Þjóðviljinn - 07.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1943, Blaðsíða 1
Sósíalístar munið kvöldvökuna í Odd- fellow annað kvöld. Lesið auglýsinguna á 4 síðu blaðsins. .8. árgangur. Miðvikudagur 7. apríl 1943. 79. tölublað. Nýff verkafnannafélag sfofnad í gær med 210 meðlímuni* Fram~ haldsadalfundur verður á morgura Þar sem ekki tókst að sameina verkalýðsfélögin á Akureyri (eins og frá er sagt á 3. síðu blaðsins) boðuðu fulltrúar Alþýðusambandsstjórnarinnar þeir Jón Bafnsson og Jón Sigurðsson, til fundar í gær til að stofna nýtt verkamannafélag. Var félagið stofnað með 210 mönnum og heitir það Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Vitað er um tugi manna er munu ganga í félagið og verður fram- haldsaðalfundur haldinn á morgun. Af þessum 210 voru 60 áður í Verklýðsfél. Akureyrar og er það helmingur þeirra verkamanna er í því voru. í stjórn félagsins voru þeir kosnir: Formaður Mar- teinn Sigurðsson, ritari: Jóhannes Jósefsson, gjaldkeri: Björn Einarsson og meðstjórnendur: Þórður Valdimars son og Sigurður Baldvinsson. í varastjórn voru kosnir: Form. Haraldur Þorvalds- son, ritari Björn Jónsson, gjaldkeri: Loftur Meldal og varameðstjórnendur: Pálmi Jónsson og Stefán Árna- son. Ný sóknarlofa hófsf í gærmorgun í Suður~Túnís Harðvífugar loffárásír Bandamanna Áttundi brezki herínn hóf í gærmorgun snenmia ákafar árásir á stöðvar fasistaherjanna við Vadi Akaret í Suður-Túnis. Segir í stuttri tilkynningu sem gef in var út í gærkvöld, að Bretar haf i náð þeim stöðvum sem fyrirhugað var í fyrstu lotunni og haldi áfram harðvítugum árásum. Fyrr í gær höfðu borizt fregnir um ákafa stórskotahríð sem Bretar heldu uppi á stöðvar fasistaherjanna á þessum slóðum. Flugher Bandamanna í Norð- ur-Afríku gerði í gær geysiharð ar árásir á flughafnir Þjóðverja í Túnis, á skipalestir fasista á Miðjarðarhafi og herstöðvar á Sikiley og Suður-ítalíu. Orustuflugvélar fasista veittu harða mótspyrnu og kom víða til loftbardaga. Voru 53 þýzkar og ítalskar flugvélar skotnar niður í gær en Bandamenn misstu að- eins 12. Þr'játíu og ein af fasistaflug- vélunum voru skotnar niður í loftorustu yfir Miðjarðarhafi, norður af Túnis, og voru 18 þeirra stórar þýzkar flutninga- flugvélar, 6 steypiflugvélar og 7 orustuflugvélar. Frumuarp uut húsa- leinu aHí sem iöe írá iHhinoi Á fundi efri deildar í gær var frumvarp ríMsstjómarinn- ar um húsaleigu. loksins af- greitt sem lög frá Alþingi. Var það búiö að ganga hvað eftir annað á milli deildanna, og margar tilraunir verið gerðar til þess að spilla þvl °g Þ3^ að nokkru tekizt. í síSari umferð í neSri deild höfðu veriS sniSnar af hlægl- legustu vitleysurnar, sem Gísli Jónsson fékk inn í frumvarp- iS viS 3. umræSu í efri deild: og áSur hefur veriS sagt frá hér í blaSinu. Einnig var sam- þykkt sú breyting, sem máli skiptir, að þá leigu sem bát- ar greiSa fyrir hús, bryggjur og palla meS aflahlut geti r^ilar krafízt, aS leigan verSi metin til peningaverðs, og má þó ekki hækka meira en sem svarar hækkun al- mennrar húsaleigu. Gísli Jónsson gerSi enn til- raun til aS eyðileggja þessi ákvæði, og bar fram skriflega breytingartillögu, sem þó var felld, og frumvarpiS afgreitt án frekari breytinga. Þýðingarmesta nýmæli þess- Frá Leífefélagínu iflii" effip Hal Lárus Pálsson leíksfjórL — Leíkrít* íð vakfí allharða ádeílu í Danmðrku é Lárus Pálsson leikari kallaði fréttamenn blaða og útvarps á f und sinn í gær og skýrði þeim f rá því að Leikf élagið hef ði f rum- sýningu á leikritinu Orðið eftir danska prestinn Kaj Munk, sem er talinn einn frægasti núlifandi leikritahöfundur Dana. Lárus Pálsson er leikstjóri. — Sr. Sigurjón Guðjónsson íslenzk- aði leikritið. Leíkritið vakti allmiklar deilur þegar það kom út í Danmörku og voru uppi raddir um að dæma Munk frá kjóli og kalli fyrir vikið. Orðið er eitt af fyrstu leikrit- unum, sem Kaj Munk samdi, og fyrsta leikrit hans, er vákti deilur, annars hefur hann skrif- að fjölda leikrita, þótt eigi hafi þau öll verið gefin út. Orðið kom fyrst út árið 1931 og var fyrst leikið í Kaupmanna höfn 1932. Leikrit þetta hefur áður verið leikið hér í útvarp. ara laga, frá eldri húsaleigu- lögum, er heimild sú, sem húsaleigunefndir hafa til skömmtunar húsnæðis, og hinsvegar að ákvæði laganna ná einnig til leigu eftir ver- búðir og bryggiur. 1938 las Poul Reumert hér upp úr leikritinu Idealist eftir sama höfund. Leikritið er trúarlegs efnis og fjallar um-afstöðu ýmissa mis- munandi lífsskoðana til þess, er höfundurinn kallar lifandi krist indóm. Mikkel Borgen eldri er sveit- arhöfðingi í gömlum stíl og fylg- ismaður Grundtvigs. Pétur skraddari er fulltrúi heimatrú- boðsins. Houen lœknir er skyn- semistrúarmaðurinn. Sr. Band- bull er presturinn og embcettis- maðurinn. Geðveiki 'Jóhannes er sú persóna, sem að mestu Framhald á 4. síðu. Samkvæmt brezkri fregn var öflug flotadeild í Gíbraltar 30. þ. m., þar á meðal orustuskipin Nelson, Rodney og Malaja, flug vélaskipið Formidable og annað minna flugvélaskip, auk margra tundurspilli og tundurskeyta- báta. Jafnframt var skýrt frá, að flotadeild þessi hefði látið úr höfn, en að sjálfsögðu ekki gef- inn upp ákvörðunarstaður. Fregn þessi hefur vakið mikla athygli enda mjög óvenjulegt, að skýrt sé frá ferðum herskipa á þennan hátt, og þykir líklegt að eitthvað búi undir. Sænskf bfad sakar rífeís- sff órnína um hfuffeysísfrávík Opinber rannsókn fyrirskipuð. — Vaxandi gremja í Sví- þjóð með þýzku hermannaflutningana Sænska blaðið Arbetaren birtir skjal eitt, er það segir vera „lciðbciningar" um meðferð á erlendur flugvélum sem lenda á sænskum hernaðarflugvöllum. Samkvæmt þessum leiðbeiningum er fyrirskipað að kyrrsetja allar erlendar flugvélar nema þýzkar, og taka áhafnirnar hönd- um. Þýzkum orustuflugvélum skal leyft að halda áfram ferð sinni með fullri áhöfn. Annað sænskt blað, Afton- tMningen, segir um þetta mál að sé þetta skjal ófalsað, sé Svíþjóð komin í þá aðstöðu, að hún geti ekki kallazt hlut- laus. Við höfum þá komið fram sem bandamenn Þýzkar lands, bætir blaðið við. Sköld, landvarnarráðherra Svía, hefur lýst yfir að hon- um sé ókunnugt um slíkar leiðbeiningar, og að fram muni fara opinber rannsókn. Þýzku hermannaflutning- arnir yfir Svíþjóð hafa verið harðlega gagnrýndir í sænsk- um blöðum undanfariö, og vitnaði norska útvarpið frá London í gærkvöldi m. a. í harðorðar greinar í Dagens Nyheter og Aftontidningen um þessi mál. Komið hefur í ljós sam- kvæmt opinberum yfirlýsing- um, að flutningar þessir eru það miklir, að Dagens Nyhet- er telur að vafasamt sé hvort þeir geti heimfærzt undir „orlofsferðir". Flutningar þessir fara fnam eftir sænskum járnbrautum. bæði milli Noregs og Finn- lands og milli Noregs og Trelleborg, en þaðan gengur eimferja til Þýzkalands. Forsætisráðherra Svía, sósíal- demókratinn Per Albin Hansson afsakaði afstöðu sænsku stjórn- arinnar til þessa máls í ræðu s. 1. sunnudag. Þýzku orlofsferðirn ar yfir Svíþjóð hefðu aldrei ver- ið taldar æskilegar, hvorki af þjóðinni né stjórninni. Sænska stjórnin liti á leyfið, sem hún hefði gefið sem eina af þeim byrðum, er Svíþjóð yrði að taka á sig vegna stórveldastyr'jaldar- innar. Það er skiljanlegt, sagði Framh. á 4. síðu. Rauði herinn 25 km. frá Novorossísk Rússar tilkynntu enn í gær, að engar mikilvægar breytingar hefðu orðið á vígstöðvunum en staðbundnar orustur verið háðar á Kúbanvígstaðvunum, við Don- ets og suður af Ilmenvatni. I fréttastofufregnum segir, að framsveitir rauða hersins séu nú aðeins 25 km. frá flotahöfninni Novorossisk, og haldi þar áfram sóknaraðgerðum. Stórskotalið Rússa er mjög athafnasamt í Vestur-Kákasus, þrátt fyrir mikla erfiðleika á flutningi þungra hergagna vegna þess hve vegirnir eru orðnir slæmir. Stormoviksteypiflugvélar halda uppi hörðum árásum á herstöðv arÞjóðverja á Tamanskaga og skip á Kertssundi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.