Þjóðviljinn - 09.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1943, Blaðsíða 4
ÓÐVILJIHN Næturlæknlr: Karl Sig. Jónasson, Kjartansgötu 4, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Útvarpið í dag: 20.30 Upplestrarkvöld: Þættir úr nýj um bókum: a) „Rödd hrópandans“ éftrr Douglas Reed (Karl ísfeld les). b) Úr minningum frú Roose- velts. e) „Lubba“ eftir Gunnar Widegrén (Gunnar Steíánsson les). d) „Jólaævintýri" eftir Dic- kens (Ragnar Jóhannesson les). Útvarpslríóið leikur milli kaflanna Hafnarstúdentar, eldri og yngri, minnast 50 ára afmælis Stúdentafé- lagsins í Kaupmannahöín með sam- sæti i Oddfellowhúsinu (niðri) fimmtudaginn 21. janúar næstkom- andi. Hefst það með borðhaldi kl. 7 e. h. Auk Hafnarstúdenta geta þeir aðrir tekið þátt í samsætinu, sem verið hafa í félaginu. Þátttakendur skrifi sig á lista, sem liggur frammi í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og greiði um leið þátttökugjaldið. — Húsrúm er takmarkað og mega þátttakendur ekki taka með sér gesti. Nánari uþplýsingar á þátttökulist- anum. Undir b úningsnef ndin. Skiðafélag Reykjavíkur fer skíða- fðr upp á Hellisheiði á sunnudags- morgun. Lagt af stað kl. 9 frá Aust- urvelli. Farmiðar seldir hjá L. H. Muller á laugardaginn til félags- manna kl. 10 til 5, en frá 5 til 6 til utanfélagsmanna ef afgangs er. Sunnudapsskóli Guðfræðideildar Háskólans verður haldinn sunnudag- inn 10. þ. m. kl. 10 f. h. Börnin eru beðin qA safnast saman í anddyri Háskólans T0 mínútum fyr ir þann tíma. __ Árshátíð Glímufélagsins Ár- mann verður haldin í Odd- fellowhúsinu laugardaginn 16. þ. m. og hefst með borð- haldi kl. 8 e. h. Áskriftarlistar liggja frammi í skrifstofu félagsins í íþróttahúsinu, sími 3356, og hjá flokksstjórunum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Dans inn í Hruna“ annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Frá Alþíngí Framh. af 3. síðu. atkv. um till. til þingsálykt- unar um kaup á kjarnfóðri og rannsókn á úthlutun síldar- mjöls á síöastl. hausti. Um þetta mál hefur undanfariö verið' hiö versta málþóf og rifr ildi milli Framsóknar og Sjálf- stæóismanna og hefur þaö taf- iö störf Alþingis og er slíkt illa fariö. Að lokum voru um- ræður skornar niöur. Tillagan var samþykkt og vísaö til allsherj amelndar. Enn var tekin fyrir till. til þingsályktunar um brúargerö á Hvítá hjá IÖu 1 Ámessýslu. Till. var visað til annarar um- ræöu og fjárveitinganefndar. Þá var tekin fyrlr till. tll þingsályktunar um heimild fyi-ir ríkisstjórnina til þess aö ábyrgjast fyrir Reyöarfjarðar- huepp lán til aukningar raf- orkuveitu hreppsins. Fyrri umræöa. Till. var vísað til síð- ari umræöu og fjárveitinga- nefndar. Loks var til umræöu þings- ályktunartill. um innflutning efnis til símajagninga og tal- stöðva. Er í henni skorað á ríkisstjórnina að hlutast til um það að greitt verði fyrir þessum innflutningi þannig, að nóg verði til af því í land- inu. Umræðum var lokið en atkvæðagreiðslu frestað. TJARNARBIO Þjófurinn frá Bagdad (The Thief of Bagdad) Amerísk stórmynd í eðlileg- um litum, tekin af Alexander Korda. — Efnið er úr 1001 nótt. CONRAD VEIDT, SABU, JUNE DUPREZ, JOHN JUSTIN. Kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Sólskin f Havana (Weekend in Havana). Skemmtileg söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE. JOHN PAYNE. CARMEN MIRANDA CESAR ROMERO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Daasinn í Hruna44 eftir Indriða Einarsson. Sýning annað kvöld kL 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. i I DREKAKYN M Eitii Pcarl Buck M Húsaleígulö$in og verbúdírnar Framhald af 1. síðu. dýrtíðarflóðið og verðbólgan skollið hvað þyngst yfir smáút- gerðarmenn og sjómenn. Hver útgjaldaliður útgerðarinnar af öðrum hefur farið síhækkandi. en fiskverðið hefur hins vegar verið fastbundið með samningi. Afleiðingar þessa hafa þegar orð ið þær, að smáútgerðin á orðið erfitt með eðlilegan rekstm. Einn af þeim útgjaldaliðum út- gerðarinnar, sem farið hefur all- mjög hækkandi sums staðar á landinu, er leiga eftir verstöðv- ar. Verstöðvaeigendur hafa sum ir hverjir notað óspart aðstöðu sína og selt afnotarétt stöðvanna ,á okurverði. Okur þetta kemur svo sameiginlega niður á útgerð- armönnum og sjómönnum, sem almennt greiða af óskiptum afla leigu eftir verstöðvarnar. Það mun að vísu vera rétt, aö leiga eftir útgeröaraöstööu hefur veriö mjög misjöfn á hinum ýmsu stöðum, og í ein- stökum tilfellum má segja, að leigan hafi verið sanngjörn. En á öðrum stöðum hefur aft- ur á móti alveg keyrt um þver bak. Sem dæmi þar um vil ég taka Hornafjörð. Á Homafirði er eina vetrarvertíöarstöðin á öllu Austurlandi. Þangað sæk- ir því meginhluti austfirzkra báta á hverjum vetri. Kaup- félagið á staðnum á verbúðim ar og hefur tekiö ákveöinn aflahlut í leigu. Húsaleiga fyr- ir beitingahús og sjómanna- íbúðir hefur verið 5% af brúttc/aflasölu. ’Auk þess hef- ur hver bátur greitt IV2 skp. í ljósagjald. Auk þessa áskildi kaupfélagið sér að annast alla sölu aflans og njóta fyrir þaö ekki minna en 3% í umboðs- . laun, sem fiskflutningaskipin borga. Stærstu bátarnir, sem þarna gerðu út síðast líðna vetrarvertíð, greiddu í húsa- leigu og ljós um 8000 kr., auk þess hefur kaupfélagið fengið í umboðsþóknun vegna sölu á afla hvers þessa báts um 5000 kr. Ef þessar tölur eru bornar saman við leigu á ver- plássum í Sandgeröi s. 1. vet- ur, þá sézt bezt, að hér hefur fram farið hið herfílegaata okur. í Sandgerði greiddi hver bátur fast gjald, 2400 kr., fyr- ir húsnæði ásamt ljósi, og er ’núsnæði þó í Sandgerði mun meira, þar sem þar fylgir meö sölUmarpláss- Meö frumvarpi þessu er ætl að að reyna aö koma í veg fyr ir óeölilega háa leigu verbúöa, og viröist þá eðlilegast að láta leigu á þeim fylgja leigu ann- ars húsnæöis og leyfa ekki aöra hækkun en þá, sem staf- af hækkandi viðhaldskosn- aði“. Austurvígstöðvarnar. Framhald af 1. síðu. níkoff og getað haldið sókn- inni áfram- En nazistaleiðtogamir fara ekki áð flytja S.S.-liðið burt úr hernumdu löndunum og Þýzkalandi. Það má þvi búast við harðri baráttu um notk- un þessa þauiætöa liös cg er ekki ósennilegt að meöalvegur verði farinn, nokkur hluti þess veröi sent til austurvíg- stöðvanna, en þá sennilega ekki nóg til að hafa neina úr- slitaþýðingu. Flokkurinn /000000 Deildaíundir mánudag. >00000‘ verða næstkomandi & & Orkída brosti og fór inn í húsið og út um aðrar dyr og j laumaðist að hiiðinu, en hún vissi að um þetta leyti lokaði < húsvöi;ðurinn hhðinu með slá og fór inn í litla húsið sitt < að borða. Enginn var sjáanlegur og hún dró slána gætilega ^ frá til þess að vörðurinn heyrði ekki til hexmar, fór út á \ götuna og lokaði hliðinu á eftir sér, svo verðinum sýndist i það óhreyft ef hann liti út um gluggann. Henni fannst ; svo þægiiegt að vera komin út, að hún var líkust fugh sem * sleppt er úr búri. í barmi sér hafði hún dálítið af pening- i um til að eyða, hún hafði gripið þá með sér þegar Ling » Tan skipaði þeim að fara að heiman. Hún gekk niður eftir í • ■ götunni, glöð í bragði, það var fáförult úti, morguninn ! bjartui' og kaldur, og hressilegt að anda að sér fersku lofti. j Allt virtist með friði og spekt ; Hún verður hissa, hún tengdamóðh mín, þegar ég kem ; aftur og segi henni hve friósamlegt er í borginni, og að ■ ekkert sé því til fyrirstöðu að við förum heim. Samt er j bezt að ég fari ekki nema til næstu búðar, og fari þá aftur ! til skólans. j Hún hélt áfram án’ þess að hafa hugmynd um að óvin- irnir veittu henni eftirtekt og hefðu fylgzt með hverri hreyfingu hennar frá því hún kom út. Fyrirskipanir höfðu veriö gefnar á æðri stöðum um að ekki mætti framar láta neitt ljótt sjást á götum úti, en það sem gerðist að húsabaki, vissi enginn um, og þegar Orkída fór fram hjá salerni fyrir karia, einu af þeim sem höfð eru við allar aðalgötur, réðust fimm óvinahermenn á hana; þeir höfðu beðið eftir því að kona kæmi fylgdarlaust þar framhjá. svo þeir gætu dregið hana inn. Þeir þurftu lengi að bíða, því það voru ekki margar konur sem voguðu sér einar út á þessum tím- um. Þegar þeir sáu Orkídu, töldu þeir víst að hún væri gleðikona, því hún var svo glaðleg á svipinn, og víst var andlit hennar ávalt og mjúkt, líkami hennar feitlaginn og mjúkur, varirnar þrýstnar og rauðar, og þeir héldu henni fastri og gláptu á hana stundarkorn og stældu um hver þeirra ætti að fá hana fyrst Orkída var ein þeirra kvenna, sem verða langlífar ef þær búa við ást og meðlæti, en þola ekki mótlæti. Þegar hún horfði á þessi dökku andlit lostugra karlmanna, var sem drægi úr henni allan mátt Og þegar hermennirnir tóku hana og þjónuðu lund sinni, einn efth' annan, og enginn sem framhjá fór þorði að reyna að hjálpa henni, er þeir htu inn og sáu fimm hermenn með byssur sínar við vegginn; var hún líkust kanínu sem verður fyrir árás grimmra hunda; hún átti sér engrar bjargar von. Hún fór að æpa, en þá börðu þeir hana og einn hélt hendinni fyrir munn hennar og nef; hún barðist lítið um, og andaðist án þess að nokkur vissi af, eins og kanínuungi, svo síðasti hermaðurmn varð að nota hana látna. Er þeir höfðu lokið sér af, fóru þeir leiðar sinnar og skiidsu. hana eftir. Þá fyrst áræddu vegfarerwdurnir að koma inn, og inn komu þeir og breiddu yfir weslings konuna, og reyndu að geta sér til hvaðan hún vaari og þeir athuguðu hana, og reyndu að geta sér til hver hún væri. vv Rarnakórinn Sólskinsdeildin ætlar að hafa opinbera söngskemmtun á 5 ára aJ- ma»U rínu á movgun (sumtud. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.