Þjóðviljinn - 11.03.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1943, Blaðsíða 3
Finimtudagur 11. TDfiXZ ;1943. ÍSIðOVIIJINH Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýPu Sósíalistafl«kkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb ) Sigfús Sigurhjartarsius Ritstjóm: Garðarttræti 17 — Víkinggprent Sími 2270. \fgreiðsla og auglýsing: skrií- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent K. í. Garðaistræti 17 Þekkír hraesnín engin tafemörfe? Alþýðublaðiö heldur á fram rógi sínum um Sósíal- istaflokkinn. Það verður ekki hjá því komiz-t að krefja for- ingja Alþýðuflokksins tafar- lausra svar,a um hvað þessi pólitík bláðsins og flokksins eigi að þýða. Alþýðuflokkurinn segir að Sósíalistaflokkurinn vilji enga vinstri samvinnu. Sósíalistaflokkurinn hefur sett fram sín skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Þau skilyrði eru þau, að viss veiga- mikil hagsmuna- og hugsjóna- mál verkalýðshreyfingarinnar séu íramkvæmd. Það er ekki meining Sósíalistaflokksins að láta draga verkalýðshreyfing- una á asnaeyrunum til óum- saminnar samvinnu eins og Alþýðuilokkurinn hvað eftir annað liefur gert. Sósíalista- flokkurinn krefst samninga. sem velta verkalýðnum veiga- miklar hagsbætur og réttindi og hann krefst tryggingar fyr-. ir því að slíkur samningur sé haldinn. Alþýðuflokkurinn hefur ekki einu sinni lýst sig reiðubúinn til þess að ganga að þessum skilyrðum, hvað þá aörir flokkar« Alþýðuflokkurinn hefur ver- ið svo fjarri þvi að vilja virki- lega samvinnu, að hann hef- ur ekki einu sinni svarað til- mælum Alþýöusambandsins um myndun bandalags hinrta vinnandi stétta. íivona fjarri er þessi flokkur því, að meina eitthvað með því, scm Alþýðublaðið er látið þvaðra. Og það er ekki nóg með 'Jþýðuf lokkurinn hafi i v r i viljað samstarf í stjórn á grundvc’li naúðsynlegustu 11 -? cs r> un a m á 1 a alþýð unnar, né ’.’Ijað mynda bandalag !-’ • virnandi stétta með ró" íal'stánekknum, Alþýðu- sam’-andinu og fleirum. Aiþýouflokkurinn hefur ekki einu sinni viljað skipulegt ramstarf aö hinum daglegu málum í þinginu. Sósíalista- f' 'i urinn bauð hinum flokk- •"ium siíkt samstarf um miðj- desember. Nefnd hefur set- ið á rökstólum til að semja, en hin daglegu þingmál eins og t. d. bifreiðaeinkasalan o.fl. hafa alls ekki verið tekin þar fyrir. Svo heí'ur Framsókn aúð- sjáanlega ætlað að beita ÞJÓÐVILJINN .. r« ..8 Mí Jakobsson: Fyrir þingi því, er nú situr liggja þrenn rafvirkjunarmál þ. e.: 1. Siglufjarðarkaupstaður sæk ir um 6 millj. kr. ríkisábyrgð til virkjunar Fljótaár. 2. Akraneskaupstaður, Mýra- og Borgarfj.sýslur sækja um 6 millj. kr. ríkisábyrgð til virkj- unar Andakílsárfossa. 3. Sauðárkrókur sækir um 1,2 millj. kr. ríkisábyrgð til virkjun- ar Gönguskarðsár í Skagafirði. Ut af þessum málum hafa sprottið harðar deilur, sem hafa staðið frá því fyrir jól bæði í nefndum og þingdeildum. Al- menningur hefur enn sem kom- ið er ekki getað fylgzt með gangi þessara mála. Þó hafa birzt í Tímanum greinar um þau, en þær eru mjög villandi, eins og búast mátti við úr þeirri átt. Á undanförnum árum frá því Einar Olgeirsson er einn fjárhagsnefndarmanna neðri deildar fylgjandi því, að Akraneskaupstað- ur, Borgarfjarðar- og Mýrasýslur fái að virkja Andakílsá. Hinir nefndarmennirnir vilja hindra virkjunina með blekkingum um ríkisvirkjun. um 1930 hefur töluverður skrið ur komið á rafmagnsmál þjóð- arinnar. Á þessum tíma hafa að vísu ekki verið framkvæmdar nema tvær virkjanir, sem nokk- uð kveður að, það er Sogsvirkj- unin og Laxárvirkjunin. En ýt- arlegar áætlanir hafa á þessum tíma verið gerðar um nýjar virkjanir og háspennulínur. Á- ætlanir þessar hafa verið kerfis- bundnar, þannig, að hver ein- stök virkjun, sem áætlun hefur verið gerð um, er hugsuð sem liður í heildarkerfi fyrir heila gömlu aðferðinni við Sósía- listaflokkinn, sem henni gafst bezt við Alþýðuflokkinn,: að beygja hann til þess aö sam- þykkja hvert mál í því formi, sem hún óskaöi eftir, en taka ekkert tillit til krafna hans. Sósíalistaílokkurinn ætlar sér aö venja Framsókn af þess- háttar Hriflupólitík og knýja hana til þess að taka fullt tillit til verkalýðsins. Og það getur vissulega kostaö nokk- uð, að kenna henni það. Við skulum taka nokkur dæmi frá þessu þingi. Bifreiðaeinkasalan. Sósíal- istaflokkurinn krafðist áhrifa verkalýðsfélaganna í úthlut- unarnefnd bílanna, ef hann ætti að vera með frumvarp- inu. Framsókn tók ekki tillit til þcssa. — Hún gerir það kannske næst. Lýsisherzlustöðin. Reynslan af einokun ríkisvaldsins á því sviði, er sú að Kveldúlfi og Oskari Halldórssyni er leyft að byggja verksmiðjur, en ' æjarstjórnum eins og Siglu- ljaröar, neitaö, ef verkalýöur- inu ræöur þav« — Sósíalista- ilokkurinn kærir sig ekki um 'líka einokun til misbieiting- sr valdsins í þjónustu einka- bracksins. En sé þannig frá málinu gengiö að slík mis- beiting sé útilokuð, þá er hann með. — Framsókn vildi ekki vera meó í því, aö hindra sl’ka misbeitingu. MáliÖ féll. Kynnisferðir sveitafólks. Sósíalistaflokkurinn lagöi til, a j fyrst og fremst væri styrk- ur/v:ittur handa húsmæðrum í sveit, en styrkur handa bændum, sem nú er á fjárlög- um aukinn. Alþýðufiokkur- inn og Framsókn vildu leggja toll á kjöt og mjólk, til þess að kosta kynnisferðimar. Sós- íalistaflokkurinn var á móti slíkri tekjuöflunarleið og hver vill lá honum það? Raforkumálin. Eftir um- mælum Alþyöublaðsins um það mál, virðist mega álykta aö Alþýöuflokkurinn sé að láta véla sig inn á þá afsökun Framsóknar, áð hindi'a frek- ari rafvirkjun í kaupstöðum, eöa gera hana miklu dýrari en hún þarf að vera. — Ef Alþýóuflokkurinn vill ganga í þjónustu afturhaldsins á ís- landi, þá er þaö hans mál — en honum er bezt að saka þá ekki Sósíalistaflokkinn um skort á vilja til þess aö vinna aö framförum. Heimskuþvaöri Alþýöu- blaðsins um þaö, að Sósíalista- flokkurinn skuli ekki vilja ganga í ríkisstjórn skilyi'ðis- og samningalaust, þarf ekki aö svara. Það er ekki undar- legt þó flokki, sem þannig vill ganga til verks, farnist eins og Alþýðuflokknum hefur fai'nazt á undanförnum áratug. Þaö er eins og þessir menn geti ekkiert lært — og engu gleymti Hve lcngi ætlar Alþýðu- blaðið að halda' áfram þessari endemis hræsni um vinstri samvinnu, sem það auðsjáan- lega hatar og óttast? í Og ef það eru til menn í foringjaráði Alþýðuflokksins, sem vilja slíka samvinnu, þvi skera þeir þá ekki upp úr meö þaö í 9 manna nefndinni, heldur láta bara AlþýÖublað- iö óskapast eins og þaö gerir. Og því svarar Alþýðuflokk- 1 urinn ekki tilboði Alþýðusam- * bandsins um myndun banda- 1 bandalags játandi? Hræsni fasistanna við Al- þýðublaöið, þvaður þeirra og blekkingar, er eðlilega þáttur þeirra í að reyna að eyðileggja alla möguleika til samstarfs. En hve lengi ætla þeir Al- þýðuflokksmenn, sem vilja samstarf að láta slíkt við- gangast? landshluta eða landið í heild sinni. Heildarskipulag raforkumála. Þessar kerfisbundnu áætlan- ir, sem færustu sérfræðingar þjóðarinnar í rafmagnsmálum hafa unnið að, gera ráð fyrir að framkvæmd raforkumála verði með þessum hætti: í fyrsta lagi verði allir bæir og þorp, þar sem staðhættir leyfa, hvattir til þess að reisa fyrir sig raforkuvirki á þeim grundvelli, að þessar virkj- anir geti algerlega staðið undir sér fjárhagslega. Þessar virkjan- ir gætu, ef ástæða væri til, verið fyrir fleiri en einn bæ eða þorp. í öðru lagi, þegar búið er að koma upp þessum raforkuvirkj- um, verði reynt að leggja há- spennulínur milli virkjananna og í þéttbyggðustu sveitirnar, með það hvorttveggja fyrir aug- um, að sem flestir bæir geti orð- ið raímagns aðnjótandi og að leiðslur þessar komist sem næst því að standa undir sér fjár- hagslega. í þriðja lagi: Þegar þessar framkvæmdir eru komnar á rekspöl er kominn tími til þess að byggja miklar háspennulínur frá stórum orkuverum, er flytji orku í stórum stíl til orkuveit- anna, sem fyrir væru út frá smærri virkjununum. Þá væri líka tryggt, að hinar stóru há- spennulínur kæmu sti'ax að gagni, þar sem þeim væri fyrir- fra'n tryggður ákveðinn neyt- endafjöldi. Út frá slíkum forsendum sem þessum voru gerðar áætlanir um ýmsar virkjanir, þ. á. m. Fljótaárvirkjunina og virkjun Andakílsárfossa. Ef þróun raf- orkumála var kerfisbundin á þennan hátt urðu slíkar virkjan ir einmitt nauðsynleg skref fram á við í þróun raforkumál- anna. I samræmi við þetta hafa þeir Steingrímur Jónsson og Jakob Gíslason líka lagt það eindregið t(l, að bæði Fljótaá og Anda- kílsárfossar yrðu virkjaðir. Og alveg fram að þessu þingi var ekki ánnað vitað en að þingmenn væru sammála um nauðsyn þess ara virkjana. Milliþinganefndin í raforkumálum. Hvað hefur skeð sem breytir viðhorfinu þannig, að það kost- ar nú harðvítuga bai'áttu að koma fram þessum sjálfsögðu virkjuntim? Hverjir eru það, sem telja sig þess umkomna að kasta í rusla- körfuna öllum áætlunum og til- lögum beztu sérfræðinga okkar í rafmagnsmálum? Það sem skeð hefur er það, að síðasta þing kaus milliþinga- nefnd í rafmagnsmálum, sem fyrst um sinn og áður en hún hefur gengið frá tillögum sínum, telur það skyldu sína að gera allt sem hún getur til þess að setja fótinn fyrir þær virkjanir, sem nú er verið að hef ja. í nefnd þessa voru kosnir þeir Skúli Guðmundsson og Jörundur Brynjólfsson frá Framsókn, Ing ólfur Jónsson á Hellu og Jón Pálmason á Akri frá Sjálfstæðis flokknum og Sigurður Jónas- son forstjóri frá Alþýðuflokkn- um. Sósíalistaflokkurinn hefur engan mann átt í nefndinni. Nefndin mun hafa byrjað að starfa rétt eftir haustkosning- arnar og í desember s. 1. sam- þykkti fjárhagsnefnd neðri deildar að senda Fljótaárvirkjun ina og Andakílsárvirkjunina nefndinni til umsagnar. Fljótaárvirkjunin. Milliþn. lá svo á málunum þar til í febrúarmánuði, að hún fyrst sendi frá sér álit, þar sem hún leggur til, að þingið geri sitt til þess að koma í veg fyrir að þessar virkjanir verði fram- kvæmdar. í bréfi sínu skýrir nefndin frá því, að hún hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að virkjanir í Sogi og Laxá geti nægt fyrir mest allt landið og að réttast muni að leggja háspennu línu á milli þeirra orkuvera, sem við þessar ár yrðu byggð. Hún telur, að hvað Siglufjörð áhrærir þá geti hann fengið rafmagn með því að leggja háspennulínu frá Akureyri, er liggi til Sauð- árkróks með hliðarlínu um Hofs ós til Siglufjarðar. í bréfinu kemur nefndin svo með kostn- aðaráætlun um þessar háspennu línur og ber hana saman við virkjunarkostnaðinn við Fljóta- á. Sá samanburður leiðir það í ljós, að háspennulínan yrði að minnsta kosti 3 millj. kr. dýrari en virkjun Fljótaár að meðtaldri háspennulínu þaðan til Siglu- fjarðar og nauðsynlegri aukn- ingu á innanbæjarkerfi þar. Þar við bætist, að til þess að há- spennulínan frá Akureyri komi að gagni, þá þarf að virkja Laxá á nýjum stað og auka háspennu línuna frá Laxá til Akureyrar. Hluti Sigluf jarðar af þeim mann virkjum yrði aldrei undir 5 millj. kr., en því atriði sleppir nefndin alveg. Væri farið að ráð- um milliþinganefndarinnar myndi stofnkostnaður þeirra raf orkuvirkja, sem færðu Siglfirð- ingum sama afl og Fljótaárvirkj unin, kosta að minnsta kosti 15 millj. kr. í stað þess að Fljótaár- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.