Þjóðviljinn - 30.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.01.1943, Blaðsíða 2
s ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 30. janúar 1943. TILKYNNING FRÁ MÁLI OG MENNINGU. íslenzk menning JL eftir Sigurð Nordal er nú komin til afgreiðslu handa félagsmönnum i Reykjavík. Tími vannst ekki til fyrir jólin að inn- binda nægilega mikið af bókinni, en nú fæst hún bæði i skinnbandi (ekta cagrinskinn stimplað) og shirtings- bandi (í litum íslenzka fánans, með skinnlíkingu á kjöl). Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að vitja bókarinnar i Bókabúð Máls og menningar, Laugaveg 19. TILKYNNING um atvínnuleysfsskránffigu Hérmeð tilkynnist að atvinnuleysisskráning sam- kvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928 fer fram á RÁÐNINGARSTOFU REYKJAVÍKURBÆJAR, Bankastræti 7, dagana 1., 2. og 3. febrúar þetta ár, og eiga hlutaðeigendur er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. Reykjavík, 30. jan. 1943. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. HeflöbahsumbilfliF keiiplar Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur .................. með loki kr. 0.55 1/5 — glerkrukkur ..............*......... — — — 0.65 1/1 — blikkdósir ......................... — — — 3.00 1/2 — blikkdósir ......................... — — — 1.70 1/2 — blikkdósir (undan óskornu-neftób) — — — 1-30 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápapp- írslag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri 1 Tjarnar- götu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. ÚTSÖLUMENN ÞJÓÐVILJANS Að gefnu tilefni viljum við taka fram við útsölu- menn okkar, að verð blaðsins úti um land er 5 krónur jmSI á mánuði, eins og áður var tilkynnt. ÚTGÁFUSTJÓRN ÞJÓÐÓLFS. D g'ega Gullmunir handunnir — vandaðir nýsoðín svíd. Ný egg, Steinhringar, plötuhringar sodín og hrá. o. m. fl. Kaffísalan Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Hafnarstræti 16. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. an52EHai252i2ní2i3fci Sími (fyrst um sinn) 4808. Úr harmagrát Alþýðu- blaðsins. „Kommúnistar þora ekki að halda ólögmæta fundi.“ Það er óneitanlega dálítið gaman að máttlausum og árangurslausum tilraunum Alþýðublaðsins til að spilla samstarfi innan verkalýðsfé- laganna, og til að koma í veg fyrir vaxandi og ósigrandi einingarvilja Aiþýðuflokksmanna og sósíalista. í gær birti blaðið eftiriarandi frasögu: „Kommúnistar, sem nú eru i meiri hluta í stjórn fulltrúaráðs verkalýðs félaganna í Reykjavík komust i mikla klípu í gær á fundi í fulltrúa- ráðinu. Það var upplýst af Sigurjóni Á. Ólaíssyni, að kommúnistar höfðu boðað til fundarins á ólögmætan hátt, aðeins með bréfum sólarhring áður, sem vafasamt er að allir með- limir fulltrúaráðsins hafi fengið, en ekki með auglýsingu 1 blöðunum, eins og reglur fulltrúaráðsins mæla fyrir. Eftir þessar upplýsingar kom fát mikið á kommúnistaforsprakkana, og þorði Eggert Þorbjarnarson, for- maður fulltrúaráðsstjómarinnar, ekki annað en að aflýsa fundinum, þó að um þrjátíu fulltrúar væru komnir. Þeir voru heldur framlágir, kom- múnistaforsprakkarnir, þegar þeir fóru að tínast út úr fundarsalnum eftir þessa fýluför." Það er svo sem ekki um að viilast, Stefáni Péturssyni finnst ekki mik- ið til um þá menn, spm „ekki þora að halda ólögmætan fund. Það voru þó heldur kjarkmeiri karlar, sem stjórnuðu fulltrúaráðinu á síðustu einveldisdögum Álþýðuflokksins þar, þeir hikuðu ekki við lítilræði eins og selja sjálfum sér eignir verklýðsfé- laganna, það voru karlar sem þorðu að ganga á snið við lög og rétt. En hvað skyldi nú Alþýðublaðið hafa sagt, ef Eggert Þorbjarnarson hefði látið réttmæta bendingu Sig- urjóns Ólafssonar sem vind um eyr- un þjóta, og . haldið ólögmætan fund? Skyldu þeir hafa skilið við á lögmætan hátt? Ugglaust kemur það öllum, sem þekkja Eggert Þorbjarnarson, á ó- vart, að honum skyldi sjást yfir það ákvæði í reglum fulltrúaráðsins að fundi þess skuli auglýsa i Alþýðu- blaðinu, og að fundur geti því ekki orðið löglega boðaður nema auglýst sé í því blaði, jafnvel ekki þó hann sé boðaður bréflega. En þetta verð- ur ofurskiljanlegt, þegar þess er gætt, að hinum. „hugumprúðu" Al- þýðuflokksleiðtogum, sem stjórnuðu fulltrúaráðinu á undan núverandi stjóm hefur láðst að skila reglugerð þess í hendur núverandi stjórnar, þessvegna var Eggert ókunnugt um þetta reglugerðarákvæði. Tvær bækur — tveir fundir. Þegar „hetjur Alþýðublaðsins“ skiluðu a£ sér stjórn fulltrúaráðsins, skiluðu þeir fundargerðabókum, og alls 'eHgu öðru af skjölum né skil- ríkjum fulltrúaráðsins. Önnur þess- Munið Kaffisölana Hafnarsffaeii 16 ----------------------- ara bóka er gerðabók fulltrúaráðs- stjórnarinnar, í hana er skráð ein fundargerð, hin er gerðabók full- trúaráðsins, í hana er einnig skráð ein fundargerð. Eftir því sem helzt verður ráðið af þessum bókum hef- ur fulltrúaráðið haldið einn fund, tvö síðustu árin og stjórn þess einn fund. Þarna hafa verið sannir Al- þýðublaðsmenn að verki, kerlar sem ekki eru að hikg við að fremja ólög- mætt athæfi. En það skyldi þó ekki vera að þessi tregða Alþýðublaðsmanna í að skila skilríkjum fulltrúaráðsins standi í einhverju sambandi við meðferð þeirra á eignum verklýðs- félaganna. En einingarstefnan skal sigra þrátt fyrir allt. Rétt er að taka það fram við Al- þýðublaðspiltana, að þrátt fyrir allt, skal „einingarstefnan sigra ‘, klofn- ing og sundrung innan verklýðsfé- laganna verður með öllu afmáð, og unnendur sósíalismans á íslandi munu taka höndum saman, hvort sem þeir eru í Alþýðuflokknum eða Sósíalistaflokknum, og þeir tímar eru ekki langt undan, að þeir sam- einist allir í einum flokki. „Heimsmet“. Blað utanríkismálaráðherra, Vís- ir, birti í fyrradag forustugrein und- ir fyrirsögninni „ógeðslegt skrif“. í greinarstúf þessum heldur Kristján Guðlaugsson, þjónn Björns Ólaísson ar því fram, að hegðun blaðamanns Þjóðviljans sé algert einsdæmi — — „ekki aðeins hér á landi, heldur um heim allan.“ Bæjarpósturinn birtir þessa grein orðrétta, til þess að gefa lesendum sínum færi á að kynnast skrifum Vísis og þjónum utanríkismálaráðherrans. Greinin er þannig: „Þjóðviljanum tekst i gær að slá sín eigin met, og mun óhætt að full- yrða að aldrei hafi slík viðurstyggð sézt á prenti, það sem af er, hér á landi. Ritstjórarnir hafa látið sér mjög um það hugað, að reyna á all- an hátt að sverta núverandi fjár- málaráðherra. Út af fyrir sig er ekki nema gott um það að Eegja, með því að almenningur veit, að þeir menn, sem kommúnistar ráðast harðast gegn, eru einmitt mennirn- ir, sem mest má af vænta í nútíð og framtíð. Verður því enginn hör- undssár vegna áróðurs þeirra. Nú í gær lætur Þjóðviljinn, — eða réttara sagt Sigfús Sigurhjart- arson, sem kveðst vera ritstjóri „Bæjarpóstsins"* svokallaða, — sér sæma að reyna að læða því inn hjá almenningi, að íyrirtæki, sem ráð- herrann er við riðinn, bruggi og bjóði fólki til neyzlu ákveðið eitur- lyf. Óþarfi er að taka það fram, að slíkur áburður, — þótt hann sé til- efnislaus, — er lagaður til að eyði- leggja atvinnugrein þessa, jafnframt því, sem spillt er mannorði þeirra, sem við hana eru riðnir. Er slíkur áburður tilefni til sérstakra ráðstaf- ana, — meiðyrðamáls, þar sem jafn- framt yrði sett fram skaðabóta- krafa, sem gæti væntanlega orðið æði tilfinnanleg fyrir Þjóðviljann og þá, sem að blaðinu standa. Þótt ritstjórarnir séu Alþingis- menn og eigi þannig rétt á friðhelgi meðbn þing situr, er hart að þessir menn skuli misbjóða svo almennu velsæmi, sem að ofan getur, og þótt þeir séu að því leyti fyrir utan lög og rétt, að menn nenni ekki að taka þá alvarlega yfirleitt, eru þó tak- mörk fyrir því hve lengi menn þola að ráðist sé á æru þeirra og atvinnu, einkum þegar lævíslegustu leiðir eru valdar í því efni. Fjármálaráð- herrann er rúmliggjandi þessa. dag- ana, r>g er því væntanlega ókunnugt um svívirðingar Þjóðviljans, enda óvíst að hve miklu leyti hann kann að sinna þeim, en vegna almenns velsæmis verður að átelja þunglega slíka hegðun blaðamanna, sem er álgert einsdæmi, — ekki aðeins hér á landi, heldur um heim allan. Sýn- ir þetta á hvaða siðferðisstigi menn geta staðið, jafnvel þótt þeir hafi notið þeirrar tegunndar menntunar, sem gerandi væri ráð fyrir að ó- reyndu að kynni að loða að ein- hverju leyti við þá í æði og orði.“ Tilefnið. Svo lesendur Þjóðviljans eigi enn- þá hægra með að dæma um skrif Vísis, birtist greinarstúfur sá, sem gaf Kristjáni tilefni til þessarar „heimsmetaskrifa“ hér á eftir. Fyr- irsögnin var: „Hvaða efni eru í cocacola?" og greinarstúfurinn sjálfur var þannig: „Það er mikið talað um hinn nýja drykk Coca-cola, ýmsar sögur ganga um hvernig hann er saman settur. Því er t. d. mjög almennt haldið fram að í honum sé vottur af coca- ini, sem valdi því að menn verði sólgnir í drykkinn, og jafnvel svo að ástríðu megi kalla. Ekkert skal um það fullyrt hvað hæft er í þessum orðrómi, en aðeins skal á það bent, að ástæða er til að fá úr þessu skorið. Hvað segir matvælaeftirlitið? Heyrir þetta ekki undir verka- hring þess? Því er hérmeð beint til matvæla- eftirlitsins að láta efnagreina Coca- cola og birta niðurstöðurnar.“ Bæjarpóstinum þykir ekki þurfa fleiri orða með í viðskiptum við Kristján Guðlaugsson út af þessu máli, lesendur Þjóðviljans og Vísis eru yfirleitt vitibornir menn, og það er því misskilningur hjá Kristjáni, að skrifa fyrir fífl. Greinargerð viðskiptaráðu- neytisins iim verð i skðmmtunarvðrum Vegna þess að nokkrar um- ræður hafa orðið í blöðum um hvaða verð eigi að vera gild- andi á kornvöru og sykri, hin- um svonefndu skömmtunarvör- um, vill ráðuneytið gefa eftir- farandi upplýsingar. Síðan tekið var upp eftirlit með verðlagi nefndra skömmt- unarvara og hámarksálagning ákveðin, hefur jafnan öðru- hvor verið tvennskonar verð, og hvorttveggja löglegt, á þessum vörum, vegpa þess áð eldri birgðir má ekki hækka í verði þótt nýjar birgðir komi sem eru í hærra verði. Slíkt hefur aldrei verið leyft. Verzlanir eru skyld ar að halda hinu lægra verði meðan þær birgðir endast sem verðið er miðað við. Síðasta verðbreyting á skömmtunarvörum var gerð 2. desember s.l. og þá auglýst af Varð þá nokkur verðhækkun á sykri, haframjöli, hveiti og rúg- mjöli. Eins og jafan hefur verið áður í sambandi við slíkar verð breytingar hefur misjafnt stað- ið á um það hversu verzlunum hafa enzt hinar eldri birgðir, bæði í Reykjavík og úti um land. Þegar lögin um verðfesting- una frá 19. desember komu til framkvæmda, munu eldri birgð irnar yfirleitt hafa. verið að mestu seldar, en á því hafa þó verið undantekningar, þó sér- staklega úti um land. Þegar breytingin var gerð á FramhaM á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.