Þjóðviljinn - 04.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. maí 1943. Sundnámskeið skólanna Fullnaðarprófsbörn úr Miðbæjarbarnaskól- anum og utanskólabörn, sem ekki hafa lokið sundprófum, mæti í Sundhöllinni virka daga, nema laugardaga kl. 3,20. ÍÞRÓTT AFULLTRÚI. Aðalfnndnr Byggíngarfélags verkamanna verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 9. maí, og hefst kl. 2 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Árgjaldi félagsmanna verður veitt móttaka á skrifstofu félagsins, Austurstræti 1, daglega kl. 5—7 e. h., fram að aðal- fundinum. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjald sitt fyrir þann tíma, hafa fyrirgert félagsréttindum sínum og verða strikaður út af meðlimaskrá félagsins. STJÓRNIN. Uppboð Opinbert uppboð verður haldið í stóra veitinga- salnum í Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu) og hefst það næstk. föstudag kl. 10 árdegis og heldur áfram næstu virka daga, þar til því er lokið. Verða þar seldar meðal annars allar vörur úr Windsor Magasin, Laugaveg 8 svo sem: Kjólar, Káp- ur, dragtir, silkisokkar, leikföng, sjálfblekungar, seðla- veski, cigarettnveski, tóbakspungar, reykjarpípur, hár- greiður, vasaklútar, hálsfestar, spéglar, ýmsar snyrti- vörur, kven-leðurtöskur, glervörur, keramik, silfur og plettvörur o. m. fl. Sumt af vörum þessum verður aðeins selt í stærri númerum. Að lokinni sölu þessara muna verður á sama stað seldar vörubirgðir Sælgætisverzlunarinnar í Hafnarst. 20 (Hótel Heklu) svo og allir húsmunir og borðbún- aður, er tilheyrði Hótelinu, enn fremur ýms verzlun- aráhöld. Listi yfir munina er til sýnis í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. Telpukápur á 3~6 á*a Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 OOOOOOOOOOOOOOOOO HUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 O00000000<XX>00000 AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM XHWOOOOOOOOOOOW DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf fisalan Hafnarstræti 16. ooooooooooo<xxxxx> uz&zzzmttuzmnzizz Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! znmzsmzz&azimaKi Ágætt leikrit — — Góður flutningur. Það eru tíðindi, sem vert er um að geta, að útvarpið flutti 17. í. m. leik- ritið Niels Ebbesen eftir Kaj Munk. Leikritið er markað tökum snillings, sennilega bezta leikritið, sem þessi ágæti höfundur hefur látið frá sér fara, það er glæsilegur vitnisburður um anda, sem ekki lætur bugast, sem heldur skoðunum sínum hiklaust fram, hver sem í hlut á og hvað sem í húfi er. Það var Haraldur Björnsson, sem annaðist leikstjóm- ina: fórst honum það vel og skil- uðu allir leikendumir hlutverkum sínum með prýði. Fráfarandi útvarps ráð hefur með flutningi þessa leik- rits bætt upp marga lélega dagskrár liði, sem það hefur boðið hlustend- um upp á. En úr því minnzt er á það, sem vel hefur farið í störfum útvarps- ins, er ekki ástæða til að gleyma því, að sunnudaginn 18. f. m. flutti út- varpið hljómleika frá Gamla Bíó. Það voru hljómleikar þeir, er fylgja myndinni Fantasia eftir Disney. Þessi mynd er eitt hið mesta meist- araverk, sem sézt hefur hér í kvik- myndahúsunum, og var það sannar- lega vel ráðið að kynna þjóðinni þessa mynd eftir því sem við varð komið með aðstoð útvarpsins. Niels Ebbesen þarf að komast á leiksvið. Eins og kunnugt er samdi Kaj Munk leikritið Niels Ebbesen eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku. Efn- ið er sótt í sögu Dana frá fjórtándu öld, en hvert orð og setning er hnit- miðað við viðskipti Dana og Þjóð- verja eftir hemámið. Leikritið er glæsileg hvatning til dönsku þjóð- arinnar um að rísa upp gegn fjand- mönnunum og láta ekki bugast þótt við ofurefli sé að etja. Auðvitað bönnuðu Þjóðverjar leik ritið og gerðu það af því upp- tækt, sem þeir náðu til, en um 12 þúsund eintök munu hafa komizt út meðal dönsku þjóðarinnar. Leikrit- ið hefur hvergi verið flutt fyrr en það kom í útvarpinu hér í Reykja- vík, og er það sannarlega okkur til sóma að hafa orðið fyrstir að birta það almenningi. En við þurfum að gera meira, við þurfum að koma því á leiksvið og það sem allra fyrst. Leikfélagið ætti að taka það til æf- inga og flutnings í haust, fyrr er það sennilega ekki hægt. Grunaður um fölsun — gef- ur út blað til að kenna heið- virði í viðskiptum. Þjóðólfur hefur nú komið út end- urfæddur og forkláraður, eftir að Árni frá Múla hafði um skeið hrakið hann af braut hinna „eiginlegu og fræðilegu þjóðveldismanna“ svo not uð séu orð hins nýbakaða ritstjóra, herra Halldórs Jónassonar frá Eið- um. Fyrrverandi ritstjóra Þjóðólfs, Áma frá Múla, er einkum fundið það til foráttu, að hann henti eitt sinn að greiða skynsamlega at- kvæði í bæjarstjóm, það var þegar hann greiddi atkvæði með því, að bærinn tæki bíóin í sínar hendur. Þessi atkvæðagreiðsla Áma virðist hafa kostað hann ritstjórastarfið. Hinn nýi ritstjóri Þjóðólfs lýsir fylgi sínu við ýmsar skoðanir Jónas- ar Guðmundssonar spámanns, hann lætur og blað sitt flytja langt erindi eftir séra Pétur Magnússon frá Valla nesi um kommúnisma. Erindið var flutt í tilefni af þvi, að „greindur bóndi á Héraði“ lýsti því yfir við höfundinn, að „hann væri orðinn gersamlega sannfærður um það, að þjóðskipulag kommúnista í Rúss- landi væri það einasta, sem vit væri í, og að hann ætlaði eftirleiðis að styðja að því, eftir því sem hann gæti, að slíkt skipulag kæmist sem fyrst á hér á landi”. Höf. telur að bóndinn hafi lítinn tíma til að hugsa og sé niðurstöðum hans því ekki treystandi. Hinsvegar segist hann — presturinn — hafa góðan tíma til að hugsa, enda hafi hann komizt að þeirri niðurstöðu, að „kommúnismi" geti í sjálfu sér verið gott skipulag, en það geti bara alls ekki átt við á íslandi. Annars leggur blaðið nú, sem fyrr, megináherzlu á heiðvirði í fjármál- um og viðskiptum. Einn úr hinni nýju útgáfustjóm, herra Jón Kjart- ansson framkvæmdastjóri, hefur undanfarið verið í tukthúsinu talinn riðinn við fölsun. Vonandi verður barátta Þjóðólfs fyrir heiðvirði í fjármálum og viðskiptum árangurs- rík. Lögregla og loftvarnir Þegar hættumerkið var gefið síð- ast var ég stödd í búð við Hring- brautina. Þar var og önnur kona, er ég þekkti ekki. Við spurðumst fyrir um, hvar næsta loftvarnabyrgi væri og var okkur sagt, að það væri í lögreglumannahúsinu. Við skunduð- um þangað, gengum inn og komum í allstórt herbergi með nokkrum rúmum. Einn lögregluþjónn var þar fyrir og ekki annað fólk. Lögreglu- þjónninn sagði okkur kurteislega, að þetta væri ekki byrgi fyrir almenn ing, en við skyldum þó vera kyrrar fyrst við værum komnar inn. Litlu seinna kemur inn maður óeinkennisklæddur, sem virðist miklu ráða þarna. Hann sagði okkur með þjósti, að þarna væri enginn al- menningur, en lögregluþjónninn kvaðst hafa leyft okkur að vera. Hinn valdamikli aðkomumaður skeytti því engu og við urðum að hrökklast út á götuna. Væntanlega er þessi framkoma alleinstök í sinni röð. Og því segi ég frá þessu hér, að ég vil fá úr því skorið, hvort þeir, sem eiga að ann- ast um öryggi borgaranna, þegar loftárásarhætta er yfirvofandi, telja ekki að við slíkum þorparaskap sem þessum eigi að liggja þung viðurlög, því sé ekki svo, þá skilst mér, að traust almennings á cryggisráðstöf- unum yfirvaldanna hljóti að falla niður fyrir núll. Nikólína Jónsdóttir. CP*r-' Hefur þú náð þér í nýja heftið af tímaritinu RCIIar Efni þess er sem hér segir: Sigurður Guðmundsson: Sigur- horfur. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Listin að komast áfram í heiminum (saga). Sverrir Kristjánsson: Heims- stríð og heimshorfur. Brynjólfur Bjarnason: Innlend víðsjá. André Malraux: Á vargöld (upp haf framhaldssögu). .Einar Olgeirsson, Ásgeir Blönd- al Magnússon og Sigurður Guð- mundsson rita um nýjar bækur, innlendar og erlendar. Árgangur af Rétti, fjögur hefti, kosta aðeins 10 krónur. Gerizt áskrifendur með því að hringja í síma 2184 eða koma á afgreiðslu Þjóðviljans, Austur- stræti 12. IMinningarorð um I Sígurð Arason | Þegar ég frétti að Sigurður Arason hefði farizt af vélbátn- um Ásu frá Homafirði', setti mig hljóðan. Mér hafði' aldr- ei dottið í hug áð hugsa um dauðann í sambandi við hann Harrn var einn þeirra manna. sem mikils var vænzt af og manni fannst eiga svo margt óunnið, maður, sem djai'fast- ir draumar vom dreymdir um Mér duldist þá ekki, að þar var fallinn í valinn einn af beztu sonum íslenzkrar alþýðu sonur, sem ekki mátti liggja óbættm-. Sigurður Arason, eða Siggi á Borg eins og við kunningj- arnir kölluðum hann, var son- ur Ara Sigurðssonar bónda á Borg' á Mýrum í Austm’-Skafta fellssýslu og konu hans, Sig- ríðar Gísladóttur. Hann óist upp við almenn sveitastörf og þóttí snemma afbragðs verk- maöur. Jafnhliða verklegum störfum las hann mikið og’ aflaði sér víðtækrar mennt- imar. Veturinn 1937—1938 stundaöi hann nám við hér- aðsskólann á Laugarvatni. Skólanámið stundaði hann af kappi, en fjárhagsörðugleik- ar hömluðu honum að halda þá lengra áfram á námsbraut- inni. Síðan stundáði liann sjómennsku á vetrarvertíð- um, en dvaldi heima aöra tíma ársins. Hann var einn þeirra ungoi manna, sem að lokinni hverri vertíð vörðu tekjum sínum aö miklu leyti til að efla og prýða heimili foreldra sihna. Ég sá Sigga á Borg í fyrsta sinn haustið 1936. Mér varð þá strax ljóst áð hér var eng- inn meðalmaður á ferðinní. Hann var þá nálægt tvítugu. hár vexti og karlmannlegur, Ijóshærður, bjaxtleitur, svip- mikill og sviphreinn. Síðar kyhntist ég honum nánar. Margar stundir höfum við rabbað saman um þjóðfélags- mál, bókmenntir, fagrar listir og fleira, og eru þær stundir mér ógleymanlegar. Siggi á Borg gekk í K. F. í. vorið 1938 og í SósíalistafLokk- inn, þegar hann var stofnað- ur þá um haustið. Starf og stefna flokksins var honum alltaf eitt hið kærasta áhuga- mál. Hann var í stjórn Sósia- listafélagsins á Mýrum eitt ár og ætíö einn ötulasti félagi þess. Önnur félagsmál lét hann einnig mikið til sín taka. Eink. um vom bindindismál honum hjartfólgin og var hann lengi formaður bindindisfélags hér í sveitinni. Söngmaður var hann góður og unni mjög söng og hljómlist. Siggi á Borg var einn þeirra manna, sem njóta trausts og vinsælda allra þeiixa, er kynni hafa af þeim. Hann dró sig hvergi í hlé, hvort sem um var aö ræöa líkamlega á- reynslu eða félagsleg störf. Félags og skemmtanalíf í Mýrasveit mun ekki fyrst um; Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.