Þjóðviljinn - 25.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. febrúar 1943. ÞJÖÐVIEÍTJNN ð ■lliariii iri Hðli railir liiaiiglan ^iónpiM Útgefandi: Sameiningarflokfcur alþýíu Sósíalistaflakkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (éb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðarstrœti 17 — VíkLigsprent Simi 2270. \fgreiðsla og auglýsingrskrií- stoía, Austurstræti 12 (1. hæfl) Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstrœti 17 Verkamaður! Hvað bíður þín að stríðinu loknu? Ríkisstjórnin heí'ur ávarp- að þig nokkrum oröum og sagt: pú átt aö íórna, hluta af þeim vinnulaunum, sem þú hefur aílaö þér meö frjálsum samningum, þú átt aö' fórna vegna ,,þjóöarheildarinnar‘ ‘. Það hefur áöur veriö minnst á fórnir viö þig. Áriö 1939 var þér skipaö aö fórna hluta af launum þínum til aö bjarga þjóöinni. en svo heita hagsmunir hinna ríkustu, á máli valdhafanna. Þá voru laun þín lækkuð um yfir 20 af hundraöi, og dýrtíöin aukin um álíka hluta meö lagasetningu frá Alþingi. Þá byrjaði hjól dýrtí'öarinn- ar að snúast. Þaö var rikis- valdiö sem hratt því af staö1. hagsmunir hinna ríkustu kröföust meiri dýrtíöar, og hún var sköpuö á þinn kostn- aö, verkamaöur. En þeir sem vekja upp draug, þurfa aö geta fellt hann í glímu, ann- ars getur draiugsi oröiö þeim aö bana, eöa svo segir ís- lenzk þjóötrú. Þeir sem sköpuöu dýrtíöina og næröu hana meö gengis- fellingu, nýjum tollum og sköttum, þurfa nú aö fella hana í glímunni, og þá er komiö til þín verkamáöur og sagt: Legg þú til afliö, fórnaöu. svo hinir ríkustu geti ráöiö viö dýrtíöina, þeir þurfa nú á minnkandi dýrtíö aö halda, eins og þeir þurftu á vaxandi dýrtíö aö halda áriö 1939. Hvernig væri áö þú svaraöir meö1 spurningu. Hún gæti ver- iö eitthvaö á þessa leiö: Vill ríkisvaldiö tryggja mér atvinnu aö stríöinu loknu, og vill þaö tryggja mér framfæri, ef ég get ekki unniö, af á stæöum sem mér eru óviöráö- anlegar? Ef ríkisvaldiö segir já, og leggur fram gildar sannanir fyrir aö. þaö orö veröi haldiö, gietur þaö vænst aö þú viljir einhverju fórna í glímunni viö drauginn sem auömennirnir vöktu upp áriö 1939, annars ekki. Þaö er mál til komiö, verka- maöur, aö þú gerir þér og alþjóö ljóst, aö þú ert sterk- asta valdið í þjóöfélaginu, og þessu valdi áttu aö beita, þú átt aö taka þann rétt, sem J>ér ber, en, þaö er rétturinn I. Reykvíkingar eru hættir að kippa sér upp við það, þótt ein- kennilegur andi komi yfir Árna Jónss. frá Múla, því að hann hef ur um margra ára skeið lagt allt kapp á að mana yfir sig ein- kennilegan anda, ef ske kynni, að menn veittu hinum furðu- lega innblæstri hans svolitla eft irtekt, litu sem snöggvast upp frá vinnu sinni og segðu forviða: Tarna er ljóti ólmandagangur- inn! Árna Jónssynifrá Múlavirð ist sem sé vera lífsnauðsyn, að athygli fólks beinist öðru hverju að framkomu hans í stjórn- málalífi þjóðarinnar, enda hef- ur hann æfinlega haft öll brögð í frammi til þess að svo mætti verða . Þegar hann vann fyrir brauði sínu með því að rita pen- ingapistla í harðsnúnasta mál- gagn auðugustu heildsalanna á landinu, hélt hann sér oft við sama efnið langtímum saman og hugsaði um það eitt að þjóna húsbændum sínum og mat- mæðrum sem dyggilegast á þrengsta vettvangi sérréttinda- baráttunnar. En eftir að hann hrökklaðist út úr gullskemmu þessara ströngu og samhalds- sömu húsbænda, hefur hann seilzt eftir að láta einkennileg- an og duttlungafullan anda stjórna orðum sínum og athöfn- um, svo að hann hefur hvað eft- ir annað orðið að sannkölluðu viðundri í augum alþjóðar. I Þetta er ákaflega hættulegur leikur fyrir misheppnaðan og skipreika stjórnmálamann. En Árna Jónssyni frá Múla finnst eflaust, að allt sé undir því komið að láta hendur standa fram úr erm- um, meðan hann getur auglýst hinn umkomulausa innblástur sinn með feitu barnabókarletri á síðum Þjóðólfs. Hann rennir eflaust grun í, að afkoma hans er engan veginn örugg og fram- tíð hans engan veginn trygg í hinum nýja félagsskap. Hann veit mætavel, að hin höfðing- lega og árangurslausa útsóunai’- semi kostnaðarmanna blaðsins hlýtur eitt sinn að stöðvast. Þess vegna reynir hann í örvæntingu sinni að slá sig á einhvern hátt til riddara, að leita uppi ein- hverja smugu, þar sem hin mun- aðarlausa sál hans gæti smeygt sér inn, að safna í kringum sig einhverri hjörð, sem enn vill hlusta á yfirborðskennd glamur yrði og íburðarmikið lýðskrum. Undanfarnar vikur hefur hann háð hina hörðustu rimmu við gamlan flokksbróður sinn. Eng- um heilvita manni hefur komið til hugar að skipta sér af þess- ari rimmu, enda hefur hún aðal- til að vinna og njóta þess arös, sem þú skapar, og rétt- urinn til framfæris ef vinnu- geta þrýtur. Meðan þessum rétti er hald- iö fyrir þér, er ekki ástæöa til aö hlusta á skraf yfirstétt- arinnar um aö þú eigir aö fórna, lega snúizt um það, hvort Árni Jónsson frá Múla hefði krabba- mein innvortis eða hve mikla peninga hann hefði þegið að gjöf frá hinum gamla flokks- bróður sínum. En skyndilega snýr fóstursonur hins dularfulla anda um háleist, hættir í bili að ræða tárfellandi um aurana og krabbameinið, en freistar þess í skrautlegri feitletursgrein að draga fagurt mannúðarmál inn 1 sviptingar stjórnmálabarátt- unnar. Hann reynir af fremsta megni að gera þá menn hlægi- lega og tortryggilega, sem lýst hafa yfir stuðningi sínum við fjársöfnun Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna til kaupa á ýms- um hjúkrunargögnum handa Rauða krossi Ráðstjórnarríkj- anna. Honum finnst óneitan- lega mikið liggja við, því að þeg ar andinn leggur honum ekki á tungu hin háfleygustu orð, þá vitnar hann bara til skiptis í biblíuna, Hávamál, Matthías heitinn JochumsSon og Rune- berg. Þótt undarlegt megi virðast, 'hefur þessi afstaða Árna Jóns- snar frá Múla komið flatt upp á ýmsa menn. Hvernig stendur á þessu? spyrja þeir öldungis grallaralausir. Árni Jónsson frá Múla hefur löngum prédikað lýðræði og frelsi, sungið di’eng- skap og mannúð lof og dýrð, vegsamað hetjuskap og fórnar- Jund, en fordæmt hverskonar ofbeldi og kúgun. Finnst honum svona voðalegt, að íslenzka þjóðin skuli verja örlitlu af stríðsgróða sínum til þess að lina þjáningar þeirra manna, sem særzt hafa í hinni grimmi- legu baráttu gegn miljónaherj- um fasismans? Finnst honum svona voðalegt, að fulltrúar allra stétta og flokka skuli rita nöfn sín undir ávarp, þar sem skor- að er á íslendinga að láta eitt- hvað af hendi rakna handa hin- um vígmóðu framvörðum lýð- ræðisins í heiminum? Eða hefur hann kannski skipt um skoðun og svarizt í skilyrðislaust fóst- bræðralag við einræðisstefnu Hitlers og Mússólínis? Nei, ekkert af þessu hefur gerzt, heldur hefur Árna Jóns- syni frá Múla enn einu sinni mistekizt að slá sig til riddara. Enn einu sinni hefur hann gáð of flausturslega til veðurs, enn einu sinni sannað, að honum stendur hjartanlega á sama um lýðræði, frelsi, drengskap, mann úð og fórnarlund, enn einu sinni svipt af sér í ógáti litklæðum trúðleikarans og lýðskrumarans, sem hefur aldrei nokkra skoðun á neinu máli nema einhver framavon eða hyglibiti sé ann- arsvegar. II. Sennilega hefur enginn ís- lendingur á síðari árum kapp- kostað í jafn ríkum mæli og Árni Jónsson frá Múla að slá sig til riddara. Þetta hefur ekki heppnazt, því að hann hefur Ijafnvel aldrei eignast pansara eða kesju, þrátt fyrir mikinn við búnað og margendurteknar til- raunir. Hins vegar hefur árátta hans í þessa átt stöðugt vaxið kostnað venjulegrar dómgreind ar og heilbrigðrar skynsemi. Hún hefur meðal annars hrund- ið honum út á þá hálu braut að virða að vettugi heiðayleik og sannleiksást, en kennt honum í stað þess að dansa eins og skopp- arakringla í samræmi við sér- hvern goluþyt líðandi stundar. Það er eftirtektarvert, að Árni Jónsson frá Múla hefur alltaf forðast eins og heitan eldinn að tileinka sér óeigingjarnar hugsjónir eða berjast fyrir óeig- ingjörnum hugsjónum; en skyldi það ekki vera að einhverju leyti vegna þess, að slík barátta nýt- ur ætíð lítilla vinsælda meðal forráðastétta þjóðfélagsins, krefst ósjaldan mikilla átaka og gefur venjulega enga von um persónulegan hagnað? Aftur á móti hefur hann frá öndverðu reynzt dyggur málsvari hinna þröngsýnustu og eigingjörn- ustu peningafursta, enda geta þeir borgað þjónum sínum ríf- lega og veitt þeim ýmis konar fríðindi. Hitt er einnig eftii’tekt- arvert, að Árni Jónsson frá Múla hefur allur tekizt á loft og man- að yfir sig hlálegan, dularfullan anda, þegar einhverjar líkur hafa verið til þess, að lýðskrum hans og blekkingasáð félli í góðan jarðveg. Við þvílík tæki- færi hefur hann ekki hirt um að kynna sér allar aðstæður af fyllsta heiðarleik eða spyrja dómgreind sína og skynsemi ráða, áður en hann lét andann yfirskyggja sig gersamlega og þeysti í loddaraskikkju út á ritvöllinn. Mönnum ætti til dæmis að vera minnisstætt fi’umhlaup hans í Laxdælumál- inu, þegar hann brá við og skrif- aði í flýti innfjálga grein, sem byggðist einvörðungu á fjar- stæðum, rangfærslum og ó- sannindum. Að vísu neyddist hann til að éta ofan í sig stað- hæfingar greinarinnar og viður- kenna opinberlega, áð hann væri ómerkingur, — en hversvegna reið hann á vaðið, án þess að hafa upp á annað að bjóða en til- hæfulausan og vægast sagt ó- drengilegan uppspuna? Því er fljótsvarað: Árni Jónsson frá Múla hélt statt og stöðugt, að hann gæti slegið sig til riddara á tiltölulega fyrirhafnarlítinn hátt! — III. En smám saman hefur hallað undan fæti hjá þessum ham- ingjusnauða og óslegna riddara. Hinir gömlu húsbændur hans, auðugustu og harðdrægustu I heildsalar landsins, ráku hann j að lokum úr vistinni, eftir að hafa synjað honum um hvers- kyns frama og vegtyllur. Hann stóð um sinn bjargarlaus og ein mana úti á berangri stjórnmál- anna, unz hann leitaði húsa- skjóls hjá flokki hinna svo- kölluðu Þjóðveldissinna. Flokk þennan fylla nokkrir ellihrumir sparisjóðsbókaeigendur, hjá- róma guðspekingar, áttalausir brallknapaí', i’U§laðii’ seðla* | brennslumenn og tunglvilltir lögfræðingar, sem lagt hafa í vana sinn að vera hissa á öllu milli himins og jarðar nema vit- leysunni í sjálfum sér. Það hef- ur ekki heyrzt ennþá, að full- komlega heilbrigður maður til sálar og líkama hafi skipað sér í þennan flokk, enda fengu flest- ir hinn mesta ímugust á honum, þegar blað hans birti hálfnazist- íska stefnuskrá skömmu fyrir alþingiskosningarnar á síðast- liðnu vori. Það er líka augljóst, að félagsskapurinn fullnægir ekki andlegum kröfum Árna Jónssonar frá Múla. Hann finn- ur sárt til einangrunaririnar. Enginn skiptir sér af honum. Enginn virðir hann viðtals nema gamall flokksbróðir, sem minn- ir hann óðara á einhverja aura- gjöf og beinir talinu því næst að krabbameini. En Árni Jónsson frá Múla hefur vanizt glæsi- legri fjölmennri sókn. Hann hef- ur um margra ára skeið prédik- að fyrir pattaralega heildsaia í dagblaðinu Vísi. Hann shprtir ekki langa æfingu hins slynga lýðskrumara. Þess vegna reynir hann af öllum mætti að brjóta vítahringinn og ávinna sé hylli fjöldans. Hann heyrir útvarps- þulinn lesa upp ávarp frá ýms- um málsmetandi mönnum, þar sem skorað er á þjóðina að leggja fram eitthvað af mörkum til þess að bæta úr skorti nauð- synlegustu hjúkrunargagna hjá þjóðum Ráðstjórnarríkjanna. Og Árni frá Múla hrekkur við. Hversvegna er nafn hans ekki nefnt? Hvers vegna var hann ekki beðinn að skrifa undir ávarpið, foringi hinna föllnu , engla, ritstjóri% hins hálfnazistíska vikublaðs? Er hann ekki lengur talinn máls- metandi maður? Man nú enginn, að hann hefur stundum blaðrað að gamni sínu um lýðræði og frelsi, drengskap og mannúð? En mitt í sárustu beiskjunni hugkvæmist honum skyndilega snjallræði: skyldi ekki vera unnt að slá sig til riddara, gera þetta ávarp .tortryggilegt og hlægilegt, draga það inn í stjórn málaþrasið og vekja upp á nýj- an leik fæligrýlur bolsévíka- hættunnar og drauga Rússahat- ursins? Hann rifjar upp fyrir sér snjöllustu aðferðirnar frá tím- um Finnagaldursins, en gleymir því algerlega, að slíkar aðferðir eru hvarvetna úreltar orðnar nema í munni Göbbels, hvar- vetna fyrirlitnar nema í herbúð- um fasismans, hvarvetna örugg- asta ráðið til stjórnmálalegrar einangrunar og endaloka nema aðeins í ríki Hitlers og Músso- línis. Og hann grípur pennann, manar andann enn einu sinni yfir sig, blaðar í biblíunni, Háva málum, ljóðmælum Matthíasar heitins Jochumssonar og þýðing- um hans á kvæðum Runebergs, en semur síðan í hendingskasti einhverja auvirðilegustu blaða- grein, sem sézt hefur eftir hann um langan tíma. Hann nefnir hana Vindurinn blæs. Frarahald 4 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.