Þjóðviljinn - 09.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1943, Blaðsíða 2
2 PJÓÍJVli-iJlJMJN Miövikudagur 9. júní 1943. Arðnr til hluthaVs Á aðalfundi félagsins þ. 5. þ. m. var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1942. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík, og á afgreiðslum félagsins út um land. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. NORRÆNA FÉLAGIÐ SKEMMTIKV0LD heldur Norræna félagið að Hótel Borg fimmtudaginn 10. júní kl. 8,30. — Dr. Snorri Hallgrímsson: Fregnir frá Norðurlönd- um. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi les upp. Guðrún Þorsteins- dóttir frá Akureyri syngur einsöng með undirleik Páls ísólfs- sonar. Danspör sýna þjóðdansa úr „Veizlunni á Sólhaugum“. DANS. Aðgöngumiðar fást hjá Eymundsen og 1 bókav. ísafoldar frá hádegi í dag fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Höfðahverfi og Austurbær. Okkur vantar krakka til að bera blaðið til kaup- enda í Höfðahverfi og Austurbænum. Talið við afgreiðsluna, Austurstræti 12, sími 2184. Tekizt hefur að auka við bílakostinn, svo að enn eru fáeinir farmiðar óseldir. Miðarnir verða seldir í dag (miðv.d.) kl. 4—7 á Skólavörðustíg 19 (J. Bj.). . FERÐANEFNDIN. Slðia eoa taoa óskast í eldhús og önnur til frammistöðu. Gott kaup. — Vaktaskipti. Matsalan Laugavegi 126. DAGLÉGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. <><><><><><><><><><><><><><><><><> >*>*>*>*>*>*>•>*> *>*><*<**>*>*>*>*>*3">*>*>*>*>*>*:‘ MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 _*..:..>.;^>.><„x**:'*:**x*':":*':'*>':*':":''X'*:*<": . Kaupendur Þjöðviljans Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur tímarítínu Réttí Jónas frá Hriflu hefur orðíð: IIL líaas lijsir llesaaa alaal illr ■fuerandl rlMssfiira Það er einmitt svona stiórn, sem hann vill hafa Jónas frá Hriflu dregur ekkert úr því í hiröisþréfi sínu að hann sé ánægður með núverandi stjórn. Það eina sem honum kýnni að finnast athugavert viö hana, væri að hún kæmi alltof litlu í framkvæmd af áhugamálum hans, svo sem grunnkaupslækkun og öðru slíku. í hirðisbréfi hans til „sinna manna“ getur að lesa eft- irfarandi: „Þegar ríkisstjóri sá hvert stefndi um samkomulag flokkanna, myndaði hann ríkisstjórn fimm landskunnra utanþingsmanna, sem þó voru váldir með tilliti til þess, að þeir gætu hver um sig haft einhver vinsamleg skipti við einn eða fleiri af þingflokkunum. Fi-á sjónarmiði okkar minnihlutamanna í miðstjórn Framsóknarflokksins var þetta eina frambærilega lausnin á landsstj órnarmálunum. Eftir að þjóðstjórnin hafði verið rofin á útmánuöum 1942, hafði ég, hvenær sem tækifæri bauðst, bent á, aö stjórn yrði tæplega mynduð nema með nýjum mönnum, og jafn- vel bent á suma þá, sem nú eiga sæti í ríkisstjórn, þó að ég hefði ekki, eða gæti haft minnstu áhrif á val þeirra eins og þeir fengu umboð sitt..... Að dómi minnihlutans gat Framsóknarflokkurinn un- að allvel við þessa bráðabirgðalausn. í stjórninni átti sæti einn af kunnustu athafnamönnum samvinnuhreyfingarinn ar og Framsóknarflokksins og gegnir þar þýðingamiklum störfum, embætti atvinnumála- og utanríkisráöherra. Hin- ir ráðherramir voru ýmist hlutlausir eða ekki átt um langt skeið í opinberum útistöðum við Framsóknarflokkinn“. Ekki þarf þá frekara vitnanna við! í _________________________________________________________ Orlof bílstjóra Eg hef heyrt menn halda því fram að sjálfseignarbílstjórum beri ekkl orlofsfé, sem öðrum launþeg- um, þar sem þeir séu atvinnurekend- ur. En þetta er hin mesti misskiln- ingur. Sjálfseignarbílstjórum ber vitanlega réttur til orlofs og orlofs- fé þeirra reiknast af þeim hluta tímakaups bifreiðarinnar, sem talið er kaup bifreiðarstjórans, En kaup vörubifreiðastjóra í tímavinnu er nú kr. 2.40 — grunnkaup —, þ. e. kr. 5.98 í þessum mánuði. Aðrir bifreiða stjórar fá orlofsfé samkvæmt hinu fasta kaupi sínu. í>eir bílstjórar sem keyra í ákvæðisvinnu eiga rétt a hálfu orlofsfé hjá atvinnurekanda, en hinn helminginn greiða þeir sjálfir. Mjólkursalan við höfnina Undanfarin ár hafa verkamenn, og reyndar þúsundir annarra launþega, drukkið mjólk í stað kaffi við vinnu sína. Þessi mjólkursala hefur engan veginn dregið úr hinni almennu mjólkurneyzlu heimilanna og því má segja, að hér hafi verið um algjöra umframneyzlu að ræða, en það þýð- ir að vinnzlumjólkin verður minni og verðið til bændanna hærra. Nú er þessi mjlókurmarkaður að mestu glataður, þar sem engin mjólk fæst lengur á flöskum, því menn geta ekki borið með sér sérstök mjólkur- ílát við vinnu. Enda ókleyft að fá sig afgreiddan í mjólkurbúðunum á þeim tíma, sem menn almennt hafa til kaffidrykkju. Við höfnina, þar sem hundruð manna vinna daglega, er aðeins hægt að fá mjólk á þrem- ur stöðum og er hún seld á glösum á 65—75 aura glasið og þykir dýrt. — 'Það er óhætt áð fullyrða það, að mjólkursalan við höfnina hafi minnk að um helming síðan hætt var að selja hana á flöskum. Þeir menn, sem stjórna mjólkursölunni hafa með þessari ráðdeild sinni svipt bændur landsins markaði fyrir þús- undir mjólkurlítra ó viku hverri. Þeir hafa neytt menn til þess að drekka kaffi í stað mjólkur. Eg held að þessir menn séu meiri vinir Braz- ilíumanna en íslenzkra bænda. Lúxusbílar og skósólar Einn af 5 þúsund króna Fossunum er nýkominn til landsins. Eg spurði skósmiðinn minn hvort hann hefði ekki fengið sólaleður hjá „óskabarn- inu“, en hann kvað nei við. Þessu trúði ég ekki og fór beina leið um borð í fimmkallinn til þess að leita að sólaleðri. En ég fann engin skæði, hinsvegar varð ekki þverfótað á dekkinu fyrir lúxusbílum, ég held þeir hafi verið einir 9. Þeir sem fó þennan lúxus undir óæðri endann á sér þurfa væntanlega ekki að kvarta um sárar fætur í sumar vegna þess að skórnir þeirra eru botnlausir. Svo segja menn að hinu dýrmæta skiprúmi sé ekki ráðstafað með þarfir þjóðarinnar fyrir augum. leflli olistrl sljdrn iirill miifiii... Framh. af 1. síðu. mótspyrnu yfirstéttarinnar, gjör- sigra hana. Annars verðum við slegn ir niður sjálfir. 1 Afleiðingarnar af slíkri misheppn- aðri tilraun, sem endaði í ósigri, gætu orðið ófyrirsjáanlegar. Það mundi verða reynt að láta kné fylgja kviði, hefta starfsemi flokksins, sundra verklýðshreyfingunni. Ef flokkur okkar legði út í stjórn arsamvinnu án þess að gera sér þetta ljóst, væri það ekki aðeins ábyrgðarleysi, heldur glæfrar. Og það er ekki nóg með að for- ustumönnum verði að vepa þetta ljóst, fólkið, sem flokkurinn er full- trúi fyrir, verður einnig að skilja þetta til hlítar. Þar með er vissulega ekki sagt að Sósíalistaflokkurinn eigi ekkiaðtaka þátt í ríkisstjórn. Hann á að gera það, þegar fullnægjandi skilyrði eru fyrir liendi. Og þessi skilyrði eigum við að skapa.“ Finnst mönnum nú ekki að vélráðin>, sem Jónas kemur upp um að Framsókn hafi haft í hyggju, réttlæti aðvaranir Brynjólfs um „liðsmenn yfir- stéttarinnar“ og „bandamenn, sem starfa með okkur sér þvert um geð“? En Alþýðublaðinu finnst eitt- hvað annað! Það segir í leiðar- anum í gær að fyrst Brynjólfur segi að ekki kæmu steiktar gæs- ir fljúgandi, þótt gengið væri til stjórnarmyndunar upp á skil- yrði Sósíalistaflokksins, — þá hljóti það að þýða að Sósíaiista- flokkurinn vildi ekki taka þátt í ríkisstjórn! Veslings Alþýðu- blaðið getur sem sé ekki hugsað sér að með „steiktum gæsum“ sé átt við neitt annað en ráð- herrastólana, því það sér ekkert annað en þá! — Því getur alls ekki komið til hugar að með þessari líkingu sé átt við upp- skeruna af vinstri stjórn alþýð- unni til handa. Það er nauðsynlegt fyrir alla alþýðu að kynna sér greinar- gerð Sósíalistaflokksins fyrir samningunum um vinstri stjórn. Kaupið, lesið og útþreiðið rit Brynjólfs um þessi mál. Ein lítil stjarna Þær eru býsnamargar stjörnurnar í Alþýðublaðinu, ein stjarna, tvær gtjörnur og jafnvel þrjár stjörnur, eru höfundaeinkenni þeirra vísu manna sem blað þetta skrifa. Stjarna er sjálfsagt merki Alþýðu- flokkanna, smb. Alþýðuölgerðina „Stjarnan", sem Stefán Jóh. hefur gert víðfi-æga, ásamt forstjóra henn- ar. Síðustu dagana hafa birzt óvenju- lega vitlausar greinar í Alþýðublað- inu merktar einni lítilli stjörnu, ein kom á laugardaginn, önnur í gær. Vafsi vesalingurinn eraf sumumgrun aður um að vera höfundur þessara dellugreina. En Vafsi er saklaus. hann er ekki útaf svona vitlaus. Ein lítil stjarna er Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Blessað sé hans skin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.