Þjóðviljinn - 18.03.1943, Page 2

Þjóðviljinn - 18.03.1943, Page 2
2 ÞJÖÐ VIL3IHH í Fimmtudagni' 18. marz 1943. Kolaleysi og kolludráp Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Simi (fyrst um sinn) 4503. !3J3J3!3Í3J3J3!3!3!3!3Í3 Munið Kaffisöluna Hafnarsfrœff 16 !3Í3!3!3!3J3Í3!3!3!3!3!3 Daglega nýsoðin ivið. Ný egg, soðin og hrá. Kaffísalan HaZnarstræti 16. wt* I.O.G.T. St. Minerva nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8.30. Inntaka. Kosning í þingstúku. Upplestur. Æ.T. aöC5aaiacH3i3iaan Venjulega hefur verið hljótt um Hornafjörð og okkur llomfirðinga á opinberuin vettvangi, þótt stunduin hafi verið dálítið um pólitískar erj- ur innan héraðs eins og víðast hvar á landinu. En nú í vetur hefur töluvert verið minnst á Homafjörð á Alþingi, og í því sambandi hefur Kaupfélagið hér og Jón ívarsson mest komið við sögu En það, sem mesta athygli hefur vakið og mest hefur verið rætt er kolamálið og kæra sú sem fram hef- ur komið viðvíkjandi vöruverði hér í Hornafirði. Eg hafði ekki hugsað mér að leggja orð í kolabelg þann, sem mokað hef- ur verið í af blöðum og útvarpi og öðrum aðilum, því mér fannst það • hlutverk dómstólanna að skera úr því máli og finna þann seka, eftir að það var lagt fyrir þá. En ég gat ekki orða bundizt er ég las hina kolbrjáluðu grein Jónasar Jónssonar í Tímanum 26. jan. er nefnist „Kola- lausir kommúnistar" og svo „Nýtt kollumál“, í sama blaði þann 25. febr. þ. á. Það er ekki svo að skilja, að þetta sé í fyrsta skipti, sem Jónas gefur tilefni til andsvara, en þessar grein- ar svara sér bezt sjálfar og munu tæplega verða til þess að efla gengi Framsóknarflokksins hér í sýslunni, þó þær eigi kannske að gera það. Það virðist vera hæpin aðferð til að vinna pólitískum flokki fylgi eða að stemma stigu fyrir straumnum úr honum, að formaður flokksins leggi sig niður við það að eyða rúmi flokksblaðanna-í það að ausa út til- efnislausum árásum á menn, sem þeir hvorki þekkja né vilja skilja. Þegar ég las greinina „Kolalausir kommúnistar“, datt mér í hug það sem ég lærði í kristnum fræðum fyrir fermingu mína, þar var mér kennt, að Kristur læknaði öll mein og líknaði þeim sem bágt ættu. En samkvæmt kenningu Jónasar Jóns- sonar er það Jón ívarsson sem lækn ar öll mein og liknar þeim sem bágt eiga. Hann virðist vei’a sá „messías“, sem nú á að endurleysa heiminn með hækkandi verðlagi og væntanlegri þátttöku í viðskiptaráði Biblíusaga spámannsins frá Hriflu virðist vera á þessa leið: „Á stríðsárunum sendi guð son sinn, Jón ívarsson, til þess að frelsa fáeinar kommúnistahræður á Horna- firði, sem úrræðalausar voru að drep ast úr kulda og kolaleysi og höfðu ekki manndáð í sér til að leyta sér bjargar.“ Þetta er aðalinntakið í fyrri grein Jónasar. Grein þessi er gott sýnishorn fyr- ir okkur af því hversu óvandur Jón- as er að því sem hann skrifar um menn og málefni. Slíkt kemur fólki að vísu ekki ó óvart, því enginn þarf að láta sér detta í hug að þetta sé í fyrsta skipti, sem hann fer með stað leysu stafi. En nú sjáum við Horn- firðingar það svart á hvítu, hvaða staðle.vsur Jónas frá Hriflu leyfir sér að fara með. Hann byrjar grein sína ó því að segja frá því, að í þorp- inu í Höfn í Hornafirði, séu nokkrir kommúnistar sem hafi kært Jón ívarsson fyrir að hafa selt þeim of dýr kol, og auðvitað er þetta i hans augum óguðlegt athæfi. En þetta eru fyrstu ósannindin. Eins og Jónas getur sóð og fleiri þeir, sem lesið munu hafa bréf það er ég skrifaði fyrir hönd hinna svo- nefndu kommúnista og birt var í Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu, þá var þar ekki um neina kæru að ræða frá okkar hendi, heldur beiðni til Al- þýðusambandsins um að það rann- sakaði hvort leyfileg væri slík vöru- hækkun og hér átti sér stað nú um áramótin. Þá segir Jónas að Kaupfélagið hafi verið orðið kolalaust um áramótin og ýmsir í þorpinu lítt byrgir með eldsneyti og ekki sízt kommúnistam ir sem kærðu Jón ívarsson. Sumir þeirra hafi hvorki haft eldivið til að hita upp hýbýli sín eða til suðu. Neyðin hafi beðið við þeirra dyr. Allt þetta eru helber ósannindi, sem annaðhvort Jónas leyfir sér að bera fram heimildarlaust, eða þá að þetta er komið frá Jóni ívarssyni, en lík- ur eru til að fyrri tilgátan sé senni- legri, því í seinni grein Jónasar,„Nýtt kollumál", er hann heldur vægari í fullyrðingum sínum, þar talar hann þó um lítinn vetrarforða hjá verka- mönnum í stað kolalausra kommún- ista. Hið sanna er, að um árámótin voru til um 30 tonn af kolum í Kaup félaginu og enginn hafði, mér vitan- lega, kvartað um kolaleysi, og sízt af öllu komúnistarnir hans Jónasar eða hans Jóns ívarssonar hér ó Hornafirði. Nei, það voru ekki kom- múnistarnir sem fyrstir keyptu kol eftir nýárið, nema þá að meiri hluti Hafnarbúa, að Jóni ív. ekki undan- skildum, séu kommúnistar. Enda þarf Jónasi fró Hriflu ekk- ert að blöskra það þótt Hafnarbúar séu kommúnistar, því bezta skilyrði til þess að skapa róttækni í skoðun- um er það, að vera undir yfirráðum slíkra herra eins og J. J. og J. ív. Nei, það var ekki ég eða aðrir svo- kallaðir kommúnistai-, sem þurftu að fá kol eftir áramótin fremur en aðr- ir, og það var ekki komið að því að við frysum í hel á meðan þessi 30 tonn voru til í KASK. En eftir að kolin lækkuðu aftur var Jón ív. með þeim fyrstu, sem flutti heim til sín kol. Kannske hann hafi mátt til að lækka þau til þess að geta náð sér í kol sjálfur án þess að lenda á hrepp inn. En þetta er nú bara Gróusaga eins og hann Jónas okkar fer svo oft með og kennir okkur. En svo heldur Jónas áfram: „Og eugin hjúlp kom frá forkólf- um stefnunnar í Reykjavík, Einari og Brynjóifi. Enginn kommúnisti ut- an eða innan þorpsins sýndi minnstu viðleitni til þess að rétta þessum nauðstöddu fjölskyldum hjálpar- hönd. Jóni ívarssyni bar engin sér- stök skylda til þess eins og á stóð, en hann vissi að enginn annar myndi sinna þeim, sem þarna voru verst settir.“ Við vitum það vel, að Jónas Jóns- son hefur sagt margt óviturlegt um dagana, en þó getur maður tæplega reiknað með því að hann sé svo skyni skroppinn að hann sjái/það ekki, að það er skylda kaupfélag- anna, að sjó meðlimum sínum fyrir nauðþurftum, heldur hann að það sé fremur skylda þeirra Einars Ol- geirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar að sjá fólki fyrir nauðsynjavöru heldur en kaupfélögunum, samtök- um fólksins, sem starfrækt eru til þess að sjá því fyrir nauðsynjavöru og að selja eða útvega markað fyrir þær afurðir, sem félagsmenn fram- leiða. Það er engin góðgerðastarf- semi sem Jón ív. hefur unnið okkur til handa í þessu máli, sem honum væru þakkir skyldar fyrir. Heldur hefur hann með því að kaupa kolin aðeins rækt skyldu sína við félags- menn sem hver annar kaupfélags- stjóri var skyldur til að gera, án þess að fá eitthvert sérstakt þakklæti fyr- ir. Og hvað verðlaginu viðvíkur, þd var ekki gert ráð fyrir að verðhækk- unarbann stjórnarinnar stæði nema til febrúarloka, og ég held að Kaup- félagið hefði vel staðið sig við það að bera hallann af þeim kolum sem inn voru flutt á því tímabili, og til hvers er að safna sjóðum ef ekki á að grípa til þeirra undir svona kring- umstæðum, þegar þeir eru ekki lagð ir í neinar verklegar íramkvæmdir. Eg veit það vel, að verzlun verður aldrei rekin lengi með tapi, en þeg- ar svona stendur á og ekki er um lengri tíma að ræða, þá held ég að verzlunin hefði staðið nokkurn veg- inn jafn rétt eftir. Og þegar við gerðum ráðstafanir til þess að rannsókn yrði hafin á verðhækkuninni hér, þá fólst ekki í þeim nein sérstök ásökun á hendur Jóni ívarssyni, heldur fannst okkur að hér væri farið bak við lög, eða brotin lög, og við vildum fá það skýrt fram hver það væri sem bryli lög, ef það væri gert. Og í bréfi því sem ég skrifaði Alþýðusambandinu viðvíkjandi þessu máli, fólst alveg eins þung ásökun á hendur ríkis- stjórnini eins og Jóni ívarssyni. Og til hvers er ríkisstjórnin að gefa út lög, ef það á ekki að fram- fylgja þeim. Og til hvers er hún að minna fólk á að fylgjast með vöru- verðinu, ef menn mega ekki koma fram með sínar alhugasemdir. Nei, það er sjálfsagt ný túlkun á stefnu samvinnufélaganna, að þau eigi ekki að sjá meðlimum, sínum fyrir nauðsynjum; það er sjálfsagt ný stefnubreyting komin frá J. J. og J. fv. Ef til vill er það að verða að veruleika ,,heildsalaglottið“ sem J. J. sá á J. ív. er hann gekk í Bændaflokkinn sællar minningar. Ef J. ív. hefði verið kaupmaður, þá má segja að honum hefði ekki bor- ið skylda til að sjá viðskiptamönn- um sínum fyrir nauðsynjavöru. En það var öðru máli að gcgna þar sem hann var íramkvæmdastjóri fyrir neytenda- og sölusamtökum fólksins, því kaupfélagsstjórarnir eru þjónar fólksins, en fólkið ekki þjónar þeirra. Jónas segir að J. ív. hafi sagt þeim sem keyptu dýru kolin, að hann verðleggi þau á kr. 220,00 tonnið, en hann vænti þess að fá skaða félags- ins greiddan úr verðjöfnunarsjóði. Ef það fáist ekki hjá stjórnarráðinu, muni hann lækka kolin þó að tapið lendi þá á félagsheildinni. Þótt að Jónas Jónsson hafi kann- ske heyrt Jón Iv. segja þetta við menn hér, þá held ég að erfitt sé að Æ. F. R. Æ. F. R. heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna föstudaginn 19. þ. m. kl. 8%. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Erindi: Brynjólfur Bjarnason. 3. Upplestur: Gestur Þorgrímsson. 4. Önnur mál. 5. Marx. Félagi, mættu stundvíslega og taktu með þér gesti og nýja meðlimi. STJÓRNIN. TILKYNNING Á fundi bæjarstjómar Reykjavíkur 4. þ. m., var samþykkt eftir tillögu heilbrigðisnefndar: Að banna öllum mjólkursölubúðum að nota trektir við mælingu mjólkur og rjóma, og krefj- ast, að mjólk og rjómi sé einungis afhent í ílát, sem ekki þurfa að snerta mjólkurmálin. Að fyrirskipa, að afgreiðslustúlkur í mjólkur- og brauðabúðum n«ti kappa, sem skýli hárinu til fullnustu meðan á afgreiðslu stendur. Ákvæði þessi ganga í gildi 1. apríl n.k. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem reka mjólk- ur- og brauðsölubúðir hér í bænum. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. finna þá sem hann hefur sagt þetta við og býst ég við að ég sé fullt eins kunnugur þessum mólum hér eins og Jónas. En þegar ég talaði við Jón ív. um kolahækkunina, þá sagði hann, að hann vonaði að fá mismun- inn greiddan úr ríkissjóði. annars sagðist hann ekki vilu það með vissu, en ef það fengizt, þá yrði kaupend- um kolanna endurgreiddur mismun- urinn. Og þá játaði J. ív. að hann bryti lög, því hann sagði að nauðsyn gæti brotið lög í þessu falli eins og öðru. í seinni grein sinni um þetta mál, sem nefnist „Nýtt kollumál", segir Jónas, að þegar nokkrir kommúnista vinir á Hornafirði hafi haft pata af því að ríkisstjórnin hafi beðið J. ív. að taka sæti í viðskiptaráði, hafi þeir leitað tækifæris að spilla fyrir þeirri ráðstöfun með því að kæra kaup- félagsstjórann. Þarna er ein af „Gróusögunum" á ferðinni, því þótt Jónas hafi kann- ske heyrt þetta sagt, þa er það upp- spuni frá rótum, því við höfðum ekki hugmynd um skipan hans í viðskipta ráðið er við sendum bréfið til Al- þýðusambandsins. Jónas segir að J. ív. hafi getað leikið sér að landslögum, eins og ýms ir spekúlantar hafi gert, með því að aðgreina frumverð kolanna frá farm- gjaldi, framskipun og uppskipun og þóknast réttvísinni á þann hátt. En það er sannarlega bágborin réttvísi, sem þannig er hægt að fara kringum og ég dreg það í efa, að J. ív. hefði sloppið undan réttvísinni með því móti, eða að minnsta kosti hefði hann ekki sloppið undan dórni al- mennings, og almenningsálitið er oft meira virði heldur en dómur réttvís- innar á íslandi. En hvað er um hinar vörutegund- irnar, sem settar voru upp um ný- árið? Hversvegna var matvaran lækkuð aftur um það leyti, sem und- irréttur tilkynnti dóm sinn i málinu? Eg get ekki skilið það öðruvísi en að í því máli sé einhver sekur, hvort sem það er J. ív., dómnefnd í verð- lagsmólum eða einhver annar aðili, og við höfum aldrei beðið um neitt annað í þessum málum en að ílett væri oían af þeim seka, hver sem hann væri. Og það eitt er víst, að rík isstjórnin hefur fljótt tapað því trausti, er hún virtist verða aðnjót- andi er hún „stoppaði“ dýrtíðina um leið og hún var sett á laggirnar. Og ei hún hefur leyft þær verðhækkan- ir sem hér áttu sér stað, þá er henn- ar sök langstærst. Þá virðist oss sem hinn illræmdi gerðardómur sé aftur- genginn, Eí leyfð er verðhækkun á vörum úti um land jafnhliða því.sem vörur lækka í Reykjavík og vísital- an lækkar og þarafleiðandi kaup- gjaldið. Sem kunnugt er hefur ríkisstjórn- in verið með svokallað dýrtíðarírum varp á Alþingi, og það felur meðal annars í sér kauplækkun, en þó virð- ist, sem ennþá eigi að halda áfram að hækka vöruverð, því núna í marz- byrjun auglýsti kaupfélagið hér að kolaverð hér væri ákveðið kr. 260,00 tonnið, og það er engin smáræðis hækkun, þar sem um er að ræða kr. 85,00 á tonnið. Og þetta segir kaup- félagsstjóri að sé gert með samþykki stjórnarvaldanna. Svo það er dálagleg ríkisstjórn, sem ætlar að lækka dýrtíðina á því að lækka kaup og hækka vöruverð. Og þótt að Jónas frá Hriflu telji kannske að verðhækkun á kolum sé „raunveruleg átök á móti dýrtíðinni", þá skil ég ckki í því að það sjái nokk ur nema hann og kannske ríkisstjórn in, að það sé barátta móti dýrtíðinni að vöruverð hækki jafnhliða því sem kaupgjald lækkar. Og þótt hann lelji það vesalmennsku af okkur að reyna að rétta hlut okkar í þessu máli og fletta ofan af því ranglæti, sem á okkur hefur verið framið, hver sem það hefur gert. En óþarfi er að fjöl- yrða meira um það, því slíkt brot mun fá sinn dóm fyrir augum þjóð- arinnar, þótt Jónasi verði að trú sinni með það að það sleppi undan refsingu dómstólanna. En ótrúlegt cr það, að Jón ívars- son verði scttur í æðsta sæti lands- Fnamhald á 4. síð'u.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.