Þjóðviljinn - 21.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 21. marz 1943. 65. tölubl. Opustan uið Doneís oufhliád Rauöí herínn hraff cnn í gæir hðrðum árásum Þjóð* verfa á Donefsvígsfððvunum og sóffí fram vesfur af Vjasma Hvorki Þjóðverjar né Rússar hafa náð þeim, árangri í stór- orustunum á Donetsvígstöðvunum, að líklegt sé að til úrslita dragi, segir í fréttastofufregn í gærkvöld. Aðalárásir Þjóðverja eru gerðar á tveimur tiltölulega stutt- um vígstöðvum, suðaustur af Karkoff, og rauði herinn hratt •í gær nýjum stórárásum á þessum slóðum, og biðuí Þjóðverjar mikið manntjón. v Á miðvígstöðvunum sótti rauði herinn fram í gær eftir járn- brautinni milli Vjasma og Smolenskiog einnig úr norðri í átt til þeirrar járnbrautar. Suður af Ilmenvatni tók rauði herinn í gær sterka varnarstöð þýzka hersins eftír harða bar- daga. Þjóðverjar skýra daglega írá stórkostlegum árásum rauða hersins á vígstöðvunum suður af Ilmenvatni. I fregnum brezkra fréttaritara í Moskva er lögð áherzla á að þíður tefji nú mjög allar hern- aðaraðgerðir á miðviígstöðvun- ' um, og sé sérstaklega erfitt með flutninga á þungum hergögnum til víglínunnar. Vekur það sér- staklega athygli að rauði herinn skuli geta haldið uppi sóknarað- gerðum í stórum stíl við slík skil yrði. Donets er enn ísi lögð, en ís- inn víða orðinn ótraustur. í árás- um sínum hafa Þjóðverjar hvað eftir annað reynt að senda skrið drekasveitir yfir á ísnum og hafa þær ýmistverið hraktar til baka af stórskotaliði Rússa eða misst fleiri eða færri skrið- dreka niður um ísinn og neyðzt til að snúa aftur. ffiti do bær fiUDDla íæúmqar- deild í LaidspltilalóðliDl Jafnframt verður byggt sóttvarna- og farsóttahús Á fundi bæjarráðs í fyrradag skýrði borgarstjóri frá því, að samkomulag hefði náðst milli borgarstjóra, fyrir hönd bæj- arins, og stjórnenda heilbrigðismála rikisins, forsætisráðherra og landlæknis, um byggingu fæðingardeildar á Landspítalalóð- inni og ennfremur farsótta- og sóttvarnahúss, er byggt skal á sömu lóð. í nefnd til að gera áætluh um fyrirkomulag fæðingardeild- arinnar, hafa verið tilnefndir: Vilmundur Jónsson, landlækn- ir, Guðmundur Thoroddsen forstöðumaður Landspítalans og Matthíaa Einarsson yfirlæknir. Það er öllum Reykvíking- um ánægjuefni, að fram- kvæmd þessa máls er tryggö. Eins og kunnugt er, var þaö Sósíalistaílokkurinn sem mest baröist fyrir þessu máli og fékk það samþykkt í bæj- arstjórninni, að bærinn leggöi 600 þús. kr. til þessarar bygg- ingar. Á Alþingi var hann eini flokkurinn, sem stóö ó- skiptur meó' máli þessu, allir hinir fokkarnir voru klofnir. SamkomulagiÖ, sem náöst hefur, milli bæjarstjórnar og ríkisstjórnar, er um það, að ríki'ó' byggi f'æðingardeildina, en bærinn leggi fram sinn hluta til byggingarinnar og rekstursins. Gert er ráð fyrir, að" byggt verði eitt hús, þar sem fæð- ingardeildirmi verði komið fyrir, ásamt sóttvarna- og far sóttahúsi, og verða þessar deildir að sjálfsögðu aöskild- ar. Á stjórn Landsspítalans að ahnast rekstur hússins, en kostnaðinn af sóttvarnahús- inu ber bærinn. Tillögur uhi fyrirkomulag þess eiga þeir að gera land- læknir, héraðslæknir og Jón Hjaltalín Sigur'ðsson prófes- sor. Þá var, og samþykkt að i'ela borgarstjóra að' ganga frá samningi um slysastofu, sem komið' verði á fót hér í bænum innan skamms. Utanríkismálaráð- herra Norðmanna ræðir við stjórn- málamenn í ^Was- hington Norski utanríkisráðherrann Trygve Lie hefur undanfarið verið á ferð um Bandaríkin, og hefur m. a. rætt ýtarlega við Roosevelt forseta um mál er Noreg varða. Síöustu vikuna sem Lie var í Washington ræddi hann við' stjórnmálamenn, þar á meö- al Sumner Welles, Halifax lá- varö, Litvinoff, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, Boström sendiherra Svia og danska sendiherrann Kauf- mann. Lie er nú kominn til New York. Þrjár norskar stúlk- ur myrtar við sænsku landamærin I fregn sem sænska komm- únistablaðið „Ny Dag" birtir, segir að þrjár norskar stúlk- ur, sem voru að flýja til Svi- þjóðar, hafi verið skotnar til dauðs af þýzkum. landamæra- vörðum, eftir að þær voru komnar á sænskt land. Eftir aö fyrirskipun Kvisl- ings um almenna vinnuskyldu í Noregi gengu í gildi, hafa Breta vantar skipakost Brezki landbúnaðarráðherr- ann sagði í ræðu í gær, að Bretar hefðu aldrei fyrr ver- ið eins illa settir og nú hvað skipastól snertir, segir í út- varpsfregn frá London. Lagði ráðherann áherzlu á að Siem alh-a mest af matvæl- um yröi framleitt í Bretlandi. Sovétsöfnunin Yfir 74 þúsund kr. hafa nú safnazt Fjársöfnunin til Rauða kross Sovétríkjanna hefur nú staðið í 5 vikur. í gær hafði safnazt sem hér segir: Reykjavík............................................ kr. 54.352.41 Borgarnes................................................— 3.000.00 Akureyri........................................... — 11.200.00 Svalbarðseyri .................................... — 580.00 Hólmavík............................................ — 727.00 Sauðárkrókur .................................... — 1.319.00 Siglufjörður ....................................... — 3.000.00 Bæjarhreppur, Strandas................. — 200.00 Samtals kr. 14.318.41 í nefnd þeirri, sem fer með yfirstjórn söínunarinnar, eiga þessir menn sæti: > Eiríkur Finnbogason, frá Stúdentafélagi Háskólans, / Agnar Þórðarson, frá Félagi róttækra stúdenta, Einar Andrésson, frá Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Þorfinnur Guðbrandsson, frá Múrarafélagi Reykjavíkur, Magnús Ásgeirsson, frá Bandalagi íslenzkra listamanna, S. A. Friid, frá Normannslaget i Reykjavik, Eggert Þorbjarnarson, frá Fulltrúaráði verklýðsfél. i Rvík. Ennfremur eiga sæti í nefndinni þeir, Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, Kistinn Andrésson, alþingismaður, Axel Thorsteinsson, rithöfundur og Sigurður Thorlacius, stólastjóri. Formaður nefndarinnar er Sigurður Thorlacius en ritari Magn- ús Ásgeirsson. Fleiri félög munu á næstunni tilnefna fulltúa sína í nefndina. vopnaöir „hirðmenn" veriö látnir gæta landamæra Nor- egs og Svíþjóðar á stórum svæðum auk venjulegra landa mæravarða. Bílar og önnur farartæki eru stöðvuð og rann sökuö, gangandi menn og hjólandi eru stöðvaðir, í skógunum eru veröir stööugt á ferli og í torfærum fjalla- héruðum eru vopnaðar skíða- sveitir á veiðum eftir flótta- mönnum. Það er greinilegt, segir í fregn frá London til norska blaðafulltrúans hér, að Kvislingar hafa reiknað með fjöldaflótta. Nokkrir menn voru handteknir fyrstu dag- ana að því sagt er. , Bretar og italir skipta á 800 stríðsföngum Bretar og ítalir hafa ákveð ið að skipta á 800 stríðsföng- um, og eru flestir þeirra sjó- menn. ítölsku fangarnir hafa allir verið í haldi í Suður- Ar- abíu. Fangaskiptin fara fram í tyrkneskri tiöfn og er ítalska skipiö komið þangað meö brezku fangana, og brezka skipið með ítölsku fangana er væntanlegt þangað innan skamms. Ránsferð amerískra hermanna Stálu peningum og höfðu í frammi óspektir. í fyrrakvöld bar svo viö aö fimm amerískir hermenn komu inn í herbergi til manns nokkurs, Eiríks Guðlaugsson- ar, Sólheimum við Þverholt. Þeir voru í kvennaleit, en þeg- ar leitin bar engan árangur tóku þeir aö*láta dólgslega og vlldu ekki fara út. Lögöu þeir hendur á manninn og sýndu honum hníf. Eiríki tókst að komast út og vaktd hann mann í næsta húsi og bað hann liðsinnis, en er þeir komu á vettvang réðust hermenirnir á þá. Þeim. tókst þó að sleppa frá hermönnunum og komust von bráðar í hús þar sem sími var og náðu í lögregluna. Þegar hún kom, voru menn irnir á bak og burt en þeir, höfðu dregið út með' sér 'læst koffort, siem Eiríkur átti, brotið það upp, fleygt inni- haldinu í allar áttir, en stol- ið tæpum þrjú þúsund krón- um í peningum, sem verið höfðu í veski í koffortinu. Enn hefur ekki tekizt aö hafa hendur í hári sökudólg- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.