Þjóðviljinn - 10.06.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1943, Blaðsíða 1
Þjóðstjórnarflokkarnír brutu stjórnarskrána! Loftárásir á flug- hafnir Þjóðverjs á miðvígstöðvunum . Sveitir rússneskra sprengju- flug:véla gerðu í gær harðar árás ir á flugvelli Þjóðverja á Orel- og Briansksvæðunum. Var þeim vel ágengt, stór- skemmdu margar flughafnir og eyðilögðu fjölda þýzkra flug- véla á jörðu, einkuin á flugvelli einum norðvestur af Briansk. Þjóðverjar sendur öflugar flugsveitir til árása á sovétborg- ina Gorkí, í fyrrinótt. Aðeins fáar flugvélanna komust inn yf- ir borgina og sjö af þýzku flug- vélunum voru skotnar niður. Lögín um bann vid úfgáfu fornrífa brgófa I bág víð sfgórnarskrána taimm skora lí setolið Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í „Hrafnkötlumálinu“ svo nefnda. Voru útgefendur Hrafnkötlu, þeir Halldór Kiljan Laxness, itagnar Jónsson og Stefán Ögmundsson, algerlega sýknaðir. Með dóminum er því slegið föstu, að lögin um útgáfu forn- ritanna brjóti í bág við stjórnarskrána. Á síðastliðnum vetri var þó Alþingi gefið tækifæri til þess að sjá að sér í þessu máli og samþykkja frumvarp Kristins Andréssonar um afnám þessara laga — en þjóðstjórnarþing- mennirnir kusu heldur að fylgja Hriflustefnunni. Dómur Hæstaréttar fer hér á eftir. „Bókin Hrafnkatla, sem mál þetta er af risið', er end- urprentun Hrafnkels sögu Freysgoöa, aðallega útgáfu Konráðs Gíslasonar frá 1847, en fylgt er málmyndun ís- lenzkrar tungu eins og hún er rituð, og stafsetningarregl- um þeim, sem boðnar eru í auglýsingu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins 25. febr. 1929. Enginn hinna kærðu ber höfundarábyrgð á bók- inni, að því undanskildu að Halldór Kiljan Laxness hefur samið formála hennar, en ekki hefur verið kært út af hon- um í máli þessu. Halldór Kilj- an Laxness hefur á titilblaði bókarinnar lýst sig útgefanda hennar, en kostnaðarmenn eru þeir Einar Ragnar Jóns- son og Stefán Ögmundsson. Samkvæmt 3. gr. tilskipunar um prentfrelsi frá 9. maí 1855 ber útgefandinn, Halldór Kiljan Laxness, einn refsiá- Brezka sýningin framlengd tii 13. þ. m. Brezka myndlista- og bóka- sýningin verður framlengd til sunnudagskvölds 13. þ. m. Um frekari framlengingu sýningarinnar verður þó ekki að ræöa, og ættu þeir, sem hafa hug á. áð sjá sýninguna, en hafa þó ekki getaö komið því viö ennþá, að nota þetta tækifæri. SÍÐASTI FÝRIRLESTUR STEEGMANS John Steegman flytur síð- asta fyrirlestur sinn í kvöld í Háskólanum kl. 8,30. í kvöld talar hann um brezka myndlist nú á dögum. Sýnir hann fjölda skugga- mynda til skýringar erindi sínu. byrgð, ef til refsingar væri unniö samkvæmt 1- gr. laga nr. 127 1941, og ber þegar af þeirri ástæðu aö sýkna kæröu Einar Ragnar og Stef- án af kæru valdstjórnarinn- ar, að því er þá gr. varðar. Hins vegar tekur 3. gr. nefndrar tilskipunar ekki til brots þess er 2. gr. laga nr. 127 1941 fjallar um og varöar einka- rétt til útgáfu ritaös máls. Er því heimilt að sækja hina kærðu sameiginlega til á- byrgöar fyrir brot á ákvæð- um þeirrar greinar. Eftir uppkvaöningu héraðs- dóms hefur veriö fengin um- sögn kennara heimspekideild- ar Háskóla íslands um með- ferð efnis og máls í útgáfu þeirri, sem kært ef út af. Segja þeir, aö í útgáfunni sé aöeins á örfáum stöðum vik- ið frá oröalagi handrits og í smávægilegum atriöum, en reyndar að þarflausu. Einn smákafli sé fluttur til, en engum kafla sleppt. Sagan sé að efni allsendis óbreytt í útgáfunni og ekki breytt aö meðferð né málblæ, svo að neinu skipti, nema aö þvi er til áðurnefndra orðabreytinga, málmynda og stafsetningar kemur. í 1. gr. laga nr. 127 1941 segir, að þó að 50 ár eða meira séu liöin frá dauða höf undar, megi ekki hirta rita hans breytt að efni, meöferö né málblæ, ef breytingunum er svo háttaö, að menning eð'a tunga þjóðarinnar bíði tjón af. Eigi megi heldur sleppa kafla úr riti, nema þess sé greinilega getið í "L- gáfunni. Þar sem útgáfa bók- arinnar Hrafnkötlu með þeim hætti, er áður greinir, þykir ekki brjóta í bág við ákvæöi greinar þessar, þá ber einnig áð sýkna kæröa Halldór Kilj- an Laxness' af kæru vald- Framh. á 4. síðu. ii MM að leiasi m Brczk herskíp og flugvélar gerðu í gær harða hríð að hersfoðvum fasfsfa á eyfunní Öflug brezk flotadeild gerði stórskotaárás á ítölsku eyj- una Pantellariu í gær. Komust herskipin mjög nálægt strönd- inni og létu skothríð dynja á lielztu hernaðarstöðvum fasista á eynni. Samtímis gerðu sprengjuflugvélar Bandamanna, þar á með- al sveit flugvirkja, árás á herstöðvar eyjarinnar. Nokkru síðar vörpuðu brezkar flugvélar niður flugmiðum, þar sem skorað var á setuliðið á Pantellariu að gefast upp skilyrð- islaust, til að forðast óþarfar blóðsúthellingar. Áskorun þess- ari var ekki svarað, og er búizt við að Bandamenn geri úr- slitaárás á eyjuna næstu daga. Lðgreglan iðkar skotæfing- ar að staðaldri Hver er tilgangurinn? Almenningur krefst þess að þessu verði hætt ðn tafar og skotvopnin tekin úr vðrzlu lögreglunnar Á fundi bæjarráðs sem haldinn var í gær, upplýsti borgar- stjóri, eftir viðtali við lögreglustjóra, að lögreglan iðkaði að staðaldri skotæfingar inni í Vatnagörðum að næturlagi. Þetta er hreinskilnasta játningin sem enn hefur fengizt um vopnabrask lögreglunnar, sem mun hafa hafizít með vopnakaup- um Hermanns Jónassonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ilalldór Kiljan Laxness. Til hvers er lögreglan vopnuð? Hver er tilgangur- inn með hinum stööugu skot- æfingum hennar? Þannig er spurt og þaö með réttu. Treystir lögreglan sér ekki til aö stjórna umferð og halda uppi ró og spekt á al- mannafæri án þess að beita vopnum? Reynslan hefur sýnt, að þaó er auðvelt fyrir lögregl- una að1 vinna öll sín skyldu- störf án þess aö grípa til vopna. Fyrir þeim, sem vopnakaup in til handa lögreglunni og heræfingum hennar standa, hlýtur því að vaka að beita lögreglunni til annarra verka en henni eru ætluö. Hver eru þessi vei'k? Það' getur naumast verið um annáð að ræöa en að henni sé ætlað áð verja valda áðstöðu og hagsmuna hinna ráöandi stétta, ef svo skyldi skipast að verkamenn og áðr- ir sem svipaðar þjóðfélagsá- stæöur hafa, fengju tækifæi'i til aukinna áhrifa og bættrar aðstöðu í þjóðfélaginu. Þáð er engin skynsamleg skýi-ing til á vopnabúnaði og heræfingum lögreglunnar önnur en sú, aö henni eigi aö beita í vinnudeilum og viö önnur svipuð tækifæri. Þaö oi'kar ekki tvímælis að allur almenningm- krefst þess, að endir verði bundinn á vopnaburö lögreglunnar, og það án tafar, og vopnin tek- in úr vörzlu hennar. Vörn af hálfu strandvirkjanna á Pantellariu var fremur lítil, og komust öll brezku herskipin ósködduð burtu. Rétt áður en árásinni lauk, komu nokkrar þýzkar spi'engju- flugvélar til árása á herskipin, en orustuflugvélum Banda- manna tókst að hi'ekja þær á brott. Þetta er sjötta árásin sem her skip Bandamanna gera á Pant- ellariu, og sú mesta, að því er segir í brezkum fregnum. Brezkar liðssveitir réðust til landgöngu á ítölsku eyjuna Lampedusa í gær. Var þetta könnunarferð, og tókst vel. Að- eins tveir menn úr landgöngu- liðinu fórust, hinir komust allir um borð í lierskipin er fluttu þá. Þjóðverjar og ítalir gerðu mik ið úr þessari könnunai’ferð, og sögðu að hér hefði verið um að ræða innrásartilaun, er hefði algei’lega misheppnazt. ^rmann efnír ftl íþróffasýningar Glímufélagið Ármann efnir til íþróttasýningar á íþróttavell- inum eitthvert kvöldið á næst- i unni. í sýningu þessari teku þátt stúlknaflokkur, sem í eu 40—50 stúlkur og álíka stór flokkur karla. Taka því þátt í sýningunni 90 —100 fimleikamenn og konur. Stjórnandi flokkanna vei'ður Jón Þoi'steinsson, hinn þekkti íþróttakennari félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.