Þjóðviljinn - 04.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.05.1943, Blaðsíða 4
/ Næturvörður er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Nææturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Rannsóknarlögreglan óskar að Ijafa tal af bifreiðarstjóra. Um miðnætti aðfaranótt mánudags var barið harkalega að dyrum á húsi einu við Nýbýlaveginn. Voru þar á ferð 3 ame rískir hermenn. Húsið var þó ekki opnað, en hermennirnir héldu áfram að berja. Þegar þeir höfðu barið ut- an húsið í hálftíma voru þeir beðnir að fara á brott, en þeir sinntu því ekki. Úti á veginum skammt frá var bifreiðarstjóri á ferð, og var hann beðinn um aðstoð. Varð hann við þeirri beiðni og hafði ameríkanana á brott með sér í bifreiðinni. — Óskar rannsóknarlögreglan að hafa tal af bifreiðarstjóra þessum. Strokupilturinn fundinn. í útvarp- inu í gærkveldi var lýst eftir 16 ára pilti, Pálma Kristjánssyni, sem hafði strokið að heiman. f gærkveldi fann lögreglan þenn- an strokupilt. Drengur verður fyrir strætisvagni. í fyrradag varð drengur fyrir stræt- isvagni neðarlega á Skólavörðustígn- um. Afturhjól vagnsins fór yfir fæt- ur drengsins, sem meiddist þó ekki mikið, brotnaði ekki en marðist tals- vert á báðum fótum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 5 í dag og Fagurt er á fjöllum kl. 8 í kvöld. — Aðgöngu- miðasalan er opin frá kl. 2 í dag. nýja bíó i s m TJARNAKBÉÓ Evugleflur (It Started with Eve). DEANNE DURBIN CHARLES LAUGHTON Brúður með eftirkrifu (The Bride Came C.O.D.) Amerískur gamanleikur. ROBERT CUMMINGS. JAMES CAGNEY BETTE DAVIS kl. 3, 5, 7 og 9. KI. 5, 7 og 9. Leikfélag Reykjavíkur . r A Oli smaladrengur Sýning í dag kl. 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Næstsíðasta sinn! „FACURT ER Á FJÖLLUM“ . 0 © Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3 í dag. Finskt herbergi Nokkrir vinir Finnlands hafa gefið kr. 10.000 — and- virði eins herhergis, — til stofnunar finnsks herbergis í Nýja Stúdentagarðínum. Her- bergið mun verða nefnt ,,Suomi“. Hai-kvSldvaka verður í Oddfellowhúsinu föstudaginn 7. maí kl. 9 e. h. Dagskrá nánar auglýst á morgun. Pálmi Hannesson rektor fulltrúi Framsóknarflokks- ins í útvarpsráði. Framsóknarflokkurinn hefur tilkynnt að Jón Eyþórsson hafi sagt af sér störfum í útvarps- ráði og að Pálmi Hannesson rektor taki sæti í ráðinu sem fulltrúi Framsóknarflokksins. Vegavinnukaupið Framh. af 1. síðu. a. . Ókeypis flutning á öllum nauösynjavörum. b. Ókeypis matreiðslu, mat- reiðsluáhöld, eldivið (kol og olíu) skýli og rúmstæöi. c. Þar sem svo hagar til. að verkamenn eru búsettir í næsta kauptúni viö vinnu- stað, skal greitt fyrir þeim um ókeypis flutning áð og frá kauptúninu um aðra hvora helgi. 5. Þar sem vinnumiðlun;- arskrifstofur (sbr. lög 9. jan, 1935) eru starfandi, skulu verkamenn, ef ráðnir' eru úr viðkomandi kaupstað, ráðnir í sanu’áði við þær, eftir því sem henta þykir". Skipting á kaupsvæðum í vegavinnu, verður sem hér seg ir* 1. Borgarneskaupsvæöi nær vestur að Hítará, inn að Sanddalsá. 2. Stykkishólmskaupsvæöi nær yfir Helgafellssveit. 3. Grundarfjaröarkaupsvæði nær yfir Eyrarsveit. 4. Ölafsvíkurkaupsvæði nær frá Ólafsvíkurklifi að Fróðá. 5. Hellissandskaupsvæöi nær frá Gufuskálum að Ingjalds- hóli. 6. í Snæfellsnes- og Hnappa dalssýslu utan kaupsvæða Stykkishólms, Ólafsvíkur og H^ellissands, greiðist kr. 1,90 á klst. 7. í Dalasýslu greiöist kr. 1,90 á klst. 8. Patreksfjarðarkaupsvæöi nær út að Sveinseyri og suö- ur yfir Kleifaheiði. 9. Bíldudalskaupsvæði nær vestur að sýslumörkum og yf- ir Hálfdán. 10. í Baröastrandarsýslu utan kaupsvæða Bíldudals og Patreksfjarðar greiðist kr. 1,90 á klst. 11. ísafjaröarkaupsvæði nær út að Hmfsdal, inn að Kirkju- bóli, vestur yfir Breiðdals- heiði. 12. í ísafjaröarsýslum utan ísaf j aröarkaupsvæðis, greiöist kr. 1,90 á klst. 13. Hólmavíkurkaupsvæði nær að Ósi og Víðidalsá. 14. Drangsneskaupsvæði nær yfir Kaldrananeshrepp. 15. Djúpavíkurkaupsvæði nær yfir sveitina umhverfis Reykjarfjörð, norcrur til Ár- ness. 16. í Strandasýslu utan kaupsvæða Hólmavíkur, Djúpa víkur og Drangsness, greiðist kr. 1,90 á klst. 17. Hvammstangakaupsvæöi nær að mörkum kaupsvæöis Borgarness. 18. Blönduóskaupsvæði nær yfir alla Austur-Húnavatns- sýslu, nema kaupsvæði Skaga- strandar. 19. Skagastrandarkaup- svæði nær inn að Laxá, út að Skaga, og austur að sýslu- mörkum Skagafjarðarsýslu. 20. Sauðárkrókskaupsvæöi tnær um alla Skagafjaröai’- sýslu. 21. Akurdyrarkaupsvæði nær að sýslumótum hjá Veiga stöðum, út að vegamótum Dal víkurvegar á Þelamörk, inn að vegamótum Laugalands- vegar hjá Kaupangi og inn aö vegamótum Eyjafjarðar- brautar við Hólmaveg. Á svæð inu greiðist 2,10 á klst. 22. í Eyjafjarðarsýslu utan Akureyrarkaupsvæðis greiöist kr. 1,90 á klst. 23. Raufarhafnarkaupsvæði nær að Blikalóni og Hóli. Annarsstaðar í Þingeyjarsýsl- um greiðist kr. 1,90 á klst. 24. Víkui'kaupsvæði nær austur aö Múlakvísl. Annars- staöar í sýslunni greiöist kr. 1,90 á klst. 25. Kaup í Rangárvalla- sýslu verði sama og í Árnes- sýslu. Á svæðínu frá Múlakvísl allt vestur að' Hítará verður kaupið kr. 2,10 á klst. • Á Austfjörðum er eftir áð gera.nokkra nánari skilgrein- ing-u á kiauplagssvæöum verk- lýðsfélaganna og verður skýrt frá því síðar. Wli & DREKAKYN Eftir Pearl Buck til sagna. En hann stillti sig; hvernig gat konan vitað hvað karlinn hafði sagt? Það er réttara að láta hana ekkert vita, hugsaði hann. Þá mun ótti hennar við það sem ég veit eða veit ekki gefa mér vald yfir henni, og sé frændi minn dáinn ber mér að sjá fyrir henni, og þá er betra að ég ráði við hana. Og Ling Tan hætti að hugsa um kerlinguna; honum hafði ekki verið hlýtt til hennar fram til þessa, en hér eftir hat- aði hann hana. Og þó, — hún var aldrei nema kvenmaður, svo hann hrinti þessu frá sér og sagði við son sinn; Eg fer með þér á morgun til að hitta frænda. Daginn eftir, undir kvöld, sögðu þeir Ling Sao, að þeir þyrftu að skreppa til borgarinnar, og þeir fóru beint til Pílviðarkrárinnar. Hvar sem þeir fóru sáu þeir hve mikl- ar breytingar höfðu orðið. Alstaðar voru auglýsingar frá óvinunum um lyf og gleðikonur, svo Ling Tan sá ekki ; betur en að þetta væri það eina sem þeir höfðu á boð- ! stólum. Hvar sem komið var, blöstu við ópíumholur og • hóruhús. Sumstaðar sáust litlar búðarholur, sem óvinirn- '■ ir höfðu opnað, og á götunum sáust konur óvinanna og • börn. Ling Tan furðaði sig á því að þessir litlu, grimmu ; og viltu menn skyldu eiga konur og börn. Honum leizt ; illa á þetta. Það var auðvelt að hata óvinina, en hvernig ; færi, ef þeir kæmu margir með konur og börn og settust hér að? Það var mjög breytt til hins verra í tekrám borgarinnar, hér ekki síður en annars staðar. Hinir heiðarlegu þjónar voru horfnir og 1 þeirra stað komnir ungir frekjulegir kven- menn. Þegar Ling Tan hafði valið sér sæti kom ein slík kvensa til hans að vita hvers hann óskaði. Fyrst ætlaði hann ekki að ávarpa hana, því hann sá að þetta gat ekki verið góð manneskja. En sonur hans hvísláði að honum að það væri orðið svona alstaðar, og hann sagði upphátt: Biddu hana að færa okkur te, annað ekki. Stúlkan brosti hæðnislega og sótti þeim tvær skálar og könnu með tei, sem var svo dýrt að Ling Tan ætlaði varla ; að koma því niður. ! Ef ég gæti sparað mér drykkinn, mundi ég gera það, sagði hann við son sinn. Þá yppti stúlkan öxlum og sagði: Ef þér óar verðið, hvað mundir þú þá segja um þetta? Hún tók litlar silfuröskjur úr barmi sínum og í þeim var hvítt duft. Hvert gramm kostar þrjúhundruð silfurdali, sagði hún 1 hreykin, en fyrir dal á dag geturðu keypt þér nautn og ! gleymt áhyggjunum. ; Hún laumaði dósunum á borðið hjá þeim, en Ling Tan ! lézt ekki sjá þær, og eftir nokkra stund stakk hún þeim ! aftur í barm sér. ! Þetta er djöflalyf, hvíslaði Lao Er, þegar hún var farin. — ! Það er sagt verra en ópíum. ’ Ekki veit ég það, sagði Ling Tan. — Ég kæri mig ekki ; um þáð. Hann starði fram fyrir sig eins og hann skildi ekki : hvað þetta eiturduft væri. En það var orðið öllum kunn- : pgt. Meira að segja barnanna á borgargötunum var freistað « með því, það var falið í sælgæti sem óvinirnir framleiddu, ; og er þau höfðu komizt á bragðið var hungrið eftir því ; eins og eldur í blóði þeirra. En Ling Tan hratt þessum l hugsunum frá sér. Þetta var ein af plágum þeim sem nú > dundu yfir, en það sveið honum sárast að það skyldi ekki Sigurduir Avason Framh. af 2. síðu. sinn bera sitt barr eftir frá- fall hans. Það skarð, sem „hrönn af braut“, með fráfalli Sigga á Borg, mun seint verða fyllt. Foreldrar og systkini sjá hér á bak ástríkum syni og bróð- ur. Sveitungarnir sakna ungs og dugandi vitiar og félaga Og íslenzk æska hefur misst. einn besta drenginn úr sínum hóp. Og ef íslenzk æska ætti / marga drengi á borð við Sigga á Borg, þyrftum við engan kvíðboga að bera fyrir fram- tíö íslenzku þjóðarinnar. Við, sem þekktum Sigga á Borg, kveöjum hann með trega og þökkum honum sam- fylgdina á liðnum árum. Minn ing hans á að vera okkur hvatning, til að vinna vel að þeim áhugamálum, sem hann helgaði krafta sína. Slíkt þakk læti á, án efa, bezt við di’eng- lund lians og karlmennsku. 10. mars 1943 Hróðmar Sigurðsson Það hefur dregizt nokkra hríð að birta minningargrein þessa, vegna þess aö beðið var eftir mynd af Sigurði Ara- syni, sem átti að fylgja grein- inni. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.