Þjóðviljinn - 18.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN -7pt=p> -Ur bopqlnnl, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Trúlofun. Hinn,16. þ. m. opinber- uðu trúlofun sína Þorbjörg Jóns- dóttir kennari, Eiríksgötu 27, og Kjartan Helgason kennari, Braga- götu 27. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skop- leikinn „Fagurt er á fjöllum“ í 25. sinn annað kvöld og hefst sala að- göngumiða kl. 4 í dag. Karlakór Reykjavíkur endurtekur samsöng sinn vegna mikillar aðsókn ar í Gamla Bíó kl. 11,30 síðdegis á morgun (miðvikudag). XÍtvarpið í dag: ' 19,25 Erindi Slysavarnafélagsins: Eldur uppi! (Pétur Ingimundar son slökkviliðsstj óri). 20,30 Erindi: Hraðinn og maðurinn, II (dr. Broddi Jóhannesson). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata fyrir celló (dr. Edel- stein) og píanó (dr. Urbant- schitsch) eftir Grieg. 21,20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. NÝJA BlÓ Mormónaleiðtoginn BRIGHAM YOUNG Söguleg stórmynd. TYRONE POWER og LINDA DARNELL. Sýningar kl. 4, 6,30 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. TJARNAKBtÓ <8 Handao við hafídlblátí (Beyond the Blue Horizon) Frumskógamynd í eðlilegiun litum. \ DOROTHY LAMOUR Iíiehard Denning. Kl. 3, 5, 7 og 9. i Leikfélag Reykjavíkur „FAGURT ER Á FJÖLLUM “ Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. K. R. Það fór eins og getið var til ir, svo lokaspretturinn hefði Karlabór Reykjnvikur SamsSngnr í Gamla Bíó miðvikudaginn 19. maí n. k. kl. 1,30 e. h Aðgöngumiðar í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. - skillnn - gatan hér á íþróttasíðu blaðsins, að KR yrði sigurvegari í þessu fyrsta hlaupi umhverfis Tjörn- ina. Þrátt fyrir kalt og hráslaga legt veður dró hlaupið að sér mikinn fjölda áhorfenda. Hlaup þetta er skemmtilegt fyrir þá sök sérstaklega, að hlaupararnir sjást svo að segja alla leiðina, hvaðan sem staðið er umhverf- is Tjörnina. Geri ég því ráð fyr- ir, að í framtíðinni verði hlaup- ið mjög vinsælt. Það þarf bara að byrja stundvíslega, ekki sízt í veðri eins og á sunnudaginn, en það hófst ekki fyrr en 17 mínútum eftir auglýstan tíma. I fyrri riðlinum var sveit ÍR langfyrst alla leiðina. En í síð- ari riðlinum, þar sem A-sveitir KR, Ármanns, FH og Víkings voru, byrjaði Oliver með því að gefa nokkra metra „forskot“. en þegar hlaupið var hálfnað voru KR-ingar búnir að vinna það upp og fylgdu Ármenningar fast —eftir. Þegar næstsíðasti hlaupari Ármanns leggur inn á Fríkirkjuveginn rennur hann á lausum sandi og fellur í götuna (hrumlar sig á höndum og fót- um), við það tapast dýrmætar sekúndur, 3—4 má gera ráð fyr- getað orðið áhrifameiri en. raun varð á. Er þetta þó góð frammi- staða hjá FH. Þó KR kæmi að marki með 2,8 sek. betri tíma. Hlaupið hófst nokkuð fyrir sunn an Fríkirkjuna og var hlaupið norður eftir og endað við barna- skólann, eða rúmlega hringur. þetta voru alls 10 sprettir, þrír 200 metra, einn 120 metra og sex 100 metra, eða samtals 1320 metrar. Tími sveitanna varð þessi: KR — A-sveit 2:44,4 mín FH 2:47,2 — ÍR 2:48,4 — Ármann, A-sveit 2,48,4 — Víkingur 2:53,2 — KR, B-sveit 2:53,8 — Ármann, B-sveit 2:54,2 — KR, C-sveit 2:55,8 — Keppendur í A-sveit KR voru: Gunnar Huseby, Sverrir Em- ilsson, Svavar Pálsson, Þór Þor- mar, Brynjólfur Ingólfsson, Ósk ar Guðmundsson, Skúli Guð- mundsson, Björgvin Magnús- son, Rögnvaldur Gunnlaugsson og Sveinn Ingvarsson. Eftir hlaupið var sigurvegur- unum afhentur bikar, sem tveir gamlir og góðir KR-hlauparai höfðu gefið til keppninnar. Framh. af 2. síðu. barnaskólanna hafa sem sagt verið með líku sniði sl. vetur og undanfarin ár. Með því er lítið sagt um skólastarfið sjálft, hið innra líf og samstarf, sem hlýt- ur að vera sérkennilegt fyrir hvern vinnuhóp, hvern bekk fyr ir sig og því með ýmsu móti í barnaskólum þessa bæjar, þar sem kennarar eru á annað hundrað og bekkir ekki færri en 170. Heilsufar skólabarnanna var í betra lagi, lús með allra minnsta móti og kláði hverf- andi mun minnaenáriðáundan. Vafasamt er, að allur almenn- ingur geri sér það ljóst. hversu mikið hefur verið gert til heilsu- verndar börnum í barnaskólum Reykjavíkur nú um skeið. En sannleikurinn er sá, að óvíða munu heilbrigðisráðstafanir meiri í skólum, og hvergi hér á landi, þegar á allt er litið. Starf skólálæknanna, tannlæknanna og hjúkrunarkvenna skólanna er út af fyrir sig geysiþýðingar- mikið. Má sem dæmi um það nefna útrýmingu lúsarinnar. Um það leyti sem sérstakur skólalæknir og hjúkrunarkona voru fyrst ráðin að barnaskólun- um fyrir rúmlega 20 árum, var nærri helmingur skólabarnanna með nit og um 9 af hundraði grá í lús. Nú kemur það naum- ast fyrir, að lús sjáist á skóla- barni í Reykjavík, en í 1 til 2 af hundraði í mesta lagi sést nit í hári. Þá má nefna herferðina gegn hryggskekkju. Leikfimin og sundið hafa mikla þýðingu í því sambandi, en þar að auki er hvert barn, sem vottur af hrygg- skekkju finnst í, sent 1 klaops- æfingar foreldrum áð kostnað- arlausu. Þá eru ljósböðin, sem byrjað var á 1938. Sækja þau hundruð barna á hverju ári og komast þó færri að en vilja. Enn má telja heimavistina fyrir veikluð börn, sem starfrækt er í Lauganesskólanum undir stjórn frú Vigdísar Blöndal. Þar dvelja 14 v^ikluð börn valin af skóla- læknum víðsvegar úr bænum, fimm mánuði hver hópur. Meðal þyngdaraukning barnanna þar mun hafa verið um 3 kg. yfir tímabilið og má ætla, að ýmsum þeirra sé bjargað varanlega frá heilsutjóni með dvölinni á þess- um stað. En vissulega þyrfti fleiri heimili eða stærra af þessu tagi. Síðastliðna tvo vetur hafa hvorki verið mjólkur-, lýsis né matargjafir í barnaskólum Reykjavíkur eins og verið hafði um allmörg ár þar áður. Ástæð- an er þó hvorki óvilji yfirvalda bæjarins og þaðan af síður skól- anna, heldur sú, að mjólkurstöð in hefur ekki getað látið 1 té flöskutappana, sem kunnugt er, en eins og húsrými skólanna og annarri aðstöðu er háttað, þá er ógjörningur að úthluta mjólk- inni á annan hátt en þann, að hvert barn fái hana í hæfilega stóru tilluktu íláti. Reynslan með lýsið hefur orðið sú, að tor- velt er að fá börnin til að taka það, án þess að mjólkin sé til taks á eftir. Er þess fastlega að vænta, að þetta vandamál mjólk urúthlutunarinnar verði leyst von bráðar og verði þá um leið tekin upp aftur úthlutun smurðs brauðs, ekki aðeins til fátæk- ustu barnanna, heldur allra skólabarna bæiarins. Að vísu hafa heyrzt raddir um það, að ó- þarft væri að láta í té brauð í skólunum og jafnvel mjólk og lýsi, þegar afkoma fólks er jafn góð og nú. Þetta er mikill mis- skilningur. Mjólkur-, lýsis- og brauðúthlutun í barnaskólum ber að skoða sem heilbrigðis- ráðstöfun miklu fremur en fram- færslumál, enda um að ræða ein hverja áhrifamestu heilbrigðis- ráðstöfun, sem hægt er að gera fyrir skólabörnin. í Englandi hafa tilraunir t. d. sýnt, að börn, sem fá reglulega mjólk í skólan- um þyngjast mun meira og eru hraustari að öðru jöfnu en hin, sem ekki fá hana. Hér hefur reynslan einnig orðið sú, að sæl- gætiskaupin minnka stórlega, þegar mjólkur úthluj;un byrjar. Á þaðhefur þegar veriðminnzt að leikfimi og sund er ein mik- ilsverðasta heilbrigðisráðstöfun skólanna. Nú er svo komið, að ekkert barn má útskrifast úr barnaskólum Reykjavíkur, nema það ljúki áður prófi í sundi eða sýni að öðrum kosti vottorð um að það þoli ekki heilsunnar vegna að iðka sund. Nýtt skólaár hefst 1. maí. Þá verða börn, sem verða 7 ára á árinu, skólaskyld í fyrsta sinn, í þetta skipti börn, sem fædd eru árið 1936. Ennfremur eru 8, 9 óg 10 ára börnin skyld að sækja vorskólann, sem á að starfa fram að miðjum júní. Að þessu sinni hófst vorskólinn mánudaginn 3. maí. Þá skipta bekkirnir um nöfn. Þeir sem hafa kallazt 9-ára bekkir yfir veturinn, nefnast nú 10-ára bekkir o. s. frv. í vofskólann eru nú alls skráð í Reykjavík 2222 börn, en af þeim eru 160 þegar farin til sumardvalar í sveit. Skiptingin á skólána er þannig: Skráð í vorsk. Farin í sveit. Austurbæ j arskólinn 1025 69 Lauganesskólinn 358 17 Miðbæjarskólinn 730 60 Skildinganesskólinn 109 14 Samtals: 2222 160 * Eins ■og margoft hefur verið fram tekið á prenti, er í flest- um deildum vorskólans lögð megináherzla á að kenna lestur, skrift og reikning. En þar sem smábörn eru 1 skóla, þó ekki sé nema 3 xh tíma á dag, er hin mesta nauðsyn á fjölbreytni og hreyfingu. Það sem af er vor- skólanum hefur tíðarfar torveld- að verulegt starf undir beru lofti. Hefur a. m. k. í sumum skólum verið reynt að bæta það upp að dálitlu leyti með fræð- andi kvikmyndum, sem sýndar hafa verið stutta stund fyrir hvern flokk daglega eða annan hvern dag. Kvikmyndirnar eru áhrifamikið kennslutæki, sem hingað til hefur mjög lítið ver- ið tekið í þjónustu skólanna hér á landi, hefur valdið hvort- tveggja skortur á hæfilegum myndum og sýningarvélum. Við svo búið má ekki standa lengi úr þessu, sízt hér í Reykja vík, þar , sem auðvelt er að koma þessu tæki við fyrir fjöl- mennis sakir. Minnzt hefur verið á það, eink- um fyrir nokkrum árum síðan, að veita skólabörnum í Reykja- vík möguleika til garðræktar. Mundi þá sennilega hvert barn, einkum hin eldri, fá smáreit yfir sumarið, er það bæri ábyrgð á að hirða og fengi sjálft arð af. Með hitaveitunni ættu að opn- ast miklir möguleikar í þessum efnum og þyrfti því sem fyrst að hefja undirbúning, því að vel þarf að vanda til fyrstu til- raunar í þessum efnum. Þávirð- ist og sjálfsagt, og það strax, að koma upp gróðurreitum í sam- bandi við alla barnaskóla bæj- arins, þar sem ræktaðar væru jurtir allanveturinn,vegnagrasa fræðináms skólanna. Með því að koma jafnframt á skilyrðum til tilrauna í efnafræði við hæfi eldri barnanna, þá ætti þetta tvennt til samans að geta orðið drjúgt spor í þá átt að flytja líf- ið sjálft,raunveruleikannsjálfan inn í kennslustofurnar í enn rík ara mæli en kostur hefur verið á til þessa. HANDÍÐA- OG MYNDLISTA SKÓLINN Hann er einn af mörgum skólum, sem hefur verið sagt upp nýlega. Lauk skólanum með sýningu, sem þegar hefur verið allítarlega getið hér í blað inu. Með stofnun þessa skóla hefur verið bætt úr brýnni þörf hér á landi og með þeim mynd- arbrag og vandvirkni farið af stað, að til ágæta má teljast. Skólastjórinn og stofnandinn, Lúðvíg Guðmundsson, er áður kunnur skólamaður, en auk þess hefur skólanum tekizt að tryggja sér erlendis frá mann, Kurt Zier, sem mun vera, að því er ég bezt veit í fremstu röð í Evrópu í kennslu- greinum sínum. Því til stuðn- ings vil ég t. d. benda á, að hann var um rúmlega árs skeið feng- inn til að kenna við alþjóðlegan skóla í Genf, en að þeim skóla voru aðeins ráðnir mikilhæfustu menn. Handíða- og myndlista- skólinn hefur mikið hlutverk að vinna hér á landi og vonandi, að hann njóti þess skilnings meðal almennings og yfirvaldanna, að hann geti af fjárhagsástæðum leyst hlutverk sitt af hendi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.