Þjóðviljinn - 09.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐVILJINIÍ Föstudagur 9. apríl 1943 Nýkomíð Amerískir undirkjólar, náttkjólar og dúnhelt léreft. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. . Kaffisalan Hafnarstræti 16. Karl Halldórsson: >. .« 14 kar. gullhringar xneð ekta steinum^ fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrvaL Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. 5ími (fyrst um sinn) 4503. Skömmu eftir að styrjöld sú er nú geysar, var hafin, fóru sjó- menn þeir er stunduðu millí- landasiglingar fram á sérstakar launabætur vegna þeirrar sí- feldu hættu sem hlyti að fylgja störfum þeirra af völdum ófrið- arins, og reyndi óeðlilega míkið á andlegt og líkamlegt þrek hvers manns. Þessum kröfum sjómannanna var misjafnlega tekið, og meðaf annars valdi þekktur áhrifamað ur í íslenzkum stjórnmáTum þess um launabótum háðsyrðið „hræðslupeningar“. En fáa hygg ég hafa gerzt seinheppnari í á- róðri sínum gegn íslenzkum sjó- mönnum en þennan gamla mann, með slíkri nafngift. Enda urðu nú margir til að taka upp hanzkann fyrir þá og kröfur þeirra hlutu viðurkenningu við- komandi manna. Síðan hafa fleiri launastéttir fengið slíkar launabætur, á- hættuþóknun eins og þær eru; venjúlaga kallaðar. En ósam- ræmið veður þar uppi semi annarstaðar í launagreiðslum hér á landi. Lögreglumenn hafa áhættuþóknun 10% af föstum launum. Hafnsögumenn hafa,eft ir því sem mér er tjáð kr. 15.00; SamsBngns' Karlakóritm Fósfbrædur heldur samsöng í Gamla Bíó í dag kl. 1114 e. h. og á sunnudágr inn 11. apríl kl. 114 e. h. SÖNGSTJÓRI: Jón Halldórsson EINSÖNGVARAR: Holgeir Gíslason, Daníel Þorkelsson., Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Frá iwBtiMi Utanskólabörn fædd á árunum 1929—1935 komi til prófs í barnaskólunum laugardaginn 10. apríl n. k. kl. 4 síðdegis. í Miðbæjarskólanum mæti 7, 8 og 9 ára börn (fædd 1933, 1934 og 1935) þó ekki fyr en miðvikudaginn 28. apríl kl. 1 síðdegis. Athygli foreldra skal vakin á því, að öllum skóla- skyldum börnum (fædd 1929—1935), sem stunda ekki nám í löggiltum bamaskólum, ber að koma til prófs samkvæmt fræðslulögum, í barnaskólum síns skóla- hverfis. SKÓLASTJÓRARNIR. hvern dag í áhættuþóknun, og sömuleiðis nokkrir aðrir starfs- menn hafnarinnar í Reykjavík. Þá kemur þriðja hliðstæða stéttin, tollverðirnir, þeir eru á miklu lægri föstum launum en hinir fyrrnefndu, og hafa enga áhættuþóknun. Eins og allir vita fara störf tollmannanna fram á sjónum og við hann, alveg eins og störf hafnsögumannanna, og eigi sú ógæfa að koma yfir Reykjavík að verða fyrir loft- árás, er sennilegt að höfnin verðr fyrst og fremst skotspónn, enda skildist mér að þær líkur séu höfuðrökin fyrir því að starfs- mönnum hafnarinnar eru greidd svo rífleg aukalaun. Nú er þannig ástatt að sam- vinna er milli tollmanna og hafn sögumanna um flutning út í skip og úr þeim, bátar beggja stofn- ananna eru notaðir jöfnum hönd um. Og þegar tollmenn einir saman fara með bát hafnarinn- arr nýtur enginn áhættuþóknun ar þar um borð nema formaður bátsins, en þegar hafnsögumenn einir ferðast með tollbátnum, njöta allir áhættuþóknunar sem þar eru innanborðs nema för- maður bátsins. Þetta þætti ef- laust sniðugur „brandari“ ef' hann væri eftir Harald Á. Sig- urðsson, eða einhvern slíkan, hvemig sem litið er á það, þegar íslenzka ríkið eða háttsettir em- bættismenn þess eru höfundarn- ir og „brandarinn“ ískaldur veru Ieiki. í þessu sambandi skiptir það engu máli þótt önnur stofn- unin sé rekin af ríkinu og hin af Reykjavíkurbæ, starfsmenn beggja eiga tvímælalaust að vera jafn réttháir. Stjórn Tollvarðafélags íslands hefur hvað eftir annað átt tal um þetta við yfirstjórn toll- málanna, og krafizt lagfæringar, og fengið frekar vingjarnleg svör, en við það hefur setið og situr enn í dag. Á þessu verður að ráða bót, enginn réttsýnn maður getur óskað eftir að viðhalda slíku ó- samræmi. Það hlýtur að vera krafa tollvarðanna að þeir njóti sömu áhættuþóknunar og hafn- sögumenn. Þá líem eg að síðara atriði þessarar greinar, og að mínu áliti hinu mikilvægasta. Á Alþingi sumarið 1942 fluttu f jórir þingmenn, sinn úr hvorum MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 i. s. I. s. R. R. Sundtneísfaratnóf Islands fer fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8,30. -*'X1 Keppt verður 1: 100 m. frj. aðferð karla, 200 m. bringusundi karla, 100 m. baksundi, 4 + 50 m. boðsundi o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni í dag. Spennandi keppni! Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma! stjórnmálaflokki^ tillögu tíl þingsályktunar um sérstakar launabætur embættismanna óg annarra starfsmanna' ríkisins. Var þessi tillaga afgreidd þ. 23. ág. í sameinuðu þingi sem álykt- un Alþíngis. Voru þar með á- kveðnar svofelldar launabsetur: Á fyrstu 2400 kr. grunni'aun greiðist 30% og síðan verðlágs- uppbót á það, og á þann hlúta grunnlauna sem er hærri en 2400 kr. skyldi greiða 25% auk verðlagsuppbótar. Fljótlega kom í ljós að ekkí var einn og sami skilningur lagð ur f þessar samþyktir hvað snerti Iaun fyrir yfirvinnu. Sum ar stofnanir t. d. póstur og símí hafa: greitt þessar sérstöku upp- bætur á öll Iaun hvort sem þau eru fyrir yfirvinnu eða ekki. En svo eru aðrar stofnanir eins og t. d. toillstjóraembættið sem að- eins greiða þessar uppbætur á föstu launin. Eg átti tal um þetta atriði við tvo af flutningsmönnum málsins á þingi5 þá Sigurð Kristjánsson og Sigfús- Sigurhjartarson. Sögð- ust báðir eindregið leggja þann skilning í það að greiða bæri af öllum launum nefndar uppbæt- ur. Og til áréttingar því fór Sig- urður Kristjánsson til þáverandi fjármálaráðherra Jakobs Möller og spurðist fýrir um álit hans, sem reyndist vera hið sama og flutningsmanna. Síðan hefur stjórn Tollvarðarfélagsins farið margæ förina í f jármálaráðuneyt ið til þess að fá úrskurð þar um þetta atriði, en mætti þar sömu afgreiðslu og viðvíkjandi áhættu þöknuninni, viðfeldum orðum en fullkomnu athafnaleysi. Það hlýtur að vefjast fyrir hverjum venjulegum manni að finna ástæðuna fyrir þessari undanfærslu ráðuneytisins með að gefa skýr svör, ef athugaðar eru fjórða og fimmta málsgrein þingsályktunarinnar, sem eru svohljóðandi: „Uppbót greiðist úr ríkissjóði eftir sömu reglum á tímakaup kennara, eftirlaun í f járlögum og lífeyri úr lífeyris- sjóðurri embættismanna, barna- kennara og ljósmæðra, svo og útborgað skrifstofufé og em- bættiskostnað, að undanskilinni húsaleigu og húsaleigustyrk.“ „Grunnlaun í tillögu þessari merkja laun, sem ríkissjöður og aðrir, er tillagan greinir, greiða verðlagsuppbót á samkvæmt lögum nr. 48/19422 Með verðlags uppbót er átt við þá verðlagsupp bót, sem greidd er samkvæmt sömu lögum‘“. Hvað snertir fyrra atriðið sem hér er sérstaklega bent á, er það augljóst mál að störf sem unnin eru í þágu tollsins og .annarra stofnanna, hljóta að hafa í för með sér útborgaðann embættis- kostnað, á hvaða tíma sólar- hringsins sem þau eru unnin. I sambandi við síðara atriðið, skal það tekið fram, að yfirvinna toll varðanna er greidd með verð- lagsuppbót. Hér sýnisi? ekki vera um neitt að villast, ákvæðin skýr þó skotizt hafi verið undan þeim. Þá er á enn eitt að líta í þessu sambandi, að mismunur venju- legs kaups og yfirvinnukaups Lars Nordbö myrtur Helfregn er engin: nýlunda' ái þeirrí skálmöld er váð lifum á. En þegar ég fyrir nokkru síðan fré’tti að nazistaböðlar Hitlers og: Kvislings hefðu myrt um 20 af forvígismönnunum í frelsisbar- áttú Norðmanna og þar á meðal’ Lars Nordbö frá Osló, setti mig: hljóðan. Á árunum 1938—’39 tók ég þátt f nokkurra mánaða nám- skeið víð norskan alþýðu- skólá. Þar kynnsist ég Nordbö, ásamt konu hans, Mary Nordbö. — Þau’ voru mjög ólík í ytra út- liti. Hún geislandi af lífsfjöri og líkamfegri hreysti, hann gugg- inn og horaður, andlit hans rist rúnum Iangvarandi líkamlegra þjáðninga, (berklaveikur), en' jáfnframt ósveigjanlegs viljalífs og mikiTlar hugsanastarfsemi. Þrátt fyrír þetta voru þau óað- skiljanlegir félagar. Nördbö hélt þarna fyrirlestra um norska verkalýðssögu og ýmsar greinar félagsvísinda marxismans. Sem fyrirlesari og kennari í þessum fræðum var hamr meir en meðalmaður, enda átti hann að baki sér margra ára sleitúlaust starf og nám í Kom- múhistafl'okki Noregs. Höfuðstyrkur Nordbö sem kennara var fólginn í djúptækri þekkingu á viðfangsefnum, sam- fara aldlegum áhuga og skýrri framsetnlngu. Að hlusta á fyrirlestur í sögu hjá Nordbö var að lifa og skilja sögu. Varla mun sá lærisveinn Nbrdbö vera til, sem ekki geti tekið undir skriftamál hins end- urfædda skálds, Tómasar Guð- mundssonar, og sagt við sjálfan sig: 5,Þvi meðan til er böl, sem bætt þú gazt og barizt var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að. kenna“.. Með baráttu sinni og dauða> í þágu norskrar alþýðu hefúr Nordbö sýnt, að engum var f jær skapi en honum, að sitja hjá á meðan barizt var. Nordbö er ekki lengur í tölu lifenda, en hugsjón sósíalismans, sem hann helgaði allt sitt líf, lifir, og aldrei hafa vonir mill- jónanna tengst þeirri hugsjón fastari böndum en einmitt nú. G. Ö. verður óe^lilega lítill eða jafn- vel enginn ef nefnd uppbót er aðeins greidd á hið fyrnefnda. Að öllu þessu athuguðu, virð- ist hæpinn málstaður þeirra stofn ana sem hafa látið það undir höfuð leggjast að greiða starfs- mönnum sínum áðurnefndar uppbætur á öll útborguð laun til þeirra. Fyrirspurn var nýlega gerð á Alþingi til núverandi fjármála- ráðherra, um það hverja af- stöðu hann tæki til þessa máls, og hann kaus að svara alls engu. Hann veit það ef til vill ekki ráðherrann, að þögnin er tvíeggjað svar, og getur bent í aðra átt en ætlast er til af þeim ( sem beitir henni. Framh. á 4. síðu. 1) Leturbreyting mín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.