Þjóðviljinn - 26.02.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. febrúar 1943 ÞJÓÐVIEfflNN fcteJ ^Ié@VIUINH Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýíu Sósialistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarsiœ Ritstjórn: Garðarstræti 17 — Víkiugsprent Sími 2270. fUgreiðsla og auglýsingrskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) . Sími 2184. Víkingsprent h. f. Garðarstræti 17 Hver á að ráða togaraflotanum eftir stríð? Það er nauðsynlegt að öll al- þýða fylgist vel með einu atriði sérstaklega, í sambandi við um- ræðurnar umdýrtíðarmálin. Það er hvort blakað skuli við yfir- ráðum togaraeigenda yfir tog- urunum eða ekki. Sumum kann að finnast und- arlegt að það mál komi dýrtíð- inni nokkuð við og því er nauð- synlegt að menn geri sér grein fyrir því hvernig slíkt mál flétt- ast þar inn í. Það var í þágu togaraeigenda að upprunalega var slegið inn á þá braut að fella gengi íslenzku krónunnar, gera to'garaeigendur skattfrjálsa og leggja óhóflega tolla á alþýðu manna. Allt varð þetta til þess að skapa dýrtíð í landinu, rýra laun verkamanna, en færa stórútgerðinni auð. Þegar dýrtíðin hins vegar tók að vaxa, meir varð stórútgerð- inni óhagur að henni og nú er svo komið að stórútgerðarmenn hafa af því mesta hagsmuni allra innlendra aðila að fá dýr- tíðina minnkaða. Þetta verður að athugast, þegar talað er um hverjir skuli bera byrðarnar af því að minnka dýrtíðina. Með frumvarpi stjórnarinnar er lagt til að taka á einu ári um 14 milljónir kr. af verkalýð Reykjavíkur, til þess að minnka dýrtíðina. Samtímis er upplýst, að alls séu í nýbyggingarsjóðurh útgerðarinnar um 13 milljónir kr. Það er lítið samanborið við þær fórnir, sem þjóðin hefur á sig lagt til þess að láta stórút- gerðina safna slíkum sjóðum. En eignir stórútgerðarmanna utan við nýbyggingarsjóði munu ekki vera neitt smáræði. En það á ekki að hreyfa við þeim, svo hægt sé um að tala. *— En það á að taka 14 milljónir kr. af reyk- vískum verkalýð á einu ári, til þess að tryggja gróðamöguleika stórútgerðarinnar og auka vald hennar yfir þjóðinni. Og það er svo sem ekki verið að ta.la um að bæta verkalýðnum neitt upp, t. d. að láta hann fá til eignar nýbyggingarsjóðinn í staðinn eða þessháttar. Verkalýðurinn á nú sem fyrr að fórna svo stór- útgerðin geti drottnað og grætt. Og hvernig kemur hún svo til með að nota gróðan sinn og vald eftir stríð? Það þarf ekki að fara í neinar Stalín og Casablanca Samsfílltar hernaðaraðgerðír Bandamanna 04 nýjar Ev~ rópuvígstöðvar geia bundíð endí á styrjöldína á þessu árí Stefna Roosevelts forseta, aö krefjast „skilyrðislausrar uppgjafar" Möndulveldanna. var einungis látin í ljósi við fréttaritara, en kom ekki fram í hinni opinberu tilkynningu um fundinn. Engu að síður komu fram í þeirri yfirlýsingu mjög þýð- ingarmiklar upplýsingar um stjórnmálaviðhorf þau, seni íorsetinn og Churchill forsæt- isráðherra ræddu leynilega og komu sér saman um á 10 daga viðræðufundinum. Berlín lét ekki standa á svarinu: „Enga samninga um uPPgJof" var grunntónninn í kor peim, er málpípur Hitlers Görings og Göbbels, sungu á 10 ára afmælishátíð þriðja ríkisins og þær boðuðu jafn- framt að leiðin til sigurs væri sú að ganga móti dauðanum að hætti Niflunganna. Hversu hyggileg krafan um „skilyröislausa uppgjöf" er. þarf athugunar við, að ekki sé meira sagt. Þótt aöstaöa Bandamanna til sigurs í stríðinu, sé vænleg sem stendur, þá er hún ekki þaö viss, að rétt sé aö afneita öllum tækifærum til þess að fá ítalíu og önnur leppríki ! Möndulveldanna til þess aö segja skilið við hernaöar- bandalag þeirra. Kriafan um ..skilyrðislausa uppgjöf" kemur heldur ekki heim við stefnu Bandamanna allstaöar. Það kom greinilega í ljós á Casablancaráðstefnunni, að í franska hluta Norður-Afríku grafgotur til þess að komast að því. Togaraeigendur neita að gera út, hvenær sem þeim finnst þeir ekki græða nóg, — heimta kauplækkun eða ríkisstyrki og segjast nú vera nógu auðugir til þess að láta skipin liggja, — og eru það. Verkalýðurinn hefur enga á- stæðu til neinna fórna,til þess að afla nokkrum einræðisherr- um atvinnulífsins möguleika til frekari kúgunar en fyrr. Krafa verkalýðsins er að tryggð verði atvinnaog afkoma hans og ann- arra vinnandi stétta, eftir stríð. Minnkun dýrtíðarinnar ereittaf málunum, sem þarf að leysa til þess áð vel fari. En ef það mál með að nota gróða sinn og vald irnir verði í krafti þeirra „lausnar", jafn voldugir og ein- ráðir og fyrr eða jafnvel vold- ugri, þá hefur alþýðan bundið sér annan f jötur um háls í stað hins. Það þarf að leysa öryggismál alþýðunnar, tryggja hana gegn atvinnuleysinu og örbirgðinni, sem hún bjó við fyrir stríð, sam- tímis því sem dýrtíðarmálið er leyst. Hversvegna tók Stalin ekki þátt í ráðstefnu Churchills og Roosevelts í Casablanca, eða sendi fulltrúa þangað? Hvaða ályktanir um hernaðaráform hinna ríkjandi stétta í Bandaríkjunum og Bretlandi er hægt að draga af atburðunum í Norður-Afríku? Þessar og fleiri spurningar, sem nú eru ofarlega í hugum manna og mjög umræddar í blöðum hinna frjálsu þjóða, eru teknar til meðferðar í þessari athyglisverðu grein enska blaðs- ins Cavalcade. t. d. er rekin „afskiptaleysis- stefna" gagnvart grímulaus- um fasistaerindrekum, Það var nokkuð undarlegt val á mönnum, að Roosevelt og Churchill skyldu viður- kenna yfirráð Marcel Peyrou- tons yfir Aigen\ Peyrouton er ekki hót verri en Darlan var, en hann er aö minnsta kosti enn óheppi- legri frá sjónarmiði lýðræöis- aflanna. Og það gengur ekki hniiurinn á miili þeirra og Lavals — eða Franco, hvaö það snertir. Hin ensk-ameríska stefna giagnvart Spáni hvílir enn á I svæfli „hlutleysins" og er not- uð af níðingunum í Vichy, til þess að senda fyrirskipanir yfir Spán til Peyroutons, Nog- ués, Bossions og annarra franskra fasista í Norður- Afríku. Fáar líkur benda til þess. að leiðtogar hinna sam- einuöu þjóða séu reiðubúnir' til þess að berjast unz „skil- yrðislaus uppgjöf" fasismans hefur veriö knúin fram. Fram aö' þessu bendir allt til þess, að markmið þeirra sé að brjóta á bak aftur herveldi núverandi stjórna Þýzkalands. ítalíu og Japan. Það þýðir skilyrðislausa uppgjöf fyrir þær ríkisstjórnir. Og sennilega hefur Roosevelt átt við það. En gagnvart fas- ismanum, sem er þjóðfélags- legt afl, áður en hann veröur herveldi, á að reka „afskiptar leysisstefnu". Hinir pólitísku atburðir í Norður-Afríku leiddu í ljós þá stefnu, aö vegna þess að franski fasisminn ræöur ekki yfir neinu herafli, sem vert er um að' tala, sé óhætt að reka „afskiptaleysisstefnu" gagnvart honum til „trygging- ar" gegn óánægju og upp- reisn fólksins aö stríðinu loknu. Stjórnmálaráðstafanirnar í Algeir eiga aJSS vera vísirinn aö framtíðarstjórn Fnakk- lands. Það' er a. m. k. hug- mynd Peyroutons og senni- lega Girauds einnig. Það er ástæðan fyrir því, að fundur þeirra de Gaulle ,og Girauds biar engan árangur. Vera má að þetta álit hafi átt sinn þátt í því, að krafan um „r.kilyröislausa uppgjöf" var ekki nefnd í hinni opin- beru tilkynningu um Casa- blancaráöstefnuna. EÖa rnáske Roosevelt og Churchill hafi óttast mótmæli frá Moskva, sem ekki áttu neinti fulltrúa við umræðurnar. í síöustu dagskipan sinni til rauða hersins minntist Stalin ekki á „skilyröislausa uppgjöf". Hann kvatti hermennina til þess a'ð reka innrásarherina út úr Sovéfcríkjunum. * Stalin telur þannig aðal- hlutverk rauða hersins vera það, að frelsa hin hernumdu héruð Sovétríkjanna. Bann skilur eftir opnar dyr fyrir þá, sem vilja yfirgefa Möndul- veldin. Og hann vissi, að kraf- an um „skilyrðislausa upp- gjöf" leggur sigurvegurunum þær skyldur á herðar, að eiga að minnsta kosti nokkum þátt í stjórn hinna sigruöu ríkja og jafnframt að bera á- byrgð' gagnvart þeim. Engiim raunhæfur stjórnmálamaður | getur leyft sér a'ö' taka þátt í slílcu, án þess að hafa íylli- lega gert sér ljóst hvert stríðs- markmiðið' er og hvernig við- reisnarstarfinu skal hagaó' að stríöinu loknu. | Á þetta skoríir ennþá. Þess vegna tvístiga enskir og ame- rískir stjórnmálamenn milli kröfunnar um „skilyrðislausia uppgjöf" og „afskiptaleysi". Þeir dubba upp stjórnmála- stefnur eftir að atburðirnir hafa gerzt. Stalin, sem senni- lega hefur smar eigin skoö- anir á því, hvernig hefmm- inn muni verða eftir stríðið, stendur afsíöis. Hann fór ekki til Casialblanca Hann sendi heldur ekki Molo- toff til aö taka þátt í umræö^- unum. Rússneskir herforingj- ar voru heldur ekki mættir til að ræða um. sameiginlega herstjórn Bandamanna. Vera má að grundvöllur að algerri stjórnmála- og hernaðarsam- vinnu milli Bretlands og Bandaríkjanna -Qnnarsvegar og Sovétríkjanna hinsvegar. sé ekki að fullu lagöur enn Þaö er ekki aöeins hugsanlegt Það er mjög trúlegt. Hvaða ályktun getur Stalin dregið af friamkomu Banda- manna gagnvart franskai fas- fasismanum í Norður-Afríku — af stefnu þeirra áður en þeir réðust inn í Norður- Afríku, í Vichy og Madrid og svo f arið sé lengra af tur í tíni- ann: í Munchen og Spánar- styrjöldinni. Hið eina örlagaríka stríð, sem háð hefur verið síðustu 18 mánu'ði, hefur veriö háö á milli þýzka fasismans og þjóöa Sovétrikjanna. Bretland og Bandaríkin hafa horft á þá viöureign og haft samúö' með' Sovétríkjunum — þó hefur afstaöa þeirra ekki ver- iö laus við' eiginhagsmuna- sjónarmið. Allmikið af vörum hefur verið sent til Sovétríkj- anna og íy yfirlýsingu Casa- blancaráðstefnunnar var því heitið, að létt skyldi á Sovét- ríkjunum með því að draga nazistaher frá öiusturvígstöðv- unum. Fyrirheitiö um nýjar víg- stöövar hefur gefið milljónum manna nýjar vonir. Það verö- ur ekki hjá því komizt, aö mynda þær á toessu ári,, hve mikið sem kann aö bera í milli í Moskva, London og Washington. Verði þær ekki myndaðar missir krafa Roose- velts um skilyröislausa upp- gjöf allt sitt gildi, nema sem fögur orð. Hin eina trygging fyrir myndun nýrra vígstöðva væri að koma á sameiginlegri yfir- herstjórn fyrir hinar samein- ufðu þjóðir. Að því er virðist er slíkt ekki hægt sem stend- ur vegna mismunandi skoð- ana á stjórnmálum og her. stjórn. Samt sem áður verður að mynda nýjar vígstöðvar í Evrópu, þegar á þessu ári, ef hinar sameinuðu þjóðir ætla að vinna sigur á möndulveld- unum, án þess að fórna til þess meiru en þær eru færar um að þola. Sovétríkin hafa þegar sýnt. að Þýzkaland getur ekki unn- ið endanlegan sigur á landi í Evrópu og samtímis haft nægan herafla til þess að h'alda niðri þjóðunum á meg- inlandinu, sem jafnvel nú jþeg- ar búa við mjög ískyggilegan matvælaskort og uppreisnar- hreyfingin logar undir niðri. Hér er ekki verið að geta þess til, sem óskað er eftir að sé. Nýjustu fréttir, sem borizt hafa til London frá ábyggi- legum heimildum frá megin- landinu hermai að ástandið í Þýzkalandi sé orðið eins í- skyggilegt eins og það var orðið á fjórða stríðsárinu; 1918, í fyrra striði. Þó að hinn alvöruþrungni tónn í ræðum þeim, er haldn- ar voru í Berlín um síðustu vikulok, þurfi ekki að þýða örvæntingu, heldur aðeins ó- haggaða, ákvörðun um að berj- ast til þrautar, gefa þær ótví- ; rætt í skyn að þýzka stjórnin j hafi tapað allri trú á sigur. án þess að leggja allt í söl- urnar. Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.