Þjóðviljinn - 18.04.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.04.1943, Blaðsíða 1
Sósíalísf arí 8. árgangur. Sunnudaginn 18. apríl 1943. Munið fundinn á mánudag- iiin kemur í Baðstofu iðnaðar- manna. Bætt verður um dýrtíðarmál- 89. tölubl. in og- önnur helztu þingmál. Frunwarpíð um efguaraukaskaft Þad þarf aö verða alvarlcg ínní í sambandí víð í gær var útbýtt á Alþingi frumvarpi um eignaraukaskatt, sem prentað er á 3. síðu blaðsins í dag. Flutningsmenn eru: Har- aldur Guðmundsson, Hermann Jónasson og Brynjólfur Bjarna- son. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir þeir, sem aukið hafa eignir sínar um meir en 80 þús. kr. á árunum 1940, 1941 og 1942, greiða skatt af þeirri eignaaukningu, þó því aðeins að þeir eigi þá skattlausa eign, er nemi minnst 80 þúsundum að frádregnum skatti. Af 80 þús. kr. eignarauka og allt að 200 þús. kr. eignarauka greiðist 20% af því, sem fram yfir er 80 þús. kr. Af 200 þús. króna eignarauka greiðast 24 þús. kr. og 25% af því, sem þar er fram yfir allt upp í eina milljón. Af einni milljón króna eignarauka greiðast 224 þús. kr. og 30% af því sem fram yfir er. Fé, sem lagt hefur verið í nýbyggingarsjóði útgerðarinnar, er undanþegið þessiun skatti, — og ýmiss f leiri ákvæði eru í lög- unum, sem menn sjá við að lesa þau, svo um þau vísast til frumvarpsins eins og það er birt. Fé það, sem fæst með lögum þessum skal að einum þriðja renna til alþýðutrygginga og byggingu verkamannabústaða, að öð'rum þriðja til raforkusjóðs, byggingar nýbýla og landnáms í sveitum og að % til framkvæmdasjóðs ríkisins. breyfíng á fjármálapólífík þessar ákvarðanír Sveinn Björnsson endurkosinn ríkis- stjóri Ríkisstjórakjor fór fram á Al- þingi í gær. Sveinn Björnsson var endur- kjörinn ríkisstjóri með 35 at- kvæðum. — 13 seðlar voru auð- ir. v Ríkisstjóri er kjöririn til eins árs í senn, frá 17. júní 1943 til 17. júní 1944. Frumvarp þetta er eitthvert merkilegasta nýmælið, sem fram hefur komið í íslenzkri skattalöggjöf. Hér er gerð alvar leg tilraun til þess að ná nokkru af stríðsgróðanum og nota til almenningsheilla. Erfitt er að segja hve mikið það yrði, sem fengist með þessu frumvarpi, ef að lögum yrði, því þar veltur svo mikið á eftirlitinu með skatt- framtalinu. En gizka má á að vart verði það minna en 10—20 milljónir króna og gæti orðið meira, ef vel væri framfylgt. Það segir sig sjálft að erfitt Sovétsöfnunin J ill 10« m. 148,93 IF. Söfnunin til styrktar Rauða krossi Sovétríkjanna nemur nú samtals 104 þús. 348,93 kr. Eftirtaldar fjárhæðir hafa safnazt á þessum stöðum: Reykjavík........................................................ kr. 68 482,93 Akureyri............................................................ —. 12 000,00 Siglufjörður.................................................... — 4 000,00 Vestmannaeyjar ............................................ — 8 000,00 Akranes .....................'....................................... — 1000,00 ' Borgarnes ........................................................ — 3 000,00 Hólmavík ............................................................ — 727,00 Neskaupstaður ................................................ — 1000,00 Sauðárkrókur ...................................;................ — 1319,00 Svalbarðsströnd................................................ — 580,00 Glæsibæjarhreppur ........................................ — 697,00 ' Eyrarbakki ...........................v........................... — 315,00 Hvanneyri........................................................ — 213,00 Grindavík........................................................ — 115,00 Bæjarhreppur ................................................ — 200,00 ísafjörður........................................................ — 2 700,00 Samtals kr. 104 348,93 verður að ná stríðsgróðanum með sköttum og ókleift að ætla að ná honum öllum. Meginið af stríðsgróðanum er þegar bundið í atvinnu- og verzlunarlífinu sem auðmagn í fyrirtækjum og Framh. á 4. síðu. Sigurður Guðmunds- son tekur við rit- stjórn Réttar Nýtt hefti kemur út'á morgun Sigurður Guðmundsson. Nýtt hefti af Rétti kemur út á morgun, og er það fyrsta Jieftx ársins 1943. Gunnar Benediktsson hefur látið af ritstjórh tímaritsins vegna annarra aðkallandi starfa, en við tekur Sigurður Guð- mundsson blaðamaður. Askriftarverð Réttar er mjög lágt, aðeins 10 kr. árg. Er tií- œtlunin að árgangurinn verði 4 hefti,^alls 320 bls. Tekið er i?ramh. á 4. síðu. Rauði herinn vinnur á í Kákasus Rauði herinn hefur bætt að- stöðu sína á Kúbanvígstöðvun- um í Kákasus, og heldur áfram sóknaraðgerðum þrátt fyrir harðvítuga vörn Þjóðverja. Þýzka herstjórnin hefur und- anf arnar vikur sent mikínn liðs- auka til Kákasus en hefur samt ekki tekizt að stöðva sókn Rússa Aðalsteinn Sigmundsson drukknar I Hann tók út af Sæbjörgu á leið frá Borgarnesi. — Hann náðist eftir 15 mínútur en allar lífgun- artilraunir reyndust árangurslausar. Það sorglega slys vildi til í fyrrakvöld, að Aðalstein Sig- mundsson kennara tók út af Sæbjörgu, sem var á leið til Reykja- víkur frá Borgarnesi. Synti haiin þegar í átt til skipsins, en eftir 3—4 mínútur dapraðist honum'sundið, en hann sökk þó ekki. Hann náðist um borð eftir um það bil 15 mínútur, en mun þá hafa verið ör- endur, því allar lífgunartilraunir reyndust árangurslausar. Aðalsteinn gengdi námsstjórastarfi á Vestfjörðum, í Döl- um og Húnavatnssýslum og var hann á heimleið úr eftirlits- ferð um héruð þessi. Sæbjörg fór þessa ferð í stað- innfyrir Laxfoss, sem var í við- gerð. Um 30 farþegar voru með skipinu en rúm mjög takmark- að í Sæbjörgu, urðu því margir farþegar að vera á þilfari. Veður var mjög hvasst og þeg- ar Sæbjörg var stödd milli Akraness og Reykjavíkur, um kl. 8,45 í fyrrakvöld, reið sjóryf- ir skipið og tók Aðalstein fyrir borð. Tveir farþegar voru stadd- ir rétt hjá honum þegar sjórinn reið yfir skipið og var því þeg- ar snúið, auk þess var björgun- arhring varpað til hans. Fyrstu 3—4 mínúturnar synti hann knálega í átt til skipsins, þrátt fyrir storm og mikinn sjó, en hætti síðan að synda og er álit læknis að hjartað hafi bil- að. Eftir um það bil 15 mínútur náðist hann um borð og voru þegar hafnar lífgunartilraunir og var þeim haldið áfram í nokkrar klukkustundir, en þær báru engan árangur. Aðalsteinn var fæddur að Ár- bót í Aðaldal 10. júlí 1897. For- eldrar hans voru Sigmundur Sigurgeirsson og kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir, er bjuggu þar. Hann nam prentiðn hjá Oddi Björnssyni á Akureyri 1910— 1914. Árið 1919 lauk hann prófi við Kennaraskólann eftir tveggja vetra nám og haustið Aðalsteinn Sigmundsson 1919 varð hann skólastjóri á Eyrarbakka og gengdi því starfi til 1929. Sama ár ferðaðist hann um England og Norðurlönd og kynnti sér æskulýðs- og uppeld- ismál. 1930 fór hann til Færeyja til að kenna þar á kennaranám- skeiði. Auk þess kenndi hann á slíkum námskeiðum hér heima. Árið 1931 gerðist hann kenn- ari við Austurbæjarskólann og * gengdi því starfi til dauðadags. Framh. á 4. síðu. Lítið barizt í Túnis Lítið er um f regnir af vígstöðv ímum í Túnis, og hef ur ekki ver- ið um stórorustur að ræða síð- asta sólarhringinn. Helzt hefur verið barizt á nyrztu vígstöðvunum og hefur 1. brezki herinn bætt þar stöðv- ar sínar. Harðar loftárásir voru gerðar í gær á ítölsku borgirna Palermo Napoli og Messina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.