Þjóðviljinn - 23.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. janúar 1943- ð þJðOVHIINII Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprenti Sími 2270. \fgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Framkvæmdirnar. > Frásagnirnar um verðhækk- anir þær, sem Jón Ivarsson hefur framkvæmt í Horna- firði þvert ofan í landslög, hafa vakið mjög mikla at- hygli. Af hálfu Sósíalista- flokksins var um þaö spurt í þingi í fyrrad, hvort maður, er slíkt aðhefðist, yrði látinn sitja í þessu barátturáði gegn dýrtíðinni. — Ríkisstjómin færðist undan beinum svörum, en auðsætt virt- ist að ekki yrði við það unað að slíkur maður sæti þar áfram. Þá vekur það eðlilega mikl- ar grunsemdir um græsku að þeir Oddur Guðjónsson og Jón Ivarsson skuli látnir hætta störfum hjá Verzlunarráðinu og Kaupfélaginu á Hornafiröi. Það álit skapast eðlilega. að þetta sé aðeins til málamynda til þess að fullnægja orðum laganna um viðskiptaráð. Og þó er því orðalagi ekki einu sinni fullnægt meir en svo að Jón ívarsson mun vera áfram í stjórn S. I. S. j Fyrirspum kom fram um það í þinginu hvaða laun nefndarmenn í Viðskiptaráði hefðu. Það þótti einkennilegt, ef menn gætu hætt vellaun- uðum störfum fyrir nefndar- starf með venjulegri nefnda- borgun, eins og ætlast var til að meðlimir Viðskiptaráðs að undanteknum formanni hefðu. — Ríkisstjómin svar- aði ekki. Skipunin í Viðskiptaráð er ein af hennar fyrstu fram- kvæmdum, sem hún vill láta dæma sig eftir. Hún fær áfell- isdóm fyrir þá skipun. Og hún treystist ekki sjálf til þess að verja þá skipun fyrir Al- þingi. Og hún liggur undir grun um að hafa látið valda- miklar klíkur í þjóðfélaginu ráða geröum sínum í svona máli, — á sama tíma sem hún frábiður sér afskipti Al- þingis og hafnar vinsamlegri samvinnu viö það um skipun ráðsins. Slfkt kann ekki góðrí lukku að stýra. Það er nú að koma til fyrstu verulegu framkvæmdanna á lögum þeim, sem Alþingi hef- ur samþykt eftir beiðni ríkis- stjórnarinnar. Verði þær víða eins og með skipun Viðskiptaráðs þá er ekki á góðu von. ÞJÖÐV1E3 Ififl at\ ......... Svcrrír Krísfjánsson: Hafnarstúdeutinn Ræða flutt á 50 ára afmælishófi Hafnarstúdenta Reykjavík, 21 janúar 1943 í kvöld er hálf öld liðin síðan stofnað var Félag íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn. Á þessu kvöldi fer vel á því, að minnzt sé hins íslenzka Hafnarstúdents, hins íslenzka menntamanns. sem var lærður 1 kongsins Kaupin- hafn. Því að hinn íslenzki Hafr.- arstúdent er merkur þáttur ís- lenzkrar sögu, íslenzkra bók- mennta og íslenzkrar hugsu.nar. í liðlega þrjár aldir fór til Kaup- mannahafnar meginþorri ís- lenzkra menntamanna, þeirra er léttu heimdraganum og sóttu sér æðri menntun en þá, sem ís- lenzkir skólar fengu látið í té. Um langan aldur var íslenzka stúdentanýlendan í Kaupmanna höfn eina bandið, er batt ísland við umheiminn og menningu hans. Þegar heim var haldið varð íslenzki Hafnarstúdentinn boðberi Evrópu á Fróni. En hann var ekki aðeins boðberi erlendr- ar menningar. Hafnarstúdent- inn vaknaði fyrstur allra íslend inga til þjóðlegrar sjálfsvitund- ar, sem knúð hefur síðan fram sjálfræði íslands í atvinnuleg- um og pólitískum efnum. Draum inn um að eyjan hvíta á sér enn vor ef fólkið þorir dreymdi menn fyrst í Kaupmannahöfn, 1 vistarverum Garðs, í loftlágum herbergiskytrum Kaupmanna- hafnar. í Höfn varð hinn ís- lenzki stúdent oddviti íslands. Hann túlkaði vonir þess, hina duldu þrá þjóðarinnar og stund- um kannski líka tálvonir henn- ar. í Kaupmannahöfn varð ís- lenzki stúdentinn íslendingur í orðsins sönnu merkingu um leið og hann varð Evrópumaður. í Kaupmannahöfn fannst honum íslandi ekkert ómáttugt, þótt hann ætti sjálfur stundum ekk- ert hreint um hálsinn eða þótt „vér bærum belgi svanga“, eins og Eggert Ólafsson kvað. 1. Utanfarir íslendinga eru jafn- gamlar íslands byggð. í heiðn- um sið leituðu íslenzk ungmenni sér frama erlendis, í víking og svaðilförum eða unnu sér frægð ar og gulls með dýrum drápum. Þegar ísland innlimaðist hinu kaþólska kirkjusamfélagi lá leið ungra íslendinga til mennta- setra Evrópu, í Frakklandi, Eng- landi og Þýzkalandi. — Útþrá þeirra. er heima sátu í fásinninu, sveipaði dvölina erlendis dular- fullum þjóðsagnablæ: Sæmund- ur fróði gengur í Svartaskóla, lærir hjá miklum meistara, sjálf um myrkrahöfðingjanum, verð- ur honum yfirsterkari og leitar út til íslands aftur. Þorlákur biskup helgi, er Hafn arstúdentar eru vanir að blóta á ári hverju, snýr einnig heim aftur eftir nám í Lincoln á Eng- landi, og höfundur lífssögu hans gefur honum fegursta vitnis- burðinn, sem íslenzkur mennta- maður hefur hlotið: Hann hafði sér að fararblóma lærdóm og lítillæti. Þetta var á þjóðveldisöldinni, er íslendingar sóttu menntun sína til sundurleitustu þjóðlanda Evrópu. Á fyrri hluta 16. aldar verður íslenzkum menntamönn- um tíðförult til Þýzkalands. En á þeaeari umbrotasömu öld siða- Sverrir Kristjánsson. skiptanna, en einkum er líður að lokum hennar, að straumur ís- lenzkra utanfara beinist æ meir til Kaupmannahafnar og hins unga háskóla við Eyrarsund. Kaupmannahafnarháskóli var stofnaður árið 1479, en lengi var honum þröngur stakkur skorinn. Siðskiptin í Danmörku gerðu hér á mikla breyting. Hinn nýi siður var í kennimannahraki, eins og vonlegt var, og Kristján III. Danakonungur veitti allríf- legt fé til Kaupmannahafnarhá- skóla, enda hafði hann af nógu að taka, þar sem voru hinar ka- þólsku kirkjueignir, er hann hafði slegið hendi sinni á. Háskólanum var gefin ný skipulagsskrá, sem að mestu var sniðin eftir tilhögun háskólans í Vittenberg, höfuðvígi lútersk- unnar í Þýzkalandi. Friðrik konungur II. bjó mjög rausnarlega að stúdentum há- skólans og gaf Kaupmannahafn- arháskóla miklar jarðeignir og tíundarafgjöld og varð 100 stúd- entum veitt fyrir það ókeypis uppihald í háskólanum. Tíu ár- um síðar, 15*79, veitti konungur íslenzkum stúdentum sérstök fríðindi, sem voru fólgin í því, að þeir fengu þegar í stað ókeyp- is uppihald í háskólanum, en þurftu ekki að bíða í eitt ár, eins og reglugerðin mælti fyrir og danskir stúdentar urðu að sætta sig við. — Þetta var upphaf að Garðstyrk íslenzkra Hafnarstúd- enta. En í sama mund og Kaup- mannahafnarháskóli efldist að veraldarauði urðu mikil um- skipti á högum íslands og af- stöðu þess til hins erlenda valds, er það laut. í öðrum löndum urðu siðaskiptin upphaf að þjóð- legri vakningu, er reis öndverð gegn álögum og fjárkvöðum hinnar alþjóðlegu kirkju. En á íslandi varð hrun kaþólskrar kirkju í sama mund hrun efna- legs og þjóðlegs sjálfstæðis vors. Allt fram að siðaskiptum höfðu hinir fornu innviðir hins ís- lenzka þjóðfélags staðið af sér öll veður. En upp úr siðaskipt- imum óx hið danska konungs- vald hér á landi um allan helm- ing. Danskra áhrifa um stjórn- gæzlu og atvinnuhætti gætti æ meir. Verzlun landsins var ein- okuð í höndum Dana. Nær öll viðskipti vor við umheiminn urðu samskipti við Danmörku. Og nú voru utanfarir íslenzkra menntamanm nser eingöngú farnar til Kaupmannahafnar, í rúmar þrjár aldir má það heita undantekning, ef íslenzkur stúd- ent leitar sér menntunar ytra utan Danmerkur. Þar voru ís- lenzkum stúdentum búin þau fríðindi, er gerðu þeim kleyft að stunda nám erlendis, og hinu danska konungsvaldi var það brýn nauðsyn, að hafa á að skipa á íslandi innlendum embættis- mönnum, sem fengið höfðu menntun sína í hinum konung- holla háskóla Kaupmannahafn- ar. Andlegir og veraldlegir valds menn íslands voru nú allir orðn- ir konunglegir embættismenn og öruggasta leiðin til að blása í þá anda rétttrúnaðarins og konung- hollustunnar var að móta upp- : fræðslu þeirra í dönskum há- ! skóla. Kristján IV. Danakonung- i ur lagði því ríkt á við íslenzku biskupana, að þeir sendu a. m. k. einn daglegan nemanda frá hvorum biskupsstólanna til Kaupmannahafnar á ári hverju, og hét þeim íslendingum, er nám stunduðu á háskólanum í Kaupmannahöfn, forgangsrétt að embættum á íslandi. Rektor- ar stólsskólanna voru nú alla jafna háskólagengnir menn, sömuleiðis allmargt presta og háttsettra embættismanna. í 3 aldir var Kaupmannahafn- arháskóli Alma mater — mennta móðir íslenzkra stúdenta. Því hefur ósjaldan verið haldið fram, að Hafnardvöl íslenzkra stúd- enta hafi verið þeim óholl á marga lund. Þeir hafi fyrir þá sök orðið eintrjáningslegir í hugsunarhætti, athugað öll við- fangsefni í gegnum dönsk gler- augu. Um það má deila enda- laust. En um hitt verður ekki deilt, að Kaupmannahöfn var oss íslendingum vegurinn til Evrópu um þriggja alda skeið. Á ömur- legustu stundum sögu vorrar, í einangrun og umkomuleysi, gátu örfáir íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn haldið leið- inni milli íslands og umheimsins auðri. Kaupmannahöfn var sú borg á Norðurlöndum, sem næst lá þjóðbrautum evrópskrar menningar. Vér íslendingar átt- um ekki í annað hús að venda í menningarlegum efnum, og þótt vér höfum numið með dönskum sjónglerum, þá eru gleraugun þó blindunni betri. Danmörk bar að vísu lengi á sér útkjálkabrag. En þó voru það mikil viðbrigði íslenzkum bændasonum dreifbýlisins, að koma til Kaupmannahafnar, þar sem fjölbreytt borgarmenning hafði risið upp í skjóli konungs- hylli og verzlunarfríðinda, Á ís- landi var ekki annað þéttbýli en nokkrar verstöðvar, í byrjun 19. aldar er Reykjavík aðeins al- danskt þorp, þar sem íslenzk menning átti sér ekkert frið- land. En hin turnfagra borg við Eyrarsund bauð vaðmálsklædd- um stúdenti íslands flest það, er ungur maðnr þráir: einveru til náms og gamvistir til nautna. Og HafnardvÖIin varð íslendingum ekki aðeins tækifæri til að njóta lystisemda heimsins við nám og saklaust svall. Borgin brýndi ís- lendingslund hans. Hafnarstúd- entinn minnist þess við fótmál hvert, að hann átti annan upp- runa, mýkri undir fótinn, en þessi steinlögðu stræti. í útlönd- um finna menn oft föðurland sitt. íslenzki Hafnarstúdentinn var fulltrúi blásnauðrar, fábrotinnar þjóðar, og hann fekk ekki kom- izt hjá þeirri vanmáttarkennd, sem einkennir smælingjann með al stórþjóða. En vanmáttartil- finning hans gat snúizttilbeggja skauta: hann gat lagzt hundflat- ur fyrir hinu framandi um- hverfi, hann gat reynt að færa sig úr flíkum íslendingsins, varp að af sér sínum náttúrlega ham og gerzt flysjungur, sem hvorki var danskur né íslenzkur. En vanmáttarkenndin gat einnig snúizt yfir í andóf, hann gat vaxið bæði sem maður og íslend- ingur í samvistunum við hið er- lenda umhverfi. Það má segja það íslenzkum Hafnarstúdentum til hróss, að þeir völdu síðari kostinn. Metnaður þeirra og sjálfsvit- und óx í átökunum, sem óhjá- kvæmilega urðu með þeim og hinum danska gestgjafa. — Þeir voru fámennur hópur í varnár- afstöðu hjá drottnandi þjóð, sem sýndi þeim ekki sjaldan hroka og gat stundum verið undarlega skilningssljó á hagi íslands, eins og títt er um þjóðir, sem kennt hafa sætleika valdsins. Það varð því löngum kynfylgja íslenzkra Hafnarstúdenta, að þeir vildu ó- gjarnan láta hlut sinn fyrir Dön- um, ekki heldur í óbreyttum á- flogum, eins og þegar Skúli Magnússon lumbraði á nokkrum dönskum lögreglumönnum til þess eins að sýna þeim, að ís- lendingar hefðu enn krafta í kögglum. Á Hafnarslóðum gat íslenzki stúdentinn litið ættjörðina í hill- ingum fjarlægðarinnar, og þar fékk hann tækifæri til saman- burðar á danskri grózku og ís- lenzkum hrjóstrum: Blómgan Sjálands víðan völl vænni hygg ég ekki, en íslands háu helgu fjöll hulin silfurmekki, segir Bjarni Thorarensen ungur á Hafnarárum sínum. í huga Hafnarstúdentsins varð ísland Fjallkonan á öldum Atlanzhafs- ins. Fjallkonuhugtakið, sem enn er varla horfið úr íslenzkum ætt jarðarljóðum er til orðið í Kaup mannahöfn og Hafnarstúdent er höfundur þess. Hið mikla ís- lenzka alþýðuskáld sá ættjörð- ina beinabera með brjóstin vis- in og fölar kinnar, og var það víst sönnu nær. En í augum Hafnarstúdentsins var hún þroskuð kona, sem beið eftir þeim svein er leysti hana úr böndum. 3. Það hefur verið sagt um oss íslendinga, að samþykktir láti oss verst. Sú varð lengi einnig raunin meðal íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Það virðist hafa verið töluverðum erfiðleik- um bundið að halda uppi skipu- lögðum stúdentafélagsskap með- al íslendinga í Kaupmanna- höfn. Frá 18. öld er kunnastur Frajnh. á 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.