Þjóðviljinn - 07.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Úr borgtnnt, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í -Austurbæjarskólan um, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Trúlofun. Hinn 1. maí s. 1. opin- beruðu trúlofun sína imgfrú Fjóla Norðfjörð Bergstaðastr. 6B, og Guð- mundur B. Jónsson, sjómaður, Berg- staðastr. 67. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orðið •kl. 8 í kvöld. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía- drottning, XV (Sigurður Grímsson ipgfræðingur). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 12 í G-dúr eftir Moz- art. 21.15 Erindi: Frjálsir menn (Gretar Fells rithöfundur). 21.40 Hljómplötur: fslenzk lög. 22.00 Symfóniutónleikar (plötur): a) Symfónía nr. eftir Sibelius. b) Píanókonser nr. 1 efir Rachmani- noff. Bærínn sfofnar maedraheimilí í sambandi við fjárhagsáætl- un bæjarins í vetur var gert ráð fyrir að leggja fram 50 þús. kr. á þessu ári til heimilis fyrir ein- stæðar mæður fyrir og eftir barnsburð. Samningar hafa staðið yfir milli bæjarins og Þuríðar Bárð- ardóttir ljósmóður, um stofnun slíks heimilis í húsi hennar við Tjarnargötu. Áætlun um stofnkostnað og reksturskostnað hefur legið fyr- ir bæjarráði og mun bærinn samkvæmt þessum áætlunum þurfá að leggja fram 70—80 þús. kr. í því skyni á árinu. Ágreiningur var um það í bæjarráði hvort bærinn ætti að stofna heimili ,á þessurri grund- velli, og málinu því vísað til bæjarstjórnar. Sigfús Sigurhjartarson bar fram eftirfarandi tillögu í mál- inu, sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar: „Bæjarstjórnin heimilar borg- arstjóra að semja við Þuríði Bárðardóttur um stofnun og rekstur mæðraheimilis á grund- velli þess tilboðs, sem fyrir ligg- ur“. ooooooooooooooooo Kaupendur Þjöðviljans Hafið þið náð ykkur í nýja heftið af RÉTTI Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur. ooooooooooooooooo NÝJA BÍÓ Evuglettur (It Started with Eve). DEANNE DURBIN CHARLES LAUGHTON ROBERT CUMMINGS. kl. 3, 5, 7 og 9. TJARNAJBBlÓ Dagur áfausturvíg- stöðvunum (One Day of War) Kvikmynd tekin af 160 myndatökumönnum hinn 13. júní 1942 á vígstöðvum Rússa og víðsvegar um Rússaveldi. Kl. 5 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. •• 'ú’ ■ =\ Leikfélag Reykjavíkur ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Hai-kvðldvaka Sósíalistafélagsins fyrir félaga og gesti þeirra hefst í kvöld kl. 9,15 í Oddfellowhúsinu. SKEMMTISKRÁ: 1. Erindi: Gunnar Benediktsson. 2. Kvikmynd (rússnesk eða íslenzk ferða- mynd litskreytt). 3. ? 4. Dans til kl. 2. Aðgöngumiðar fást á skólavörðustíg 19 (J. Bj.) kl. 4—7 í dag. skemmtinefndin”” Pað uantar im manns i Verða einstakir hlutar verksins boðnir út ? , Miklar umræður urðu um framkvæmd hitaveitunnar á fundi bæjarstjómar í gær. Það var upplýst að verkið gengi seint og að 3—400 manns vantaði til vinnunnar ef von ætti að vera um að hún lykist á komandi hausti. Haraldur Guðmundsson bar fram eftirfarandi tillögu, sem var vísað til bæjarráðs með sam- hljóða atkvæðum: „Með tilvísun til samninga bæjarins við Höjgaard & Schultz ákveður bæjarstjórn að fela borgarstjóra að fá samkomulag við verktaka um að mega bjóða út einstök verk í sambandi við hitaveituna til þess að flýta fyr- ir framkvæmd hennar og heim- ilar borgarstjóra að gera í sam- ráði við bæjarráð samninga við einstaka verktaka. Jafnframt felur bæjarstjórn borgarstjóra að afla öruggra upplýsinga um það hvaða verk önnur en hitaveituna Höjg. & Schultz kunna áð hafa með hönd um og hve margir verkamenn og iðnaðarmenn starfa við þau“. Rúm blaðsins leyfir þvi miður ekk að nánar sé skýrt frá þessu máli að þessu sinni. Lýðveld isstjörnarskrá in Framh. af 3. «íða — og þaö var það starf, sem trúnaöarmenn hennar, þing- taennimir, þurftu aö byrja aö vinna áð fyrir þingfrestun, aö áliti Sósíalistaflokksins. En fyrst þaö ekki var unn- ið þá, þá er ekki um annað aö ræða, en fara aö vinna það nú. Þjóöin þarf að vita um hvaö er aö ræöa. Lðgin um meOlag Framh. af 2. síðu. sem ákveðið er í lögunum, fyrir þá mánuði þar til þau urðu 16 ára. Mæður geta leitað sér frekari upplýsinga hjá mæðrarstyrks- nefnd í Þingholtsstræti 18 og fengið þar eyðublöð unciir um- sóknir. Baráffa okkar cr erfíd Framh. af I. síöu. mig úr brakinu, eftir að ég hafði verið fundinn“. Þegar honum hafði verið bjargað , var hann borinn all- langan veg unz hann var flutt- ur í sjúkrabifreið. Hann meiddist mest á hægra fæti, sem var klemmdur fastur undir brakinu, svo blóðrásin hafði stöðvazt, en er nú á bata- vegi. Auk þess skrámaðist hann í andliti og meiddist nokkuð á vinstri handlegg. Þetta er í annað sinn, sem Eis- el undirforingi bjargast úr flug- vél sem ferst. Flugvél hans var eitt sinn skotin niður á Afríku- vígstöðvunum og fórust þá 3 fé- lagar hans, en hann s^lapp lítið meiddur. Áður en hann gekk í herinn, var hann vélvirki hjá Leighton- Heel Co. í Kolumbíu. Hann barðist á Afríkuvígstöðv unum og tók m. a. þátt í árás-, um á Túnis, Bizerta og Sfax. Hann hefur skotið niður 7 mönd- ulveldaflugvélar, sem hann er viss um — e. t. v. 10 — og auk þess laskað 10 — 12, en með orð- inu laskað eiga flugmenn við það, að gera flugvélarnar óvígfærar. Þá hefur hann og tekið þátt í árásum á Þýzkaland, Frakk- land og Ítalíu. — Hann hefur tvívegis verið sæmdur heiðurs- merkjum fyrir vasklega fram- göngu. Þótt hann hafi horfzt í augu við dauðann óteljandi sinnum, er hann óþolinmóður eftir því, að verða vígfær á ný, til þess að geta tekið þátt í baráttunni. „Barátta okkar er erfið, en við munum sigra“, sagði hann brosandi um leið og blaðamenn- irnir kvöddu. Ameríska herstjórnin, bæði í London og Washington, hefur nú skýrt frá því, hverjir fórust í flugslysinu. Voru það þessir: Frank M. Andrews hershöfð- ingi, yfirmaður Bandaríkjahers- ins í Evrópu. Adna Wright Leonard, meþó- distabiskup frá Ameríku. Brigadier General Charles H. Bartes frá Walker Minnesota, forseti herforingjaráðs Andrews hershöfðingja. Colonel Morrow Krum frá Lake Forest, Illinois. Chaplain Colonel Fred Chap- mann frá Grove Hill, Alabama. Major Robert Humphrey frá Lynchburg, Virginia. Major Theodore Totmad frá Jemestown, New York. Captain Joseph Johnston frá Los Angeles, California. Caþtain Robert Shannon frá Washington, Iowa. Captain James Gott frá Berea, Kentucky. Sergeant Loyd Wier frá Mc Rae, Arkansas. Sergeant Kenneth Jeffers frá Oriskaney Falls, New York. Sergeant Paul McQueen, frá Endwell, New York. 50 ára starfsafmæli Baldvins Björnssonar Baldvin Björnsson. Báldvin Björnsson gullsmiður á 50 ára starfsafmæli í dag. Mun hann hafa lengstan starfs feril að baki, af hérlendum gull- smiðum. Hafa smíðisgripir hans þótt frábærlega vel gerðir. Verða vinnumiðlunar- skrifstofurnar sam- einaðar ? Bæjarstjórn samþykkti í gær eftirfarandi tillögu frá fulltrú- um Sósíalistaflokksins. „Bæjarstjórn felur Borgar- stjóra að hefja samningaumleit- anir um að sameina ráðningar- stofu bæjarins Vinnumiðlunar- skrifstofunni“. Bærinn tvöfaldar fram lag sitt til stúdenta- garðsins Bæjarstjórn samþykkti tillögu frá jUunnari Thoroddsen og Sig- fúsi Sigurhjartarsyni, um að bærinn yrði við beiðni stúdenta um að hækka framlagið til Stúd- entagarðsins úr 50 þús kr. í 100 þús. kr. Tillagan á þó eftir að ganga í gegnum aðra umræðu. Jón A. Pétursson var barma- fullur af úlfúð út í þetta mál, og flóði meira að segja út af skálum reiði hans. Svöf Sfalíns Framh. af 1. síðu. inni, og svaraði Stalín því: Já, áreiðanlega. Síðari spurningin var um sambúð Sovétríkjanna og Pól- lands í framtíðinni. Svar Stalíns var á þá ieið, að Sovétríkin vildu að sjálfsögðu halda góðri granna sambúð við Pólland, og ef Pól- verjar æsktu þess, að gera við þá bandalag um gagnkvæma hjálp gegn hinu nazistiska Þýzka landi. Síkorski, forsætisráðherra pólsku flóttamannastj órnarinn- aij, gaf þá yfirlýsingu í tilefni af ummælum Stalíns, að Pólverja^ vildu ekkert fremur en góða sanibúð við Sovétríkin. Hann væri algerlega sammála Stalín um að Þýzkaland sé hinn sam- eiginlegi óvinur Rússa og Pól- verja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.