Þjóðviljinn - 03.04.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. apríl 1943. ÞJÖÐVILJINN 3 Arní Ægiistsson: ^iðnnunn Utgefandi: Sa’meiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Hvað verður gert í húsnæðismálunum ? Það mæltist að vonum hvar- vetna vel fyrir, er bærinn hóf að byggja íbúðarhús á síðasta ári. Byggingar þessar verða ugg laust íbúðarfærar í haust, og geta þá 48 f jölskyldur fengið þar gott húsnæði. Áður en lengra er haldið út í umræður um þessi mál, er rétt að geta þess, að hinir fjölmörgu umsækjendur um íbúðir í bæj- arhúsunum, eru orðnir mjög ó- þolinmóðir eftir svörum við um- sóknum sínum. Þetta er mjög að vonum, og verður ekki annað sagt, en að bæjaryfirvöldin hafi verið furðu seinlát, að taka á- kvörðun um á hvern hátt þess- um íbúðum verði ráðstafað, hvort þær verði seldar, og þá með hvaða hætti, eða hvort þær verði leigðar. Ákvörðun um þetta meginatriði má nú ekki dragast lengur úr hömlu, og strax, er hún er tekin, ber að auglýsa íbúðirnar og með hvaða kjörum þeim verði ráðstafað, síðan ber að ákveða, eins fljótt og verða má, hverjir skuli hljóta íbúðirnar. Á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1943 eru áætlaðar 3,7 millj. kr. til bygginga. Allmikið af þessu fé fer til Laugárnesskól- ans, til þess að fullgera íbúðar- húsin við Hringb’raut, og til að reisa fæðingardeild og farsótta- hús. Allt er þetta gott og bless- að, en bærinn getur þó ekki vik- ið sér undan að gera betur, hon- um ber að hefjast nú þegar handa um byggingu íbúðarhúsa, á þessu sumri verður bærinn að láta reisa af grunni ekki færri íbúðir en þær sem nú eru i smíð um. Fjárhagslega ætti þetta að vera kleift með tilliti til þess hversu ríflega var áætlað til bygginga á fjárhagsáætlun, og að hægt hlýtur að vera að losa verulegan hluta þess fjár, sem lagður hefur verið í bæjarhús- in, þegar þau eru fullgerð. Á húsnæðisvandræðum bæjar búa verður ekki ráðin veruleg bót nema með því að byggja nýjar íbúðir, og þar ber bænum að hafa forustu, honum ber að hefjast handa, án tafar og láta Svo sem almenningi er kunnugt, heíur ekki enn tekizt að' mynda samstarf vinstri flokkanna um ríkis- stjórn. Og það hefur ekki tek- izt vegna þess, að Alþýöu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn vildu ekki að sínu leyti tiyggja með opihberum málefnasamningi, að fram-' kvæmd yröu refjalaust nokk- ur helztu atriði úr kosninga- stefnuskrám vinstri flokk- anna frá síðustu kosningum. Nokkra furðu hlýtur það aö vekja, að samstjóm vinstri flokkanna skyldi stranda, á þessu, ekki sízt er á það er litiö, að skilyröi þau, sem Sós-% íalistaflokkurinn setti fyrir þátttöku í þvílíkri ríkisstjórn, fólust í því einu, að fram- kvæmd yrðu undanbragða- laust nokkur helztu stefnumál þessara flokka til lausnar mest aðkallandi vandamálum yfir- standandi tíma. Kjosendum er að sjálfsögðu enn í fersku minni þau við- brögö, sem Framsóknarflokk-. urinn og þó einkum og sér 1 lagi Alþýöuflokkurinn tóku er sósíalistar birtu stefnuskrá í nokkrum helztu málum, svo sem dýrtíðarmálunum, fyrir síöustu kosningar. Þá sagöi Alþýðubláðið aö sósíalistar skreyttu sig i dýrtíðarmálun- um með stefnu Alþýðuflokks- ins og yfirleitt kæmu sósíal- istar ekki með neitt nýtt fram í málum fyrir kosningar. Allt sem þeir kæmu fram með. væru gömul stefnumál og hugöarefni Alþýðuflokksins. Hafi þetta verið rétt með far- ið hjá Alþýöublaðinu, ætti Al- þýðuflokknum aö vera það auö velt og ánægjulegt að tryggja að sínu leyti framkvæmd þess- ara mála á grundvelli sam- eiginlegrar stefnu beggja flokkanna og tvímælalausra óska alþýöusamtakanna. Er því næsta óskiljanlegt hvers- vegna Alþýðuflokkurinn vildi ekki tryggja framkvæmd þess- ara mála með skýrum málefna- samningi. Og ekki er það síð- ur óskiljanlegt, að hann skyldi reyna áð gera tortryggilegit það skilyrði sósíalista áð á- frýja meiriháttar ágreiningþeí upp kæmi milli flokkanna til dóms þjóðarinnar meö þmg- rofi og kosningum, þar sem vitað er, aö aöhald frá kjós- endum er þáð eina sem get- ur dugað til þess að varna an þar um bezt til vitnis. Þessi afstaða Alþýöuflokksins er ekki síður furðuleg þeg- ar litið er til þeirrar reynzlu sem hann sjálfur hefur orð- iö fyrir í samstarfi við aðra flokka. Er saga þeirrar reynzlu svo nærtæk, að auövelt er að rifja hana upp í stórum drátt- um hér. Þegar hin illræmda þjóðstjórn var stofnuö árið 1939, gerði Alþýðuflokkurinn þá örlagaríku kórvillu aiö ganga til samstarfs við aðra flokka, án þess að fá trygg- ingu fyrir framgangi nokkurs máls, er telja mætti til varan- legra úrbóta eða bættrar valda aðstööu fyrir alþýöuna. Þvert á móti var eftir því sótt af andstæöingum almennings- hagsmuna, aö fá Alþýðuflokk- inn til þess að beita áhrif- um sínum til rósemdar í verk- lýösfélögunum, meðan verið væri að lækka gengið og lög- bihda kaupgjald launastétt- anna, en þessar og fleiri þvílíkar harðræðisráðstafan- ir í garð almenni'ngs, gengu all ar í berhögg við fornlielgustu og viðkvæmustu stefnuatriði flokksins. Alþýðuflokkurinn gleypti því við agni andstæöt inganna. Ráðherrastóllinn freistaöi foringjanna . Hinn ytri umbúnaður þessa virð- ingasætis glapti þeim sýn. Hin raunverulegu markmið yfirstéttarforustunnar aö baki vinsamlega útlítandi beiðni hennar um ábyrgð Alþýðu- flokksins á pólitík, er hún vildi reka og kunn er frá þjóðstjórn artímanum, huldust róman- tísku seiðrökkri kringum r áöherrastólinn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar andstöðuflokk- arnir höföu notað Alþýöu- flokkinn, svo sem unnt vár, og aðstæður leyfðu, fóru aö heyrast raddir í blöðum þeirra um þýöingaiiausan og deyj- andi flokk. Sumu innan sam- sthrfsflokkanna töluðu jafn- vel um foringja án flokks, er þeir minntust stjórnenda Al- þýðuflokksins. Samtímis hugs uðu ’íhaldsöflin, sem höfðu vegna eigin nauðsynjar ginnt Alþýðuflokinn eins og þurs til samstarfs viö sig, að kominn væri tími til að losna við meiri sgmskipti viö hinn niður- brotna flokk. Hlutverki hans væri lokiö, enda hefði hann ekki lengur bolmagn til aö verja hagsmunasvæöi yfir- stéttarstjórnar fyrir ágengni verklýðssamtakanna. Um svip- að leiti reis ágreiningur milli stjórnarflokkanna imi geröar- dómslögin og lauk honum svo sem kunugt er með setningu gerðardómsins í kaupgjalds og verðlagsmálum og brottför ráðherra Alþýöuflokksins úr þjóðstjórninni. Vel mætti for- usta Alþýöuflokksihs skilja það nú, að ef hún hefði 1939 sett það skilyrði, af sinni hálfu fyrir þátttöku í ríkisstjórn, að þing skyldi rofið, ef mikill á- greiningur yrði um fram- kvæmd mála milli stjórnar- flokkanna, myndi aðstaða hennar hafa reynzt stérkari í gerðardómsmálinu og óvíst að lögin hefðu þá verið sett. Þetta eitt út af fyrir sig, er nokkur sönnun fyrir því að þingrofsskilyrði fyrir _ þátt- töku í ríkisstjórn meö öðrum flokkum af hálfu verkalýðs- flokks, er alveg bráðnaúösyn- legt, ef honum er alvai’a um að koma umbótamálum fram og verjast óþurftarmálum. Nú hefur Sósíalistaflokkur- inn erft hlutverk Alþýðu- flokksins í pólitík alþýðusam- takanna. Sósíalistaflokkuriim er nú eins og Alþýöuflokkur- inn 1939 eftirsóttur af öör- um flokkum til þess að fá hann til aö bera ábyrgð á ríkisstjórn. En honum er um leið sett það sem skilyrði fyr- ir að ábyrgð hans geti orð- ið nothæf, að flokkurinn víki til hliðar öllum þeim málum, er kjósendur hafa treyst hon- um til aö berjast fyrir. Hon- um á að duga það eitt, að vera talinn ábyrgur á stjórn landsins eins og Alþýðuflokk- urinn var 1939—1942. Enginn þai’f að láta það koma sér 1 hug, aö yfirstéttin hafi feng- ið áhuga fyrir þeim málstað er alþýöan hefur kosið sósíal- ista til aö bei’jast fyrir og vilja þess vegna fá þá í rík- isstjórn. Nei, áhugi yfirstéttar- innar snýst enn sem fyrr um það, hvernig auðveldlegast megi eyðileggja forustuflokk verklýðssamtakanna og hinna framsæknu afla þjóðfélagsins. Tilgangur íhaldsaflanna í landihu, með því að reyna að láta sósíalista fallá í sömu tál- gryfjuna og Alþýðuflokkinn er sá einn, að reynai að eyði- leggja forustuliö alþýðunnar og skapa vonleysi og upplausn í alþýðusamtökunum, en hvaö slíkt þýöir vita engir betur en þeir, sem sjá framtíöar valdatryggingu yfirstéttarinn- ar í nazistísku stjórnarfari. Furöulegt er þáð, að Al- þýöubláðiö skuli hafa skap í sér til þess að minna á harm- sögu flokks síns með því að átelja sósíalista fyi’ir það, áð þeir vilji ekki bergja á þeim bikar úr hendi andstæðinga, er Alþýðuflokknum sjálfum reyndist skaðlegast á sínum tíma. Ef Alþýðuflokurinn kysi sér auönu að nýju og vildi vera bróöurflokkur sósíalista í baráttu og starfi fyrir alþýöu landsins, þá ætti hann að vara þá viö þeim ásteiting- arsteinum, er honum hafa reynzt hættulegastir í sam- skiptum sínum við íhaldsöfl- in. Alþýöuflokkurinn ætti nú að segja viö sósíalista: —Gæt- iö ykkar fyrir bænum aftur- haldssinnáöra afla um ábyrgö á málstað iþeirra. Við, sem höfum verið í forustu fyrir Alþyðuflokknum vitum bezt um ömurlegt ástand þeirra verklýðsforingja er lenda í tál- snörum ófyrirleitinna and- stæöinga. Vér viljum umbæt- ur ' á kjörum alþýðunnar og vér viljum framkvæmd sósí- alismans, en *ekkert af þvílík- um hugðarmálum okkar veröa nokkru sinni framkvæmd, nema við sameiginlega tryggj- um það, að málstaður fólks- ins fái fyllilega að njóta sín, þar sem nöfn okkar kunna að vera tengd við valdastöö- ur. Eitthvað þessu líkt ætti Al- þýöuflokkurinn að segja nú, í stað þess að vera þátttak- andi í þeim pólitíska áróöurs skopleik, þar sem aöalpersón- urnar eru látnar segja þjóð- inni frá því, að 42 alþingis- menn geti ekki myndað þing- ræðislega ríkisstjórn af því einu að 10 sósíalistaþing- menn vilja ekki bera ábyrgð á nýrri „þjóðstjórn“. Og ekki verður skopið minna í þess- um leik„ þegar það er rifjaö upp, aö emi mun vera í gildi skrifleg yfirlýsing frá þing- mönnum gömlu þjóðstjórnar- flokkanna um það, aö þeir telji sér vansæmd áð því að sitja með sósíalistum á Al- þingi. Og hvaða alþýðumaður eða kona trúir því, að fyrir íhaldsöflunum vaki samhyggja fyrir málstað fólksins og gengi sósíalista, þegar þau biöla til hans um þátttöku í ríkis- stjórn. Þrátt fyrir villisöng gömlu þjóöstjórnarflokkannai um þingræði og því um líkt, heyr- ast, raddir fólksins sem óskar þess aö sósíalistar bregðist aldrei málstað sínum með því aö leika sama ginngarfíflið og Alþýöuflokkurinn geröi árin 1939—1942. Þjóöin mun ekki telja það eftir sér aö efla sós- íalista svo, að þeir nái fyrr en seinna meirihluta á Al- þingi, ef ekki er unnt aö ná heiöarlegu samstarfi milli vinstri flokkanna um refja- lausa framkvæmd þeirra lof- oröa, er bæði Framsókn og Alþýðuflokkurihn hafa gefiö fyrir kosningar, en virðast nú ekki viljai standa viö eftfr kosningarnar. Framhald á 4. síðu hefja byggingu íbúðarhúsa. Fyr- irkomulag bæjarhúsanna við Hringbraut virðist vera gott, svo sjálfsagt er að nota teikningar þær, sem þau eru reist eftir, fyr- ir hinar nýju íbúðir, það þarf því ekki að standa áteikningum,það virðist, í fám orðum sagt, ekkert nema hirðuleysi bæjaryfirvald- því áö andavaralitlir og þaul- sætnir þingmemi víki frá þjóðarviljanum og er reynzl- anna standa í vegi þess að haf- izt sé handa nú þegar með byggingu nýrra bæjarhúsa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.