Þjóðviljinn - 09.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.04.1943, Blaðsíða 1
X 8. árgangur. Föstudagur 9. apríl 1943 81. tölublað Fpelsisöapaffa Horflnianna hef- é sfaflifl í Ipíó ár ft Jfét höfum cnn ekkí sígrað, en engínn ef~ asi ttm leíkslokín" * segír Hákon kontingnr Hákon Noregskonungur heíur í tilefni af því, að í dag, 9. apríl, eru liðin 3 ár síðan Þjóðverjar réðust inn í Noreg, sent Norðmönnum svohljóðandi kveðju: „Eg veit að á þessum þriggja-ára minningardegi um innrás- ina í Noreg, minnumst vér allir með innilegri þökk allra þeirra manna, sem hafa fórnað lífi sínu fyrir föðurlandið, og að vér, sem nú lifum fjarri fósturjörð vorri, Noregi, sendum heitustu þakkir vorar til allra þeirra hraustu manna, kvenna og barna á heimavígstöðvunum, sem þjáðst hafa þessi löngu ár. Vér höf um enn ekki unnið sigur, en enginn af oss hef ur nokkru sinni efast um leikslokin". Tveir þingmenn Sósíalistaflokksins Aki Jakobsson og Lúðvík Jósefsson flytja breytingartillögur um dýrtsðarmálin Önnur er um skatta, er veiti 2x/z—3 milljónir króna til endurbóta á alþýðutryggingunum. Hin er um grunn verð á landbúnaðarafurðum, 45% grunnverðhækkun og vísitölu 220, ennfremur sjóðstofnun fyrir landbún- aðinn. Einar Olgeirsson talaði í gær um dýrtíðarmálin. — Umræður halda áfram í dag. "~Fundur hófst í neðri deild kl. V/z síðdegis í gær. Á dagskrá voru dýrtíðarmálin. Fyrstur tók Eysteinn Jónsson til máls en því næst Einar Olgeirsson og gerði ýtarlega grein fyrir afstöðu sinni í fjárhagsnefnd til dýrtíðarmálanna og færði rök fyrir því samkomulagi, er þar var gert. Ræðumaður veittist allhart að ríkisstjórn, og benti á hin fögru loforð hennar þegar hún tók við völdum, og sýndi fram á hvað þau stingju í stúf við dýrtíðartillögur þær sem ríkisstjórn leggur nú fram og ganga svo nvjög á hagsmuni og réttindi verkalýðsins. Þá gerði ræðum. og nokkur skil hinum f jarstæðukenndu fullyrð- ingum Skúla Guðmundssonar um að kaup hafi hækkað meira en landbúnaðarafurðir frá því árið 1939. Af öðrum þingmönnum tóku til máls þeir Jón Pálmason, Ingólfur Jónsson, Páll Zoph- oníasson og Sig. Kristjánsson. Jóhann Sæmundsson félagsmálaráðherra tók til máls og flutti mjög athyglisvrða ræðu. Þar sem hann m. a. sannaði með tölum að kaupgjald hefur hækkað minna en framfæzlukostnaður síð- an 1939 en landbúnaðarafurðir hafa hækkað meira en kaup. Kl. 7 síðd. óskaði forsætisráðherra eftir að umr. yrði frestað til morg uns og var það gert. Fundur hefst kl. V/z síðd. í dag og halda þá umræður afram. Tveir þingmenn Sósíalistaflokks- íns, þeir Áki Jakobsson og Lúðvík Jósefsson báru í gaer fram tvær breytingatillögur við lögin um dýr- tíðarráðstafahir, sem verið hafa til umræðu undanfarna tvo daga í neðri deild. Önnur tillagan er um það, hvern- íg útsöluverð landbúnaðarafurða skuli ákveðið á tímabilinu fram til 15. september og með hvaða hætti greiða skuli verðuppbætur úr ríkis- sjóði og er hún svohljóðandi: „Við 17. tölul. Meginmál liðarins orðist svo: Þar til verð landbúnaðarvara verð *. —-r- tt>***f i ur ákveðið samkvæmt fyrirmælum 4. gr., skal ríkisstjórnin ákveða verð þeirra þannig: Smásöluverð dilkakjöts og annarra tegunda kjöts, mjólkur og mjólkur- afurða, garðávaxta og grænmetis skal fundið með því að leggja til grundvallar það verð, sem var á þessum afurðum janúar—marz 1939, að viðbættri 45% grunnverðsuppbót ásamt verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar, þó aldrei hærri vísitölu en 220. Verð, sem þannig er fundið á hverri vöru- tegund, skal ganga strax í gildi. Framh. á 4. síðu. NORSKA MINNINGAR- GUÐSÞJÓNUSTAN. Norska miimingarguðsþjón- ustunni, sem haldin verður í dómkirkjunni í dag, verður útvarpað. Hefst hún kl. 6,15, en ekki kl. 6 eins og áður hafði verið tilkynnt. Coca-cola kallar á Hriflu! Úlfseyrun gægjast fram undan sauðargærunni! „Aumt er að eiga þræl að einkavin", sagði Hákon jarl, er Karkur sveik liaiui. Auint er að hafa Vísi að einkamálgagni, má veslings ríkis- stjórniB segja. Svo illa leikur hann hana í gær, einmitt þegar henni lá mest á. Vísir hefur undanfarna daga óskapazt gegn fjárhagsnefnd neðri deildar, líklega út af því, að hún skyldi drýgja þann glæp að reyna að finna leið til samkomulags um afgreiðslu dýrtíðarmálanna. Mænir blað- ið nú upp á hvern á fætur öðrum til „bjargar", — sem sé til þess að hindra samkomulag í þinginu og festir loks augun á: Jónasi frá Hriflu!! „Þrátt fyrir frumhlaup fjárhagsnefndar neðri deildar Alþingis er enn tími til þess að afmá þau spor, sem nefmdin hefur markað í snjóinn við meðferð málsins, og ekki má telja ólíklegt, að til þess verði meirhluti innan þings. Vitað er að Framsóknarflokkurinn er mjög mótfallinn tillög- unum og mun fulltrúi flokksins í f járhagsnefnd hafa sætt harðri gagnrýni fyrir frumhlaupið á fundum flokksins. Formaður flokksins hefur nýlega lýst yfir því, að hentugasta leiðin út úr ógöngunum sé sú, að núverandi ríkisstjórn sitji áfram og njóti stuðnings þingflokkanna til að vinna bug á vandamálum dýrtíðarinnar. Þetta er vitanlega hárrétt og önnur lausn er ekki til í málinu". Það vantar ekki einingu andans og band friðarins milli Coca-cola- blaðsins og Hriflu-Jónasar. Það liggur við að manni detti í hug að ein- hverntíma hafi Jonas hvíslað í eyra Birni: Nefndu mig þegar mikið liggur við. Og nú er stundin komin! — Kúgunarlögin gegn verkalýðshreyf- ingunni eru í hættu — og Coca-cola kallar á Hriflu! £n hitt er svo aftur annað mál, hvort ákallið dugar. Laugarficsspífalabruaíiiii Svo giftusamlega tókst til, þegar Laugamesspítalinn brann til kaldra kola í fyrra- kvöld, fórst enginn þeirra, sem voru í spítalanum. — AU- ir voru komnir út fjórum mín- útum eftir að eldsins varð vart. — Aðeins eínn maður, sem fór inn í eldinn, til þess að athuga hvort allir sjúkl- ingar hefðu komizt út, meidd- ist nokkuð í andliti Talið er að upptök eldsins hafi átt sér stað í eldhúsi. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang kl. 8,17, en þá var ame- ríkst slökkvuið' komið á stað- inn. Húsið var þá alelda, svo auðséð var að húsinu yrði ekki bjargað. Slökkviliðinu tókst að hindra áð eldurinn næöi til annarra húsa. Spítalinn var tryggður hjá Sjóvátryggingafélagi íslands fyrir 800 þús. krónur. Photo by U. S. /.rmy Signalcorps.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.