Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.02.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. febrúar 1943 ÞJÓÐVILJINN ft ÞlÖOVIUINfl Ötgefandi: Semeiningarílokkur alþýðu Sósí alistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (éb.) Sigfús Sigurbjartarson Ritstjórn: Garðarstræti 17 — Víkingsprent Sími 2270 \fgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð Sími 21B4 Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Loksíns Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur ákveð- ið að hefja söfnun fyrir Rauða kross Sovétríkjanna, söfnun til þess að sýna það í verki að ís- lenzka þjóðin vill leggja fram sinn skerf til þess að lina þær þjáningar, sem þjóðir Sovétríkj anna nú verða að þola — og taka á sig í margfalt ríkara mæli en nokkrar aðrar þjóðir. Verkalýðssamtökin í Eng- landi og Bandaríkjunum hafa fyrir löngu síðan hafið slíkar safnanir og sent mikið af alls- konar hjúkrunartækjum til Sov étríkjanna. Forustumenn þjóð- anna í þeim löndum hafa unnið að þessum söfnunum og þátttaka allra stétta í þeim hefur verið mikil. í Englandi hefur frú Churchill tekið að sér að veita stærstu sjóðsöfnuninni fyrir Sovétríkin forstöðu. Aðdáunin á hetjuskap sovétþjóðanna hef- ur birzt á áþreifanlegan hátt f ! þessari söfnun. Allir fx-elsissinnar á fslandi mimu fagna því, að nú verði loksins hafizt handa hér á ís- landi um slíka söfnun og er það vel farið og viðeigandi að full- trúaráð verkalýðsfélagánna í Reykjavík, fulltrúar 7000 verka manna og kvenna, skuli hafa frumkvæði að þessu verki og þarf ekki að efast um að það fær góðar - undirtektir meðal allra, sem hata fasisma og elska frelsi og vilja lina ægilegustu þjáningar, sem nokkur þjóð enn þá hefur orðið fyrir í frelsis- stríði sínu. Sir Walter Citrine, forseti brezka verkalýðsambandsins, hefur tekið að sér að ráðstafa því fé, sem hér á íslandi safn- ast, til kaupa á hjúkrunarvör- um og þvílíku og annast send- ingar á því. Oss íslendingum hefur verið borið það á brýn að vér hyggj- um aðeins á það að græða í þessu stríði, meðan aðrar þjóð- ir fóma fé og fjörfi fyrir frelsi sitt og vort. Sjómenn vorir af- sanna þessa ásökun. Nú fær þjóðin sem heild ástæðu til þess að afsanna hana. Með söfnuninni til Rauða kross Sovétríkjanna fær is- lenzka þjóðin tækifæri til þess að sýna samúð sína í verki með þeim, sem þyngstu byrðar bera frelsisstríðsins. Það þarf ekki að efast um að fasistarnir á íslandi munu verða söfnun þessari andvígir og reyna að spilla fyrir henni 4 sinn hátt, þótt þeir vart munj þora Söfnun til styrktar Sovétríkjunum, sem samtök ensku alþýðunnar hafa beitt sér fyrir, hefur farið fram í Englandi frá því snemma á s. 1. ári. Fyrir þessari söfnun hafa fyrst og fremst staðið ensku verkalýðsfélagasamtökin, Verkamannaflokkur- inn og samband brezkra samvinnufélaga. Auk þess hafa og margir aðrir í Englandi beitt sér fyrir söfnun til styrktar Sovétríkjunum, hér í blaðinu var í gær t. .d sagt frá ræðu, er frú Churchill hélt um nýárið, þar sem hún hvatti menn til þess að auka söfn- unina til Sovétríkjanna, en hér vérður aðeins rætt um söfnun brezku verkalýðsfélaganna og samvinnufélag- anna. Þegar rauði herinn hafði mán uðum saman staðið svo að segja einn gegn meginþunga hernaðar vélar þýzka nazismans, borið hita og þunga dagsins í baráttu hinna sameinuðu þjóða gegn fas istaríkjunum hófst ensKi verka lýðurinn handa um fjársöfnun tii handa sovétþjóðunum í hinni erfiðu baráttu þeirra. Söfnunin til styrktar Sovét- ríkjunum, sem hafin er til hjáipar þeim aðila, er þyngstar fórnir hefur fært í baráttu hinna sameinuðu þjóða gegn sameiginlegum fjandmanni, hef ur leitt í ljós aukinn og nýjan skilning og vaxandi vináttu ensku þjóðarinnar í garð Sovét- ríkjanna, fyrir aukin sámskipti í hinu sameiginlega stríði, auk þess, sem hún hefur leitt í ljós alþjóðahyggju enska verkalýðs- ins. í skýrslu, sem Walter Citrine, J. S. Middelton og R- A. Palmer að koma grímuiaust fram í því máli. Það er því ekki nema það, sem menn gátu búizt við, að Al- þýðublaðsskiffinnarnir skuli strax byrja að reyna að spilla fyrir söfnun þessari. Þeir flugu menn fasismans, sem óska naz- istunum sigurs yfir rauða hern- um og vilja láta Hitler þurrka Sovétríkin burt af yfirborði jarðar berjast eðlilega gegn söfnun handa Rauða krossi Sov étríkjanna. Þeir vilja eðlilega að mótstöðukraftur rauða hers- ins væri sem minnstur, svo Hitler gangi sem bezt með „menningarsögulega afrekið“ sem þeir vonast eftir af honum. Söfnun þeirri, er hafin var handa Norðmönnum mun nú lokið meðal almennings. Sú söfnun hefði vafalaust gefið betri árangur, ef öðruvísi hefði verið af stað farið. — Þegar sú söfnun átti að hefjast, vildu ýmsir einnig hefja söfnun fyr- ir Rauða kross Sovétríkjanna, en þar sem þeir, sem fyrir Nor egssöfnuninni stóðu, vildu það ekki, var slíkri sófnun slegið á frest, svo þessar safnanir rækj- ust ekki á og spilltu hvor fyrir annarrí. Það fer því vel á þvi að nú, þegar söfnuninni til norsku hetjuþjóðarinnar lýkur, hefjist tafarlaust söfnunin til hinna fórnfúsu, hugdjörfu banda- mamia Norðmanna: Sovétþjóð- i anna. gáfu fyrir hönd þeirra samtaka, er að söfnuninni standa, um sovétsöfnunina fram að 30. september 1942, segir m. a. á þessa leið: Erfiðleikar þeir með öflun birgða, sem áttu sér stað síðasta ársfjórðung, hafa nú verið yfir- unnir. Vér getum nú gefið heild aryfirlit yfir það, hvernig söfn- unin stendur 30. sept. og hvern- ig henni hefur verið varið. Engin útgjöld samfara söfnun inni leggjast á sjóðinn þar sem hún fer fram á vegum alþýðu- samtakanna. Það er því tryggt, að öllu, sem safnast er varið til þess að kaupa birgðir, er send- ar eru beint til Sovétríkjanna. Miklir örðugleikar eru enn framundan. Senn kemur hinn rússneski vetur. Þörfin er því mjög brýn fyrir aukna og skjóta hjálp til sovétþjóðanna, seln heyja nú hina hetjulegu baráttu fyrir sameiginlegum málstað vorum. (Undirskriftir). Því næst er skýrsla um söfn- un og framlög hinna ýmsu al- þýðusamtaka er tekið hafa þátt í söfnuninni: Verkalýðsfélög: 79963 £ 17 s 2%d. Fulltrúaráð verkalýðsfélaga: 14084 £. Verkamannaflokkar: 23948 £ 19 s 5 d. Samvinnufélög: 79489 £ 6s 1 d Fræðslusamband og klúbbar verkamanna: 16550 £. Sameinaðar nefndir: 129234 £ 10 s. Framlög einstaklinga: 9741 £ 9 s 3 d. Frá verkalýðssamtökum Suð- ur-Afríku: 2530 £ 0 s 8 d. Frá verklýðssamtökum Nýja Sjálands: 1440 £. Samtals: 356932 £ 3s 4% d. Þar við bætast vextir af fé, sem lagt hefur verið í banka meðan á söfnuninni stóð, en þeir nema 1341 £ 3 s 4 d. Söfnun ensku verkalýðssam- takanna nam því frá 30. sept. s. 1. samtals 358 þús. 323 sterl- ingspundum. Þá er og skýrt frá hvemig þessari upphæð hefur verið var- ið til þess að kaupa hjúkrunar- vörur og fatnað, sem sent hefur verið til Sovétríkjanna. Síðan hefur söfnunin haldið á- fram og nam 15. jan. s. 1. 442 þús. sterlingspundum, (sjá bréf Sir Walters Citrine, sem birt er á 1. síðu), því enska alþýðan verður stöðugt ákveðnari í því að styrkja Sovétríkin, sem háð hafa erfiðustu og örlagaríkustu baráttuna í frelsisstríði hinna sameinuðu þjóða. Frá BlndlndlsfÉiliiin l sMin Þann 1. febr. ár hvert efnir S. B. S. til bindindisfrœðslu í öllum skólum landsins. Hefur svo jafnan verið frá 1935, eða síðan bannlögin voru numin úr gildi. Fengizt hefur leyfi kennslu málaráðuneytisins fyrir fríi frá kennslu eftir hádegi þann dag, en tveim síðiLstu tímunum fyr- ir hádegi er varið til frœðslunar. Hefur það verið að samkomu- lagi milli stjómar Sambandsins og forstöðumanna skólanna, að Sambandið sœi þeim fyrir mönn um til erindaflutnings, þar sem því verður við komið. Samkvæmt reglugerð um bind. indisfræðslu, útgefinni 13. jan. 1936, er svo fyrir lagt, að fræðsla um þessi mál skuli fara fram í öllum skólum, sem styrks njóta af opinberu fé. Hefur væg ast sagt víða orðið misbrestur á þessu. Er því enn nauðsynlegra að S. B. S. efni til þessa dags, Félagslíf skólanna hér í bæn um er mjög bágborið. Má jafn- vel kveða svo að orði, að í sum- um skólum séu félög vart starfs- hæf. Sökin liggur ekki hjá nem endunum einum heldur á áhuga leysi kennaranna fyrír nemend- um sínum einnig sinn þátt í þeaaa Kvaður víðe avo rummt að þessu að félagslífið hefur al- gerlega veslast upp án þess að forstöðumenn skólanna hafi lát- íð sig það nokkru skipta. Þessi tvö atriði, annars vegar áhuga- leysi fyrir bindindisfræðlsu og hins vegar deyfð almenns félags lífs í skólunum, á áreiðanlega eftir að hafa sínar afleiðingar fyrir líf þjóðarinnar ef ekkert verður að gert. Að þessu sinni voru flutt er- indi á vegum Sambandsins í eft- irtöldum skólum hér í bænum: Háskólanum, Menntaskólanum, Gagnfræðaskólunum báðum, Samvinnuskólanum, Verzlunar- skólanum, Kennaraskólanum, Kvennaskólanum og Iðnskólan- um. í Flensborg í Hafnarfirði voru og flutt erindi. Hvöt, blað S. B. S. kom út og var sent ó- keypis í alla skóla landsins. Dag skrá útvarpsins var um kvöldið helgað samtökunum. Þar fluttu ræður: Guttormur Óskarsson, Samvinnuskólanum, Skúli Norð dahl, Menntaskólanum, Marías Þ. Guðmundsson, Samvinnuskól anum, Arnheiður Sigurðardótt- ir, Kennaraskólanum, las upp bindindisræðu Sverris konungs, Á milli ræðanna voru leíkin ættjarðariú^v Innheimta útsvara Á síðasta firndi bæjarráðs var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Vegna fyrirsjáanlegs greiðslu halla bæjarsjóðs á fyrra miss- eri yfirstandandi árs, þar til út- svarsgreiðslur hefjast sam- kvæmt gildandi lögum, telur bæjarráð æskilegt að sett verði löggjöf þess efnis, að sveitar- og bæjarstjórnum verði heimilað að hefja innheimtu útsvara 1943 með þeim hætti, að gjaldendur greiði allt að 50% af útsvörum sínum 1942, með gjalddögum frá 1. marz—1. maí þ. á., eftir nánari reglum er settar verða, og felur borgarstjóra að beita sér fyrir slíkri löggjöf“. Landssamband sveitastjóxna Eftirlitsmaður sveitarstjórna- málefna hefur skrifað bæjar- stjórn og farið þess á leit að hún tilnefni menn í nefnd til þess að undirbúa stofnun landssam- bands sveitastjórn. Bæjarráð mælir með að bæjarstjórn verði við þessum tilmælum. V Ráðstafanir gegn rottum Framhald af 2. síðu. svo frá öllum mat og matarleif- um, að rottur fái þar ekki að- gang. Allir öskukassar þurfa að vera úr járni með þéttu loki yfir og menn þurfa að varast að skilja þá nokkurntima eftir ólok aða. Mjög væri æskilegt að menn forðuðust eftir fremsta meðni að fleygja nokkru matarkyns í ösku kassana heldur brenna því í mið stöðvarofnum sínum, þar sem því verður við komið, því að það auðveldar útrýmingu rottanna í sorphaugum, ef þær hafa lítið æti þar og éta því frekar eitrið, sem í haugana verður borið. j Með því að eitra sem allra víð- ast f einu eru líkúr til að unnt verði að fækka rottunum stór- kostlega, og ef bæjarbúar gæta þess síðan, að rotturnar komist ekki í öskukassana, ætti að vera unnt að halda rottunum í skefj- um og koma í veg fyrir ófögnuð og hættur sem þeim er samfara. Kaupþingið. Föstud. 29./1. 1943. Birt án ábyrgðar. cd £ 'I 3 1 fft > > S ð £ 4 Veðdeild 13. íl. 101 5 — 12. fl. 105M; — 11. fl. 105!s 5 — 10. fl. 106 106 5 5 — 9. fL 106 4% — 4. fL 102 4% Rlkisv.br. ’41 101% 5% — ’38 103 103 5 5% Jarðr.br. 3. fl. 107 5!4 Kreppubr. 107% 5 Nýbýlasj.br. 103% 5 4% Síldan’.br. 100 4 Hitaveitubr. 100 133 3% — 100 40 Útbreiðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.