Þjóðviljinn - 16.05.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur 16. maí 1943. 108. tölublað. E laosins í dag og næstu daga sýnir Slysavarnafélagið í gluggum Jóns Björnssonar & Co. tvenns- konar björgunartæki, sem til ættu að vera í hverju háu timb- urhúsi. Er annað þeirra einkum ætlað fyrir heimahús og kostar að eins 35 kr., en er öruggt og mjög einfalt í notkun. Hitt tæk- ið, er sjálfvirkt, þannig að ekki þarf annað en að bregða þar til .gerðri lykkju undir hendur sér og stíga út um gluggann, sem tækið hangir við. í þeim hluta tækisins, sem fest er í glugga- kistuna, er tannhjól, sem tempr ar hraðann er manneskjan sígur niður. Belti, eða lykkja, er á báð um endum línunnar, sem er úr stálmanillu, svo að ávallt er annað beltið tilbúið uppi við gluggann, þegar hitt er komið niður. Getur þannig fjöldi fólks rennt sér niður á skömmum tírna. Ekkert virðist sjálfsagð- Framhald á 4. síðu Þjððveriar gera harð- ar árásir á Leningrad- vígstoðvunum Loftsðkn Rússa heldur ( áfram Þjóðverjar hófu í gær miklar árásir á Leningradvígstöðvun- um, að því er „Rauðastjarnan" í Moskva skýrir frá. Hófust þær með geysiharðri stórskotahríð, og þarnæst gerði þýzkt fótgöngulið sjö nrjög harð ar árásir. Þeim var öllum hrund ið, en bardagar halda áfram. Lof tsókn Rússa gegn herstöðv um og samgöngumiðstöðvum heldur áfram og verður stöðugt víðtækari. Barizt er á Lisitsjansksvæð- inu og í Vestur-Kákasus, en ekki hafa orðið verulegar breyt- ingar á þeim vígstöðvum. Föreyingafélag stofnað „Norðmenn taka þátt í stríðinu á öllum höfum heims og stærsta sveit hinan frjálsu stríðandi Norðmanna eru þúsundir sjómanna, öruggir og hugrakkir menn, sem allt frá skipstjóra til yngsta manns um borð, skelfast ekki hættur hafsins en halda ótrauðir starfi sínu áfram." (S. A. Friid). — Lesið ritstjórnargrein blaðsins um þjóðhátíðardag Norðmanna og grein norska blaðafulltrúans á 3. síðu. Færeyingar komu saman í OddfelloTvhúsinu í fyrrakvöld og stofnuðu Færeyingafélag. Voru stofnendur rúmlega 50. I stjórn voru kosin: Hanna Sigurgeirsson, Herborg á Heygj- um Sigurðsson, María Ólafsson, Peter Vigelund skipasmíða- meistari og Sofus Jacobsen mál- arameistari. A Ólafsvökunni 29. júní mun félagið gangast fyrir hátíðahöld um. Flugflofí Brefa o$ Bandanbjamanna hefur algjör Tfírrád í toffí á Míðjarðarhafínu Af ítólskum fregnum er Ijóst, að talið er mjög líklegt í Róm að Bandamannaherirnir í Túnis geri innan skamms tíma innrás á ítalskt land. Útvarpið í Róm varaði í gær landsmenn við því, að ítalía gæti á hverri stundu orðið styrjaldarvettvangur ítalska herráðið situr á stöðugum fundum og tilkynningar um auknar hernaðarráðstafanir eru birtar daglega,' og miða þær allar að innrásarvörnum. Flugsveitir Bandamanna halda uppi mikilli loftsókn á her- stöðvar og hafnarborgir ítala í Pantellaria, Sikiley, Sardiníu og meginlandi ítalíu. í gær var hörð árás gerð á hafnarbæinn Civita Veccia, sem er 70 km. norðvestur af Róm. Svo viröist sem Banda- menn séu aö ná algjörum yfirráðum í lofti á Miðjarð- arhafssvæðinu. i ræðu sem Tedder flugmarskálkur, yfir- maöur Bandamannaflugflot- ans við Miðjarðarhaf, flutti í gær, lét hann svo ummcelc, að flugsveitir Bandamanna hafi þegar náð þeim árangrí með loftárásum sínum á flug- velli Þjóðverja og ítala á Sik- iley og Suður-ítlaíu, að „sund io" milli Túnis og Sikileyjar sé að verða hættulaus sigl- ingaleiö skip Banda- fyrir manna. Samkvæmt fregnum sem bárust frá Túnis í gærkvöld segir að fasistar séu hættir að nota eyna Pantellaria, milli Túnis og Sikileyjar, sem flugvélabækistöð, og hafi flutt flugvélar sínar burt af eynni. Beyinn í Túnis settur af Ghaud hershöfðingi hefur svipt beyinn í Túnis völdum, af öryggisástæðum. Beyinn er ihnlendur þjóöhöfðingi Túnisbúa, en naut ekki raun- verulegra valda, enda þótt frönsku yfirvöldin sýndu hon- um fullan sóma og heföu „samninga" , við hann um stjórn og afnot landsins. áhueöur að Halda áfram reHstri sínum En aðeins með þrem starfsmðnnum og forstjórum á hálfum launum Aðalfundur S.I.F. hófst í gær hér í bænum. Hefur fiskút- flutningur nú nær því allur verið ísfiskur og frystur fiskur og því verkefni S.I.F. orðin hverfandi lítil sem stendur. Afli af verkuðum saltfiski nam árið 1939 37,757 smá- lestum, en á síöastliðnu ári var hann kominn niður í 3 þúsund smálestir. Er því aug- ljóst að starfsemi félagsins er orðin þaö lítil að hún'getur á engan hátt boriö' uppi þann mikla kostnað sem hefur ver- ið samfara; stjórn þess og hef- leis Fiiueð ketur sagt al sép li Jens Figved, sem verið hefur forstjóri KRON síðan það var stofnað, hefur sagt starfinu lausu. Félagsstjórnin er nú að at- huga hvernig þessu starfi skuli ráðstafað, og sömuleiðis störfum tveggja framkvæmdastjóra, sem samkvæmt lagabreytingum sem gerðar voru í vetur eiga ásamt forstjóranum að mynda fram- kvæmdastjórn félagsins. Málum þessum mun verða ráðið til lykta allra næstu daga. ur stjórnin lagt þá tillögu fyr- ir aðalfund að starfsmanna- liði þess verði fækkað þannig að' á yfirstandandi ári vinni við það aöeins skrifstofustjóri . gjaldkeri og ein stúlka, en aö tveir forstjórar veröi á hálf- um launum. Enda viröist þaö meira en nóg. Annars má segja um reikn- inga félagsins, aö reksturs- kostnaður viröist óþarflega hár, eða yfir hálfa milljón krónur, fyrir að sjá um út- fJutuing á þeim 26 þúsund smálestum saltfiskjar, sem að mestu ley ti var allur seldur fyrirfram með brezku samn- ingunum. Er hér miðað við 18 mánaða starfstímabil fé- lagsins. Niðursuöuverksmiöjan gaf 176 þúsund króna ágóða, sem þó lækkar um ca. 35 þús. kr. með samþykkt aðalfundar um að afskrifa birgöir verksmiðj- unnar um 20';^. Sýnist það Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.