Þjóðviljinn - 07.04.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN ”” - ■ ■■■ 1 -T— ■■ -Op'borglnnl, Næturlæknir er í Læknavarðstofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Happdrætti Laugamesskirkju. Dregið var hjá lögmanni í gær og kom upp nr. 840. Eigandi miðans nr. 840 hefur því hlotið happdrættisbif- reiðina. Anglia, ensk-íslenzka félagið held- ur 8. fund sinn á vetrinum að Hótel Borg næstkomandi föstudag, 9. þ. m., kl, 8.45 s. d. Norskur liðsforingi flytur erindi er hann nefnir: Noregur. Eins og venjulega verður dansað á eftir.' „Leikfélag Reykjavikur sýnir Óla samaldreng kl. 5 í dag og Fagurt er á fjöllum kl. 8 í kvöld. — Aðgöngu- miðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Trúnaðarráð Dagsbrúnar heldur fund í dag, 7. apríl, kl. 8% e. h. í Kaupþingssalnum. Á Dagskrá: er m. a. þessi mál: Dýrtíðarmálin á Alþingi, kosning trú naðarmanna á vinnustöðum, 1. maí og blaðið „Dagsbrún" Útvarpið í dag: 20.30 Kvöldvaka: a) Thorolf Smith: Svipir fortíðarinnar; frásaga um manngervingasafn. b) 21.00 Bjöm Blöndal löggæzlumaður: Á reki í 21 dægur. Frásaga (Sverrir Krist- jánsson). c) 21.25 Telpnakórinn „Svölur" syngur (Jón ísleifsson stjórnar). Seðlafölsunarmálið Rannsóknin í skömmtunar- seðlafölsunarmálinu heldur á- fram, en fulltrúi sakadómara sagði í gær aff rannsóknin væri ekki komin það langt áleiðis, að frekari upplýsingar væri þá hægt að gefa í mál- inu. „Orðið“ Pramhald af 1. síðu. leyti túlkar skoðanir og afstöðu höfundar sjálfs. Þrettán hlutverk eru í leikn- um og eru þau leikin af þessum leikurum: Valur Gíslason leikur Mikkel Borgen eldra, Gestur Pálsson leikur Borgen yngra, Arndís Björnsdóttir leikur Ingu konu hans, Helga Brynjólfsdóttir leik- úr Maren dóttur þeirra, Klem- ens Jónsson leikur Andrés, son Borgens eldra, Lárus Pálsson leikur Jóhannes, son Mikkels Borgens eldra, Jón Aðils leikur Pétur skraddara, Anna Guð- mundsdóttir leikur Kristínu konu hans, Steingerður Guð- mundsdóttir leikur Önnu dóttur þeirra, Gunnþórunn Halldórs- dóttir leikur Mettu Maríu, Har- aldur Björnsson leikur Houen lœkni, Brynjólfur Jóhannesson leikur sér Bandbull og Sigur- veig Þórarinsdóttir leikur Kat- enku þjónustustúlku. Svíþjóð Framh. af 1. síðu. forsætisráðherrann, að óánægja almennings sé vaxandi, ekki sízt vegna atburðanna í Noregi, en almenningur óskar hinsvegar ekki að afstaða okkar sé háð þeim hughrifmn sem breytast eftir því hvorum styrjaldaraðila veitir betur. HHLOI^ NÝJA BÍÓ 1 l ■P TJABNARKÉÓ 41 Spellvirkjarnir Heimsborgari (The Spoilers). (Intemational Lady) Stórmynd gerð eftir sögu Rex Beach’s. — Aðalhlutverk: Amerísk söngva- og lögreglu- mynd. MARLENE DIETRICH JOHN WAYNE GEORGE BRENT RANDOLPH SCOTT ILONA MASSEY RICHARD BARTHELMESS Bönnuð fyrir böm yngri en BASIL RATHBONE. 16 ára. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. r ••v'a •■■ I LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. iFagnrt er á fjöllu Skopleikur í þremur þáttum staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýning í kvöld kl. 8. „ÓLI SMALADRENGUR“ Sýning kl. 5 í dag. Aðgngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. 4 Innilegt hjartans þakklœti fœri ég öllum þeim mörgu skyld- um og vandalausum, sem á svo margan og dýrðlegan hátt sýndu mér vináttu og kærleika á 75 ára afmœli mínu, með heimsóknum, skeytum og margvíslegum gjöfum, og bið ég guð að blessa þá alla og launa þar fyrir. Reykjavík, 6. apríl 1943 GUÐJÓN JÓNSSON Miðstræti 4. KvSMvOkm fyrir félaga og gesti þeirra, heldur Sósíalistafélag Reykjavíkur í Oddfellowhúsinu á morgun kl. 9 síðdegis. SKEMMTISKRÁ: 1. Gamansöngur: Lárus Ingólfsson leikari. 2. Upplestur: Jóhannes úr Kötlum (eða Stefán Ögmundss.) 3. Söngur: Kling-klang kvartettinn. 4. Upplestur: Þórbergur Þórðarson rithöf. — 5. Ræða: Lúðvík Jósefsson alþingismaður. 6. Dans til kl. 2. Aðgöngumiðar fást á Skólavörðustíg 1 9 (J. Bj.) frá kl. 4—7 í dag. 4 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN GULLMUNIR bandunnir-----vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlof unarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. P*'0»»i0>»00»000»»0« „DenMlHll“ i m oinna irægai signp Eftir fimm daga harðar orustur tekst þeim að vísa frá frumvarpi Kristins Andréssonar um afnám „Laxdælu- laganna“. — Aðeins fulltrúar Sósíalistaflokksins og ásamt þeim Magnús Jónsson, vildu nema lögin úr gildL Undanfarið hafa staðið harð- ar umræður í efri deild Alþing- is um frumvarp Kristins Andés sonar um afnám „Laxdælulag- anna“ svokölluðu — en það er viðauki við lög um rithöfunda- rétt og prentrétt, sem Hriflu- Jónas vélaði Alþingi til að sam- þykkja í árslok 1941, þegar hann komst á snoðir um, að Halldór Kiljan Laxness væri að gefa Laxdælu út með nútímastaf- setningu. Lét Jónas heita svo, að lög þessi ættu að „vernda“ fornritin fyrir misþyrmingu illra manna, og íslenzka menningu gegn þeim voða, sem af því stæði, ef fornritin væru gerð ís- lenzkri alþýðu nokkuð aðgengi- legri til lesturs. Umræðan stóð í fimm daga og lauk með því, að frumvarpi Kristins var vísað frá með svo- felldri dagskrártillögu: „í trausti þess, að ríkisstjórn- in láti bráðlega framkvæma und irbúning þann til heildarlöggjaf ar um höfundarétt og listvernd, er henni var falin með ályktun sameinaðs Alþingis 16. marz s. 1. og að íjafnframt því fari fram endurskoðun á ákvæðum laga Koregssöfnun Rithöf- undafélagsins Minnizt þriggja ára hetju- legrar frelsisbaráttu og hörm- unga norsku þjóöarinnar 9, apríl n. k., með því, að efla Noregssöfnun Rithöfundafé- lagsins. Framlög til hennar verða Norðmönnum að liði þegar í staö. Söfnunin nemur nú 14000 krónum og hefur það fé þeg- ar verið afhent réttum aðil- um til ráðstöfunar. Framlögum verður veitt móttaka í Bókabúð KRON. Alþýðuhúsinu, skrifstofu Dags brúnar, Víkingsprenti Garö- arstræti 17, afgreiöslu Morg- unblaðsins og afgreiðslu Þjóð- viljans. Bæjarpósturínn Framhald af 2. síðu. Á þingi hafa bændafulltrúamir barizt manna harðast gegn skálda- laununum. Eitt sinn lét bóndi nokkur á þingi svo um mælt, er lítilfjörleg- ur styrkur til Þorsteins Erlingssonar var til umræðú, að „þymar“ Þor- steins væri þjóðinni slíkur þyrnir í augum, að hún kærði sig ekki um meira af því tagi. Mætti ég minna herra doktorinn á, hversu höfðinglega skagfirzkum fórst við skáldið frá Bólu. Þeir létu sig hafa það, að láta gamla manninn deyja drottni sinv. n í fjárhúskofa. Það voru hans skálda • laun. Mörg ílairi dæ.ni er nægt að nefna, en þetta skal látið nægja, því ekki nenni ég að eltast við fleypur og staðleysur, herra doktorsins frek- ar. Það myndi æra óstöðugah. , Gamall sveitamaður. nr. 127 frá 9. des. 1941 (Laxdælu- lögin) þannig að tryggt sé, að komið verði í veg fyrir afbakað- ar útgáfur á fornritunum, þykir deildinni eigi ástæða til að af- greiða frumvarp það, er hér ligg ur fyrir, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá“. í ræðum sínum sýndi Kristinn Andrésson rækilega fram á það, hversu heimskuleg og hlægileg þessi lög frá 1941 væru, enda ættu þau sér hvergi fordæmi með menningarþjóðum. Það væri alveg út í hött að tala um „verndun“ fornritanna, því hand rit að þeim og frumútgáfur yrðu til eftir sem áður. Fornrit- in þyrftu heldur engrar verndar við, því bókkmenntasmekk og dómgreind íslenzkrar alþýðu væri fyllilega treystandi til að taka þau fram yfir hverja þá nýja útgáfu af íslendingasögun- um, sem þannig væri, að ís- lenzkri menningu stafaði hætta af. Lögin mundu heldur ekki orka því (sem betur fer) að hætt yrði við nýjar útgáfur, og gagn- vart öðrum þjóðum væru þau markleysa ein, og til þess aðeins að gera okkur hlægilega, því út- lendingar gætu gefið út íslend- ingasögurnar með hverju sniði, sem þeim sýndist, þó Islending- um væri bannað að gera það. — það, sem vakað hefði fyrir upp- hafsmanni laganna (J. J.)' mundi heldur alls ekki hafa ver ið nein ósk um verndun þjóð- legra verðmæta, heldur hræðsla við frjálsa menningarstarfsemi, sem miðaði að því að gera menn ingarverðmæti þjóðarinnar að- gengilegri alþýðu manna, sem þó kynni að verða tregari í taumi vissra „menningarfrömuða'. Menn með slíka ofstjórnar-til- hneygingu, sem allt vildu og þættust geta bannað með laga- setningu ættu hinsvegar skammt eftir ófarið yfir í hrein-fasist- iskt stjórnarfar. Fulltrúar allra þingflokkanna, annarra en Sósíalistaflokksins, töluðu og greiddu atkvæði gegn afnámi laganna — nema Magn- ús Jónsson, sem tók mjög ein- dregið undir rök Kristins um það, hversu fráleit lögin væru og fjarstætt að fornritin þyrfti aðra vernd en þá, sem fælist í dómgreind þjóðarinnar og opin- berri gagnrýni á þeim útgáfum sem aðfinnsluverðar væru. Fylgismenn Hriflu-Jónasar, í þessu máli, voru hinsvegar orðn- ir svo æstir, að þeir gátu ekki einu sinni fallizt á tillögu, sem fram kom um það, að við end- urskoðun þá á „Laxdælulögun- um“, sem dagskrárfillagaL g-.ð' ráð fyrir, vænkennarar Háskóla íslands í norrænum fræðum hafðir til ráðuneytis — og var sú tillaga felld með 6 atkvæðum gegn 6. Mætti það vera nokkur vísbending um þann menningar lega áhuga, sem liggur til grund vallar fyrir lagasetningu þessari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.