Þjóðviljinn - 28.02.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.02.1943, Blaðsíða 4
toÓÐVILJINN rf' Op borgtnnf, Helgidagslæknir Ólaíur Jóhanns- son Gunnarsbraut 39, sími 5979. Næturlæknir: Kjartan Guðmunds- son, Sólvallagötu 3, sími 53551. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturlæknir aðfaranótt þriðju- dags: Bjarni Jónsson, Reynimel 58, Sími 2472. Útvarpið í dag. 18.40 Barnatími. 19.25 Hljómplötur: Pólverjadansar eftir Chopin. 20.20 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Sónata í B-dúr eftir Handel. 20,35 Erindi: Kirkjdeilan í Noregi (Ólafur Óláfsson, kristinboði). 21.00 Hljómplötur: a) Vor guð er borg — b) Sunnudagur sel- stúlkunnar. 21.05 Upplestur: Kafli úr Sigrúnu á Sunnuhvoli (ungfrú Arnheið ur Sigurðardóttir). 21.20 Danshljómsveit Bjama Böð- varssonar leikur og syngur. Sósíalistafélag Reykjavíkur held- ur fund annaðkvöld kl. 8.30 í bað- stofu iðnaðarmanna. Rætt verður um dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Bókbiudarafélag Reykjavíkur held ur fund í dag kl. 3 í alþýðuhúsinu við hverfisgötu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir barna- leikinn Óli smaladrengur kl. 4 í dag og hefur frumsýningu á skopleikn- i um Fagurt er á íjöllum kl. 8 með Haraldi Á. Sigurðssyni í aðalhlut- verkinu. Ferðamannafélag íslcnds heldur skemmtifund í Oddfellowhúsinu þriðjudaginn 2. marz 1943. Húsið opnað kl. 8,45. Ólafur Jónsson fram- kvæmdastjóri frá Akureyri flytur erindi um Kverkfjöll og Hvannalind ir og sýnir skuggamyndir. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir á þriðjudaginn í Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar og ísafoldarprent- smiðju. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sólveig Jónina Bjarnadóttir frá Fáskrúðs- firði og Karl' S. Stefánsson sjómaður frá Borgarfirði eystra. unmittzíziuzinœi Daglega nýsoðífi svíð. Ný soðín og hrá. Kaffísalan Halnarstræti 16. C-X' •> -Kk' ♦ ❖ 4 Kjóla- og kápubelti í feikna úrvali . FLAUEL, svart, ljósblátt, dökkblátt og grænt var tegið upp í gær. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 NÝJA BlÓ Ástir og fjárhættuspil (Dance Hall) Cesar Romero Carole Landis June Storey Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 B TJARNARBlÓ H Æríngí (Fröken Vildkatt). Sænsk söngva- og gaman- mynd. Marguerite Vilby Áke Söderblom. Frá orustunni um Stalin- grad. Rússnesk mynd. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUK. Óli smaladrengur Sýning kl. 4 í dag. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. ,Fagnrt er á Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. i Frumsýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Avarp frá söfnunarnefnd Nore$ssöfnunarinnar Eins og kunnugt er, hefur fjársöfnun til styrktar Norðmönn- um staðið yfir hér á landi frá því á Þjóðhátíðardegi þeirra síð- astl. 17. maí. Safnast hefur þegar með almennum samskotum um 330 þúsund kr. og Alþingi hefur veitt fé úr ríkissjóði, er nemur 350 þús. kr. til þessarar hjálparstarfsemi. En það er vit- að er að mjög mikill skortur er í Noregi á hverskonar fatnaði, þar sem Norðmenn hafa látið af hendi skjóifatnað sinn, hefur framkvæmdanefnd Noregssöfnuninnar ákveðið að leita stuðn- ings kvenfélaganna í landinu og farið þess á leit að þau beittu sér fyrir söfnun fatnaðar, hvert á sínu félagssvæði, í framan- nefndum tilgangi og geymi fötin þar til framkvæmdanefndin óskar að fá þau send. Tilætlunin er að safna fatnaðinum saman í Reykjavík, flokka hann og pakka niður og hafa hann tilbú- inn til þess að senda til Noregs eins íljótt og möguleikar verða á að koma honum. Fatnaðurinn má vera notaður, en hann verður að vera lircinn og heill. Það má vera ytri- sem innri fatnaður og á full- orðna sem börn. Framkvæmdanefndin væntir þess, að félögin og fólk yfir- leitt taki málaleitan þessari vel. Fötin koma áreiðanlega í góð- ar Þarfir, hvort sem þau eru ný eða notuð og þeim verður kom- ið á ákvörðunarstaðinn eins fljótt og möguleikar verða til þess. í Jramkvæmdanefnd Noregssöfnunarinnar Reykjavík, 25. íebrúar 1943. Guðl. Rósinkranz Harald Faaberg Sigurður Sigurðsson. Butar seldir á morgun einnig gallað silki, kjóla- og blússuefni. Gott verð. VcrzL Grótta Laugaveg 19 faaaEHacsaaiafaiaa Gullmunir handunnir -— vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúloíunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sfnai (fyret nm sinn) 4803. m & & DREKAKYN Eftir Pcarl Buck í faðm sér meðan það væri ósjálfbjarga, svo hún skemmdi það ekki með því að anda á það illsku sinni. En af frænkunni er það að segja, að hún fór heim og formælti manni sínum fyrir að hafa ekki látið son þeirra kvænast Jadu, og fyrir Það að drengurinn var ekki barna- barn þeirra, og fyrir að sonur þeirra dó og þau skyldu ekki eiga nein bön á lífi, svo þegar þau dæju ættu þau engan son til að halda minningu þeirra á lofti. Hún hleypti sér í slíkan ofsa og æðisgang að veslings gamli fræðimað- urinn þoldi það ekki, og þaut loks út úr húsinu og lamdi höfðinu við steinvegginn, en svo hittist á að Ling Tan sá til hans og hljóp þangað til að bjarga lífi hans. Þegar hann heyrði hvað að var, hló hann hlátri þess manns,.sem aldrei er í vandræðum með kvenfólk sitt, og hann fór með frænda sinn í tekrána og lét hann ausa út hjarta sínu og jafna sig yfir tei og ristuðum hrískökum. Ling Tan ráðlagði honum að segja konu sinni næst að hún væri svo mikill skapvargur, að hann yrði að fá sér hjákonu. En ætli ég gæti það? andvarpaði veslings fræðimaður- inn. Eg hef ekki reynt það mánuðum saman. Þá fyrst varð Ling Tan reiður fyrir hönd frænda síns og sagði: Getur það verið að hún neiti mér um allt? Eg bið ekki um annað en fá að vera í friði, muldraði karlinn í skegg sér. En maður verður að vinna sér meira til friðar eh bænir,i svaraði Ling Tan. Það verður að leita friðarins og berjast fyrir honum og stundum verður að afla hans með ofbeldi, hvort sem er á heimili eða í þjóðfélaginu. Gamli fræðimaðurinn andvarpaði og horfði auðmjúkur á frænda sinn. Eg er bókamaður, sagði hann, — hvernig get ég haft afl á við konu? Ekkert í heimi er sterkara en konan, og vel er það mælt af föður Konfúsiusi, að konur eiga ekki að hafa sjálfræði að lögum. Eg segi það enn og aftur, frændi minn, við eigum að vera þakklátir fyrir það, að óvinirnir eru karlar en ekki konur, því þegar konur sigra eru karl- mennirnir sannarlega illa farnir. Ling Tan gat varla stillt sig um að hlæja að þessu og sagði: Þetta er sjálfsagt rétt hjá þér, frændi minn, en það segi ég og meina að væri ég þú, skyldi ég berja kvenskass- ið þangað til hún gæti ekki staðið nema upp við vegg. Það ættirðu að gera, sagði veslings fræðimaðurinn fullur eftirvæntingar. Viltu gera það fyrir mig, frændi? Nei, nei, sagði Ling Tan og gat -nú ekki lengur byrgt hláturinn, — ekki fyrir þig! Tvennt verður hver maður að gera hjálparlaust — sofa hjá konunni sinni og berja hana ef þess þarf með. , Hann stóð upp og frændinn líka, hálfþreytulega, og Ling Tan horfði á eftir honum heim á leið, hristi höfuðið og efaðist um að hann hefði sagt nokkuð það sem efldi kjark karlsins. Þannig liðu þeir þessir haustdagar, og loks var ekkert korn óskorið á ökrum Ling Tans, og nægar matarbirgðir handa heimili hans til vetrarins. . Hann var farinn að ótt- ast að eitthvað hefði komið fyrir Lao Er, en nótt eina um miðnættið heyrði hann barið að dyrum, og þekkti höggin, því þeir feðgarnir höfðu komið sér saman um þau áður en hann fór. Hann fór framúr, því kona hans svaf, og opn- aði rifu á dyrnar, tilbúinn að skella aftur hurðinni ef sér hefði skjátlazt. En hann heyrði Lao Er hvísla: Það er ég, faðir minn, — og hann hleypti honum inn og ekki honum einum, því tveir aðrir voru með honum. Þeir sögðu eitthvað, hvor eftir annan, í myrkrinu og Ling Tan heyrði raddir hinna tveggja sona sinna. Ó, himinn og jörð eru góð, hvíslaði hann, og hann fór með þá til gluggalausa eldhússins, og þar kveikti hann á lampanum og sá alla syni sína þrjá, lifandi og hrausta, og hann sá strax á yngsta syni sínum að hann hafði ekki gerzt ræningi. Hvers get ég, sem er bara maður, óskað mér fremur en að mega sjá ykkur alla? sagði hann. Og sannarlega gat hver maður verið stoltur af þessum sonum, því fjallalífið hafði breytt þeim, elzta syni hans og þeim yngsta. Aldrei hafði hann séð þá eins sterklega og sólbrúna, eins ótta- lausa í augunum. Það var mesta breytingin, því þeir bræð- ur höfðu farið að heiman daprir og óstyrkir af harmi, en voru nú óttalausir og höfðu gleymt harmi sínum. — Þú hefur farið til góðu fjallamannanna, sagði hann við yngsta son sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.