 þýzka skriðdreka, en 11 þúsund fas- istahermenn haf a fallið. í nýrri tilkynningu sem birt var í Moskva seint í gærkvöld, segir að rauði herinn hafi tekið Tsimljans- kaja, eina öflugustu hernaðarstöð Þjóðverja við Neðri- Don, miðja vegu milli Stalíngrad og Rostoff. Á Mið-Donvígstöðvunum hafa Rússar tekið bæinn Morosovskaja, við járnbrautina frá Stalingrad til Donets. Þjóðverjar hafa nú aðeins einn eða tvo járn- brautarbæi á þessari línu á yaldi sínu. Á þessum vígstöðvum hratt rauði herinn áköfum gagn- árásum Þjóðverja í gær. Tókst þýzka hernum áö stöðva íram- sókn rauöa hersins um sinn með' gagnárásum þessum, en hafa nú verið hraktir til undanhalds á ný. Á vígstöðvunum vestur af Velikie Lúki hefur rauöi herinn sótt fram, og liggur nú nokkur hluti járnbrautar- innnar frá Leningrad til Kieff undir skothríð Rússa. í tilkynningum Þjóðverja er skýrt fi*á hörðum árásum sovéthersins á Leningrad- og Kandalaksavígstöövunum. Ekki hefur verið getið um hernaðaraðgeröir á þessum vígstöðvum í sovétfregnum síðustu dagana . umiiniFíkli nn rfiibiiiip ni ráfluin fasisla í hernumilu Iðndoni Yfírlýsíng 16 rikíssfjórna R y Stjórnir Bretlands, Sovétríkjanna, Bandarikjanna og þrettán annarra Bandamannaríkja hafa birt yfirlýsingar um að þær muni gera ráðstafanir til að hindrá og ógilda rán fasistastjórn- anna á verðmætum í hernumdu löndunum. í yfirlýsingunni segir: Ríkisstjórnir Suður-Afríku, Bandaríkjanna, Ástralíu, Belgíu Kanada, Kíha, Tékkoslovákíu, Bretlands, Grikklands, Indlands, Luxemburgs, Hollands, Nýja Sjálands, Noregs, Póllands, Sov- étríkjanria, Júgoslavíu og þjóð- nefndin franska birta hérmeð opinbera aðvörun til allra hlut- aðeigandi og einkum til manna í hlutlausum löndum um það, að þær muni gera sitt ýtrasta til að hindra þær eignasviptingar, sem stjórnir óvinaríkja hafa fram- kvæmt í löndum þeim, sem ráð- izt hefur verið á og rænd að ósekju. Samkvæmt þessu áskilja rjk- isstjórnir þær er þessa yfírlýs- ingu gefa og þjóðnefndin franska sér rétt til að ógilda öll slík eignaskípti í lóndum sem hafa verið hernumin eða lent undir beint eða óbeint eftirlit óvinaríkisstjórna. Þessi aðvörun á jafnt við eignaskipti hvort sem um beint rán er að ræða, eða hvort þau hafi fárið fram undir löglegu yfirskyní. Hermenn tirlðla riíA ur oi láta óínflleia i fyrrakvöld létu hermenn all dólgslega inni í Laogarnes- hverfi, heimtuðu kvenfólk og kaffi og brutu rúður. Um kl. 7,30 í fyrrakvöld var hringt til lögreglunnar frá Álf- heimum við Kirkjuteig, vegna þess að amerískir hermenn væru að-brjóta þar rúður. íslenzk og amerísk lögregla fór þegar á staðinn, en þegar þangað kom, var henni sagt frá því að hermennirnir væru komn ir að Laugarnesskólanum. Höfðu nokkrir kennarar farið fólkinu í Álfheimum til aðstoð- ar og handsamað hermennina, en þeir höfðu komið að Álfheim- um og ætlað inn í íbúð manns nokkurs, heimtuðu þeir kaffi og kvenfólk, en þegar hvorugt var í té látið, brugðust þeir illa við og réðust á rúður hússihs með grjótkasti og brutu 8 rúður, áð- ur en þeir voru handsamaðir. Ameríska l.ögreglan tók her- mennina í sína vörzlu. Hitler: Ach — ég sem hélt að þeir ræktuðu hveiti! (Mynd úr enska blaðinu News Chronicle). Frá Alþíngí Á fundi efri deildar, sem hófst kl. IVz e. m., voru þessi mál afgreidd: Frv. Steingr. Aðalsteinssonar um br. á 1. um sjúkrahús, var vísað til 2 umræðu og allsherj- arn. Frv. Jónasar Jónssonar, um kaup á Vesturheimsblöðunum Heimskringlu og Lögbergi, var vísað til 2. umræðu og mennta- málanefndar. Út af frv. þessu Framh. á 4. síðu. Nýtt stjórnarirumvarp uerzlui, innfiutnlngi oo shipspúmi • Ríkisstjórnin lagði í gær fyrir Alþing frumvarp til laga utó innflutning og gjaldeyrismeðferð. Frumvarpið var þegar tekið á dagskrá neðri deildar og afgreitt eftir alllangar umræður til annarrar umræðu og fjárhagsnefndar. Aðalatriði frv. felast í fyrstu greinum þess, sem eru svohljóðandis 1. gr. Ríkisstjómin skipar fimm manna nefnd, er nefnist Við- skiptaráð, og jafnmarga vara- menn, er sæti taka í. ráðínu í forföllum aðalmanna, eða ef sæti verður laust um stundar- sakir- 2. gr. Viðskiptaráð hefur þessi verkefni með höndum: 1. Ákvleður hvaða Vörur skuli fluttar til landsins. 2. Ráðstafanir farmrýma í jskipum, er annást eiga vöru- flutninga til landsins og eru eign íslenzkra aðilja 'eðai á vegum þeirra. 3. Ráðstafar gjaldeyri til vörukaupa erlendis og ann- arra nauðsynja. - 4. Úthlutar innflutningi á vörum til innflytjenda og setur þau skilyrði um hann, sem nauðsynleg kunna að vera eða veröa vegna ófi-iðax'- ástands eða vj,ðskiptaskilyrða. 5. Annast innflutning brýn- na nauösynja ef sýnilegt þykir að' innflytjendur sjái ekki þörfum þjóðarinnar borgið. 6. Fer með verðlagseftirlit og vöruskömmtún lögum samkvæmt, svo og önnur þau mál, er ríkisváldið kann að fela því. . ' Ráðherra getur sett Við- skiptaráði starfsreglur. 3. gr. Engan erlendan gjaldeyri má láta ai' hendi án leyfis Viðskiptaráðs, nema séu greiðslur vegna ríkissjóös og banka eða vextir og afborg- anir bæjar- og sveitafélaga. Landsbanki íslands hefur einn kauprétt á erlendum gjaldeyri og þeir bankar sem hann gefur umboð til þess. SUkt umboö skal faUð Ut- vegsbanka íslands h.f. Skylt er að afhenda tíl bankanna þenn gjaldeyri, sem menn eiga eða eignast. Þeim gjaldeyri, sem bank- inn kaupir, skal skipta_milli hans og Útvegsbank^ íslands hf. þannig, að hinn síðar- nefndi fái einn þriðja hluta alls gjaldeyrisins fyrir inn- kaupsverð; hlutfallslega af • hverri mynt, sem keypt er á mánuði hverjum, ef hann óskar þess. Hlutfalli því, sem hvor banki fær, gétur ráð- herra breytt ef báðir bank- arinr samþykkjá. En^nn hef- ur rétt til að selja erlendan gjaldeyri nema Landsbankl íslands og Útvegsbanki íslands h.f. Þó er póststjórninni heimil slík verzlun innan þeirra tak- Frainh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.