Þjóðviljinn - 19.03.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 19. marz 1943. TILKYNNING frá loftvarnanefnd « Loftvarnaæfing verður haldin að tilhlutun Loftvamanefndar Reykjavíkur og stjóm setuliðsins einhvern daginn, frá 21.—27. marz, að báðum dögunum meðtöldum, milli kl. 20 og 24. Allir einstaklingar og stofnanir á svæð- inu fyrir sunnan línu, sem dregin er frá vestri til austurs miðja vegu milli Akraness og Borgamess og fyrir vestan línu, sem dregin frá norðri til suðurs skammt fyrir austan Vík í Mýrdal, eru beðin að sýna fulla samvinnu með því að taka þátt í æfingunni. Menn eru varaðir við því, að loftvarna- merki, sem kunna að verða gefin á hinu of- angreinda tímabili, þurfa ekki nauðsynlega að gefa það til kynna, að æfingin sé að hefj- ast, heldur gæti verið um að ræða raunveru- lega aðvörun um loftárás. Loffvarnanefnd Viðskiptaráð hefur sett eftirfarandi ákvæði um hámarksálagningu á rafmagnsvörum: I. Hreyflar, vindrafstöðvar, eldunar-, hitunar- og lækningatæki í heildsölu ......................... 13% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum .................... 28% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 35% II. 1. Öll rafknúin tæki til heimilisnotkunar, önnur en eldavélar, hitunartæki og hreyflar 2. Rafknúin tæki til iðju og iðnaðar, önn- ur en hreyflar 3. Rör og leiðsluvírar í heildsölu ........................... 18% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum ....................... 40% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 50% III. 1. Ljósakrónur, lampar, mælitæki og perur 2. Innlagningar- og viðgerðarefni allskon- ar, önnur en rör og leiðsluvírar 3. Aðrar rafmagnsvörur en nefndar eru að framan I heildsölu ......................... 25% í smásölu: y a. Þegar keypt er af innlendum heild- sölubirgðum ..................... 50% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 64% Oíangreind ákvæði ganga í gildi frá og með þriðju- degi 23. þ. m. Reykjavík, 17. marz 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. fþróttir Skiða-molar Eg minnist ekki að sunnlenzki veturinn hafi í annað sinn verið eftirlátari á skíðamóti en á landsmótinu núna. I fyrsta lagi nógur og góður snjór og svo veðr ið yfirleitt ákjósanlegt, alveg sérstaklega tvo síðustu dagana. * Það, sem vekur óskipta at- hygli, þegar maður ber saman þetta mót og fyrstu mótin, eru DEraanEiKictöniaD Herrafrakkar Fallegir og ódýrir Ingólfsbúd Hafnarstræti 21. {aKiaiaiannnEnaEia Gulimunir handunnir — vandaðir Steiahringar, plötuhringar o. m. fi. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4803. nzmnms'aœzttttttt Nnnið Kaffisöluna Hafnarstræfí 16 mZKttXKVmXKKX Daglega nýsoðín sfíð, Ný egg, soðín og hrá. Kaffísalan Halnarstræti 16, hinar mildu frarhfarir í íþrótt- inni. Hæfni hvers einstaks er margfallt meiri og fjöldi þátttak enda mikið aukinn, en um leið jafnari í keppninni. Á tilhögun keppninar ábyggilega mikinn þátt í því, eða flokkarnir A., B. og C., en menn flytjast milli þeirra eftir vissum reglum. * En það eru fleiri en keppend- ur, sem hafa tekið framförum. Allur fjöldi „áhorfenda" getur orðið margfalt meira en á fyrstu mótunum, og margir þeirra hefðu þótt laglega liðgengir í þá daga, þótt þeir dagar séu ekki eldri en 4—6 ára. Svo hafa fram farirnar orðið við skilyrði sunn- lenzka vetrarins. Hvernig skyldi það vera á Norður- og Vestur- landi? * Siglfirðingar hafa frá því fyrsta verið þeir, sem hafa látið mest til sín taka á mótum, bæði í stökki, göngu og svigi. Sérstak- lega í göngu og stökki. Nú virð- ist sem þeir hafi fengið skæða keppinauta þar sem eru nábú- ar þeirra, Akureyringarnir, fyrst og fremst í svigi. í þeirri grein búa Akueyringar yfir mikilli mýkt og fallegum „stíl“, svo að af ber öðrum keppendum. í stökkum eiga þeir líka unga og efnilega menn, þó langt eigi þeir í land að ná körlum eins og Jóni- Þorsteinssyni og Jónasi Ásg. * Það er ómögulegt annað að segja, en að Jón Þorsteinsson hafi verið óheppinn í stökkinu. Fyrst stekkur hann reynslu- stökk mjög íallega, 28 m. í fyrri umferðinni dettur hann, óg þar með titillinn, en í annarri stekk- ur hann svo 281/2 m. mjög glæsi- legt stökk. Þrátt fyrir þelta ó- happ er Jón ábyggilega okkar glæsilegasti stökkvari og kraft- mesti. — Jónas Ásgeirsson hefur aftur á móti mjög fagurt stökk- lag, sérstaklega hefur hann gott svif og mjúka niðurkomu (ned- slag). — Þessir tveir menn virt- ust mér bera af í þetta sinn. * Síökkið fór að þessu sinni fram í Flengingarbrekku af litl- um palli, hlöðnum úr snjó, alveg við hliðina á hinum verðmikla HVEKS VEGNA VAR IASISTINN PEYKONTON VALINN? Aístaða Bandamanna til fasist- anna í Norðux'-Afríku hefur orðið undrunarefni lýðræðissinna um all- an heim og valdið vonbrigðum þeirra og gremju. — Hversvegna Peyrouton? spyr- enska blaðið, The New Statesman and Nation. Eins og ekki væri til nóg aí fas- istum í Norður-Afríku, til þess að ekki þyrfti að sækja þá til Buenos Aires? Síðan skýrir blaðið frá eftirfarandi atriðum úr æviferli Peyroutons. Frá því að hann fluttizt til Túnis 1933, sem háttsettur starfsmaður franska ríkisins, var hann aðalmað- urinn i leynimakki fasistanna þar, þangað til hann var gerður sendi- herra í Buenos Aires. Þegar hann sá fram á það, að þjóðfylkingin franska myndi ekki láta hann gegna þessu stari'i áfram, kom hann sér í mjúk- inn hjá franska fjármálavaldinu til þess að tryggja aðstöðu sína, þegar pólitíska ástandið breyttist á ný. í Afríku varð hann alræmdur fyr- ir grimmd gagnvart Aröbunum. Það var hann, sem lét reisa fanga- búðir fyrir andstæðinga fasismans, þegar hann var innanríkisráðherra í Vichy. Það var einnig hann, sem lét setja Mandel, Blum og Daladier í fangelsi. Hann barðist fyrir setningu kynþáttalaganna, sem fyrst og fremst eru gegn Gyðingum. Talið er að hann hafi látið varpa 15 000 manns í fangelsi án málsrannsóknar og dómsúrskurðar. í nóvember 1940 sagði hann: „Við verðum að taka upp sam- vinnu við Þýzkaland. Það er hið eina, sem getur tryggt endurreisn þessa lands.“ „Ilann hældi sér af því við þýzku blöðin, að „hann var fyrsti franski maðurinn sem innleiddi starfsaðferð ir nazista í Norður-Afríku“, og að hann hefði útrýmt „áhrifum Gyð- inga og frímúrara.“ Hin pólitíska lögregla hans var skipulögð að dæmi Gestapo. Hann sagði eitt sinn: „Óvinir mínir ákæra mig fyrir að vera Hitlerssinni. Eg er stoltur af því.“ * Hversvegna var slíkur bragðaref- ur valinn í trúnaðarstöðu? Áræðir nú nokkur að ræða um hernaðamauðsyn í þessu sambandi? Það virðist frekar að úrelt sjónar- mið séu látin ráða. Vera má að þetta sé afsakað með því, að Peyrouton sé andstæðingur Lavals og gæti því jafnvel látið sér detta í hug að semja við Göring, sem sagður er nokkuð aíbrýðissamur út í Hitler. Affai'asælla heíði verið að taka meira tillit til hernaðarástæðna. stökkpalli Skíðafélagsins. Mun mörgum hafa fundizt hálf hjá- kátlegt að sjá þessá stóru braut ónotaða á sjálfu landsmótinu. Vera má að varfærni mótstjórn- arinnar hafi ráðið því. Það cr hvergi nærri hættulaust að stökkva á skíðum, og þar sem um unga íþrótt pr að ræða og ó- harðnaða stökkménn, er ekki rétt að tefla á neina tvísýnu eða sækja þetta með því oíurkappi, að illt hljótist af. Það er aldrei aftur tekið. Útbreiðið Þjóðviljann annnnnaaaiaan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.