Þjóðviljinn - 17.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1943, Blaðsíða 4
t þJÓÐVILIINN —*r>=z^ -Orbo^glnnl, Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unn. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum annað kvöld. Að- göngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Útvarpið í dag: 20.20 Föstumessa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 21.20 Kvöldvaka: a) Gils Guðmundsson kennari: * Róður á vetrarvertið á Suð- urlandi. b) Sjómannalög. Verð landbúnaðar- afnrða Fxamh. aí 3. »íðu. reikninga sendu kr. 15,61 á kind. Hér er um mjög íhug- unarvert og alvarlegt atriöi aö ræöa. Áttundi hver' bóndi sem búreikningar ná til, tap- ar hvorki meira né minna en rúmum 15,00 kr. á kind á sama ári og meöalgróðinn er kr. 13,25 og einstökum bænd- um tekst aö græöa rúmlega þrefalda þá upphæö eöa kr. 43,16 á kind. Vafasamt er hvort rétt sé aö telja þá búreikninga álykt- unai’hæfa viö ákvöröun á framleiösluveröi búnaöarvara, sem svo eru fráleitir frá hag- rænu sjónarmiöi og raun ber vitni. Jafnframt því, aö mjög aökallandi athugunarefni er að rannsaka hvaö mestu veldur þessum mun á fram- leiöslukostnaöinum. Þaö mál þolir í raun og veru enga biö, því vitanlegia kemur vart til mála, jafnvel ekki í náinni iramtíð, aö viðhalda búskap viö þá staöhætti siem venju- legar markaösaöstæður fá ekki boriö uppi ásamt þeim styrkjum er til búnaðarins nú renna. Mun í þessu sambandi mörgu til aö dreifa svo sem stærö jaröanna og landgæöi, lega meö tilliti samgangna eölisgæöi og stærö bústofns og áð síöustu mismunandi hæfni bændanna sjálfra og verkhyggni. — Allt er þetta æriö og knýjandi rannsókn- arefni þó getur megi áö ýmsu leiöa og sennilegt sé, aö fleiri samvirkar, óhags- stæöar orsakir eigi hlut aö þeim raunalegu niöurstöö- um er áöur getur. Þessi er þá orsökin fyrir af- jStöðu verkalýösfélaganna til dýrtíöarfrumvarpsins og er þá hinu sleppt, aö ekki getur hjá því fariö áö verkamenn hafi þaö á tilfinningunni, eins ®g raunar allir laörir, áö bet- ur má og hagrænna um þessi mál búa en gert hefur veriö til þessa. Rvík 15 marz 1943. Alexander Guðmundsson. NÝJA BÍÓ Hetjur loftsins (A Yankee the R. A. F.) Tirone Power Betty Gablc John Sutton Sýnd kl. 3, 5. 7 og 9 V W TJARNAJEBÍÓ < Slædínguf (Topper Returns) Gamansöm draugasaga. JOAN BLONDELL ROLAND YOUNG CAROLE LANDIS H. B. WARNER Sýning kl. 3, 5, 7 og 9 Bönnuö fyrir börn innan 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. 9Fagurt er á fjöllui Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODÐSEN. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Innilegar þakkir færi ég hérmeð ríkisstjórn, al- þingi, og öllum þeim fjölda manna fjær og nær, sem heiðruðu minningu þeirra manna er fórust með m.s. Þormóði og sem á svo margvíslegan og hjartnæman hátt hafa auðsýnt aðstandendum djúpa hryggð, samúð og hjálp í sorgum þeirra. Gísli Jónsson. Árstiðirnar Tónlistarfélagiö efndi til 4. hljómleika sinna á þessu starfsári s. 1. sunnudag í Gamla Bíó. Fluttir voru þætt ir úr „Árstíöunura“ eftir Jósef Haydn af Hljómsveit Reykjavíkur og söngfélaginu „Hörpu“ undir stjórn Róberts Abrahams. Einsöngvarar voru Guömundur Jóusson, Guórún Ágústsdóttir og Dan- íel Þorkelsson. Óratoríiö „Árstíöirnar var síöasta stórverkiö sem Haydn samdi, þá nærri sjötugur. Engin finnast þö ellimörk á þessu verki hans. ÖÖru nær. Músíkin ber öll blæ æslcunn- ar — þrótt, fjör, glettni og viökvæmni —■ í snilldarlegu samræmi viö yrkisefniö, — en „efniö" er lýsing sveita- lífsins og náttúruaflan .*a í síbreytileik hinna fjögurra árstíöa, eins og komist er aö oröi í hljómleikaskránni. Leikur og söngur var yfir- leitt vel samfelldur og mis- fellulítill, blásturshljóöfænn óvenjuega örugg, en stund- um full sterk miöáö viö kórinn og þó sérstaklega ein- söngvana. „Harpa“ er ungt söngfélag, en hefur þegar náö góðum samhljóm undir stjórn Róberts Abrahams. — Einsöngur Guðmundar Jóns- sonar var hinn skörulegasti röddin skemmtileg og þrótt- mikil, en framburói og radd- beitingu 'aö ýmsu leyt'i ábóta- vant. í Guðmundi er óefað gott söngvarael'ni, en hann þyrfti aö fá íullkomna söng- kennslu — sem fyrst — Rödd frú Guörúnar Ágústs- dóttur er einkar blæfalleg og viökunnlanleg, en söngurinn er full þunglamalegur og ó- nákvæmur meö köflum, er hratt var sungiö — Daníel Þorkelsson hefur veigalitla rödd, en óvenju þýöa og fall- ega á miðbiki raddsviösins í veikum söng. — Þau ungfrú Anna Péturss og dr. Edel- stein önnuöust fylgileikinn viö einsöngvana og fórst þeim þaö vel úr hendi. Þetta er í- fyrsta sinn, sem Róbert Abraham stjórnar hljómsveitartónleikum hér í Reykjavík. Hann er skapmik- ill og ákveðinn stjórnandi, er veit hvaö hann vill. Hljóm- leikarnir fengu hinar beztu viötökur hjá áheyrendum. N. k. sunnudag munu hljómleikarnir veröa endur- teknir aö öllu forfallalausn, og gefst þá almenningi kost- ur á aö hlýöa á hina unaös- legu og léttfleygu tónlist Haydns. P. K. P. DREKAKYN Eftir Pearl Buck Hvernig áttu þeir að geta stjórnað í sveitinni, ef þeir þyrðu 555 ekki að fara þangað og hvernig áttu þeir að fara að því & að senda heilan her á hvern stað eftir matvælum og öðru, $8£ sem þeir þyrftu að slá eign sinni á? Um mitt sumar brauzt •>$£ reiði óvinanna út í æði og þeir brenndu öll þorp, þar sem $$£ fjallabúar fundust. Þorp Ling Tans var ekki brennt, þó að «X?4 nokkrir fjallabúar væru þar staddir í jarðhúsinu þegar leit- in var gerð, því að þeir fundust ekki og létu sér nægja að hafa í hótunum. En í sumum þorpum uppi í hlíðunum voru íbúarnir' <X> brenndir inni að næturþeli fyrir þær sakir einar, að þorp- j^* in voru þarna uppi og óvinirnir ályktuðu af því, að þar hlytu fjallabúar að hafast við. En þegar leið fram á sumar, ^ sögðu synir Lings Tans honum, að einhvernsstaðar að kæmu manngarmar, sem átt hefðu heima í hinum brenndu ^ þorpum, nokkrar hræður, konur og karlar, sem færu að ^ reyna að rækta sviðna jörðina, sem þau höfðu átt. Hjá því gat ekki farið, að þessi grimmd orsakaði breyt- !?$£ ingu á lundarfari fólksins. Fyrr á tímum, þegar menn ££ höfðu notið frelsis, höfðu andlit karla og kvenna verið |x« glaðleg, borið vott um frjálsræði og einlægni, auðvelt hafði verið að vekja hlátur, glaðværar raddir hljómuðu og há- ^ vær gamansemi og blótsyrði heyrðust 1 hverju húsi og ^ enginn þurfti að dylja neitt fyrir öðrum. En nú var hljótt ^ í þorpunum. Andlit fólksins voru mörkuð hörkudráttum, vegna hinna þungu búsifja, sem það varð fyrir af óvinin- •$£ um og beizkjan og hatrið fékk enga útrás, nema í laun- j?$£ vígum. Hin dulda reiði og sífellda leit eftir tækifærum til !>$£ þess að geta drepið, hlaut að hafa djúp áhrif á fólkið og j?$£ Ling Tan fann þessa breytingu á sjálfum sér. Óvinirnir brenndu alltaf við og suðu mat sinn við hann. íri Þeir þekktu ekkert annað eldsneyti og því voru trén höggv- ^ in niður, bjálkar teknir úr húsum fólksins, hliðin rifin ^ af hjörunum, og þegar óvinirnir voru eldiviðarlausir fóru ^ þeir á stúfana og tóku allt sem hönd á festi. Þetta vor ^ felldu þeir, meðal annarra trjáa, gamla, stóra víðitréð hjá •$£ húsi Ling Tans, en undir því tré höfðu þau Lao Er og Jada ^ oft alið manninn sitt fyrsta hjúskaparár. Þegar Lao Er i?8£ kom að og sá vegsummerkin, varð hann harmi lostinn, sneri 3$£ við og sagði við Jadu: :)$ Þeir hafa höggið tréð okkar, ástin mín. yíj Bara að tímarnir væru svo friðsamir, að við gætum hitzt ^ undir trénu,- svaraði hún dapurlega. Svo bar við, einn góðan veðurdag, skömmu eftir sumar- ^ málin, að hópur óvinanna heimsótti þorp Ling Tans í eldi- ^ viðarleit. Þeir voru átta eða níu saman og þó að Ling Tan j^j gerði sér upp deyfð og sljóleika, var hann fljótur að taka j^j eftir því að einungis fimm þeirra báru vopn, en hinir voru j$£ vopnlausir. Þorpsbúar komu að húsdyrum hans eins og þeir i?$£ voru vanir, þegar svo bar undir, en gömlu mennirnir og j?$£ gömlu konurnar biðu innan dyra, reiðubúin að rétta út p* vopn, ef Ling Tan gæfi merkið. í dag gaf Ling Tan merkið, er hann hafði virt óvinina vel fyrir sér og þorpsbúar réð- ^ ust á þá, allir sem einn og drápu þá, að einum undantekn- ^ um. Sá hafði særzt af skoti úr ferhleypu Ling Tans. Iion- j^j um tókst að skreiðast á brott og komast í bambusrunn, sem var sunnan undir húsinu. Ling Tan veitti honum eft- ^ irför og maðurinn reis upp á hnén og hendurnar eins og j^j hundur væri og sneri biðjandi andliti að Ling Tan og bað hann, á máli sem hann skildi, að gefa sér líf. Hann var j$£ á aldur við Ling Tan og sagði stynjandi: Lofaðu mér að !?$£ lifa, gerðu það. Eg á konu og börn. Sjáðu, hér eru þau. j?$£ Hann reyndi að ná einhverju úr barmi sér, en gat það ekki. En Ling Tan greip í belti mannsins og tók þaðan stuttan ÍQ hníf og án þess að hafa meiri vöflur á því, en um snák ^ eða melrakka hefði verið að ræða, rak hann hnífinn í kvið- gg inn á manninum. Ling Tan, sem hafði þrisvar áður drepið óvin, stóð nú ^ kyrr og horfði framan í manninn og hugsaði: 385 Hann er ekki svipljótur, þessi skratti. Hann hugsaði um j$? það sem maðurinn hafði sagt og þar sem hann var enn }$5 ekki orðinn gegndrepa af blóði á bringunni, beygði Ling 38£ Tan sig og tók úr vasa hans lítið silkiveski. Hann opnaði 58S það og tók þaðan mynd af fallegri konu og fjórum börn- W um átta til fjórtán ára að aldi'i. Ling Tan horfði nokkra ££ stu'nd á myndina og hugsaði að nú fengju þau aldrei fram- ^ ar að sjá manninn, sem þau þráðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.