Þjóðviljinn - 20.06.1943, Blaðsíða 2
ÞJ ÓÐVILJINN
Fréttir frá Ungmennafélagi Islands
œjaz'póyhi'VitM'
Ný sambandsfélög.
Þessi héraðssambönd hafa ný-
lega gengið í U.M.F.Í.:
Héraðssamband Skagafjarðar-
sýslu, með 8 Umf. og 338 félags-
mönnum. Stjórn skipa: Formað-
ur: Sigurður Brynjólfsson, Sauð-
árkróki, ritari: Guðjón Ingi-
mundarson, Sauðárkróki, féhirð-
ir: Sigurður Karlsson, Hólum.
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga, með 7 Umf. og
, 332 félagsmönnum. Stjórn skipa:
Formaður: Jón Jónsson, Stóra-
dal, * ritari: Grímur Gíslason,
. Saurbæ, féhirðir: Torfi Sigurðs-
son, Mánaskál.
Ennfremur þessi Umf.:
Umf. Ólafsvíkur, Ólafsvík, fé-
lagsmenn 50, Umf. Neisti, Djúpa-
vogi, félagsmenn 40, Umf. Stíg-
andi, Álftafirði, félagsmenn 42,
Umf. Hrafnkell Freysgoði,
Breiðdal, félagsmenn 80 og Umf.
Einherjar, Vopnafirði, félags-
menn 48.
Eftir þessa aukningu eru félög
í Ungmennafélagi íslands 150
með 8000 félagsmönnum.
Rœktunarstarfsemi TJ.M.F.I.
Bjarni F. Finnbogason búfr.
frá Stokkahlöðum er ráðinn til
þess að annast ræktunarleið-
beiningar í vor meðal barna og
unglinga, og gerð og hirðingu
skrúðgarða. Starfssvæði hans
verður Héraðssamband Eyja-
f jarðar.
Sambandsþing og landsmót
að Hvanneyri.
Eins og áður hefur verið til-
kynnt, þá hefst 14. sambands-
þing U.M.F.Í. að Hvanneyri
fimmtudaginn 24. júní kl. 9 ár-
degis og landsmót í íþróttum
laugardaginn 26. júní kl. 10 ár-
degis. Keppendur verða um 150,
úr flestum héröðum landsins.
Verðlaun verða m. a. þessi:
DAGLEGA
nýsoðin svið. Ný egg,
soðin og hrá.
Iíaf f isalan
Hafnarstræti 1 6.
Skjöldur, farandgripur, sem það
héraðssamband hlýtur, sem fær
samanlegt flest stig á mótinu.
Hann er nú í höndum Ung-
mennasambands Kjalarnesþings.
Þá hefur Ungmennasamband
Borgarfjarðar gefið verðíauna-
grip handa þeim einstakling,
sem flest stig hlýtur á mótinu
og Kaupfélag Borgfirðinga ann-
an handa þeim, er bezt afrek
sýnir í sundi. Öll einstaklings-
verðlaunin verða unnin til eign-
. ar. —
í þróttakenns lan.
íþróttakennarar U.M.F.Í., 8 að
tölu, eru enn allir að störfum
og hafa haldið fjölda námskeiða
víðs vegar um landið í vetur og
vor. Áhugi Umf. fyrir störfurn
þeirra er mikill og hefur ekki
verið hægt að sinna beiðnum
allra félaganna í vor um kenn-
ara. íþróttamót héraðssamband-
anna eru hafin og verður nokkr-
um þeirra lokið fyrir landsmót-
ið að Hvanneyri.
Minningarsjóður
Aðalsteins Sigmundssonar.
Hann var stofnaður af U.M.F.
í. við fráfall Aðalsteins og hefur
það markmið að styrkja efnilega
unga menn til náms, er sýnt
hafa þroska og félagshæfni í
Umf. Sjóðnum hafa nýlega bor-
izt kr. 1000,00 frá Í.S.Í. o^ kr.
500,00 kr. frá Umf. Reykjavíkur,
en alls er hann orðinn um kr.
6000,00. Sambandsstjórnin þakk-
ar öllum, sem heiðrað hafa
minningu þessa mæta forvígis-
manns Umf. með framlögum í
sjóðinn. Framvegis tekur stjórn
U.M.F.Í. og afgreiðála Tímans í
Reykjavík við fjárframlögum í
Minningarsjóð Aðalsteins Sig-
mundssonar.
Sveitarstjórnarmál, 1. hefti 3. árg.
| er fyrir skömmu komið út. Efni:
Andrés Eyjólfsson: Framfærslumál
Hvítársíðuhrepps í hundrað ár; Jón-
as Guðmundsson: Var rétt að ,af-
nema ömtin?; Laun oddvita; Inn-
heimta útsvara; Beikningur 'jöfnun-
arsjóðs bæjar- og sveitarfélaga fyr-
ir árið 1.940; Barnsmeðlögunum
breytt með lögum; lög um stækkun
lögsagnarumdæmis Reykjavíkur og
Fjárveitingar úr ríkissjóði á árinu
1943 til hafnargerða og lendingar-
bóta.
Menningarbaráttan í Al-
þýðuhússkjallaranum
Jón Blöndal skrifar grein í Alþýðu
blaðið. Hann talar mikið um að
sjálfstæðisbarátta íslendinga verði
fyrst og fremst að vera menningar-
barátta. Vér verðum að „sanna heim
■ inum að vér séum sérstæð menning-
arþjóð“, — segir hann. — Enginn
mun vilja draga úr gildi menningar-
þáttarins í sjálfstæðisbaráttu vorri
og sízt úr þeirri miklu skyldu, sem
á herðum verkalýðshreyfingarinnar
hvílir að sanna að alþýða kaupstað-
anna geti borið uppi, eflt og frjóvg-
að menningu þjóðar vorrar.
En væri ekki rétt fyrir þá, sem
drýgst tala um þetta mál að stinga
hendinni í eigin barm og athuga
Jón Kristófer:
framlag Alþýðuflokksins til þess að
efla þjóðmenninguna, einkum meðal
verkalýðsins í Reykjavík. Hér rís
glæsileg höll við Hverfisgötu. Jón
Blöndal þekkir hana. Þar er rúm-
góður kjallari, — eitt af þeim fáu
húsnæðum, sem verklýðshreyfing
Reykjavíkur gæti haft aðgang að til
félagsstarfsemi sinnar, leshringa,
lestrarsals o. s. frv.
Og hvernig er með þetta húsnæði
farið?
Því er stolið af verklýðshreyfing-
unni af mönnum, sem verkalýðurinn
einu sinni glaptist til að trúa — og
notað nú sem ein af lökustu kvöld-
knæpum bæjarins, en gefur vafa-
laust eigendum ríflegan gróða.
Er þetta framlag Alþýðuflokks-
leiðtoganna til þess að sanna að vér
séum „sérstæð menningarþjóð“?
Sunnudagur 20. júní 1943.
Bylting og
umbætur
Vegna bulls Tímans um
að sósíalistar séu ekki
„umbótamenn“ heldur
„byltingamenn“, skal hér
birtur lítíll kafli úr bækl-
ing Brynjólfs Bjarnason-
ar um þetta mál:
„Eins og áður er sag'c,
eru það hrein ósannindi,
aö sósíalistar hafi „lofað
vinstri stjórn“ fyrir kosn-
ingar. Jafn tilhæfu
laust er, að nokkur fram-
bjóöandi flokksins hafi
lýst því yfir, að sósíalistar
væru „ekki byltingamenn,
heldur vildu vinna að rót-
tækum umbótum“, rétt
eins og það væri einhver
mótsögn að vera byltinga-
maður og vinna að róttæk
um umbótum!
Ef sósíalistar væru ekki
byltingamenn, væru þeir
ekki sósíalistar- Markmið
þeírra er sósíalistiskt þjóö-
skipulag, sem tekur við af
auðvaldsskipulaginu. Og
það er bylting, þegar eitt
þjóðskipulag tekur við af
öðru, alveg án tillits til
þess, hvort sú „róttæka
umbót“ gerist með meira
eða minna friðsamlegum
hætti, eöa hvort þróunar-
skeiðin eru lengri eða
skemmri.
Sósíalistar eru róttækir
umbótamenn qinmitt
vegna þess, að þeir eru
sósíalistar. Og Framsókn-
arforingjarnir eru aftur-
haldsmenn einmitt vegna
þess, að þeir eru auðvalds-
sinnar. Róttækar umbæt-
ur eru í andstöðu við
grundvallarreglur auð-
valdsskipulagsins, lögmál
þessa sundurvirka skipu-
lags krefjast þess, að kosti
alþýöunnar sé þrengt,
byrðum kreppnanna sé
velt yfir á heröar almenn-
ings. Þarna er að finna
lykilinn að afstöðu Fram-
sóknar til dýrtíðarmál-
anna og skýringuna á
stefnu hennar á „erfiðu
tímunum“ fyrir stríðið.
Baráttan fyrir umbót- '
um er einn veigamesti
þátturinn í baráttunni fyr
ir sósíalismanum. Sósíal-
isminn er fær um að
veita öllum almenningi
margfallt betri kjör en
auðvaldsþjóðfélagið megn-
ar. Lögmál sósíalismans
eru andstæð lögmálum
kapítalismans. Gengi hins
samvirka skipulags og
gengi fólksins hlýtur aö
hdldast í hendur.
Góðgjarnasta skýringin
á bulli Eysteins um „bylt-
ingu“ og „róttækar um-
bætur“ er að hann viti
ekki betur og tali því eins
og óviti. Stafróf þjóðfélags
fræðinnar í marxiskum
skilningi, er honum lokuð
bók“.
Lesið bækling Brynjólfs!
Fæst hjá öllum bóksölum.
Skemmtun
verður haldin í Sýningarskála listamanna þriðjudag-
inn 22. júní kl. 8,30 e. h.
SKEMMTIATRIÐI:
Sverrir Krist jánsson: Ræða.
Guðmundur Jónsson: Einsöngur.
S. A. Friid: Ræða.
Tómas Guðmundsson: Upplestur.
Ölafur Magnússon: Einsöngur.
Lárus Pálsson: Upplestur.
DANS.
ALLUR ÁGÓÐI AF SKEMMTUNINNI RENNUR
TIL SÖFNUNARINNAR FYRIR RAUÐA KROSS
SOVJETRÍKJANNA.
Aðgöngumiðar á kr. 12.00 seldir á afgreiðslu Dagsbrúnar
eftir kl. 10 f. h. á þriðjudag og við innganginn.
FORSTÖÐUNEFNDIN.
Illa gert en vel meint kvæði um hús í Pósthússtræti.
1 Hér hef ég komið svo þreyttur, svo þreyttur mörgum sinnum
^ og þegið þeztu aðhlynning, sem ég get hugsað mér.
Af þakklátssemi gripinn og sæll í sálu minni
ég segi takk með kvæðinu, sem hér á eftir fer.
Hér hef ég frið og næði, sem rukkarar og rónar
ei raskað gætu, hvernig sem þeir færu að,
(svo ég get ort og skrifað) því allir þessir þjónar,
þeir álíta það sitt hlutverk og skyit að sjá um það.
Sú veig, sem enginn máttur fær mónópóliserað,
né mælda út og skammtaða við allskyns pex og þref,
hér glóir tær á skálum, en skemmtilegast er að
ég skuli ekki þurfa að sýna nokkurt vegabréf.
Því er mér stundum hugsað til greppsins Grieg í Kína,
af góðfýsi hef ég þráð að mega skipfa um kjör við hann,
sem gin and bitter þambað hefur alla ævi sína
og alla daga stynur: ,',Herre Jesus gi mig vann!“
Eg hugsa iíka um fjöldann, sem úti hlýtur híma,
sem húsaleigunefndin getur hvergi fengið stað.
Þá hringi ég á bjölluna og býðst til þess að rýma,
— „Nei, blessaður, þú skalt nú ekki vera að hugsa um það.“
Því alitaf þegar vellysting og velgengni mig krýnir,
þá verður mér það náttúrlegt að hugsa um aðra menn,
því hvað sem öðru líður, þeir eru bræður mínir,
— og ættu skilið margir þeirra að komast hingað senn.
Er ég til náða er genginn í góðri hvílu minni
þá gerir þessi hugsun á stundum vart við sig,
(og raskar bæði værðinni og vekur klökkva í sinni):
, að „vertinn" sjálfur gengi þó úr rúmi fyrir mig.
Að morgni býð ég greiðslu fyrir ágætt næturnæði,
sem neitað er. — Hve lengi getur húsið borið sig?!
-r- Þá legg ég skerf í bókasjóð, því kannske á þetta kvæði
að koma út hjá foriaginu — ef Jónas lifir mig.
dansleikur
í Listamannaskálanum í (kvöldsunnudag) kl. 10 e. h. — Að-
göngumiðar eftir kl. 5. — Sími 3240.
Hljómsveit Bjama Böðvarssonar.
Beztn kjöfkanpin
Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágætlega verkað stór-
höggið, saltað dilkakjöt fyrir kr. 5,00 — fimm krónur — kílóið,
enda sé tekið minnst Vz skr. (þ. e. 6—8 kg.) og kaupandi sæki
kjötið hingað á staðinn.
Frysiíhússd Herðubreíd
Fríkirkjuvegi 7.
/