Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1943, Blaðsíða 2
f»5ÖÐ VILJiríB Laugardagur 6. marz 1943. HiBldiaha Sósíalistafélagið heldur kvöldvöku fyrir félaga og gresti þeirra í Oddfellowhús inu mánudaginn 8. marz kl. 9 e. h. Þar flytja erindi og lesa upp: Halldór K. Laxness, Sverrir Kristjánsson, Áki Jakobsson o. fl. Auk þess skuggamyndir og fjölda- söngur. — Dagskráin nánar auglýst á morgun. Aðgöngumiðar fást á Skólavörðustíg 19 (J. Bj.) í dag kl. 4—7 og á morgun kl. 2—4. SKEMMTINEFNDIN. Daglega nýsoðin svíð. Ný egg, soðín og hrá. Kafíísalati Hafnarstræt! 16. aanannanaíafan Hvað notar húsmðð- irin mikið af land- búnaðarafurðum? Berið neyzlu ykkar saman við útreikning Hagstofunn- ar og kauplagsnefndar. I umræðum þeim sem nú eru efst á baugi á dagskrá um dýrtíðina og verö land- búnaöarafuröa, er nógu fróö- legt fyrir húsmæöur aö bera saman viö sína eigin reynzlu, niöurstööur þær sem kaup- lagsnefndin hefur komizt aö um neyzlu þessara vara þeg- ar hún reiknar út vísitöluna. Þjóðviljinn birtir hér lista yfir magn það af landbún- aðarafurðum er nefndin áætl- ar að 4 manna heimili noti á mánuði hverjum, og er það meðaltal af meyzlu yfir árið. Mjólk 70 lítrar Rjómi 1 — Áfir 1 peli Skyr 2.2 kg. Smjör 1.128 — Kartöflur 26 — Rófur 2.31 — Kindakjöt 7.88 — Saltkjöt 3.82 — Tólg 484 grömm Mör 513 Mjólkurostur 367 — Mysuostur 258 — Egg 760 — Nautakjöt 118 — Kálfskjöt 25 — Hrossakjöt 80 — Kjötfars 593 — Hangikjöt 832 — Pylsur 468 — Kæfa 273 — Slátur 605 — Hvernig ber þetta nú sam- an viö búreikning ykkar, hús- mæöur? OOOOOOOO^OOO00-000 Útbreiðið Þjóðviljann OOOOOOOO«O»O0O»O» H a p pd rætti Háskóla Islands Umboðsmenn hafa opið til kl. 10 í kvöld. Viðskipta- menn, sem liafa haft frátekna miða í umslögum, verða að sækja þá í dag, ella verða þeir seldir öðrum. Duglegur sendisveinn óskast Upplýsingar í skrifstofunni, Skólavörðustíg 12. KRON KAUPFÉLAGIÐ ...... 11 ■ 1 .... 'II "'P'H1 I það er ekki hægt að sameina fasisma og sósíalisma Það er það, sem Alþýðuflokkurinn þarf að gera sér Ijóst Alþýðublaðið heldur áfram þvaðri sínu um Sósíalistaflokkinn, hrópi sínu um Moskva-vald að fordæmi Göbbels, níði sínu um Sovétríkin eins og Hitler sjálf- ur mælti fyrir. Það tekur enginn sósíalisti mark á þessum skrifum, meðan hann skoðar þau sem einkaskoðun þeirra skriffinna þar, sem áður hafa harðvítugast heimtað bann á Sósíalistaflokkinn, að fasistahætti, og óskað nazistum sigurs yfir sósíalismanum og þar með öllu lýðræði heims. — En hvar kemur það fram, að betta sé ekki skoðun Alþýðuflokksins? Stefnuskráin lýsir því að vísu yfir, að stefnan sé aljt önnur, að flokkurinn vilji vernda Sovétríkin, koma sósíalismanum á o. s. frv. — En hver getur tekið mark á stefnuskrá, sem alltaf er barizt á móti í blaði flokksins? Það er nauðsynlegt, að það komi afdráttarlaust fram, hvort Alþýðuflokkur- inn ætlar íið skipa sér í raðir fasismans með Stefáni Péturssyni og öðrum þcim, sem óska nazismanum sigurs og sósíalismanum tortímingar, — eða hvort hann ætlar að taka upp samvinnu vrð Sósíajistaflokkinn, Alþýðusambandið og önnur samtök alþýðunnar að lausn brýnustu vandamála þjóðfélagsins? Það verður ekki komizt hjá því, að velja milli þessa með neinum vanga- veltum eða sífelldri frestun allra ákvarðana. Barátta sú, sem háð er í heiminum, milli afturhaldsins með Þýzkaland nazismans í forustunni og frelsisafla þjóðanna með Sovétríkin í broddi fylkingar, er raunverulega barátta milli dauðadæmds kúgunarskipulags harðsvíraðs auðvalds og þess framtíðarskipulags sósíalismans, sem þjóðirnar með einu eða öðru móti skapa sér. Fjandskapur gegn sósíalisman- um í Evrópu þýðir óhjákvæmilega fjandskap gegn sósíalisma hér — eða öllu því, sem miðar í áttina til hans. Fordæmi Sovéthataranna eins og Doriot, Marcel Deat, de Man o. fl., sem ganga í þjónustu fasismans sanna það bezt. Það er blindur maður, sem ekki sér það. Eru hinir róttœkori leiðtogar AlþýÓujlokksins slegnir slíkri blindu, — eða soja þeir? Hver er skoðun Haraldar Guðmundssonar á þessum málum? Hver er skoðun Finns Jónssonar á þessum málum? Vilja þeir einlœgt og heiðarlegt samstarj milli Alþýðhflokhsms og Sósíalisia- flokksms, og það þýðir, að Jasisminn og fjandskapurinn við sóstalismann sé feueð- inn niður í Alþýðuflok.knum, eða vilja þeir vœgðarlausa baráttu milli þessara flokka, sem Alþýðublaðið auðsjáanlega stefnir að með skrifum sínum? Alþýðan býður eftir svari. Bandaríkjastjórn gef- ur út rit á íslenzku Þvf er fltbýtt hér ókeypis Nokkrir umboðsmenn þýzku nazistanna hér heima fengu fyr- ir stríð við og við nazistisk áróð- ursrit, prentuð í Leipzig á ís- lenzku. Voru það bæklingar um ágæti Hitlersstjórnarinnar. Þessi áróður vakti að vonum mikla gremju hér. Bæklingun- um var útbýtt hér ókeypis, en þótt þeir að sjálfsögðu hafi verið kostaðir af útbreiðslusjóði Goebbels, var það ekki látið uppi. Nú nýlega hefur verið útbýtt hér myndabók handa börnum með íslenzkum texta. Útgef- andi er stjórn Bandaríkjanna og er það letrað þvert yfir kápu- síðu. En efnið er eintómt hól um Roosevelt forseta og stjórn hans. Efnið er auðvitað ósköp mein- laust, en jafn óviðkunnanlegt fyrir því, að erlend stjórna’rvöld séu að reka hér þess konar ó- keypis fræðslustarfsemi. — Ættu þau að lofa okkur sjálfum að annast um slíka útgáfu, þegar okkur virðist hennar þörf. Maður sá, sem veitir út- breiðslustarfi Bandaríkjastjórn- ar hér forstöðu, er mikill áhuga- maður í starfi sínu. Við höfum sýnt honum fulla gestrisni, en hann má þá ekki heldur misnota sér gestrisni okkar. Eða hefur utanríkisstjórnin okkar ef til vill lagt' blessun sína á þessa útgáfu, á sama hátt og hún hefur samþykkt útvarp Bandaríkjamanna á íslenzku hér? Er það meining Framsóknar? S.Í.S. er einkabrask- Ríkiðáað takareks! ur þess í sínar hendur „Tíminn“ telur Sósíalista- flokkinn í þjónustu einka- brasksins, af því hann sé fylgj andi því að bæjar- og sýslu- félög (eins og Akranes, Borg- arfjarðar- og Mýrasýsla) reki raforkuver fyrir sig. Kallar hann félagsskap þessara að- ilja einkafélag og starfsemi þeirra einkabrask. Eins og nærri má geta, þá er út frá sömu forsendum, 1 Samband íslenzkra samvinnu félaga einkabrask í miklu stærrj stíl. Það ætti því ekki að duga neitt minna frá Tím- ans sjónarmiði, en að ríkið reki S.Í.S. Vér spyrjum þá, sem skrifa þetta heimskulega þvaður í Tímann: Vill Framsókn að ríkið taki rekstur S.Í.S. í sínar hendur? I.O.G.T. Bazarinn verður í Templara- húsinu í dag kl. 3 e. h. aaaaaaaaaaaa 6 millj. kr. virkjun- arábyrgð fyrir Siglu- fjörð samþykkt i neðri deild i Ríkisábyrgðin á 6 millj. kr. virkjunarláni til Siglufjarðar- kaupstaðar til virkjunar Fljóta- ár í Skagafirði, var til 3. umr. í neðri deild í gær. Meiri hluti fjárhagsnefndar, þeir Skúli Guð- mundsson, Jón Pálmason og Ing- ólfur Jónsson, fluttu nú tillögu um, að ábyrgð ríkissjóðs skyldi ekki ná nema til 85 % af bygg- ingarkostnaði mannvirkisins. — Með þessari tillögu hefðu Siglu- firði verið gerðir nýir örðugleik- ar. Samþykkt hennar hefði þýtt, að Siglufjörður hefði þurft að taka allt að 900 þús. kr. dýrt lán með að minnsta kostí 2% hærri vöxtum heldur en lánið sem rík- isábýrgðin er fyrir. Þetta þýðir allt að 20 þús. kr. aukin reksturs- útgjöld, og á 25 árum myndi þetta kosta Siglufjörð 260 þús. kr. Meirihluti ^járhagsnefndar virðist hafa gripið til þessa úr- ræðis, þegar hún sá, að Alþingi hafnaði hinni fráleitu tillögu hans um að synja Siglufjarðar- kaupstað um ábyrgðina. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um breytingartillöguna, og var hún felld með 16 atkv. gegn 15 atkv. Nei sögðu: Áki J., Ásg. Ásg., E. Olg., Emil J., G. Thor., Jóh. Möller, Lúðv. Jós., Ólafur Thors, Sigf. Sigurhj., Sig. Bjarna son, Sig. Guðnason, Sig. E. Hlíð- ar, Sig. Kr., Sig. Thor., St. J. St., Þorvaldur G. — Já sögðu: Jóh. Jós., B. Ásg., Eyst. Jónss., Finnur Jónsson, Gísli Guðm., H. Jónasson, Ing. Jónsson, J. Pálm., Jör. Brynj., Páll Zoph., Páll Þorst., Pétur Ottesen, Sig. Þórð- ars., Skúli Guðm., Svbj. Högnas. Síðan var ábyrgðin samþykkt og frv. þar með vísað til efri ' deildar. Tvö ensk herbergi í ! nýja Garði Stjórn enska félagsins „Ang lía“ aflienti nýlega kr. i 20.000.00 — andvirði tveggja , herbergja — aö gjöf til Nýja Stúdentagarðsins. Verður ann að herbergiö nefnt ,Shake- ' speare“ en hitt „Anglia“. For- | réttindi til dvalar í þessuni , iierbergjum fá enskir stúd- entar, er stunda nám við Há- skólann, en að þeim írágengn um íslenzkir stúdentar, er leggja stund á ensk fræði. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4803

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.