Þjóðviljinn - 11.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.03.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlækair: María Hallgríms- dóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er í Keykia\'ikur apóteki. íþróttafélag kvenna hélt nýlega aðalfund sinn. Var stjórnin öll endur kosin, er hún þannig skipuð: Formað- ur: Unnur Jónsdóttir, íþróttakenn- ari, ritari: Sigríður Guðmundsdóttir, féhirðir: Fríða Guðmundsdóttir, með stjómendur: Þorgerður Þorvaldsdótt ir og Ellen Sighvatsson. Útvarpið í dag: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að óperunni, Ali Ba- ba“ eftir Cherubini. b) Lög úr ,,Elverhöj“ eftir Kuhlau. c) Tvö smálög eftir Tschaikowsky. 20.50 Minnisverð tíðindi (Axel Tror- steinssan). 21.10 Hljómpiötur: Göngulög. 21.15 íþróttaerindi í. S. í.: Um sund- laugar og útibaðstaði (Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn). 21.35 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Björn Sigfússon magister). Aðalfundur Ferðafé- lags Akureyrar Fcrðafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn nýlega. Formaður var kosinn Árni Jóhannsson. Aðrir í stjórninni eru Þorsteinn Þorsteinsson og Edvard Sigurgeirsson. í félaginu em nú 340 félag- ar. Félagið fór 10 skammti- ferðir árinu, þ. á. m. í Herðu- breiðarlindir, til Drangeyjar og Suðurlands, allt til Eyja- fjalla. Sæluhússjóður félagsins hef- ur auhizt um 750 kr. og er nú 2700 kr. Samþykkt var áð auka fræðslu og skemmtistarf- semi félagsins. Starfsfólk Leikfélags- ins stofnar félag Starfsíólk Leikfélagsins og þeirra annarra, sem sýna sjón- leiki í Iðnó, hefur nýlega stofnað með sér félag. Formaður félagsins var kos- inn Guðni Bjarnason og meö- stjórnendur Guðrún Helga- dóttir og Gunnar Kristinsson. í félaginu eru allir þeir. sem starfa áó tjaldabiaki við leiksýningar, við uppsetningar leiksviða o. þ. h. Félagiö annast sölu á leik- endaskrám og rennur ágóði sölunnar í félagssjóð. Mófmaeli verkalýðsins Framhald af 1. síðu. með valdboði ríkisvaldsins ef ákvörð un um niðurskurð dýrtíðaruppbótar- inuar ná fram að ganga Skorar því félagið á Alþingi að fella frumvarpið eins og það er, nú þegar. Félagið víll alvarlega skora á öll stéttasamtök launþega í landinu að gera allt sem í þeirra valdi stendur tii þess að hefta framgang þessa ó- þurftar máls og lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í hverjum þeim ráð- stöfunum sem stjórn Alþýðusam- bands íslands kann að telja nauðsyn legar til að slá niður þessa nýju árás á hendur verkalýðnum." Verkalýðsfélag Dalvíkur „Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Dal víkur Mótmælir fyrirmælum um skerðingu verðlagsuppbótar laun- þega í framkomnu dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjómarinnar." NÝJA BfÓ Skeirimaavargarnir (Saboteur). PRISCILLA LANE ROBERT CUMMINGS NORMAN L’LOYD Bönnuð fyrir börn ynri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. RADDDIR VORSINS með Deanna Durbin. TJAJRNARBÍÓ Steypiflug (Dive Bomber) Stórmynd 1 eðlilegum litum tekin í flugstöð Bandaríkja- flotans. Mynd í eðlilegum litum. ERRROL FLYNN FRED MCMURRAY ALEXIS SMITH. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUK. yFagurt er á fjðliui Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Ætlar Framsðknar- flokkurinn — ? Framh. af 3. aíðu. virkjunin kostar 6 millj. kr. Auk þess eru þeir annmarkar á leið nefndarinnar, að vegna hinnar löngu háspennulínu væri reksturöryggið, sérstaklega að vetrinum til, mjög lítið og Sigl- firðingar fengju ekki rafmagnið fyrr en í fyrsta lagi einu, kann- ske þrem árum síðar heldur en Fljótaá yrði virkjuð. Milliþinganefndin hundsar sérfræðingana. Menn sjá af þessu, sem hér hefur verið sagt, hve fráleitar niðurstöður milliþinganefndar- innar eru. Enda hafa öll störf þessarar nefndar verið með en- demum. Hún hefur ekkert skeytt um tillögur verkfræðinga okkar. Hún hundsar þá gjörsam- lega og hreykir sér svo hátt að hún telur sig ekkert geta af þeim lært. Enginn af verkfræðingum okkar vill fallast á álit nefnd- arinnar og þeir telja allir, sem nokkuð hafa komið nærri raf- orkumálum, að niðurstöður henn ar séu hreinar fjarstæður, sem ekki sé samboðið Alþingi að taka hið minnsta mark á. Það hefur líka komið fram síðar sérstaklega í sambandi við Anda kílsárvirkjunina, að nefndin er mjög reikul í ráði og mun ég víkja nánar að því síðar. Af 5 mönnum, sem eru í fjár- hagsnefnd neðri deildar eiga 3 sæti í milliþinganefndinni, þ. e. þeir Skúli Guðmundsson, Ing- ólfur á Hellu og Jón á Akri. Þessi slysalega skipun fjárhags- nefndar varð til þess, að meiri- hlutinn lagði til áð frumvarpið um Fljótaárvirkjunina yrði fellt (vísað frá), en minnihlutinn, þeir Einar Olgeirsson og Ásgeir Ásgeirsson lögðu hinsvegar til að það væri samþykkt. Neðri deild samþykkti síðantillögu minnihlutans og þar með frum-' varpið með 23 atkvæðum gegn 7. Nú er búið að samþykk'ja það Júgóslavta Framh. af 1. síðu. ráða, myndaði skæruhópana til baráttu, flýði upp til fjalla og lagðist út, til þess að halda frelsisstríði áfram. Auðvitað varð slíkur skæruhemaður ekki háður undir forustu gömlu fasistisku embættis- mannanna, heldur skóp fólk- ið sér nýja forustu úr sínum hóp. Og það var það, sem þeir af gömlu fasistaleiðtogunum sem fyrst höföu verið með í að berjast gegn Þjóðverjum. ekki þoldu. Menn eins og Michailovitsj óttuðust lýðfrels- ishreyfingu fólksins meir en innrásarherinn. Þessviegnia hefur Michailovitsj og Chet- nika-sveit hans svikið og berst nú gegn skæruhópum þjóð- frelsissinna eins og Þjóðverjar og ítalir gera. Þjóðfundurinn í Bihae for- dæmdi svik hans og hefur heimtað dóm yfir honum. Blaðafrásagnir síðustu mán- aða um frelsisbaráttu Micha- ilovitsj eru uppspuni og hafa við engin rök að styðjast. Auðvaldsblöðin eru að reyna að skapa hér ævintýri, sem enga stoð á í veruleikanum. Jafnframt eru þau að reyna að dylja eðli lýðfrelsishreyf- ingarinnar og þjóðfrelsisbylt- ingarinnar, sem er að gerast í Jugoslavíu Því meiri ástæða fyrir al- þýöu allra landa aö fylgjast meö því, sem þarna er aö ger- ast. Hver veit nema þjóðfrels- isnefndirnar, sem nú eru myndaöar í þorpum Jugo- slavíu, komi til meö aö hafa álíka áhrif, er þær veröa myndáöar í ýmsum öörum löndum, og verkamanna- og bænda- og hermannaráöin. sem mynduö voru í Rússlandi 1917 höfðu þar? endanlega í neðri deild og efri deild er búin að samþykkja það við 1. umr. og vísa því til fjár- hagsnefndar þar, svo vonandi nær það fram að ganga. DREKAKYN ELftir Pearl Buck v* Ég hefði fært ykkur kjöt, ef ég hefði vitað þetta, sagði ^ dóttirin, og ég ætla að gera það næst þegar ég kem. — En ^ Ling Sao færði henni engar þakkir. í þess stað sagði hún vg gremjulega: Ég kann ekki við að mitt fólk sé feitt, þegar ^ aðrir eru horaðir. Það á ekki við að vera spikaður á hallær- ^ istímum, þegar allir verða að hungra. w En ég borða ekki annað en það sem mér er fært, sagði vv dóttirin. Ía; Hver gefur þér matvæli? spurði Ling Sao. w Maðurinn minn. y5 Ling Sao athugaði dóttyir sína gaumgæfilega, til þess v>í að ganga úr skugga um, hvort hún væri saklaus. vv Hvernig getur hann gert það? spurði hún. w Dóttirin fór að gráta. Ég veit að þú skilur ekki hvað gg hann er góður, snökti hún. Þú áfellist hann af því að svo virðist sem hann hafi gefizt upp í bili. Ég sagði honum að ^ þú mundir gera það. En hann hatar óvinina ekki síður en ^ aðrir og hann segir, að sérhver verði að veita viðnám eftir S$£ sínu höfði og hann segist fá óteljandi tækifæri til þess 38$ ^ að snúa málunum okkur í hag en ekki óvinunum og hann í>3£ ^ segir: hvað þýðir að fjandskapast við það, sem þegar er ^ jg£ orðið? Óvinurinn ræður og einhvern veginn verðum voð !>$£ ^ að lifa undir hans stjórn. ^ En ekki að safna spiki undir henni, sagði Ling Sao. 3$£ Það er betra að við fitnum heldur en óvinurinn, sagði !>$£ ^j dóttirin f bræðikasti. Er óvinurinn nokkru ver settur, þó að ^ ^ við hættum að éta? Ekki ef þið hafið matarlist, sagði Ling Sao napurt. !>$£ ^ Og Ling Sao leit í bræði litlu börnin feit og sælleg og i>8£ gg var hissa á því, að hún hafði enga ánægju af því að virða i>8£ ^j þau fyrir sér. Hún, sem aldrei mátti barn sjá svo að hana i>$£ ^ langaði ekki til að gera gælur við það. En nú horfði hún !>$£ gg á þessi tvö, án þess að hana langaði til að snerta þau. Henni i>$£ j$£ þótti þau ekki vera hold af sínu holdi. Þau höfðu nærzt Í>8S jg£ á erlendri fæðu. En dóttir hennar sá bara að hún leit á 58£ j$£ börnin og sagði hreykin: Finnst þér ekki þau hafa stækkað? ;>$£ <$£ Jú, sagði Ling Sao, þau hafa stækkað. Og hún horfði á i>$jj milli augnanna á dóttur sinni. Hvað ætli þau hugsi ein- 581 ■v* hvern tíma, þegar landið okkar verður aftur frjálst og i>$£ nafn föður þeirra verður meðal nafna svikaranna. i>$£ Nú fór dóttirin aftur að gráta og óska þess að hún hefði ■$* ekki komið. 3$£ j£*j Koma okkar er bara til leiðinda, snökti hún, og viö, sem i>8£ && komum til þess að hjálpa ykkur og vita, hvernig ykkur j**j liði, og hvað sem þið kunnið að halda um okkur, þá hugs- jggj ££ um við til ykkar eins og við höfum alltaf gert og vera má, ** ** að við verðum þess einhvern tíma umkomin að bjarga jXgj ^ jafnvel lífi ykkar. ?$4 Ling Sao stóð upp. Ef ég ætti nokkuð til að bjóða þér pQ og börnunum, þá mundi ég gera það. en við höfum bara £*j ££ ekkert. Við eigum ekki gnægð hrísgrjóna og kjöts. Aðeins £gj nóg til þess að verða ekki hungurmorða. Ég get því ekki sýnt þér viðeigandi gestrisni. “V; Þetta þýddi, að hún vildi ekki halda áfram samtalinu og dóttir hennar vissi það. jg* Hvernig geturðu verið svona harðbrjósta, þar sem þið eruð ekki nema tvær, gamlar manneskjur í húsinu og eigið ra enga að nema okkur. íY; Við komumst af, sagði Ling Sao hreykin. p* ^ Og Ling Tan, sem var fyrir utan garðinn sá, að hliðið íx| var opnað og dóttir hennar og börnin komu út og Ling rxs íXj Sao kvaddi með hæversku og hún og Ling Tan stóðu í sömu pQ sporum, þangað til Vú Líen og föruneyti hans var farið íx; og hvorugt þeirra mælti orð á heimleiðinni. íy* Þegar gestirnir voru farnir settu þau slagbrandinn tyi- $8 íxí ir hliðið og Ling Sao kallaði niður til hinna og þau komu S; upp. Þau töluðu góða stund um heimsóknina og því meir ys$ CC: sem Lao Er heyrði, því reiðari varð hann. Hann ásetti sér y3 0$ að reyna með eínhverju móti að komast til borgarinnar og y$ y8 sjá hverju þar færi fram og kynna sér, hvort allir hefðu w y8 gefizt upp fyrir óvinunum. yS ^ Jadá stakk upp á því, upp úr bókum sínum, að hann yg skyldi dulbúast sem betlari og með rauðum leir bjuggu w þau til sár á andlit hans og afskræmdi það munninn til ys; annarrar hliðar og svo leit út sem hann væri blindur á w öðru auga og nokkrum dögum síðar fór Lao Er af stað til vv> borgarinnar og lézt vera betlari. Hann forðaðist aðalgöt- ^ urnar en kom víða við og sá margt. Það sem hann sá ^ hryggði hann, því að alls staðar var ópíum selt. Hann festi ^$£ ekki hugann við húsarústirnar eða hungraða fólkið, slíkt er ætíð förunautur styrjaldar. Þó var ekki hægt að láta sér ^$£ þetta yfirsjást í þessari borg, sem fyrir skömmu hafði verið ^8£ fögur. auðug og full ánægju. Nú var hljótt á götunum. >^í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.