Þjóðviljinn - 17.06.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1943, Blaðsíða 2
3 Þ JÓÐVIL JINN Fimmtudagur 17. júní 1943. 17. IÚWl NEFNPIN, Dansleiknr verður að Hótel Borg 17. júní kl. 10 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Hótel Borg, suðurdyr, frá kl. 6 síðdegis 17. júní. Tryggið yður aðgang í tíma. Danslelknr í Oddfellowhúsinu 17. júní klukkan 10 síðd. DANSAÐ BÆÐI UPPI OG NIÐRI. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu frá kl. 6 síðdegis 17. júní. NB. Aðgangur að dansleikjunum báðum er heimill öllum íslendingum meðan hús- rúm leyfir. 17. JÚNÍ NEFNDIN. Áskriftarsími Þjóðvíijans er 2184 DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. 0000-0000000000000 AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM óskast í eldhús og önnur til frammistöðiL Gott kaup. Vaktaskipti. Matsalan Laugavegi 126. oBcejcM/pósU'W'inn „Oddborgarahrokinn“ Herra ritstjóri! Viltu birta fyrir mig litla sögu af vinnustaðnum? Hún er svona. Við vorum að vinna í Hitaveitunni suður á Hringbraut. Við mokuðum mold á bíl, honum var ekið fimm mínútna leið, þá var sturtað af hon- um með vélsturtu. Allt gekk þetta fljótt og vel. Meðan bíllinn var á ferðinni höfðum við auðvitað ekkert að gera. Moldin var raunar lítils- háttar frosin, en ekki þurftum við allan tímann, sem bíllinn var burtu, til að losa hana, og alltaf var næg mold laus þegar bíllinn kom. Við stóðum hjá moldarbingnum og töl- uðum saman eins og gengur og ger- ist, meðan við biðum eftir bílnum. Eitt sinn er við biðum þannig bar að starfsmann í opinberri þjónustu. Hann var drembilátur í fasi, gekk eins og hann þyrfti að bæta úr ein- hverri innri vöntun með ytri tilburð um, hann var í mínum augum ímynd hins „kjálkagula" oddborgarahroka. Hann nam staðar hjá okkur og mælti af þjósti: „Mikill andskoti er að sjá þessi vinnubrögð hjá ykkur, þarna stand- ið þið og kjaftið, því reynið þið ekki að halda áfram?“ Piltur einn í hópnum svaraði: „Við getum ekkert gert meðan bíllinn er í burtu að „sturta“ af sér“ Pilturinn hélt auðvitað að þetta væri verkstjóri og vildi skýra málið fyrir honum. Hinn „kjálkaguli" svaraði og benti með fyrirlitningarsvip á moldina: „Þið getið hakað þama“. Svona er sagan. Hún hefur vakið hjá mér ýmsar hugleiðingar. Mig langar til að biðja þig að birta þær líka. Peningar foreldra hans og örbirgð foreldra okkar Maðurinn, sem þannig atyrti okk- ur komst á sínum tíma til mennta með hjálp efnaðra foreldra. Síðan fetaði hann leið kunningsskaparins inn í vellaunaða stöðu og nýtur nú allsnægta, fremur vegna þess sem aðrir hafa fyrir hann gert en vegna eigin verðleika. Þessi maður virðist fá reiðikast ef hann sér ekki svitann streyma gegnum fatagarmana okkar verkamanna í hvert sinn er honum verður reikað á vinnustað okkar. Hann skortir þá ekki fúkyrði og sleggjudóma í okkar garð. Hin svo kallaða menntun, sem aðrir létu honum í té, hefur ekki borið ríku- legri ávöxt en þetta. Sæðið hefur víst fallið meðal þyrna. Berum nú saman kjör þessa manns og stéttarbræðra hans ann- arsvegar og kjör okkar verkamanna hinsvegar. Þessi maður hefur föst laun. Láti hann af störfum taka eftirlaunin við. Falli hann frá, fá ekkjan og börnin eftirlaun. Verkamaðurinn á það löngum und ir náð og heppni, hvort hann fær að vinna. Það er aðeins á stríðstím- um, þegar tugir milljóna manna eru ráðnir til að drepa menn og eyði- leggja verðmæti, sem hann getur verið nokkumveginn viss um að fá S.G.T.* dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðasala kl. 5—7, sími 3240. Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Dagskrá # Kl. 2 Kl. Kl. Kl. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. 2,30 Ræða af svölum Alþingishússins: Bjöm Þórðarson forsætisráðherra 2,50 Lagt af stað suður á íþróttavöll. — íþróttamenn og skátar í fylkingarbrjósti; staðnæmzt í Suðurgötu. Lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar forseta. Þjóðsöngurinn leikinn. 3,05 Mótið sett af forseta í. S. í., Ben. G. Waage. Iþróttirnar hefjasf. Fimleikaflokkur kvenna úr Glímufél. Ármann sýnir undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. — Fimleika- flokkur karla úr Knattspyrnufél. Reykjavíkur sýnir undir stjórn Jens Magnússonar. — 100 m. hlaup. — Kúluvarp. — Hástökk. — 80 m. hlaup kvenna. — Langstökk. — Kringlukast. — Ennfremur verð- ur keppt í kassahlaupi, stúlkur, og pokahlaupi, piltar. Kl. 9 e. h. leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli. -.— Kl. 10 — Dansleikir í Hótel Borg og Oddfellowhúsinu. Aðgangur að íþróttavellinum er ókeypis, en 17 júní merki verða seld á götunum allan daginn. — Sölubörn, sem vilja selja 17. júní merki komi á skrifstofu Sameinaða í dag eftir kl. 10 árdegis. KAUPIÐ MERKIDAGSINS! , STYÐJIÐ ÍÞRÓTTASTARFSEMINA! 17« júní nefndin* vinnu. Og eftirlaunin hans, hver eru þau? Engin. Sé hann örvasa með öllu, fær haiin að staðnæmast við náðardyr framfærslufulltrúanna, og sé heppin með, úrskurða þeir hon- um örorkustyrk, auðvitað af náð og miskunn. Falli hann frá, hvað verð- ur þá um konuna og börnin? Við þau telur þjóðfélagið sig engar skyldur hafa, fram yfir að bjarga þeim frá hungurdauða. Hvað er það, sem ræður því, að, fíni maðurinn, sem atyrðir okkur, hefur fengið þá aðstöðu, sem hann hefur og við þá aðstöðu, sem við höf- um? Peningar foreldra hans og ör- birgð foreldra okkar. Er ekki von að okkur sámi? Eg vil spyrja góðfúsa lesendur hvort þeim finnist ekki von þó að' okkur verkamönnum sárni svona kveðjur. Við finnum fullvel, að okk- ur skortir ekki gáfur til að læra og gegna opinberum trúnaðarstöðum, við höfum þær að minnsta kosti í eins ríkum mæli og hrokagikkurinn sem atyrti okkur. Við vitum líka, að störfin, sem við vinnum eru þjóðfé- laginu engu síður nauðsynleg en störf hinna lærðu og við vitum, að við rækjum þau með engu minni trúmennsku en yfirstéttarmennirnir sín störf. Það er raunar rétt, að stundum flækjast vanmetamenn í vinnuflíkur og vinna illa og sviksam lega, allir ærlegir verkamenn hafa skömm á þeim. En við fyrirlítum fínu landeyðurnar ennþá meira. Mennina, sem taka laun af almanna fé, en láta næstum aldrei sjá sig á réttum stað á réttum tíma, heldur eru á þönum að vinna fyrir eigin hag eða að fullnægja fýsnum sínum og skemmtanaþorsta, í stað þess að ,vera í skrifstofunni og vinna það, sem þeim ber. Fyrirlitning okkar og gremja er ákaflega innileg, þagar slíkir menn ganga að okkur á vinnu- stöðvunum og velja okkur hrakyrði að ástæðulausu. Hvað ætli þeir segðu, ef við gengj um inn á skrifstofumar þeirra, og yrðum svo heppnir að hitta þá á sín- um stað, og segðum rétt „si svona". „Mikill andskoti er að sjá þetta helvítis hangs í ykkur, getið þið ekki skammazt til að afgreiða eitthvað af málunum, sem hafa legið í salti hjá ykkur fleiri mánuði?" Bræður sameinizt! Hvað getum við gert, bræður góð- ir? Við erum víst sammála um, að við viljum hafa „rétt til að lifa eins og menn“. Við viljum hafa rétt til að vinna, vinna vel og dyggilega. Við viljum hafa rétt til að lifa þótt vinnugetan þverri. Við viljum ekki láta skoða okkur sem óæðri mann- tegund en þá, sem vegna auðs og aðstöðu hafa komizt gegnum skóla. „Við vil'jum ekki vera annars flokks menn í þjóðfélagi borgaranna, við viljum að þjóðfélagið sé okkar þjóð- félag, og að þar hafi allir sama rétt og sömu skyldur. Þessvegna eigum við að sameinast og berjast allir sem drengir góðir fyrir sigri verklýðs- samtakanna og sósíalismans. Valdið er í okkar höndum ef við samein- umst. Látum ekki oddborgarana, sem fyrirlíta okkur, kúga okkur. Tökum ríkisvaldið í okkar hendur, stofnum ríki sósíalismans. Með þökk fyrir birtinguna. Verkamaður. MUNIÐ Iíaffisöluna Hafnarstræti 16 Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur^ ad tímaritínu Réttí /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.