Þjóðviljinn - 16.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.05.1943, Blaðsíða 2
2 ? JÓÐVILJINN Sunnudagur 16. maí 1943. Verkamenn 09 trésmiðir Næstu daga er óskað eftir að ráða 300 reykvíska verkamenn og 20 trésmiði til fastrar vinnu, að minnsta kosti til októberloka með 9 klst. daglegri vinnu. Ráðning fer fram daglega kl. 7—8 f. h. í áhalda- húsi Höjgaard & Schultz A/S við Sundhöllina og kl. 11—12 f. h. á skrifstofu félagsins, Miðstræti 12. Hitaveitan. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Akveðíd hefur veríð að selja hjólbarðaviðgerðaverkstæði Bifreiðaeinkasölu ríkisins (vélar, áhöld og viðgerðarefni). Tilboð miðuð við staðgreiðslu óskast fyrir 22. þ. m. og er áskilinn réttur til að taka hverju tilboðinu sem er eða hafna öllum. Skilanefnd Bifreiðaeinkasölu ríkisins, Garðastræti.2. S. G. T. S. G. T. Dansað i dag í Listamannaskálanum kl. 3—5. — Aðgöngumiðar við innganginn. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. S.G.T.- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumið- ar kl. 5—7, sími 3240. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktar skal hverju húsi fylgja nægilega mörg sorpílát úr járni með loki. Sömuleiðis er skylt að hreinsa af húslóðum allt það er*valdið getur óheilnæmi, óþrifnaði eða óprýði. Ber eigendum húsa að bæta úr því er ábótavant kann að vera um þetta. N.B. Vélsmiðjan Klettur í Hafnarfirði hefur nú á boðstólum járnílát með loki. HEILBRIGÐISNEFND HAFNARFJARÐAR. AUGLÝSIÐ í Þ.IÓÐVILJANUM Einn sem býr við „útburð- arvæl“ spyr hvort hann verði hengdur eða kross- festur, ef hann flytur inn í auða íbúð. Herra ritstjóri! Mönnum kami að finnast að það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um húsnæðis- vandræðin. Það virðist svo sem löggjafarvaldinu og þeim mönn- um, sem við höfum falið stjóm málefna bæjarins og þjóðfélags- ins í heild, bresti skilning á þessum málum og vilja til rót- tækra aðgerða. í þessum efnum, sem flestum öðrum, er það hinn fátækari hluti borgaranna, sem harðast verður úti. Stundum liggur við að við miklumst af menningu vorri. Einn mælikvarði á menningu þjóða er húsakostur almennings en sá mikli munur á húsnæði einstakra manna, og fram til seinustu tíma, heillra stétta í þessu þjóðfélagi, finnst mér bera þess vott, að menning vor standi ekki á þeim hátindi, sem sumir vilja vera láta. Eg v/il ekki gleyma því sem vel hefur gert verið þessu til úrbóta. T. d. var ’ og er bygging verkamaimabú- sTaðanna okkur til sóma en ég er þeirrar skoðunar, að meira hefði mátt gera í þeim efnum þessi seinus.tu ár, en að sjálf- sögðu eru mér ekki allir sam- dóma; um það. Um þetta ræði ég þó ekki frekar, en ef einhver kæmi með þær mótbárur, að skort hafi byggingarefni og fé, þá væri því fljótlegast svarað með að benda á allar þær lúx- usvillur og skrifstofuhallir heild- salanna, sem byggðar hafa verið nú nýlega. Hvort var okkur nauðsynlegra að byggja þessar hallir, eða byggja yfir okkur, verkamenn, og það efnalitla fólk sem nú er á hrakningi hingað og þangað, líðandi allskonar vand- ræði fyrir umhyggjuleysi stjóm- enda þjóðfélagsins? Heildsölun- um, sem spruttu upp, í skjóli stjómleysis og stríðsástandsins, sem gorkúlur, leyfðist að byggja hallir, en þú, tyiesalings verkamaður, verður að sætta þig við að búa í kjallaraholu eða lé- legum skúr, langt frá vinnustað þínum, og sjálfsagt eru margir, sem ekki fá að vera í friði í þessum þokkalegu bústöðum. Hin íslenzka hámenning á ekki að ná til, þín. Þitt hlutverk er að skapa auðinn, en heildsalans að njóta hans. Þig dreymir um að eignast heimili, þar sem þú getur lifað óáreittur af húseigendum, og þig langar til að þú og fjölskylda þín fái að lifa hinu sanna menn- ingarlífi en látir þú í ljósi að þú sért misrétti beittur og viljir kenna þjóðfélagsfyrirkomulaginu um, þá ert þú kallaður kommi, sem þýðir á máli borgaraflokk- airna: þjóðhættulegur maður. Þetta þykir þér snúið, þegar þú veizt að 50—80% af þegnum þjóðfélagsins gengur með sömu „draumórana”. Það kann að vera gagnslítið að skrifa um þetta, en ég er einn í hópi þessara „draumóra- manna”, þó að ég sé ekki alveg á götunni, en að vísu í mikilli ónáð húseigandans, með fjöl- skyldu mína, og föggur. Á sín- um tíma (fyrir stríð) flutti ég inn til þessa manns, með auð- sóttu leyfi hans, nú vil ég gjaman verða við hans óskum og rýma úr húsi hans, en það hefur reynzt mér þrautm þyngri. Þessu til staðfestingar ætla ég að segja litla sögu: Sunnudags- morgun einn, nú fyrir skömmu, gat að líta í einu dagblaðanna auglýsingu um tvö herbergi og eldhús til leigu. Þó að viðtals- tími væri auglýstur frá kl. 1,30— 3, gerði ég mig strax tilbúinn til að mæta á þeim auglýsta stað. Konan er frekar næm fyrir „út- burðarvæli” og hvatti mig til að mæta þarna í fyrra lagi. Ég var kominn á staðinn kl. 1. En hafi mér dottið í hug að verða þar fyrstur allra, varð ég strax fyr- ir vonbrigðum. Á undan mér voru komnir nokkrir og þeirra á meðal nokkrar konur. Eg reyni ekki að lýsa svip fólksins sem þarna stóð og beið. Mér datt helzt í hug að líkja honum við svip, sem oft ' má sjá á fólki meðan það bíður á biðstofu lækna. En nú kom húsráðandinn fram á tröppurnar. Eg vildi fylgja hiimi sjálfsögðu kurteis- isreglu, sem sé, Damene först, en konumar ásamt mér og öðr- um, fengu samtímis fljóta af- greiðslu með handapati húsráð- andans, sem um leið sagði: „Það er leigt, það er leigt”. Erindi mínu var lokið, en það var erf- iðleikum bundið að komast burtu sökum fólksstraums að húsinu og bílafargans. Kunningi minn sagði mér, að þessi tvö herbergi, sem voru í kjallara, hefðu verið leigð fyrir 400 krónur á mánuði og einar litlar 10 þúsundir hefði þurft að borga fyrir fram. Þessi saga er ekki lengri. En þær eru fæstar skráðar sögum- ar um húsnæðisvandræði fólksins og húsnæðisokrið í höfuðborg vorri. Nú vil ég spyrja húsaleigu- nefnd: Verð ég hengdur eða krossfestur, ef ég flyt inn í eina fallega nýbyggða villu, sem stað- ið hefur auð nærri heilt ár, ef svo færi að ég yrði borinn út? Virðingarfyllst F. Gleymið ekki Noreg'ssöfn- un Rithöfundafélagsins. Þið eflið Noregssöfnun Rithöfunda félagsins með því að kaupa hina ágætu bók Níu systur eftir Fr. A. Brekkan. Hluti af andvirði hverrar bókar gengur til Noregssöfnunarinn ar, og allt sem inn kemur fyrir hana fram yfir beinan útgáfukostnað renn ur þangað. Höfundurinn gaf handrit- ið; það er hans framlag til hjálpar Norðmönnum, sennilega stærsta framlagið sem nokkur íslendingur hefur lagt fram í því skyni. Aætlunarbílarnir ættu að hafa viðkomustað í Innri- Njarðvík — þar ætti einnig að vera póstafgreiðsla. Herra ritstjóri! Við, sem búum í Innri-Njarð- vík, teljum alveg óviðunandi það fyrirkomulag, sem verið hefur s. 1. vetur, að áætlunarbílamir suð- ur með sjó skuli ekki hafa við- komustað hér. Fólk verður að ganga héðan upp á Suðurnesjaveginn og bíða Um 140 þreyttu inn- tökupróf við Mennta- skólann — 25-30 þeir efstu fá inn- göngu í skólann Helmingur nemenda úr hinni nýju undirbúnings- deild Miðbæjarskólans komst í Menntaskólann. Síðan hið fráleita fyrirkomu- lag að taka aðeins 25 þá sem hæst fá á inntökuprófi í Mennta skólann, hefur einn af kennur- um skólans, Einar Magnússon, haldið ' uppi undirbúnings- kennslu fyrir þetta próf, og hef- ur sú trú breiðst út að ekki væri leiðin fær inn í skólann nema í gegnum þetta kostnaðarsama nálarauga Einars. í vetur voru um 130 nemendur hjá Einari. Síðastliðið haust tók Miðbæj- arbarnaskólinn upp þá ný- breytni að bjóða beztu nemend- um sínum úr elztu bekkjum að undirbúa þá undir inntökupróf í Menntaskólann. Tólf nemend- ur tóku þessu.boði, flestum þótti öruggara að leita til Einars. Af þessum 12 urðu 5 eða 6 meðal 25 hinna efstu við prófið og fá þeir inngöngu í skólann. Hinir sex náðu allir góðu prófi, þó ekki kæmust þeir í Menntaskólann. Með þessu ætti hin óheppi- lega þjóðtrú um einkagetu Ein- ars til að koma nemendum inn í Menntaskólann að verða kveð- in niður, og sú sjálfsagða leið, að barnaskólarnir annist þenn- an sjálfsagða undirbúning, að fá viðurkenningu allra hlutaðeig- enda. þar eftir áætlunarbílunum stund- um allt að því 2 klst., hvemig sem viðrar, og vitanlega verður það að tosa farangri sínum þessa leið. Hér er nú starfandi verzlim, hraðfrystihús, skipasmíðastöð og vélsmiðja. Við þetta vinna hér um 100 manns, og er nokkur hlutinn aðkomumenn. Þá er og að minnast þess, að bréf og annar póstur er fluttur til Keflavíkur og liggur þar þang að til hann er sóttur. Vilji menir koma bréfi í póstinn, verða þeir að gera sér ferð til Keflavíkur, eða fara út á Suðumesjaveginn og hima þar til þess að reyna að koma því með áætlunarbilnum, Þetta fyrirkomulag teljum víð alveg óviðunahdi og krefjumst þess að því verði kippt í lag hið bráðasta. Hér þarf að koma póstaf- greiðsla og áætlunarbílamir eiga, að hafa viðkomustað hér. Það er krafa, sem ekki verður mælt á móti með nokkurri sanngimi. Með þökk fyrir birtinguna. N.jarðvíkurbúí. Þjóðviljinn vísar þessari kröfu Njarðvíkurbúa til réttra hlutað- eigenda. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.