Þjóðviljinn - 30.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Úrborglnnl Næturlæknir er í læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unni. Helgidagslæknir: Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Orðsending frá Grænuborg. Þeir, sem sótt hafa um dvöl í Grænuborg þar með þau kl. 2y2 á þriðjudag. Hallgrímsprestakall. Messa í dag kl. 2 e. h. í Austurbæjarskólanum. Séra Jakob Jónsson, Heimilisritið. í marz hóf göngu sína nýtt tímarit með þessu nafni. Ritstjóri þess er Geir Gunnarsson. í kynningarorðum segir m. a.: „Þessu riti er ætlað að koma ut í byrjun hvers mánaðar. Það á að flytja skemmtilegar sögur, skritlur og smágreinar, leiki og annað efni. sem getur orðið íslenzkum heimilum til afþreyingar." í ritinu kennir margra grasa, þar eru ráðleggingar, krossgátur og spurningar og svör, eins og í heimil- isriti ber að vera. Ennfremur marg- ar smásögur, sem virðast einkum valdar til að skemmta, vera til af- þreyingar, en síðiir til þess að þreyta lesandann á því að hugsa. Tvö hefti eru þegar komin út. Fjalakötturinn sýnir Leynimel 13 annað kvöld kl. 8. — Áðgöngumiðar frá kl. 4—7 í dag og.eftir kl. 2 á morgun. Veizlan á Sólhaugum verður sýnd í Iðnó n.k. þriðjudagskvöld kl. 8.30. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum í síðasta sinn í kvöld Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Úrslit i Reykjavíkurmóti 2. fl. fara fram á morgun. Stigatala félaganna er Valur 4 stig Fram 3, K.R. 1 og Víkingur 0. Dómarar: K.R—-Víking- leikinn: Frímann Helgason; Fram— Val-leikinn: Óli B. Jónsson. Þjóðverjaf ótfast ínnrás Framh. af 1. síðu. Brezkar og bandarískar flug- vélar gerðu í gær árásir á her- stöðvar í Norður- og Nörðvestur- Frakklandi. Að austan heldur rússneski flugflotinn uppi miklum loftá- rásum á herstöðvar að baki víg- línu Þjóðverja á austui'vígstöðv- unum. Farið er að flytja þýzka fanga, er legið hafa í ítölskum sjúkra- húsum, til Þýzkalands og ítalíu. — Ráðstöfun þessi er talin bera vott um ótta við innrás í ítalíu frá Norður-Afríku. >0000000000000000* DAGLEGA \ nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. <xx>ooooooo<xxxx>oo NÝJA BÍÓ Grænadals fjölskyldan (How Green was my Valley ) Amerísk stórmynd MAUREEN O’HARA WALTER PIDGEON RODDY McDOWALL. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð fyrir böm yngri en 12 ára. Grímumaðurinn (The Face Behind the Mask) PETER LORRE EVELYN KEYES. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3 og 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl 11 f. hád. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Þ TJARNAKBlÓ Undir gunnfána (In Which We Serve) Ensk stórmynd um brezka flotann. NOEL COWARD hefur samið myndina, stjórn- að myndatökunni og leikur aðalhlutverkið. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. KI. 3 og 5. Handan víð hafíð bláff (Beyorid the Blue Horizon) Frumskógamyiid í eðlilegum litum. DOROTHY LAMOUR. Mánudag kl. 4 — 6,30 — 9. Undir gunnfána. Leikfélag Reykjavíkur „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning í kvöld kl. 8. Síðasta sinn! FJALAKÖTTURINN LEYNIMELUR 13 Sýning annað kvöld, mánudag kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. NORRÆNA FÉLAGIÐ Veizlan á Sólhaugum Leikstjóri: Frú Gerd Grieg. Ný músík eftir Pál ísólfsson. Sýning í Iðnó á þriðjudag 1. júní kl. 8-30. Aðgöngumiðasalan hefst á morgun (mánudag) kl. 4. KAUPID Þ.IÓÐVILJANN DREKAKYN Eftir Pearl Euck & Sunnudagur 30. maí. 11.00 Tónleikar (plötur) eða messa. 12.10—13.00 Húdegisútvarp. 14.00 Messa eða tónleikar. 15.30—-16.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur); Lög eftir Rich. Wagner. 18.40 Bamatími (Nemendur Tón- listaskólans). 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á gít- ar og harpsichord. 20.20 Eggerts kvöld Ólafssonar. 175 ára dánarminning: a) Tónleikar og upplestur (Lárus Pálsson). b) Erindi (V. Þ. G.). c) Úr Búnaðarbálki o. fl. Upp- lestur. Tónleikar. d) Úr Ferðabók (Pálmi Hannesson). e) Kvæði og stökur. f) ísland ögrum skorið. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. að til að koma þangað aftur. Hann hafði átt svo lengi * heima erlendis,að hann vissi að þar yrði hann til æyiloka. | Lík hans yrði, sent yfir hafið til að hvíla við hlið konu < hans. Þegar hún dó hafði hann tekið trú hennar, svo hann | fengi að hvíla við hlið hennar þegar hún dæi. Ekki get ég setið hér í sóma og yfirlæti meðan Austur- ? hafsfólkið er að taka land okkar, sagði Majlí föður sínum $ þarna í útlandinu. jj Hún talaði illa tungu sína, en hafði nýlega ákveðið að j læra hana til fullnustu. Hún var hætt að ganga í erlendu 3 fötunum, sem hún hafði vanizt, og gekk nú í síðu, þröngu l kjólunum, sem nútímakonur í Kína notuðu. Hann hafði ekkert sagt meðan þessar breytingar gerðust, en hann tók eftir þeim. Morgun einn, við morgunverðarborðið, dífði hann fag- urmynduðum fingrum sínum í silfurskál með vatni, áður en hann svaraði henni. Þau voru að ljúka morgunverð- inum og það voru engir þjónar í salnum. Ég get ekki hugsað mér hvað þú ætlar þér að gera. ef þú ferð heim, sagði hann á ensku. Þeir þurfa á karlmönn- um að halda, verkfræðingum og herfræðingum, en tæplega ungum stúlkum, sem ekki hafa lokið námi. Hún líktist móður sinni, hugsaði hann, og samt þóttf honum vænt um, að eitthvað, ef til vill útlandið, hafði gef- ið henni yfirbragð, sem gerði hana gerólíka konunni. sem hann hafði grafið endur fyrir löngu, en lifði samt í hon- um, svo að þótt honum hefði oft fundizt, að hann ætti að kvænast og geta börn, hafði hann aldrei komið sér til þess. Það var heldur ekki eins nauðsynlegt hér á landi og í heimalandinu. Ég finn eitthvert staff, sagði Majlí ákveðin. Hún hvessti á hann stóru dökku augun, sem hann þekkti svo vel, en sagði ekki meira. Það hefði verið þýðingarlaus eyðsla á lífsorku hans, að stæla við hana, og hann hafði hætt því, er hún var fjórtán ára. Frá þeim tíma hafði hún farið sínu fram. Fyrir hafði komið, að hann, Vei Ming-jing, aðalritari kínverska sendiherrans í þessari erlendu höfuð- borg, hafði legið andvaka vegna þess að honum skyldi mis- takast að gera dóttur sína giftingarhæfa. Að hans dómi hafði hún ekkert það við sig, er góðri eiginkonu er ómiss- andi. Það fór hrollur um hann, er hann hugsaði til þess, að einþvern tíma í framtíðinni kæmi tengdasonur hans og ávítaði hann harðlega. Ég get svarið, að ég gat ekki betur, muldraði hann oft í barm sér, er hann svaraði þessum ímyndaða tengdasyni. Ég gerði það sem.ég gat, en hún varð mér snemma yfir- sterkari. Ég gat ekki farið að eyða lífi mínu í árangurs- lausar stælur. Auk þess varð ég að sjá fyrir henni og kosta skólagöngu hennar, svo að ég hafði lítinn tíma til annars. En enginn tengdasonur hafði komið á fund hans. Ungir menn höfðu orðið ástfangnir af Majlí, en hún hafði sjálf hafnað þeim, og faðir hennar hvergi komið nærri. Svo þú ætlar þá að fara, sagði herra Vei og andvarpaði. Hann leit til hennar, mildum brúnum augum, sem síðustu tilraun. En hvað verður um mig, einan í framandi landi? Majlí hló hærra en kínverskri stúlku sæmdi. — Það er þín sök, faðir, að þú ert einsamall, sagði hún og stóð upp. — Eru þær ekki að minnsta kosti þrjár, dömurnar, $em þrá ekkert heitar en að' mega hugsa um þig? Hún mundi ekki móður sína, og hlífði því föður sínum ekki við stríðni. Hann var aðlaðandi maður, og háttprýði hans svo eðlileg, að hún leiddi hann stundum lengra en hann vissi. Hún fann til eins konar illgjarnrar gleði, et hún varð vör við vonbrigði kvennanna, sem hann dró þannig á tálar óafvitandi. Segðu mér að minnsta kosti hvenær þú ferð, sagði hann lágt og fljótmæltur. Hún vissi alltaf miklu meira en hún átti að vita. & w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.